Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Kristinn Björnsson keppir í svigi heimsbikarsins í Sestriere
Ólafsfjörður
Lillehammer í Noregi
Þar býr Kristinn
Vetrarólympíuleikarnir
Stórsvig 18. feb.
Svigkeppni 21. feb.
Hinter Tux í Austurríki
Nagano í Japan
Þar æfir Krístinn með
finnska landsliðinu
Kitzbuhel í Austurrlki
í S-Kóreu
@: Schladming í Austurríki
Wengen í Sviss
Hinter Tux
Austurríki
er Sestriere á l'talíu
©: Madonna di Campiglio á ítaliu
Kranjska Gora í Slóveníu
Heimsbikarmót í svigi
Heimsbikarmót í svigi
25. janúar 1998
Heimsbikarmót i svigi
10. janúar 1998
Heimsbikarmót i svigi
18. janúar 1998
Heimsbikarmót í svigi
15. des. 1997
Hlakka
mikið til
KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, hefur æft
síðustu daga í St. Jakob í Austurríki nteð finnska landslið-
inu. Hann hugðist keppa á Evrópubikarmóti í svigi í
Obereggen í gær, laugardag og ætlaði eftir það yfir til Ítalíu
þar sem hann keppir í heimsbikarmótinu í svigi á mánu-
dagskvöld. „Ég hlakka mikið til að keppa í Sestriere. Það
hefur gengið mjög vel á æfingum undanfarna daga og ég
bíð spenntur eftir mótinu á Ítalíu,“ sagði Kristinn við Morg-
unblaðið.
Valur B
Jónatansson
skrífar
Kristinn náði sem kunnugt er
öðru sæti á fyrsta heimsbikar-
mótinu í svigi í Park City í Banda-
ríkjunum í síðasta
mánuði. Arangur
hans þar vakti
mikla athygli í
skíðaheiminum. Þar
sló hann mörgum frægum skíða-
köppum við - náði langbesta
brautartímanum í síðari umferð.
Þar braut hann einnig blað í is-
lenskri skíðasögu með því að verða
fyrstur Islendinga til að komast á
verðlaunapall í heimsbikarmóti.
Arangur Kristins þýðir að hann
verður ekki aftar en 25. í rásröð-
inni í Sestriere, en hann vár með
rásnúmer 49 í Park City. Hann
getur jafnvel startað enn framar ef
einhver forföll verða hjá þeim sem
eru ofar en hann á styrkleikalist-
anum.
Hann þekkir vel brekkumar í
Sestriere, enda keppti hann á
heimsmeistaramótinu þar fyrir ári.
„Brautirnar eru yfírleitt mjög
langar í Sestriere, tæp mínúta
hver umferð. Brekkan er líka
nokkuð brött niður í miðja braut,
en síðan flöt í endamarldð. Ég á
von á því að það verði gervisnjór í
brekkunni og það ætti að henta
mér vel því hart skíðafæri á vel við
mig,“ sagði Ólafsfírðingurinn.
í góðri æfingu
Hann sagðist hafa fengið væga
flensu þegar hann kom frá Banda-
ríkjunum en væri nú búinn að ná
sér fullkomlega. „Ég náði þremur
æfingadögum í Lillehammer og
síðan næ ég þremur hér í Austur-
ríki fyrir mótið á Ítalíu. Hér í St.
Jakob er mjög góður snjór og við
erum með góða aðstöðu til æfinga.
Mér hefur gengið vel á æfingum,
svipað og var íyrir mótið í Park
City. Ég get því ekki annað en ver-
ið bjartsýnn.“
Hann sagðist ekki hugsa mikið
um heimsbikarmótið í Sestriere,
heldur einbeitir sér að æfingunum
þessa dagana. En skyldi þessi góði
árangur í Park City hafa áhrif á
hann í næsta móti? „Nei, það held
ég ekki. Ég veit hvað þarf til að ná
góðum árangri. Ég geri mér þó
ekkert of miklar vonir fyrirfram,
Nicholas
best
BRESKI kylfingurinn Aiison
Nieholas hlaut í gær verð-
latin frá evrópskum íþrötta-
fréttamönnum með golf sem
sérgrein. Verðlaunin eru
veitt árlega og hlaut
Nicholas þau nú fyrir frá-
bæra frammistöðu og sigur
á Opnu bandarlsku meist-
aramöti kvenna. Ryder-lið
Evröpu varð í öðru sæti og
Colin Montgomerie í því
þriðja.
reyni bara að gera mitt besta.
