Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sérstæð- ur vatna- búskapur Enn eru mýrar á Mýrum, meðal fárra óskemmdra á landinu. Vatnafarið er nokk- uð sérstakt á þessum sloðum. Þvl er mörg- um órótt þegar nöfnin Fíflholt og Akraós heyrast í umræðunni vegna urðunar á sorpi fyrir Vesturland og velta fyrir sér hvert vatnið fari af urðunarstað. Elín Pálmadóttir fékk að vita hjá Freysteini Sigurðssyni jarðfræðingi, sem manna mest rannsakar læki og vatnasvæði, að þar er sérstætt náttúrufar. FREYSTEINN Sigurðsson er fús til að útskýra hvemig landið liggur og vötn renna á mýrunum við Fíflholt og við Akra- ósinn. „Besta leiðin til að koma í veg fyrir deilur og stuðla að því að komist sé að skynsamlegri niður- stöðu er að allir aðilar viti hvað þeir eru að tala um. Þessvegna finnst mér ákaflega____________ verðmætt ef þið út- breiðið þessa grunn- þekkingu tál að geta skoðað málið í réttu ljósi, því hinn dapri sannleikur máls er sá, að deilur verða yf- irleitt af skorti á upplýsingum.“ Freysteinn segir þó að lítið hafi verið þama um rannsóknir nýlega. En fyrir hálfum öðrum áratug var gert átak. Orkustofnunarmenn gerðu þá rannsóknir á nokkmm stöðum á Mýmnum og Háskólinn gerði öskulaga- og frjógreiningar- rannsóknir. Hafa menn búið að þeim upplýsingum síðan. Við skoð- um kortið. Lítið grunnvatnsstreymi Vatnafarið á Mýmnum er all sérstakt. Undirgrunnurinn er gam- alt basalt og að minnsta kosti í Botninn er mjög þéttur, þannig að nánast ekkert grunnvatnsstreymi er í berggrunninum nánd við Hítardal og víðar mjög holufyllt. í ísaldarlok fyrir 10 þús- und ámm var þetta iand allt undir jökli. Botninn er því mjög þéttur, þannig að nánast ekkert gmnn- vatnsstreymi er í berggmnninum. í ofanálag settist þar til sjávarleir í ísaldarlok þegar sjór stóð allt upp í 60 metra hæð og þéttaði þetta enn -----------frekar. Gömlu sjávar- grandamir frá þeim tímum em á svæðinu við Fíflholt og Mela, og upp undir Staðar- hraun. Þetta er mal- arefnið sem ætlunin er að taka í sorpurð- unina og sem Vegagerðin hefur lengi tekið. Þar sem landið er svo flatt er gmnnvatnsrennsli ákaflega tregt, nær sáralítið niður í berggmnninn. Síðan situr jarðveg- urinn í mýmnum sjálfum í sundun- um milli klapparholtanna. Þetta em allt mómýrar og ekki þykkar. Algengasta þykktin á mómýr- inni, frá yfirborði og niður í leir eða berg, reyndist vera mannhæð. „Það kom okkur á óvart,“ segir Freysteinn. „Þama sýnast svo mikir flóar að þar hljóti að vera margra mannhæða þykkt mólag. í rigningum em þetta ótætis kvik- FREYSTEINN Sigurðsson jarðfræðingur. syndi. Illfært var með hesta og kindur slöfmðu yfir þetta og sukku þó víða. Kunna Mýramenn margar sögur af því hvemig varð að krækja fram og aftur til þess að komast leiðar sinnar. Mýramar era svo flatar og hallalitlar að víða er mjög erfitt að ræsa þær fram. Það hefur bjargað þeim. Vegna þess hve tilgangslítið er víða að ræsa þær fram þá hafa þær varð- veist betur en til dæmis á Suður- landi, þar sem er nánast búið að þurrka upp allar mýrar.