Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 8
/FÍT/80-12. 1997
8 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Gallar á kvótakerfinu-
ÞETTA er ekkert alvarlegt, hr. Greifi. Það getur alltaf komið upp smá prump og rop, þegar
menn yfirfylla sig svona af hóli um kerfið, á innsoginu . . .
íi PIONEER
The Art of Entertainment
THvers
inment "É
vegna hejur...
...Pioneer markaðsyfirburði a íslandi?
Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs í desember 1996 eru 26,2% heimila á íslandi meðPkwieer hljómflutningstæki.
Fjórir næst stærstu keppinautamir samaniagt eru minni en Pkmeer. Hvað segir þetta þér um gæði PÍoneer tækja?
Heimabiómagnarar
(!) piorueen^
The Art ot Entertalnment
VSX 405-Heimabíómagnari • RDS • m/ útvarpi 2x 70w
RMS 4x50w RMS • 30 stöðva minni
VSX 806-Heimabíómagnari • m/ útvarpi 2x110w RMS
■ 5x60w RMS • Sterío í bak • 30 stöðva minni
d!o180 Surrnund 50
w 40w
BRÆÐURNIR
ORMSSON
Lágmúla 8 • Simi 533 2800
3 UmboÖ8menn: Reykjavík: Bygat & Búiö.Kringlunni. Vesturland: Málningarþjónustan Akranesl. Kf.Bomfiröinga, Borgamesi. Blómsturvellir.Hellissandi.
p Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö, Búöardal Vesttiröir: Geirseyrarbúöin. Patreksfiröi. Rafver, Bolungarvík. Straumur, Isafiröi.
Noröurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósl.Verslunin Hegri, Sauöórkróki. Hljómver, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavfk.
Lóniö Þórshöfn Austurland: Kf. Hóraösbúa, Egilsstöðum. Verslunin Vfk, Neskaupsstaö. Suöurland: Árvirkinn, Seífossi. Rás, Þorlákshöfn.
Brimnes.Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Mótmælir nýbyggingu við Laugaveg
Taka þarf tillit
til bakhúsa-
byggðar líka
UNDANFARIÐ hef-
ur staðið nokkur
styr um fyrirhug-
aða nýbyggingu við Lauga-
veg. Elín Ebba Ásmunds-
dóttir hefur verið í forsvari
fyrir þá íbúa sem búa í
næsta nágrenni og eru
ósáttir við framkvæmdim-
ar.
„Ég er alin upp á Akra-
nesi og komin af verslunar-
fólki. Ég var því æði oft
baka til í verslun og það er
lfldega ástæðan fyrir því
að mér líður svona vel í
bakhúsinu mínu við Lauga-
veginn“, segir hún.
- Hvar stendur málið
núna?
„Því hefur verið frestað
af minnihlutanum í borgar-
stjóm til að skoða frekar
og að því er ég tel reyna til
þrautar að ná sáttum. Enn
hefur enginn haft beint samband
við mig nema til að athuga hvort
ég vilji selja húsnæðið eða fá
skaðabætur og nýbyggingin verði
þá samþykkt óbreytt. Þetta er
réttlætismál og minn tilgangur er
ekki að fá skaðabætur í þessu
máli né að flytja.
- Hvers vegna selurðu ekki
bara húsið og flytur í rólegt
hverfi?
„Ég þarf í starfi mínu sem iðju-
þjálfi geðsjúkra að hjálpa einstak-
lingum að ná fram rétti sínum og
hafa áhrif á kerfið. Geðsjúkir hafa
ekki notið jafnréttis á við aðra og
þeir mæta oft miklu óréttlæti og
hafa á brattann að sækja. Ég er
að hvetja sjúklingana mína til að
berjast áfram og kyngja ekki
óréttlæti og þá verð ég að gera
það sama þegar ég mæti órétt-
læti.
Ég verð að berjast fyrir því að
hafa sama rétt og aðrir þó svo að
ég búi í bakhúsi við verslunar-
götu. Það þarf ekki að byggja
meira en tvær hæðir tfl að hægt
sé að reka þarna verslun eða þjón-
ustufyrirtæki. Þær hæðir sem
bætast þar ofaná em fyrir íbúa og
væri þá ekki nærri lagi að huga
betur að þeim íbúum sem fyrir
em? Þar sem ekki er tfl
deiliskipulag fyrir þetta svæði
virðist þörf byggingaraðilans ráða
ferðinni hverju sinni.“
- Hvernig fínnst þér að búa
með böm við Laugaveginn?
