Morgunblaðið - 19.11.1997, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________________________MIBVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 27
BLAÐAMANNAFÉLAG ÍSLANDS ALDARGAMALT
ég ekki betur séð en það væri al-
menn ánægja í félaginu með hvern-
ig okkur hefði miðað og að við vær-
um á réttri leið. Blaðamannafélagið
verður aldrei sterkara fagfélag og
stéttarfélag en þátttaka félaga í
starfinu gefur til kynna. Það sem
hefur verið að breytast er að fag-
legi áhuginn hefur stóraukist á síð-
ustu árum. Síðustu 1-2 áratugi
hefur verið að koma ný kynslóð í
þessa stétt sem ætlar að gera þetta
að ævistarfi. Það er breyting frá því
sem var þegar minnihluti blaða-
manna entist lengi í starfi. Þessi
þróun kallar á breyttar áherslur
innan félagsins og kröfur um meira
starf á faglegum nótum.
Það má segja að áður hafi fag-
lega starfið fyrst og fremst snúið að
því sem snerti siðamál. Um miðjan
síðasta áratug opnaði Blaðamanna-
félagið allt, sem sneri að siðaregl-
um sínum og starfi siðanefndar,
upp á gátt. Það var á þeim forsend-
um að fyrst blaðamenn væru að
gera kröfur um upplýsingar út í
samfélagið ætti að gera sömu kröf-
ur til þeirra sjálfra. Mér hefur hins
vegar þótt miður að aðrar starfs-
stétth- hafa ekki fylgt okkar frum-
kvæði í þessum efnum.
Upplýsingalög
Svipaðar áherslur félagsins hafa
endurspeglast í samskiptum við
stjórnsýsluna hér á landi, sem var
lengi á eftir tímanum. Nútímaleg
stjórnsýslulög voru fyrst sett hér á
landi fyrir fáeinum árum. Núna er
ekki liðið eitt ár frá því að sett voru
upplýsingalög. Það var tímamóta
lagasetning, sem hafði verið bar-
áttumál í hátt í tvo áratugi. Eg segi
hiklaust að Blaðamannafélagið hafi
átt stóran hlut í því að sú lagasetn-
ing varð með þeim hætti sem raun
bar vitni.“
- Þú nefnclir að stjórnsýski á Is-
landi hefði veríð sein að tileinka sér
nútímalegar áherslur. Hvað með
fjölmiðla? Standa jieir undir því
hlutverki að vera fjórða afl ríkis-
valdsins?
„Eg svara því hiklaust játandi.
Auðvitað fer ekki hjá því að mönn-
um mislíki eitt og annað og auðvit-
að er stundum eitthvað til í því að
menn mættu gera betur. En ég
held að allir þeir sem með sann-
girni skoða íslenska fjölmiðlun og
bera saman við það sem gerist, úti í
heimi og í löndunum í kring, þurfi
ekki að velta hlutunum lengi fyrir
sér áður en þeir viðurkenni að fjöl-
miðlar hér á landi standa mjög
framarlega. Við erum með vel
menntað og hæft fólk og góða rit-
og fréttastýringu hvort heldur er í
dagblöðum eða ljósvökum.
Við höfum ákveðin séi-kenni í
okkar fjölmiðlum sem stafa af því
umhverfi sem störfum í. Nálægðin í
fámenninu skapar vanda vegna
kunningjasamfélagsins. Þar held ég
að fjölmiðlar hafi upp til hópa stað-
ið í stykkinu. Það er líka vandi í fá-
menninu að fara með viðkvæm mál
en það er ekki síst í þeim efnum
sem ég tel að íslenskir fjölmiðlar
vinni af heilindum og heiðarleika.
En talandi um það, sem betur má
fara, hefur vandinn verið skortur á
tíma og mannafla. Við erum með
fáa fjölmiðla sem standa undir
nafni og geta leyft sér að vinna að
málum með þeim hætti sem menn
helst vildu og jafnvel þeim, sem
best standa, tekst það ekki alltaf.
