Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 45 I I I i ! I I ) 1 I I | I i + Nanna Hall- dórsdóttir fæddist í Reykjavík 22. júlí 1918. Hún andaðist á Vífils- staðaspitala hinn 4. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Hall- dór Sigurðsson, úr- smiður í Reykjavík, f. 18.2. 1877, d. 5.7. 1966, og Guðrún Eymundsdóttir, f. 20.6. 1878, d. 13.6. 1938. Systkini Nönnu voru Ingi- leif, f. 4.2. 1905, d. 28.8. 1987, húsmóðir í Reykjavík; Guðlaug Margrét, f. 27.5. 1906, d. 11.12. 1939, húsmóðir í Reykjavík; Bjöm Magnús, f. 8.12. 1907, d. 24.8. 1971, leturgrafari í Reykjavík; Sigurður, f. 5.12. 1909, d. 23.9. 1965, skrifstofu- maður í Reykjavík; Guðný, f 6.3. 1912, d. 6.5. 1913; Guðjón, f. 5.6. 1915, bankafulitrúi i Reykjavík, og Sigfús, f. 7.9. 1920, d. 21.12. 1996, tónskáld og listmálari. Sen) dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr þannig fer unaðsömum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. (Hannes Pétursson.) Þegar almættið kallar einhvern til sín fáum við mannanna börn engu ráðið en eitt er víst að amma Nanna varð kalli sínu fegin. Nú getur hún gengið léttstíg og vel til höfð um himingeiminn og notið þess að vera laus við alla þjáningu. Skoðað heiminn frá öðru sjónar- horni og haldið áfram að passa upp á afa Rönsa og strákana sína þijá. Hinn 20. febrúar 1940 giftist Nanna Runólfi Sæmunds- syni, forstjóra. Syn- ir Nönnu og Run- ólfs em 1) Logi, f. 31.1. 1941, verslun- armaður, kvæntur Önnu Kristjánsdótt- ur flugfreyju. Börn þeirra em Nanna, f. 6.5. 1967 og Krist- ján Frosti, f. 29.4. 1978. 2) Sæmundur Daði, f. 30.11. 1945, vallarumsjónar- maður í Mosfellsbæ, kvæntur Ragnheiði Ríkharðs- dóttur skólastjóra. Börn þeirra eru Ríkharður, f. 26.4. 1972 og Hekla Ingunn f. 15.9. 1977. 3) Haildór Bjöm, f. 4.10.1950, list- fræðingur, kvæntur Margréti Arnadóttur Auðuns myndlistar- kennara. Börn þeirra em Arni, f. 12.2. 1981, og Sigrún, f. 5.11. 1984. Útför Nönnu fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánudaginn 15. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hún getur litið yfir Álftavatnið og Argentínu, pijónað og spilað við Lilý alveg eins og forðum. Minning- arnar eigum við með okkur sjálfum og rifjum upp þegar birta tekur á ný. Við tengdadætur hennar þökk- um henni fyrir strákana hennar og við ásamt börnum okkar þökkum ömmu Nönnu fyrir það sem hún var okkur öllum. Við biðjum góðan guð að geyma þá sem voru henni kærastir. Hvíldu í friði. Þínar tengdadætur, Anna, Ragnheiður og Margrét. Það verður ekki sagt að andlát Nönnu föðursystur minnar hafi komið á óvart. Hún hafði lengi bar- ist við mikla vanheilsu og vitað að ekki var bata að vænta. í því ljósi má telja það þakkarvert að þessari baráttu skuli nú vera lokið. Hins vegar fylgir því óhjákvæmilega eft- irsjá þegar gott fólk fellur frá og það á sannarlega við núna. Nanna var afskaplega elskuleg frænka og fór það ekkert á milli mála að henni þótti vænt um okkur ættingjana. Það var alveg sama hvar maður hitti hana, hvort það var á Lækjar- torgi eða á einhveijum öðrum stað. Þá upphófust jafnan mikil faðmlög og kossastand, með tilheyrandi ást- arorðum. Og aldrei efaðist maður um að þetta