Keppnin er hörð og það má ekkert
út af bregða. Skíðakeppni er nú
einu sinni þannig að ein smávægi-
leg mistök geta kostað dýrmætar
sekúndur,“ sagði skíðakappinn.
Næst í Madonna
Eftir mótið í Sestriere færir
Kristinn sig til Madonna di
Campiglio, sem er í norðurhluta
Italíu. Þar fer þriðja svigmótið
fram að kvöldi 22. desember. Síðan
verður gert hlé á keppninni fram
yfir áramót. Fyrsta mótið á nýju
ári verður í Kranjska Gora í Sló-
veníu 4. janúar. AIls eru níu heims-
bikarmót í svigi á keppnistímabil-
inu, auk vetrarólympíuleikanna
sem fram fara í Nagano í Japan í
febrúar.
KRISTINN BJömsson kepplr f svlgl helmsblkarslns f Sestriere á ítalfu á mánudagskvöld.
Æflngar hafa genglð vel og hann er bjartsýnn.
KRISTINN BJORNSSON OG KEPPNIN A HEIMSBIKARMOTUNUM I SVIGI í VETUR
0) Crans Montana í Sviss
Heimsbikarmot i svigi
15. mars 1998
Heimsbikarmót í svigi
1. mars 1998
Ætla að stækka
Highbury
Forráðamenn Arsenal ætla að stækka hinn
fomfræga völl liðsins, Highbury. Völlurinn
tekur nú 38.500 í sæti, en við stækkun á völl-
urinn að taka 50 þúsund áhorfendur. Hig-
hbury hefur þau sérkenni, að hann er inn í
miðju úbúðarhverfi - Islington í Norður-
London, og eru íbúðarhús allt í kringum völl-
inn. Austurhluti vallarins er friðlýstur, nýbúið
er að byggja upp áhorfendastæðin norðan
megin við völlinn, þar sem hörðustu stuðn-
ingsmenn Arsenal mæta til leiks. Fyrir tíu ár-
um var suðurhluti vallarins endurnýjaður og
byggt það hús, sem hefur að geyma mörg stór
herbergi fyrir fyrirmenn, til að horfa leiki.
Rætt er um að gera breytingar þar á og
stækka vesturstúku vallarins. Til að stækka
áhorfendastúkuna til vesturs verður að rífa
niður 25 íbúarhús.
Arsenal mun aldrei flytja sig um set, eins
og mörg félög á Englandi hafa gert er þau
hafa byggt upp nýja leikvelli. Highbury er
hjarta Islington - þar í hverfi snýst allt um
Arsenal.
Rúmlega hundrað íbúar við göturnar sem
umliggja Highbury voru með mótmæli á fyrir-
hugaðri stækkun vallarins í fyrrinótt. Helstu
rökin voru að með stækkun myndi umferðin
um hverfið aukast. Það eru haldlítil rök, því að
það munar ekki svo mikið um tólf þúsund
manns - annan hvern laugardag í Islington.
Zidane segir
Man. Utd.
besta liðið
FRANSKI landsliðsmaðurinn Zinedibe Zida-
ne, sem leikur með Juventus, hrósar liði
Manchester Utd. og segir það besta liðið í
Evrópu. Zidane vitnar til gengi liðsins í riðla-
keppninni í meistaradeild Evrópu, en átta lið
eru eftir í keppninni. United er efst á blaði hjá
veðbönkum í London yfir líklega sigurvegara.
Röðin á liðunum átta sem eftir eru, er þannig:
Man. Utd. 5-2, Juventus 11-4, Real Madrid 5-
1, Bayem Múnchen 6-1, Dortmund 9-1, Dyna-
mo Kiev 12-1, Mónakó 14-1, Leverkusen 16-1.
Argentínu-
merin á ferð
og flugi
ARGENTÍNUMENN ætla að undirbúa sig
mjög vel fyrir heimsmeistarakeppnina í
Frakklandi næsta sumar. Þeir ætla að leika
níu landsleiki og alla á útivöllum - þrjá í febr-
úar, þrjá í apríl og þrjá í maí. Tveir leildr eru
þegar dagsettir - gegn Ítalíu 25. febrúar og
Brasilíu 29. apríl. Ai'gentínumönnum hefur
verið boðið að taka þátt í fjögurra liða móti í
Marokkó, en Belgíumenn og Frakkar hafa
einnig fengið boð. Þá er ljóst að Argentínu-
menn taki heimboði frá Hollandi og Tékklandi.