Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR # Lesið í málverk IV í STOFU Gunnlaugur Scheving NNIMYNDIR hafa um aldir gegnt niiklu hlutverki í myndlist- arsögunni og nefnast á fagmáli „Interiör" sem er nokkuð víðfeðm og teygjanleg skilgreining í ljósi þróun- arinnar. Getur átt við afmarkað svið í næsta sjónmáli, einnig rúmsýn linu- fjarvíddar þar sem sér langt inn í myndflötinn, ótal smátriðum eru gerð skil þannig að þau styrki burð- argrind skipulegrar heildar. Brugð- ið upp rúmsýn- og dýptarvídd á tví- víðum fleti sem gefur til kynna inn- byrðis mikilvægi allra myndþátta. Er einkum sýnilegt í hollenzku mál- verki 17. aldar svo sem hjá snilling- unum Jan Vermeer og Pieter de Hooch. Fram komu andstæður eins og lokaður heimur mikillar nándar þar sem áhorfandinn verður þátttak- andi 1 yndisþokkafullum hvunndegi, eða hann sér inn í kaldar hvelfingar kirkna eins og hjá hinum óviðjafn- legu Pieter Saenredam og Emmanu- el de Witt, þar sem íjarlægðin milli myndefnis og skoðandans eins og leysist upp, verður afstæð. Að sjálfsögðu á innimynd við flest sem eftirgert er innan dyra, ef sjálft rýmið er þáttur myndheildarinnar einkum eftir að miðjufjarvíddin var fundin upp á endurreisnartímabil- inu. Og innimyndir eru auðvitað jafngamlar húsagerðarlistinni og munu hafa orðið að hugtaki í Antík- inni með tilkomu skreytikenndra leikmynda í tilbúnu rými og jafn- framt innimyndunum í Pompei. Á miðöldum var rýmið í málverkum ipjög formlegt, því rétt lauslega brugðið upp í bakgrunninum, en breyttist er Giotto kom til skjalanna og tók fyrstu skrefin til eftirgerðar á raunverulegu rými og sköpunar þrívíddaráhrifa á tvívíðum fleti, sem bar í sér kímið að uppgötvun miðju- fjarvi'ddarinnar. Mikilvægustu eftirgerðir rýmisins komu í upphafi fram í málverkum allnokkurra ítalskra málara á fjór- tándu öld og norðar í álfunni hjá málurum eins og Jan van Eyck og Rogier van der Weyden. Snillingar háendurreisnar þróuðu svo jafnt miðjufjarvídd sem andrúmsfjarvídd. Línur sem liggja inn í myndina við sjónhring fyrir miðju í einum punkti, ásamt innsæi á sjálft andrúmið í við- fangsefninu. Samanlögðu innbyrðis mikilvægi allra myndþátta sem varð að svonefndri gildisfjarvídd. Á áfj- ándu öld beindist þróun innimynda í ríkara mæli að nálguninni og rými í borgaralegum híbýlum eins og sér einkar skilmerkilega stað í myndum Frakkans Jean-Baptiste Siméon Chardin, en í myndum Englendings- ins William Hogarth nálguðust þær aftur hið almenna umhverfi og hvunndagslega vettvang. Á nítjándu öld verða þær á ný hluti hins dag- lega lífs og einnig lýsinga á veikind- um, ótta, dauða og ölium hliðum til- finningalífsins. Áhrifastefnan fram- bar fyrstu manntómu innimyndirnar sem byggðust öðru fremur á sam- spili mjög ljósra litbrigða og hér má vísa til hinna mörgu mynda van Goghs af svefnherbergjum sfnum með°stól rúmi og öðrum innan- stokksmunum. Seinni tfma málarar hafa í vaxandi mæli dregið fram skyldleika flatar lfkama og rýmis og er hér Paul Cézanne afburða gott dæmi. Sporgöngumenn hans, módernistarnir, takmörkuðu sig loks við frumformin ein sem fæddi af sér kúbismann sbr. Picasso og Braque. Alla þessa öld hafa innimyndir