kæmi allt saman beint frá hjartanu. Nönnu lá yfirleitt gott orð til fólks og hnýtti ógjarna í nokkurn mann, nema viðkomandi hefði gert eitthvað reglulega ljótt af sér. Hins vegar gat hún vel gert að gamni sínu og þegar því var að skipta var hún ekkert að veigra sér við að segja gamansögur á sinn kostnað. Nanna var næst á eftir föður mínum í aldri og var alla tíð mjög kært með þeim. Það er ekki of- mælt að honum hafi þótt vænna um hana en flest annað fólk og ég held að það hafi verið gagn- kvæmt. Móður minni og henni var einnig mjög vel til vina og má segja að það hafi verið hátíð á heimilinu í hvert skipti sem Nanna kom í heimsókn. Faðir minn þarf nú öðru sinni á sama árinu að fylgja systk- ini sínu til grafar. Það eru óneitan- lega þung spor fyrir gamlan mann, þó að hann taki því með æðru- leysi. Hann er nú einn eftirlifandi átta systkina. Þau Nanna og Runólfur voru glæsileg hjón og hvort öðru til sóma. Þó voru þau mjög ólík. Hann kraftmikill og fljóthuga athafna- maður, en hún blíðlynd og fíngerð kona. í veikindunum hefur hann staðið eins klettur við hlið hennar, hlúð að henni eftir bestu getu og aldrei látið deigan síga. Synir og tengdadætur hafa líka lagt sig fram við að sinna henni sem best. Þar á ekki minnstan hlut Anna tengda- dóttir hennar. Nanna sagðist aldrei fyrr hafa kynnst slíkri manneskju og var þó fjarri því að lasta eða vanþakka umhyggju allra hinna. Nanna hélt fullri reisn fram í andlátið. Hún vissi vel að hveiju stefndi og tók því með hugarró. Hún virtist endurmeta ýmislegt og gerði jafnvel góðlátlegt grín að hlut- um sem henni hefði áður þótt nokk- uð til koma. Fyrr á árum gat hún, eins og gengur og gerist með fólk, kveinkað sér undan krankleika eða öðru sem henni fannst sér mót- drægt. En í hennar langa og erfiða veikindastríði var slíku ekki að heilsa. Þá varð þessi fíngerða kona svo stór og sterk að aðdáun vakti. Nú þegar Nanna hefur lokið lífs- göngu sinni þökkum við fjölskyldan hans Mansa bróður hennar sam- fylgd sem aldrei bar skugga á. Við vottum Rönsa, sonunum og fjöl- skyldum þeirra einlæga samúð okk- ar og vonum að minningin um góða og elskulega konu muni ylja þeim um ókomna tíð. Gylfi Már Guðjónsson. Elsku amma mín. Það er erfítt að trúa því að þú sért horfín frá okkur að eilífu, þó það hafí verið löngu ljóst hvert stefndi. Ég reyni að hugga mig við j)á tilhugsun að nú sértu laus við þjáningarnar sem þú máttir þola undanfarin ár. Mað- ur skilur ekki tilganginn í því að láta einhvern þjást svo mikið. Þær eru ófáar ánægjustundirnar sem ég átti með þér, amma mín. Manstu í sumarbústaðnum við Álftavatn þegar við vorum að veiða minka og úti á bát að athuga með físk í soðið? Síðan spiluðum við rommí við Lilý langt fram yfír háttatíma og þú varst alltaf svo hress og skemmtileg og gaman að vera með þér. Við eigum líka eftir að sakna þess í Hlíðarbyggðinni að hafa þig ekki með okkur í jóla- bakstrinum og sláturgerðinni eins og svo mörg undanfarin ár að því síðasta undanskildu. Það verður líka tómlegt án þín á jólunum. Það var alltaf svo gott að koma til ykkar afa og ég fann að ég var ævinlega velkomin og allt var svo fínt og fallegt hjá þér, amma mín, og þú varst svo flink í allri handa- vinnu og ég gleymi því aldrei þegar þið afi komuð til mín á fæðingar- deildina þegar ég átti Jón Loga og færðuð mér allar litlu fallegu flík- urnar sem þú hafðir pijónað eins og þér einni var lagið. NANNA HALLDÓRSDÓTTIR + Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og kær- leik við andlát og útför JÓNS GÍSLA ÁRNASONAR, Jaðarsbraut 27, Akranesi, færum við okkar innilegustu þakkir. