Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 29 En ég viðurkenni það fúslega að það var mjög skrýtið að taka við smáum rekstri eftir að hafa í 21 ár verið að fást við mun hærri upphæðir og þá sérstaklega þau ár sem ég var forstjóri lceland Seafood en á móti kemur að í dag er ég að vinna í eigin fyrir- tæki en ekki fyrir aðra.“ um árum var ég einn af þeim sem stuðluðu að stofnun Laugafisks og seldi um langt árabil allar afurðir þess fyrirtækis. Um þessar mundir eru það einna helst tvö gæluverk- efni sem eiga hug minn en ég er að kanna, í samvinnu við aðra mögu- leika á hraunútflutningi og upp- setningu og þjónustu við gervi- hnattakerfi hér á landi. Hraunút- flutningurinn er enn á tilraunastigi en þar er ég meðal annars í sam- vinnu við Danexport að kánna hvort hagkvæmt sé að flytja út grillsteina úr hrauni, skrautsteina og hraunsteina í fiskabúr." Kvikmynd að eigin vali „Hvað varðar gervihnattakerfið þá er kominn upp gervihnöttur sem er mjög vel staðsettur fyrir okkur hér á norðurhjara veraldar enda sérstaklega ætlaður fyrir Norðurlöndin. Þetta hefur þau áhrif að hægt er að nota mun minni gervihnattadiska heldur en við eig- um að venjast þar sem gervihnött- urinn er þannig staðsettur að hann er ætlaður fyrir okkar svæði. Þar að auki sendir hann út stafrænt. Með gervihnettinum er kominn að- gangm- að a.m.k. 20 sjónvarpsrás- um, þar á meðal þáttasölusjónvarp (pay per view) og kvikmyndarás sem gefur áhorfandanum kost á að velja kvikmynd. Aftur á móti er galli á gjöf Njarðar þar sem tækn- in er komin skrefi lengra heldur en ýmsar rekstrarlegar forsendur, til að mynda hvað varðar gjaldtöku og svæðaskiptingu.“ Nýr vettvangur, iðnaðurinn í október síðastliðnum tók Magnús við stjórnarformennsku tveggja stofnana, Iðntæknistofn- unar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Með þessu cr Magnús kominn á nýjan vettvang, iðnaðinn. „Já, þegar ég var beðinn um að taka að mér formennskuna þá sagði ég að þetta væri einmitt það sem ég hefði mestan áhuga á að prófa þar sem ég hafði ekki áður fengið tækifæri til að kynnast þess- um geira náið. Hjá þessum tveimur stofnunum hefur verið unnið mikið og óeigingjamt starf. Þar má nefna að það verður seint ofmetið hvað Rannsóknastofnun byggingariðn- aðarins sparaði landsmönnum mikla fjármuni með sínu góða framlagi til að finna lausn á alkalí- steypuskemmdum og mörg ný- sköpunarverkefni hefðu ekki litið dagsins ljós ef Iðntæknistofnunar hefði ekki notið við.“ Eru uppi hugmyndir um að sam- eina þessar tvær stofnanir? „Eins og staðan er í dag þá stendur það ekki til en ýmsir þætt- ir starfsemi þeirra eru samnýttir. Má þar nefna sameiginlega síma- þjónustu auk þess sem áform eru uppi um sameiginlegt gæðakerfi og aðra þá þætti sem auðveldlega er hægt að vinna saman. I stað þess að sameina stofnanimar samein- ingarinnar vegna munum við miklu frekar leita leiða til að samnýta kraftana eftir því sem við á í verk- efnum framtíðarinnar. Þekkingar- miðlun er framarlega í forgangs- röðinni. Einnig er áformað á gagn- sæjan hátt að aðskiija samkeppnis- starfsemi og ríkisrekina þannig að Iðntæknistofnun og Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins séu ekki í samkeppni við fyrirtæki á samkeppnismarkaði með ríkisfjár- magni,“ segir athafnamaðurinn Magnús G. Friðgeirsson að lokum. Eitt blað fyrir alla! Veisla og annfagnadnr í sérftokki ^ - Girnilegt jólahlaðbord — eitt það besta Hrífandi jólatónlist — ungir tónsnillingar. Vinsælustu „jólastjörnumar" — Diddú — syngur vinsælustu jólalögin. Myndasýning úr hnattreisum ársins. Ferðaáætlun 1998 kynnt. Heiðursgestir kvöldsins: Kristján jóhannsson, óperusöngvari, og frú Sigurjóna Sverrisdóttir. Veislustjóri og aimennur söngur: Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri. Kæm fe.rðcxvmlr, j-elaga^ og velunncxrcxr 'Heimsklubbsins. Klúbbueinn jlytwe ylckne bestu þakkir fyeie þátttökuna. Alú.ee ástæ3a til að fagna áj-angastöðum og áeangri áesins sem e>* að kveðja, þ>a5 umj-angsmesta í sögu •Heimsklúbbsins. >Auk sígildea fe>*ða eins og Töjra CJtalíu vofu \}V&eddae nýjae feeðaslóðie í glsesilegei ;Austudandafe>‘ð og kinni miklu kuattceisu um suðuckvel jacða»*, sem ec nýlokið Ipar sem þátttakenduf slógu nýtt met í fecðasögu keimsins. Alú fögnum við þeim keimkomum á 'Heimsjólum. 'Ha+íð í Keimsklassa/ ^ •Hótel Sögu 19. des. kl. Í9.30 Pantanir og aðgöngumiðar hjá Heimsklúbbi Ingólfs, Austurstræti 17, sími 562 0400. Ath. að allir miðar verða seldir fyrirfram, og aðsókn er mikil, aðeins 100 miðar eftir. Missið ekki af einstöku tækifæri, tryggið miða strax. é FERÐASKRIFSTOFAN wm HEIMSKLUBBUR INGOL Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími 56 20 400, fax 562 6564 - kjarni málsins! ■ . W,. UTGAFUDAGUR DESEMBER mazQrjE'iuLaunaoax AfiA AFMÆUSUIGAF „Afburöaleikur sænska snillingsius keimir vkki áóvart" *** as móí S ..Töírandi og hjartahtv" -*+*■< Mbi Sú eina sanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.