Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS ALDARGAMALT Hefur auðnast að gera okkur gildandi 100 ár eru í dag liðin frá stofnun Blaða- s mannafélags Islands. Lúðvík Geirsson hef- ur verið formaður félagsins í tíu ár, lengur en nokkur annar. Pétur Gunnarsson tók Lúðvík tali um málefni Blaðamannafélags- ins í fortíð, nútíð og framtíð. Morgunblaðið/Þorkell LUÐVIK Geirsson, formaður Blaðamannafélags íslands. - HVERNIG lýsir þú stöðu þessa félags á aldarafmælinu? „Eg held að staða Blaðamannafé- lagsins sé sterk og ég finn að það er mikill hugur í félagsmönnum, sem finna samkennd í því að vera í fé- laginu. Blaðamannafélagið fær góða einkunn hjá félagsmönnum. Það kemur glögglega í ljós í við- horfskönnun sem við höfum látið gera. En eins og almennt gildir í fé- lagsstarfi í dag mættu menn taka virkari þátt í starfinu. Við höfum verið að taka á endur- menntunarmálum. Krafan um end- urmenntun og símenntun er marg- falt meiri en áður. Þrátt fyrir að við höfum verið að bjóða upp á nýja valkosti og koma á sérstökum end- urmenntunarsjóðum í samstarfi við útgefendur er þessi krafa margfalt meiri en maður gerði sér grein fyr- ir. Það kemur fram í viðhorfskönn- uninni. Við höfum farið markvisst í gegnum okkar kjaramál og stokkað þar upp eitt og annað. Síðast en ekki síst höfum við verið að gera okkur meira gildandi út á við í um- ræðunni um þá þætti sem snerta fjölmiðlun með einum eða öðrum hætti, hvort heldur það hafa verið lagasetningar eins og upplýsinga- lögin, þar sem Blaðamannafélagið hafði veruleg áhrif á þróun mála eða umfjöllun um tjáningarfrelsi, höfundarréttarmál og önnur lykil- atriði í nútímafjölmiðlun. Það skipt- ir verulegu máli að fjölmiðlastéttin eigi sér málsvara sem hefur vægi og tekið er fullt tillit til. Ég held að okkur hafi auðnast að gera okkur gildandi á opinberum vettvangi." Samnefnari Lúðvík segir að rót hafi komist á hlutina í þeirri miklu þróun sem orðið hefur í fjölmiðlaheiminum undanfarið vegna tæknibyltinga og nýrrar fjölmiðlunar. „En við finn- um að fólk, sem er að fást við fjöl- miðlun, lítur á Blaðamannafélagið sem ákveðinn samnefnara." Lúðvík segir að hér komi tvennt til. Ríkur vilji sé hjá fréttamönnum Ríkisútvarpsins að koma til sam- starfs við Blaðamannafélagið, þannig að til verði eitt félag allra starfandi blaða- og fréttamanna. Margir fréttamanna RÚV eru aukafélagar í BI en félagið hefur ekki haft samningsumboð fyrir þá. Nú segir hann að kominn sé nokkur skriður á viðræður um sameiningu Blaðamannafélasins og Félags fréttamanna, sem eru samtök starfsmanna fréttastofa RUV. Inn- an Félags fréttamanna eru 40-50 félagar en hátt í 500 blaða- og fréttamenn, sem starfa hjá einka- reknum fjölmiðlum eða á eigin veg- um, eru innan BI. Fjölmiðlasamband „Því til viðbótar hefur verið í gangi umræða milli Blaðamannafé- lagsins, Félags bókagerðarmanna, grafískra hönnuða og fleiri aðila,“ segir Lúðvík. „Ég hef fulla trú á því að ef menn einhenda sér í málið verði þess ekki langt að bíða að stofnað verði einhvers konar Fjöl- miðlasamband. Ég sé fyrir mér að það gerist jafnvel á næsta ári. Ég finn að það er kallað eftir slíku samstarfi til að þessi hópur geti meira látið til sín taka sameigin- lega.