Tímapressan, sem hefur fylgt
þessu starfi, streita og álag; hefur
ekki farið minnkandi. I við-
horfskönnuninni kvörtuðu blaða-
menn undan því að fá ekki þann
tíma sem þeir þyrftu til að vinna að
málum og taka á hlutum sem ekki
eru teknir fyrir. Þetta er hlutur
sem menn þurfa að horfast í augu
við og reyna að vinna sig út úr.“
Fjórða aflið ekki
það veikasta
Varðandi spurninguna um fjórða
aflið segir Lúðvík að íslenskir fjöl-
miðlar standi síður en svo verr í al-
þjóðlegum samanburði en hinir þrír
formlegu og hefðbundnu þættir rík-
isvaldsins, þ.e. dómstólar, löggjaf-
arvald og stjórnsýsla. „Ef nokkuð
er, eru fjölmiðlar að mörgu leyti á
undan,“ segir hann.
- Þegar þú lítur yfir 100 ára
sögu Blaðamannafélagsins, hvað
telurþú að berí hæst?
„A seinni árum hugsa ég að það
hafi borið hæst í sögu félagsins að
það festi rætur og hefur orðið að al-
vöru hagsmuna- og fagfélagi. Það
eru ekki nema liðlega tveir áratugir
síðan það gerðist að við eignuðumst
okkar eigið húsnæði, réðum starfs-
mann og það kom festa í alla starf-
semina, sem ég held að hafi ráðið
miklu um styrk og stöðu félagsins
út í frá. Stoð og stytta í starfi fé-
lagsins hefur síðan verið Fríða
Björnsdóttir, fyrsti starfsmaður fé-
lagsins og núverandi framkvæmda-
stjóri. Hún hefur að mestu verið
með þennan rekstur og umsýslu á
sinni könnu þótt aðrir hafi verið í
sviðsljósinu.“
Ritstjóri í önnum
VALTÝR Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, við vinnu sína ásamt starfsstúlku á bókhaldi blaðsins,
Gyðu Einarsdóttur. Myndin er að öllum líkindum tekin um eða eftir 1936.
sjónannið varð ofan á innan félags-
ins að blaðamenn gætu ekki gert
kröfu um opna stjórnsýslu og al-
mennt upplýsingaflæði ef þeir væru
ekki sjálfir tilbúnir til að segja frá
eigin málum.
Nú náðu siðareglur til allra, líka
lausamanna og starfsmanna RÚV
en ekki aðeins blaðamanna í föstu
starfi á dagblöðum. Nýr kafli fjall-
aði um hagsmunaárekstur í starfi
og þeim sem fengu úrskurð um
mjög alvarlegt brot var gert að
birta úrskurðinn í heild í eigin fjöl-
miðli.
Siðareglum sínum breyttu blaða-
menn síðast árið 1991, m.a. í þá átt
að nefndin taki ekki mál til með-
ferðar nema kærandi hafi áður leit-
að leiðréttingar mála sinna hjá þeim
miðli sem í hlut á. Einnig hefur
siðanefndin sett sér starfsreglur.
Þar er greint frá því hvaða kröfur
eru gerðar til kærenda um fram-
setningu máls og eftir hvaða reglum
nefndin starfar við úrlausn kæru-
mála.
Siðanefndin starfar sjálfstætt og
óháð stjórn Blaðamannafélagsins og
starfi félagsins að öðru leyti en því
að BÍ stendur straum af kostnaði
við starf nefndarinnar. Siðanefndin
er skipuð fimm mönnum. Þrír eru
kjörnir á aðalfundi BÍ, einn er til-
nefndur af heimspekideildar Há-
skóla Islands og einn er fulltrúi út-
gefenda. Undanfarin ár hefur
nefndin fengið til meðhöndlunar á
annan tug mála árlega. Núverandi
formaður siðanefndar er Þorsteinn
Gylfason, prófessor.
Siðareg’lur Blaðamanna-
félags Islands
Hér fara á eftir gildandi siðareglur Blaða-
mannafélags íslands. Þær voru samþykktar á
aðalfundi félagsins árið 1991.
„I starfi sínu hafa blaðamenn allra fjölmiðla
jafnan í huga gi-undvallarreglur mannlegra
samskipta og rétt almennings til upplýsinga,
tjáningarfrelsis og gagnrýni.
1. grein. Blaðamaður leitast við að gera ekk-
ert það, sem til vanvirðu má telja fyrir sétt sína
eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum
ber að forðast hvaðeina sem rýrt gæti álit al-
mennings á starfi blaðamanns eða skert hags-
muni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan
sýna drengskap í skiptum sínum við starfsfé-
laga.
2. grein. Blaðamanni er ljós persónuleg
ábyrgð á öllu sem hann skrifar. Hann hefur í
huga að almennt er litið á hann sem blaðamann
þó að hann komi fram utan síns eiginlega
starfssviðs, í riti eða ræðu. Blaðamaður virðir
nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína.
