Morgunblaðið - 19.11.1997, Page 56

Morgunblaðið - 19.11.1997, Page 56
MORGUNBLADID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI3691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 19. NÓVEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samkomulag sjávarútvegsráðherra og smábátaeigenda , Bjóða endurval og fjölgun sóknardaga PORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur náð samkomulagi við forystumenn Félags smábátaeig- enda. Það er fólgið í frumvarpi um breytingar á fiskveiðistjómun smá- báta, sem felur í sér umtalsverða fjölgun sóknardaga, kost á endurvali á milli kerfa og áframhaldandi úreld- ingu smábáta á sóknardagakerfi. Eftir því, sem næst verður komist, munu þessar breytingar ekki auka heildarafla smábáta frá því, sem ( '*'ákveðið hefur verið á þessu ári, svo nokkru nemi. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins áttu ráðherrann og aðstoð- armaður hans fund með fulltrúum Félags smábátaeigenda í fyrradag, þar sem ráðherra kynnti þeim þau frumvarpsdrög sem hann kvaðst Ráðherra kynnir stj ó r narþ ingíl o kk- um frumvarps- drög í dag mundu leggja fram til kynningar í þingflokkum stjórnarflokkanna, að því tilskildu að félagið féllist á inni- hald draganna. I fyrsta lagi mun vera gert ráð fyrir því að þeir sem eru nú á 26 daga sóknarkerfi, eigi þess kost að sækja sjó nálægt 40 dögum á ári. Sömuleiðis verður gefinn kostur á því að þeir sem eru á sóknardaga- kerfí eigi kost á endurvali og geti skipt yfir í þorskaflahámarkskerfi. Loks gera frumvarpsdrögin ráð fyrir því að þeir sem eru á dagakerfi eigi áfram kost á úreldingu, en henni lauk í sumar, samkvæmt núgildandi lögum. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins liggur fyrir að Félag smá- bátaeigenda mun í höfuðdráttum vera sátt við innihald frumvarps sjávarút- vegsráðherra, ella myndi ráðherrann ekki kynna þingflokkum stjórnar- flokkanna frumvarpið á þingflokks- fundum í dag. Heimildir Morgun- blaðsins herma að miklar líkur séu á að stjómarflokkamir muni sam- þykkja efnisinnihald frumvarpsins, þótt væntanlega muni það taka ein- hverjum breytingum í meðforum þeirra. Stefnt mun að því að frum- varpið verði að lögum fyrir áramót. Jóla- stjörnur í breiðum ANDRÉS Úlfarsson, garð- yrkjumaður hjá garðyrkjumið- stöðinni Fagrahvammi í Hvera- gerði, vökvar breiðu af jóla- stjörnum, sem væntanlega munu innan skamms prýða fjölda íslenzkra heimila fyrir jólin. Andrés segir græðlingana koma til landsins um mitt sum- ar. Stundum sé erfitt að koma þeim til, en plönturnar dafni vel í ár. Andrés segir að bezt sé að vökva jólastjörnurnar „að neð- an“, þ.e. hella vatninu ekki beint á moldina heldur láta rætur plöntunnar sjúga væt- una upp. Það má til dæmis gera með því að setja blóma- pottinn í skál og hella vatninu í hana. Seðlabankinn Vextir hækkaðir til að hamla gegn þenslu BANKASTJÓRN Seðlabankans ákvað í gær að hækka vexti sína um 0,3 prósentustig. Með þessari hækkun er bankinn að bregðast við lækkandi vaxtamun gagnvart útlöndum, horfum um aukna verðbólgu á fyrri hluta næsta árs og ýmsum merkjum um aukna spennu í þjóðarbúskapnum. „Pað eru ýmis þenslumerki sem ástæða er til að bregðast við að okkar mati. Við höfum til dæmis fengið nýjar tölur yfir útlán í bankakerfinu í október, sem eru nokkuð háar,“ segir Birgir ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri. Hann segir að spáð sé nokkurri verðbólgu á fyrstu mánuðum næsta árs í kjölfar launahækkana. ■ Ýmis merki/16 Samgönguráðherra um Landsímann Hlutafé deilt út til landsmanna HALLDÓR Blöndal samgönguráð- herra segir að hann telji koma til greina að um leið og Landsíminn verði einkavæddur verði nokkrum hluta hlutafjárins skipt endur- gjaldslaust milli landsmanna. Með þessu væri hægt að tryggja dreifða eignaraðild að Landsímanum. Hann telur jafnframt nauðsyn- legt að inn í fyrirtækið komi erlend- ir samstarfsaðilar. Þetta kom fram á fundi um einkavæðingu Pósts og •"-Síma sem