“ - Ertu að tala um samband sem spannaði t.d. útlitshönnuði, blaða- menn, ljósmyndara prentmiðla og fréttamenn, dagskrárgerðarmenn og plötusnúða ljósvakamiðla? „Ég er að tala um sameiginlegan faghóp þeirra sem tengjast fjöl- miðlun með einum eða öðrum hætti, hvort sem þar er um að ræða tæknilega þáttinn, fréttavinnslu, útlitsmál eða annað. Félögin sem við þekkjum í dag eru rótgróin og munu starfa áfram hvert á sínum stað. En það er þörf fyrir að þessir hópar samræmi sig og geti stillt saman strengi bæði hvað snertir endurmenntun og faglega símennt- un og ekki síður hvað varðar ýmiss konar höfundarréttarmál og þann veruleika sem blasir við í fjölmiðla- heiminum. Þau skýru skil, sem hafa verið milli starfssviða, eru ekki eins ljós og þau voru fyrir nokkrum ár- um. Ég er ekki að segja að þessi að- skilnaður hafi skapað mikla erfið- leika en vegna þess að menn hafa verið að taka á málum sameiginlega hafa þeir séð í verki kostina sem fylgja því að vinna saman.“ Orari tækniþróun hérlendis Lúðvík segir að í hópi blaða- manna hafi fyrir fáeinum árum ver- ið talað um það sem hina stóru bylt- ingu að prentun færðist úr blýi í offset. „Vissulega var það mikil breyting en sú tæknibylting sem á sér stað núna með rafmiðlun og margmiðlun er margfalt öflugri og býður upp á margfalt meiri mögu- leika en við höfum séð til þessa. Tölvan er að verða hinn mikli miðill inni á hverju heimili. Sem betur fer hafa blöðin, fjölmiðlar og fjölmiðla- fólk verið mjög vakandi fyrir þess- um nýjungum og ég efast um að nokkurs staðar í nálægum löndum hafi hlutirnir gengið eins hratt fram í þessari tækniþróun og hér á landi. Okkur hefur auðnast að semja um leikreglurnar. Það ■ auð- veldaði offsetvæðinguna á sínum tíma. Núna hefur verið gerður mjög merkur samningur varðandi leikreglur um höfundarréttarmál sem tryggir að þróunin haldi áfram. Þetta er mun meira en við getum sagt að hafi gerst víðast hvar í ná- grannalöndunum." - Það er sundurleitur hópur og ólík fyrirtæki sem menn kalla fjöl- miðla hér á landi. Annars vegar t.d. þeir sem sinna blaðamennsku og dagskrárgerð og hins vegar ýmiss konar störf hjá margs konar miðl- um þar sem lítið er lagt í dagskrá og fréttatengt efni og ekki dregin sjáanleg mörk milli efnis og auglýs- inga. Eftir hverju er að sækjast fyrir Blaðamannfélagið í slíku sam- starfí? „Það er rétt að það verður alltaf framboð af alls konar ólíkum fjöl- miðlum. Hitt er annað mál að það er okkar að reyna að efla hinn fag- lega metnað og halda úti umræðu og áherslum í því sambandi. Það er ekki síst hlutverk Blaðamannafé- lagsins að við reynum að hafa mót- andi áhrif á hvernig menn bera sig að í þeim efnum. Ég get tekið undir það að mér finnst íslensk dagskrár- gerð í ljósvakanum vera upp og of- an, alveg eins og margt af því sem birtist í blöðunum er upp og ofan. Besta leiðin til að gera fjölmiðlun- ina markvissari og betri er sú að gefa fólki færi á betri þjálfun og til- sögn í því sem það er að gera.