gegnt stóru hlutverki í listinni en í mun víðari skilniugi en á öldum áð- ur, þannig að ekki er hægt að nefna nein afmörkuð stíleinkenni sem hafi verið ráðandi öðrum fremur. Rýmið hefur verið rannsakað meira en nokkru sinni fyrr á síðustu áratug- um eins og flestum mun kunnugt, og það sem menn hafa nefnt tímann í rýminu. Innimyndir frá Iiðnum öldum eru kannski það sem höfðar hvað mest til nútímamannsins á listasöfnum, sem lætur heillast af hinni miklu þögn og upphöfnu ró í þeim. Fólk á það til að silja langtfmum saman fyr- ir framan meistaraverk snillingana og rýna stíft í þau, veitir vafalaust mörgum sálarró í órólegum og sið- lausum heimi. Innimyndir teljast naumast stór þáttur í list Gunnlaugs Schevings en hins vegar einangraði hann sig ekki við neina eina afmarkaða tegund, heldur vann þær eftir hendinni eins og myndefnin birtust honum og þá mikið til í vatnslit. Þó eru hinar mörgu og snjöllu smiðjumyndir að sjálfsögðu undantekning. En hvað sem hann málaði og hver sem efnis- tökin voru nálgaðist hann myndefnið með gallfsku valdi á miðlunum. Fyr- ir listamanninum voru þetta verðug viðfangsefni og hvíld frá stóru flek- unum, en hann gerði mergð smá- mynda á ferli sfnum og við hin ólík- ustu tækifæri. Iðulega vann hann þær til undirbúnings olíumyndum, en þó standa margar þeirra fyllilega fyrir sínu sem sjálfstæð listaverk. Að ég vel myndina „í stofu“ er sökum þess hve táknræn hún er um gerð innimynda eins og þær þróuðust fyrr á öldum, fram á tíma áhrifastefn- unnar og langt eftir þessari öld. Smáatriðin mynda samvirka heild þannig að augað skynjar frekar alla myndina en einstök atriði. Lang- borðið er eitt dæmi um miðjufjar- vídd, en birtuflæðið og hinir ljósu og léttu litir sækja skyldleika til áhrifa- stefnunnar. Þessi samruni hefur komið ósjálfrátt því hann er hvortveggja í samræmi við akademfskan bakgrunn og upplag Gunnlaugs sem málara. f myndinni, sem hefur yfir sér vissan innileika og hugsæi á andrúmsvfddina, er ekki langt í smiðjumyndirnar né landslagið. Það er eitthvað svo ferskt og magnþrungið við myndina og hún ber í sér djúp hrif og skynjun á augnablikið, tfmann og rýmið, þá hún var máluð. Bragi Ásgeirsson Maríusöngvar í Listaklúbbnum VOX Feminae flytur Máríusögur og Ijóð ásamt jólalögum í Listaklúbbi Leikhúskjallarans mánudagskvöldið 15. desember kl. 20.30. Kvennakórinn Vox Feminae er starfræktur innan Kvennakórs Reykjavíkur. Stofnandi og stjórnandi kórsins er Margrét Pálmadóttir en undirleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Kórinn hefur aðallega einbeitt sér að flutningi á gamalli kirkjutónlist og nútfmatónlist. Undanfarið hafa félagar í kórnum stundað fjarnám í söng nútfmatónlistar undir handleiðslu Sibylar Urbancic. Á fyrri hluta dagskrárinnar flytur Vox Feminae jólalög og sögur sem helguð eru Maríu mey. Harpa Arnadóttir sér um lesið mál og hefur einnig gert dagskránni umgjörð. Síðari hluti kvöldsins er á léttum jólanótum, þar sem flutt verða nokkur þekkt aðventu- og jólalög. Gestir geta borið fram óskir um að kórinn syngi með þeim uppáhaldsjólalögin þeirra. Þetta er síðasta dagskrá Listaklúbbsins á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.