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðiríka jólahátíð. Bjarney Hagalínsdóttir, Ámi Ásbjöm Jónsson, Guðrún Sveina Jónsdóttir, Aðalheiður Ása Jónsdóttir, Baldur Magnússon, barnaböm og barnabamabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, GUÐRÚNAR L. JÓNSDÓTTUR, Holtagerði 30, Kópavogi. Sérstakar þakkir fær heimahlynning Karitasar og samstarfsfólk hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. Lifið heil. Bjöm Hermannsson, R. Steinunn Bjömsdóttir, Jóhannes J. Jóhannesson, Bima Bjömsdóttir, Kristján Maack, Jökull, Pétur og Bjöm Pálmi. + Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, VILBORGAR JÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavfk, áður Hofsvallagötu 15, færum við okkar innilegustu þakkir. Pálfna Aðalsteinsdóttir, Valberg Gfslason, Halldóra Aðalsteinsdóttir, Agnes Aðalsteinsdóttir, Brynjólfur Sandholt, Guðmundur Aðalsteinsson, Steinunn Aðalsteinsdóttir, barnaböm og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, DÍÖNU K. KRÖYER, Stigahlfð 14, Reykjavfk, Guðný Kröyer, Jóhann Antonfusson, Elfn Kröyer, Kristinn Arason, Ásta Kröyer, Höskuldur Erlendsson, Þorvaldur Kröyer, Björk Bragadóttir og barnaböm. Afi á eftir að sakna þín mikið og það verður tómlegt hjá honum eftir að þú ert horfin. Þið voruð alltaf svo samhent og gott á milli ykkar. Ég veit að þú varst oft lasin á <. undanförnum árum en samt gastu alltaf gefíð af þér og ég gat leitað til þín með mín vandamál sem þú reyndir að hjálpa mér að leysa. Elsku amma, ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að. Ég kveð þig með söknuði og vona að þú hvílist í friði. Ég geymi þig ávallt í hjarta mínu. Nanna. Kær æskuvinkona okkar, Nanna Halldórsdóttir, er látin eftir lang- varandi og erfíð veikindi. Dauði hennar kom fjölskyldu hennar og vinum ekki á óvart, heldur hitt hversu viðnámsþrek hennar var ótrúlega mikið í gegnum langan veikindaferil. í þessum fáu kveðju- orðum viljum við minnast vináttu okkar við Nönnu og Runólf sem staðið hefur í meira en hálfa öld og aldrei fallið skuggi á. Nanna var með afbrigðum falleg og skemmtileg kona. Áttum við al- veg ógteymanlegar stundir með þeim hjónum bæði í lífí og list. Hún var listræn eins og hún átti kyn til. Veggteppi og önnur handavinna báru vott um það. Fjölskylda henn- ar, faðir og bræður voru þessu sama marki brenndir og má þar fyrstan telja Sigfús, sem við vinirnir kölluð- um alltaf Fúsa Halldórs, málarann og lagahöfundinn ástsæla. Synir Nönnu og Runólfs hafa erft þetta handbragð í ríkum mæli og eru þeir allir hinir mestu mannkosta- menn. Við sendum vini okkar Runólfí, sem hefur misst svo mikið, og fjöl- skyldunni allri okkar innilegustu samúðarkveðjur. Helga og Rögnvaldur. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.