“ Úr stéttarfélagi í fagfélag Lúðvík tekur undir það að á seinni árum hafi Blaðamannafélag- ið verið á leið úr hlutverki eiginlegs stéttarfélags í átt að fagfélagi. „A þeim tíma sem ég þekki best til höfum við sem stéttarfélag tekið í gegn allan þann samningsramma sem hefur gilt fyrir félagið. Samn- ingarnir voru um margt þokkalegir en það vantaði margt inn í; varð- andi menntamál, tryggingamál, höfundarrétt og ýmislegt annað. Þessa veigamiklu flokka hefur þurft að byggja upp nánast frá grunni og þótt það verði sjálfsagt aldrei svo að öllum líki held ég að okkar samningsrammi sé kominn í mjög þokkalegt horf. Eftir síðustu kjarasamninga gat TVeir heiðursfélagar ÁRIÐ 1985 voru tveir af elstu félögum Blaðamannafélags íslands heiðraðir af félaginu, þeir Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, og Þorbjörn Guðmundsson, ritstjórnarfulltrúi á Morgunblaðinu. Þórarinn var þá handhafi blaðamannaskírteinis nr. 1 og Þorbjörn skírteinis nr. 2. Þorbjörn er nú handhafi sklrteinis nr. 1, eftir lát Þórarins. Siðareglur eiga rætur allt til stofnunar Blaðamannafélagsins Siðanefnd hefur starfað samfellt frá 1965 SIÐANEFND hefur starfað sam- fellt á vegum Blaðamannafélags Is- lands síðan árið 1965. Siðareglur og störf siðanefndar hafa orðið tilefni nokkurra deilna á fundum félagsins undanfarin ár en meirihluti blaða- manna hefur þó ávallt talið að félag- ið eigi að hafa siðamál stéttarinnar á sinni könnu. Siðareglur eiga sér eldri sögu en þá sem er samfelld frá 1965 því fé- laginu voru settar nokkurs konar siðareglur strax við stofnun. Stofn- félagarnir, sem voru ritstjórar Reykjavíkurblaðanna, höfðu átt í hörðum ritdeilum innbyrðis og skuldbundu sig til að leita aldrei úr- slita dómstólanna um ágreining vegna móðgandi ummæla hvers um annan heldur leita til kjördóms sem félagið skipaði. Þessar siðareglur voru því nokkurs konar leikreglur um deilur félagsmanna og var ætlað að leysa landslög af hólmi í sam- skiptum þeirra. Leystu landslög af hólmi í innbyrðis samskiptum I þessum fyrstu reglum var fé- laga m.a. bannað að bera öðrum á brýn að vilja svíkja eða skaða ætt- jörð sína; að hafa gerst sekur um þjófnað, fjárdrátt, mútur, svik og meinsæri; að segja í alvöru og vís- vitandi ósatt; að breyta gegn betri vitund vegna eigin hagsmuna og að hafa uppi spottyrði og dylgjur um athæfi af þessu tagi. Þetta endurspeglar að um alda- mótin voru blöð í Reykjavík uppfull af dylgjum og skætingi enda kom á daginn að reglurnar voru of háleitar til þess að halda til lengdar. Sumir ritstjóranna treystu sér ekki til að virða þær þegar á reyndi og við- leitnin varð að engu. Upp úr 1960 var komið allgott skipulag á félagsstarfið, sem löng- um hafði þótt losaralegt, og siða- málin voru tekin tökum á nýjan leik. Nefnd var falið að gera tillögur um siðareglur og var þá horft til þess sem tíðkaðist á Norðurlöndum. Eft- ir miklar umræður á framhaldsaðal- fundi vorið 1965 voru samþykktar einfaldar reglur, innanfélagsreglur þar sem opinber umfjöllun um úr- skurði siðanefndar var bönnuð, seg- ir í samantekt sem Lúðvík Geirs- son, formaður BÍ, hefur unnið og hér er stuðst við meðal annars. Gagnstætt fyrstu siðareglunum, voru reglumar frá 1965 hins vegar til þess fallnar að gera ríkari kröfur til félagsmanna en landslög mæltu fyrir um. Þær vörðuðu ekki aðeins innbyrðis samskipti félagsmanna heldur skyldur blaðamanna gagn- vart almenningi. Leyndinni aflétt Sumarið 1985 urðu gagngerar breytingar á siðareglum blaða- manna og félagið svipti leyndarhul- unni af siðanefnd og úrskurðum hennar. Almenningur skyldi fá að vita hvað gengi á hverju sinni. Það

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.