Morgunblaðið - 19.11.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 39
MINNINGAR
HA UKUR ÞOR
STEINSSON
+ Haukur Þorsteinsson fædd-
ist á Höfðabrekku í Mýrdal
23. september 1923. Hann and-
aðist á heimili sínu 6. nóvember
síðastliðinn og fór útför hans
rram 18. nóvember.
„Deyr fé/deyja frændur/en orðstír
deyr aldregi/hveim er sér góðan
getur,“ og nú ert þú kæri bróðir
allur og farinn yfír móðuna miklu,
þá hinstu ferð sem við förum öll að
lokum.
Mikill er söknuður okkar systkina
Hauks, barna hans og barnabarna
og annarra ættingja. Alltaf kemur
hann okkur að óvörum, dauðinn, og
alltaf er jafn erfitt að sætta sig við
hann. Við vonuðum öll að ný meðul
mundu breyta einhveiju, þó svo að
reikna mætti alltaf með þessum
endalokum. Allir ættingjar vonuðu
að Haukur ætti einhver ár eftir,
hann átti svo margt ógert að honum
fannst og hann átti svo mörg áhuga-
mál að vinna að og kannske tekur
einhver við því sem honum fannst
ógert á kotinu í Landeyjunum.
Haukur lærði rafvirkjun og byij-
aði ungur að vinna við það og fleira
í Hólmi í Landbroti hjá Bjarna Run-
ólfssyni meðan hans naut við og síð-
an hjá Eiríki Hjartarsyni og í Iðnskó-
lanum í Reykjavík og hann vann
síðan í einhver ár hjá Halldóri Ólafs-
syni á Rauðarárstíg uns hann stofn-
aði eigið fyrirtæki ásamt Ólafi K.
Sveinssyni, _ Raftækjavinnustofu
Hauks og Ólafs 1949. Um svipað
leyti hefja þau búskap Haukur og
Kristín Öttósdóttir frá Eyrarbakka.
Börn þeirra eru: María (ættleidd),
f. 1946, Þorsteinn, f. 1949, og Val-
gerður, f. 1955. Kristín lést 1990
og er grafin að Breiðabólstað í
Fljótshlíð þar sem Haukur verður
nú grafinn.
Það var mikið gæfuspor hjá þeim
báðum Hauki og Ólafi og öll þeirra
samvinna og samstarf eru mörgum
ógleymanleg. Ólafur lést 1988 og
er grafinn að Breiðabólstað þar sem
þeir munu nú báðir hvíla. Haukur
var mikill áhugamaður um laxveiðar
og laxarækt ásamt mörgu öðru og
mikið starf unnu þeir saman Gísli
Sveinsson og Haukur í Vatnsánni í
Heiðardalnum og síðar í Landeyjun-
um á Ytri Hól. Þeir áttu margar
góðar stundir með fjölskyldum, og
einir, í Heiðardalnum og í Landeyj-
unum. Það er ómetanleg aðstoðin
og hjálpin sem Gísli veitti Hauki
seinni árin á Ytri-Hól og hann á
miklar þakkir fyrir alla þá hjálpsemi.
Nú þegar að ævikvöldi er komið
þá viijum við systkini Hauks kveðja
hann með þessum fátæklegu línum.
Farðu vel bróðir og vinur og megi
guðs blessun fylgja þér og þínum
um ókomna tíð.
Systkini.
Nú hafa orðið mikil straumhvörf
í lífi okkar. Traustur vinur og frændi
er fallinn frá. Haukur Þorsteinsson
var maður athafna og áræðis. Hann
hafði mikið gaman af útiveru og
unni náttúrufegurð. Fiskveiðar voru
honum alltaf í huga, svo og fiski-
rækt. Nú á seinni árum sóttu sjúk-
dómar hart að honum en aldrei gaf
hann upp vonina og barðist ótrauður
áfram að áhugamálum sínum allt
fram undir það síðasta. Hann mun
aldrei gleymast úr huga mínum.
Guðlaugur M. Helgason.
• •
• •
sœtir sófar-
HÚSGAGNALAGERINN
Smiðjuvegi 9 • Sími 564 1475
Gœðavara
GjafdVdia — matai og kaffistell. Heim
Allii verðfiokkar. m.a. (
yjé,v)g//X\\\A- ; VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versate.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við frá-
fall móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
PÁLFRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR,
Ásgarði 157,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til alls starfsfólks á hjúkrun-
ardeild Vífilsstaðaspítala.
Garðar Steinþórsson, Ólaffa Helga Stígsdóttir,
Hrönn Baldursdóttir, Vigfús Jónsson,
Gunnar Steinþórsson, Guðrún Antonsdóttir,
Guðmundur Þór Steinþórsson, Guðný Þorvaldsdóttir,
Davíð Steinþórsson, Ragnheiður Erlendsdóttir,
Þröstur Steinþórsson, Margrét Benjamínsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
SÍMONAR JÓNSSONAR,
Sólheimum 23,
Reykjavík.
