Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Æ! ó! æ! ó! //-20 iJJJJJiJlJJiJJJJ •» BREF TIL BLADSLNS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 V íkverj aveilur Frá Steinþóri Jónssyni: VÍKVERJI andmælir 9. desember sl. bréfkorni mínu er birtist í Morg- unblaðinu 6. desember um frétta- mat þess sama blaðs. Víkveiji segir m.a. að það sé hlutverk fjölmiðla að gera forystumönnum í stjórn- málum eða hveijum öðrum kleift að koma skoðunum sínum á fram- færi. Það hafi verið tilefni þeirrar umfjöllunar Morgunblaðsins um fjárhagsáætlun Reykjavíkur, sem ég deildi á, að borgarstjórinn í Reykjavík kallaði til blaðamanna- fundar til kynningar á henni. Jafn- framt segir Víkveiji: „Frásögn Morgunblaðsins er frásögn af mál- flutningi borgarstjóra á þessum blaðamannafundi," sem er rétt og óvefengjanlegt, en Víkveiji heldur áfram: „Fyrirsögn og undirfyrir- sögn lýsa mati borgarstjóra á stöðu mála“, sem er rétt, svo fremi að borgarstjóri setji upp fyrirsagnir Morgunblaðsins. Og í því var gagn- rýni mín fólgin. Er það virkilega svo að ég eða hver annar ábyrgur maður eða samtök gætu haldið blaðamannafund og haldið fram álíka staðleysu og borgarstjóri, að því væri skellt upp með stríðsletri? Væri þvi t.a.m. haldið fram á blaða- mannafundi að jörðin væri flöt, virðist á öllu að Víkveiji, fengi hann að ráða, myndi hafa fundið frétt aldarinnar og slægi henni upp á forsíðu. Dálkur Víkveija er skrifað- ur í skjóli nafnleyndar þannig að í raun er verr fyrir honum komið í siðferðisefnum en borgarstjóranum sem ber vitleysur sínar á borð fyrir alþjóð án grímu. Geri maður hins vegar ráð fyrir að hann sé blaða- maður, þó maður vilji ekki standa of fast á þeirri fullyrðingu, þá ætti honum að vera ljóst að máttur fýrir- sagna er mikiil. Ræðst það af gerð nútíma þjóðfélags, tímaþröng fólks og jafnvel áhugaleysi. Fyrirsagnir geta því verið skoðanamótandi. Það er því ábyrgðarleysi af hálfu Morg- unblaðsins að slá upp með stríðs- letri slíkum fullyrðingum sem eru svo umdeildar og í raun á skjön við sannleikann. Með þannig vinnu- brögðum eru hveijir þeir sem áhyggjur hafa af fjárhag Reykja- víkurborgar og mótmæla gerðir tor- tryggilegir. Víkveiji segir ennfrem- ur að minnihluti sjálfstæðismanna í borgarstjóm gæti efnt til blaða- mannafundar og: „... meira að segja lagt fram súlurit á slíkum fundi, sem sýndi veruleikann í fjár- hagsmálum borgarinnar frá sjónar- hóli minnihlutans ...“ Er það sem sé svo að í borgarmálum er aðeins til „veruleiki“ minni- eða meiri- hluta? Er engin von til þess að Morgunblaðið treysti sér til að gera sjálft úttekt á fjárhagsmálum borg- arinnar á grundvelli eigin góðu blaðamennsku og gagnrýninnar umfjöllunar? Veit Víkveiji ekki að til er nokkuð sem heita staðreynd- ir, er hann segir mig gera þá kröfu til Morgunblaðsins að það blandi saman fréttum og skoðunum? Eða eru fréttir og skoðanir kannski hafnar yfir staðreyndir á ritstjórn Morgunblaðsins? Víkveiji segir að ef Morgunblaðið vilji lýsa skoðunum sínum á fjárhag borgarinnar sé það gert í leiðara. Það er rétt og það vita menn, en þarf það að koma í veg fyrir gagn- rýna blaðamennsku á öðrum síðum blaðsins? Sama dag og Víkveiji sendir mér skeyti sitt birtist í leið- ara Morgunblaðsins umfjöllun um þá bókhaldsblekkingu borgarstjóra sem ég nefndi í bréfí mínu og er það vissulega gleðiefni að úr þeirri háu höll sé minnst á þetta mál. Vonandi að það hafi ekki farið fram hjá Víkveija. Að lokum segir Víkveiji: „Ætla mætti að slík undirstöðuatriði nú- tíma blaðamennsku væru flestum ljós, sem á annað borð fylgjast með opinberum málum.“ Og jafnframt að bréf mitt sýni að enn skorti tölu- vert á að svo sé. Það hljómar væg- ast sagt undarlega er Víkveiji telur sig færan um að tala um undir- stöðuatriði í nútíma blaðamennsku. Víkveiji, sem hefur tíðkað það í skjóli nafnleyndar að ausa skömm- um yfir bensínafgreiðslufólk um vítt land og kassadömur í Hag- kaup, eða hvert annað það fólk er fer í taugarnar á honum, er meira en lítið ótrúverðugur í því máli. Ef það er undirstöðu atriði nútíma blaðamennsku að mati Morgun- blaðsins þurfa sjálfsagt margir að endurskoða hug sinn til blaðsins. STEINÞÓR JÓNSSON, Hléskógum 18, Reykjavík. V ísitölutalnaspeki Frá Tryggva Þór Herbertssyni: FYRIR réttri viku birtist í Morgun- blaðinu lesendabréf frá Leó M. Jónssyni þar sem hann spyr hvort undirritaður hafi vaðið reyk í um- fjöllun sinni um verðbólgu á Is- landi. Ég vil byija á að biðja Leó afsökunar á að hafa ekki svarað bréfinu fyrr, en ég hef ekki komist til þess vegna anna. Bréf Leós er um margt þarft og gott, þó að fínna megi rangfærslur eins og að for- stjóri Þjóðhagsstofnunar hafi komið að málinu. Leó biður mig um svar við tveimur spurningum: Hvort það sé rétt að verðbólga sé ofreiknuð á íslandi og ef að rétt sé, í hve mikl- um mæli; hvernig það sé gert og í hvaða tilgangi. Fyrri spurningunni er einfalt að svara. Ef sömu lögmál gilda á íslandi og í öðrum ríkjum heims þá er verðbólgan ofreiknuð og ástæðan er að hluta til svar við seinni spumingunni: Vegna tækni- legra örðugleika er ekki hægt að reikna hana algjörlega rétt. Það er ekki gert vísvitandi og ekki í neinum sérstökum tilgangi. Ég veit að þessi svör eru hvorki fugl né fiskur en vegna þess vettvangs sem þau eru birt á er ekki hægt að hafa þau ítarlegri. Jafnframt hefur komið fram opinberlega að Hagfræði- stofnun og Hagstofa íslands hyggj- ast í sameiningu halda málstofu þar sem reynt verður að kryfja málið inn að beini. Þangað til verður Leó að sýna þolinmæði. TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON, Hagfræðistofnun HÍ. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Heykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, (þróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RlTSTJ(a)MBL.IS, / Áskriftargjald 1.800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.