Heimdallur stóð fyrir í gærkvöldi. Samgönguráðherra sagði að ís- lenska farsímafélagið ehf. tæki til starfa fyrir páska og samkeppni væri þegar hafin á þessum vett- vangi. Aðaleigandi Islenska far- símafélagsins væri bandaríska fyr- irtækið Western Wireless International. Fyrirtækið væri að leita eftir hlutafé frá íslenskum stórfyrirtækjum til þess að reyna að tryggja sér viðskipti frá þeim til frambúðar. „Póstur og simi getur ekki boðið upp á slíkt, sem setur fyrirtækið í þrönga stöðu í viðskiptum við eftir- sóknarverð íyrirtæki sem áhuga hafa á að fjárfesta í fjarskiptum eða leita eftir nánu samstarfi á þeim vettvangi," sagði samgönguráðherra. Ögmundur Jónasson alþingis- maður, einn ræðumanna á fundin- um, varaði við einkavæðingu Land- símans og erlendri eignaraðild. Hann sagði mikla hættu á því að eignarhaldið, arðurinn og valdið yfir starfseminni færðist úr landi. Kjart- an Magnússon varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins fagnaði yfirlýs- ingu samgönguráðherra um sölu á Landsímanum. Morgunblaðið/Ásdls Morgunblaðið/Þorkell GREINA má bókstafinn H og töluna 211 á reykháfnum af Goth. Reykháfurinn er af Goth Blaðamannafélag íslands 100 ára í dag Rætt um stofnun Fj ölmiðlasambands Foss-hótel leigja . rekstur Hótels KEA HÓTELKEÐJAN Foss-hótel ehf. hefur leigt Hótel KEA á Akureyri af Kaupfélagi Eyfirðinga til fimm ára. Mun hótelkeðjan taka við rekstrinum um næstu áramót. Hótel KEA er stærsta hótelið á Akureyri og nam velta þess nærri 200 milljónum kr. á síðasta ári. Rekstur þess hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi síðustu ár og tap yrerið á honum, skv. heimildum Morgunblaðsins. Foss-hótel reka nú m.a. Hótel Hörpu, sem stendur við hlið Hótels KEA. Með rekstri Hótels KEA munu Foss-hótel starfrækja sam- tals 101 hótelherbergi á Akureyri og verða þannig með meirihlutann ^jf hótelgistingu í bænum. ■ Taka við/16 BRESKUR sérfræðingur í sögu togaraútgerðar hefur staðfest að áletrunin á reykháfnum sem Ilelga RE fékk í troll á laugardag sé skrásetningarnúmer togarans Goth frá Fleetwood sem fórst í desember 1948 með 21 manns áhöfn. Hann og aðrir Bretar sem rætt hefur verið við telja að fund- urinn muni vekja töluverða athygli í bresku útgerðarbæjunum þaðan sem sótt var á íslandsmið. Mest mun þó athyglin verða í bænum Fleetwood, þar sem margir ætt- ingja skipverjanna búa enn. Viku- blað sem gefiö er út í bænum mun að öllum líkindum fjalla um fund reykháfsins í dag. ■ Skrásetningarnúmerið/4 LÚÐVÍK Geirsson, formaður Blaðamannafélags Islands, segir að viðræður hafi verið í gangi milli Blaðamannafélagsins, Félags bóka- gerðarmanna, Félags grafískra hönnuða og fleiri aðila um að mynda Fjölmiðiasamband, samtök allra sem starfa við fjölmiðlun hér á landi. „Ég hef fulla trú á því að ef menn einhenda sér í málið verði þess ekki langt að bíða,“ segir hann aðspurð- ur um stofnun sambandsins. „Eg sé fyrir mér að það gerist jafnvel á næsta ári.“ Hundrað ár eru í dag liðin frá stofnun Blaðamannafélags íslands. í viðtali við Morgunblaðið af þessu tilefni segir Lúðvík að fjölmiðlasam- band verði sameiginlegur faghópur þeirra sem tengjast fjölmiðlun með einum eða öðrum hætti. „Félögin sem við þekkjum í dag eru rótgróin og munu starfa áfram hvert á sínum stað. En það er þörf fyrir að þessir hópar samræmi sig og geti stillt saman strengi bæði hvað snertir endurmenntun og faglega símennt- un og ekki síður hvað varðar ýmiss konar höfundarréttarmál og þann veruleika sem blasir við í fjölmiðla- heiminum. Þau skýru skil, sem hafa verið milli starfssviða, eru ekki eins ljós og þau voru fyrir nokkrum ár- um,“ segir Lúðvík. Rætt við Félag frétta- manna um sameiningu I viðtalinu kemur einnig fram að ríkur vilji sé hjá fréttamönnum Rík- isútvarpsins að koma til samstarfs við Blaðamannafélagið, þannig að til verði eitt félag allra starfandi blaða- og fréttamanna. ■ Hefur auðnast/29

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.