Sigurður Ó. Jónsson, Anna K. Linnet,
Jóhanna G. Jónsdóttir, Ólafur Maríusson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu-
sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust
er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins
í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess (minning(a>mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíð-
um. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað
við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
R A e A U GLÝBINGA
ATVINNU-
AUG LÝ 5INGAR
Frá Menntaskólanum
við Hamrahlíð
Kennara vantar í MH
á vorönn 1998
Kennara vantar í tölvufræði og til að hafa
umsjón með tölvuneti skólans.
Stundakennara vantar í stærðfræði.
Stundakennara vantar í leiklist.
Nánari upplýsingar veitir rektor.
Umsóknir skulu berast til rektors fyrir
1. desember 1997.
ÝMISLEGT
Óskum eftir fjársterkum
aðilum sem vilja fjárfesta í arðbærum fjárfest-
ingum. Til samstarfs við aðila í sérhæfðum
viðskiptum með góða aðstöðu og þekkingu.
Gagnkvæmur trúnaður skilyrði.
Nánari upplýsingarsendisttil afgreiðslu Mbl.,
merktar: „Hagnaður — 2811".
NAUÐUNGARSALA
Uppboð
á lausafjármunum
Eftirtaldir lausaf jármunir verða boðnir upp við lögreglustöðina,
Vesturgötu 17, Olafsfirði, föstudaginn 28. nóvember kl. 14.00:
JO 596
Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg.
Ólafsfirði, 19. nóvember 1997.
Sýslumaðurinn í Ólafsfirði.
FÉLAGSSTARF
Aðalfundur
skíðadeildar Hauka
Áður auglýstur aðalfundur skíðadeildar Hauka
verður haldinn fimmtudaginn 20. nóvember
kl. 20.00. Fundarstaðurer Haukahúsið, Flata-
hrauni. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
TILKYNNINGAR
Framsóknarflokkurinn
Prófkjör vegna
Reykjavíkurlistans
Stjórn Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í
Reykjavík auglýsir eftir einstaklingum, sem
hafa hug á að taka þátt í prófkjöri Reykjavíkur-
listansvegna komandi borgarstjórnarkosn-
inga, fyrir hönd Framsóknarflokksins.
Frambjóðendur verða að eiga lögheimili í
Reykjavík eða á Kjalarnesi og ekki vera félagar
í öðrum stjórnmálasamtökum.
Framboðsfrestur rennur úr kl. 16.00 þriðjudag-
inn 25. nóvember nk. Frambjóðendurskulu
skila inn stuttu æviágripi og Ijósmynd til skrif-
stofu Framsóknarflokksins í Hafnarstræti 20
fyrir þann tíma.
7 frambjóðendur munu verða tilnefndir af
hálfu Framsóknarflokksinstil að taka þátt í
prófkjöri Reykjavíkurlistans. Berist fleiri en 7
framboð mun fara fram forval á félagsfundi
aðal- og varamanna Fulltrúaráðs framsóknar-
félaganna í Reykjavík laugardaginn 13. desem-
ber1997.
Prófkjör Reykjavíkurlistans fer síðan fram
31. janúar 1998.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Framsóknarflokksins í síma 562 4480.
Stjórn Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna i Reykjavík.
Auglýsendur athugið
skilafrest!
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-,
rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast
í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12
á föstudag.
auglýsingadeild
sími 569 1111
símbréf 569 1110
netfang: augl@mbl.is
Garðabær
Bæjarskrifstofur
Hundahreinsun
Samkvæmt samþykkt um hundahald í Garða-
bæ, ber hundaeigendum að mæta með hunda
sína til árlegrar hreinsunar og greiða hunda-
leyfisgjald.
Ákveðið hefurverið að árleg hundahreinsun
í Garðabæ fari fram fimmtudaginn 20. nóv.
kl. 16.00—18.00 og þriðjudaginn 25. nóv.
kl. 16.00-18.00. '
Hundahreinsunarmaður, Einar Guðmundsson,
mun annast hundahreinsun og mun hún fara
fram í áhaldahúsi bæjarins við Lyngás 18,
(Gamla húsið).
Fyrirkomulag hundahreinsunar verður með
þeim hætti, að hundaeigendurtaka númer og
koma síðan inn þegar röðin kemur að þeim.
Hundaleyfisgjald hefurverið ákveðið
kr. 9.500. Greiðslukortaþjónusta verður á
staðnum. Þessi þjónusta verður aðeins þessa
tilteknu daga.
Athygli eigenda óskráðra hunda ervakin á,
að færa þá til skráningar og hreinsunar.
Hu ndaeftir litsmaðu r.