3. grein. Blaðamaður vandar upplýsingaöflun
sína, úrvinnslu og framsetningu svo sem kostur
er og sýnir fyllstu tillitssemi í vandasömum
málum. Hann forðast allt, sem valdið getur sak-
lausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda,
óþarfa sársauka eða vanvirðu.
4. grein. Það telst mjög alvarlegt brot þiggi
blaðmaður mútur eða hafi í hótunum vegna
birtingar efnis. Blaðamenn skulu hafa ríkt í
huga hvenær almennt öryggi borgaranna, sér-
staklega hagsmunir almennings eða almanna-
heill ki-efst nafnbirtingar. f frásögnum af dóms-
og refismálum skulu blaðamenn virða þá meg-
inreglu laga að hver maður er talinn saklaus
þar til sekt hans hefur verið sönnuð.
5. grein. Blaðamaður varast að lenda í hags-
munaágreiningi, til dæmis með því að flytja
fréttir eða frásagnir af fyrirtækjum eða hags-
munasamtökum þar sem hann á sjálfur aðild.
Hann skal fyrst og síðast gæta hagsmuna les-
enda og sóma blaðamannastéttarinnar í hverju
því sem hann tekur sér fyrir hendur í nafni
starfs síns. Blaðamaður hefur í skrifum sínum
sannfæringu sína að leiðarljósi. Hann gætir
þess að rugla ekki saman ritstjórnarlegu efni,
sem hefur augljóst upplýsinga- og fræðslugildi,
og auglýsingum í myndum og/eða máli. Siða-
reglur þessar setja ekki hömlur á tjáningar-
frelsi blaðamanna sem skrifa undir fullu nafni
afmarkaða þætti í fjölmiðlum, til dæmis gagn-
rýni, þar sem persónulegar skoðanir höfundar
eru í fyrirrúmi.
6. grein. Hver sá sem telur að blaðamaður
hafi brotið framangreindar reglur og á hags-
muna að gæta, getur kært ætlað brot til Siða-
nefndar BÍ innan 2ja mánaða frá birtingu enda
sé mál vegna birtingarinnar ekki rekið fyrir al-
mennum dómstólum á sama tíma. Áður skal
hann þó leita undanþágu frá leiðréttingarkröf-
um vegna annarra aðstæðna. Siðanefndin tekur
kæruna fyrir á fundi innan viku og kveður upp
rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er.
Taki Siðanefnd kærumál til efnislegrar athug-
unar skal hún kanna heildarumfjöllun um málið
á hinum kærða fjölmiðli. Kærða skal gefinn
kostur á að gera grein fyi-ir sjónarmiði sínu.
Siðanefnd greinir brot í flokka eftir eðli þein-a:
a) ámælisvert b) alvarlegt c) mjög alvarlegt Úr-
skurði Siðanefndar verður ekki áftýjað. Úr-
skurð Siðanefndar ásamt rökstuðningi skal
birta í heild í Félagstíðindum BÍ svo fljótt sem
verða má. Úrskurð Siðanefndar skal senda við-
komandi fjölmiðli \ið fyrstu hentugleika og með
ósk um birtingu ef um brot samkv. skilgrein-
ingu b) og c) er að ræða. Þremur dögum seinna
skal senda úrskurðinn öðrum fjölmiðlum. Meg-
inniðurstaða nefndarinnar skal birt orðrétt. Við
framsetningu fréttar af úrskurðum Siðanefndar
sýna blaðamenn alla þá aðgát sem reglur þess-
ar ætlast til sbr. 1. og 2. grein að framan. Nú
telur stjórn BÍ að gengnum úrskurði Siða-
nefndar að brot sé svo alvarlegt að frekari ráð-
stafana sé þörf og getur hún þá borið undir fé-
lagsfund tillögu um vítur á viðkomandi blaða-
mann enda sé þeirrar ætlunar getið í fundar-
boði. Nú bera ummæli ekki með sér hver sé
höfundur þeirra eða viðkomandi blaðamaður er
utan BI og gengur þá úrskurður svo sem rit-
stjóri og/eða ábjTgðarmaður eigi beina aðild að.
Þótt enginn þessai'a aðila sé í BÍ getur Siða-
nefnd allt að einu lagt fram rökstutt álit um
kæruefni."