„Við emm með þrjá stráka á
aldrinum 2-9 ára. Þeim líður vel
og finnst gott að búa héma. Með-
an þeir em litlir fara þeir ekkert
einir út að leika sér heldur eyðum
við tíma með þeim þar. Það er
annars mjög gott að búa á þessum
stað, stutt í alla þjónustu og versl-
un, skólinn í göngufæri og kirkjan
rétt hjá. Þetta er lifandi staður og
á vel við okkur að vera hér.“
- Verðið þið fyrir ónæði um
helgar?
„Fyrst eftir að við fluttum var
hægt að komast frá Laugavegin-
um og niður á Hverfisgötuna
framhjá húsinu okkar.
Það vom meira að
segja innbrotsþjófar
sem lögðu á flótta
þessa leið. Hverfið var
í algjörri niðurníðslu
þegar við fluttum hingað. Það má
segja að húsið hafi mátt þola sitt-
hvað. Fylkdngin hafði aðsetur hér
á undan okkur og þar sem and-
stæðingar hennar lögðu í vana
sinn að brjóta rúðumar í því af og
til vom rimlar fýrir öllum glugg-
um á neðstu hæðinni. Auk þess
hafa nokkrum sinnum dottið inn
Elín Ebba Asmundsdóttir
►Elín Ebba Ásmundsdóttir er
fædd á Akranesi árið 1955. Hún
lauk námi f iðjuþjálfun frá Iðju-
þjálfaskóla f Þrándheimi í Nor-
egi árið 1979. Elín Ebba hefiir
unnið með geðsjúkum síðan og
frá árinu 1981 hefur hún veitt
forstöðu iðjuþjálfun geðdeildar
Landspítalans.
Eiginmaður Elínar Ebbu er
Jón Kjell Seljeseth og eiga þau
þrjá syni.
Berst áfratn
og kyngi ekki
óréttiæti
hjá okkur ólánsmenn sem hafa þá
í leiðinni tekið peningaveski, gæs-
ir úr ísskápnum eða annað sem
nálægt er. Þeir hafa aldrei látið
greipar sópa heldur tekið það sem
hendi er næst og horfið svo. Eftir
að við- byggðum við varð ekki
lengur hægt að komast framhjá
okkar húsi frá Laugavegi og niður
á Hverfisgötu. Eftir það höfum
við varla orðið fyrir ónæði að orð
sé á gerandi."
Hún segir að enn hafi þau út-
sýni yfir hafið þó búið sé að
byggja stórhýsi við sjóinn og það
sé sér mikils virði að geta horft út
á hafið.
-Hafíð þið gert mikið fyrir
þetta hús?
„Já við höfum bæði eytt miklum
tíma og peningum í að gera það
upp. Það var tómstundagaman í
nokkur ár eða þangað til synimir
fóru að koma í heiminn. Það má
segja að ekkert sé eftir af upp-
runalega húsinu nema útveggirn-
ir. Við erum búin að gera upp efri
hæðimar en eigum aðeins eftir að
taka betur í gegn íyrstu hæðina."
-Hvenær búist þið við að fá
niðurstöðu í þessu máli?
,Á mánudaginn er málið tekið
aftur fyrir og þá fæst væntanlega
niðurstaða. Stundum hefur það
komið þannig út í fjölmiðlum að við
séum eina fjölskyldan sem stendur
í vegi fyrir byggingarframkvæmd-
um við Laugaveg. Það er ekki rétt
því þær fjölskyldur sem búa hér í
nágrenninu standa með okkur í
þessu og íbúasamtök Skólavörðu-
--------- holtsins hafa einnig
mótmælt þessum fram-
kvæmdmn.“
- Hvaða niðurstöðu
_________ sættír þú þig við?
„Að viðkomandi fái
leyfi til að byggja tveggja hæða
hús sem snýr að baklóðinni en sá
hluti sem snýr að Laugavegi
mætti vera hærri. Mér finnst mik-
ilvægt að bakhluti hússins sé í
takt við þau hús sem eru bakatil
við Laugaveg. Þá er komið til
móts við kröfur beggja og niður-
staðan sanngjörn."