“ Við veltum fyrir okkur hvert þetta mýravatn fer. Freysteinn segir að þar komi annað dálítið sér- stætt til. Þetta sé öskusnauður mór. íslenskur mór hefur gjaman 20 og upp í 60% ösku í þurrefnun- um, en þarna á Mýmnum sé askan ekki nema 10-20%. Þetta gerir það að verkum að mórinn getur sogið ókjör af vatni í sig. Þess- vegna em mómýrarnar sjálfar vatnsmiðlarinn. Vatn og lækir renna því óskaplega tregt. Aðeins í viðvarandi rigningum er eitthvert vatn að ráði á ferð. Annars sígur mórinn það bara í sig og lætur aft- ur frá sér þegar þornar. Þannig miðlar hann vatninu. Þegar mikið rignir fara lækir að renna á yfirborði, mest á milli vatnanna sem þarna eru á mýmn- um. Þar er mjög mikið af tjömum og stöðuvötnum, sem fá vatn sitt að vemlegu leyti úr rigningunni og jarðveginum. Það er eitt af því sem er svo sérstakt. Mýrarnar miðla vatninu yfir í vötnin. A láglendi á Mýmnum era um 90 vötn og tjam- ir stærri en einn fer- Lílómetri og 14 í við- bót stærri en 1,5. Þau em yfirleitt mjög gmnn, flest með moldarbotni og fá vatn sitt nær ein- göngu af mýmnum í kring. Em afrennslislaus nema í vatnavöxtum. Stór strandleirusvæði En eitthvað rennur úr þeim og hvert fer það? „Það er misjafnt, sum em alveg afrennslislaus að sjá á yfirborði. En lækimir em þekkt- ir. Þeir renna í næstu ár og til sjáv- ar þeir sem em næst sjónum. Af Fíflholtssvæðinu rennur það sem þar er út í Akraós um lækina Norð- læk og Kálfalæk. Þar er komið að því sem búend- ur við ósinn og handhafar veiðirétt- ar í Hítarvatni hafa áhyggjur af, að með þessu vatni kunni að berast mengun í ósinn frá urðunarstaðn- um við Fíflholt. Samtalið beinist því að Akraósi, sem opnast út í Faxaflóa. Við sjóinn er grandi eða mikið sandrif þvert fyrir ósinn. Má segja að þetta sé framhald af Löngufjömm. Eins og þar em þama feiknalega miklar leimr, að vísu með svolitlum klapparholtum. Fjaran er raunar sama eðlis á löngu svæði, allt frá Straumfirði hinum forna að sunnan. Fyrir utan Gilsfjörð og Hvammsfjörð em þessar fjömr, frá Straumfirði á Löngufjömr og við Akraósinn, með stærstu strandleirasvæðum á land- inu. Hvert er þá vatnasvæði óssins? Stærsta fallvatnið, sem rennur í Akraós, er Hítará og er langmest- ur hluti vatnsins sem í hann renn- ur. Freysteinn giskar á að algengt sumarvatn geti verið 3-10 kúbik- metrar, en þar sem áin er lindá er vetrarvatnið svipað. I stórrigning- um geti að vísu óhemju flóð komið í ána að vori og sumri. I veðurfrétt- um má oft heyra í úrkomutölum í Haukatungu, sem er þama skammt vestan við, um mikið úr- helli, getur rignt upp í 100 mm á einum degi. Einkum virðist rigna mikið í útfjöllunum í kring. í Hítaránni er vatn úr Hítarvatni sjálfu. Síðan bætast í vemlegar lindir allar götur niður íyrir Stað- arhraun, einkum austanmegin. Þessvegna er áin svona stöðug í rennslinu og fyrir vikið hentug fyr- ir laxagöngur. Auk Hítarár renna svo aðeins lækir í Akraós, þeirra stærstir Norðlækur og Kálfalækur og annað era smálækir á sumrin nema í meiri háttar rigningum. Víkjum talinu að ósnum sjálfum. Þar er gmnnt og geysimiklar leir- ur, eins og fram er komið. Hann liggur vel við Faxaflóanum með öll- um sínum sjávarfóllum og tiltölu- lega hlýjum sjó með miklu lífríki. Á þessum slóðum era ofboðsleg sjávarföll, eins og frægt er af Löngufjöm. í Akra- ósnum er þetta eins, margra metra sjávar- föll. Á stórstraums- fjöra fer ósinn allur meira eða minna á þurrt. Á stór- straumsflóði liggur sjór svo alveg uppi á bökkum. Munar líklega ein- um 5 metmm á fjöm og flóði. Þá er öllu sem fer í ósinn dælt út með sjávarföllunum tvisvar á dag, þannig að vatnsskiptin í ósnum em mjög ör. Það sem er uppleyst í sjávarvatninu dvelst þvi ekki lengi í ósnum og straumar og brim taka við því fyrir utan um leið og það kemur út um ósinn og flytur það út í Faxaflóa. Á þessum fjöram og leiram er SJÁ SÍÐU 26 Við Akraósinn er grunnt og geysimikið af leirum. Hann liggur vel við Faxaflóa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.