Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 34

Morgunblaðið - 14.12.1997, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ 34 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 ■■■■■ .................... SKOÐUN SJÓMANNASKÓLI ISLANDS Hugmyndir um flutning HUGMYNDIR yfirvalda mennta- mála um að flytja starfsemi Stýri- 'mannaskólans í Reykjavík og Vél- skóla Islands úr Sjómannaskólanum hafa ekki farið framhjá neinum. Við sem störfum i þessum skólum og íslensk sjómannastétt getum verið þakklát fyrir einhug og samstöðu sem við höfum fundið á undanfömum vikum. Almenningur og íslenskir sjó- menn sérstaklega hafa lýst yfir ein- dregnum stuðningi við starfsemi skólannna og vilja að Stýrimanna- skólinn og Vélskóli íslands verði áfram í Sjómannaskólanum, þar sem skólamir hafa starfað yfír hálfa öld. Allir starfsmenn Sjómannaskólans, skólastjómendur og kennarar, álíta það einnig skólastarfínu, sjómanna- stéttinni og samfélaginu fyrir bestu. Ótrúlegur fjöldi fólks um allt land og skipshafnir á fjarlægum og ná- lægum miðum hafa lýst afdráttar- lausri andstöðu við allar hugmyndir um flutning sjómannamenntunar úr Sjómannaskólanum. í umræðu um málið hefur verið bent á og undir- strikað að engum skóla muni nýtast betur kennslustofur í tumi Sjó- mannaskólans, fyrir kennslu á rat- sjár- og staðarákvörðunartæki en Stýrimannaskólanum. í Vélskóla ís- lands hafa kennarar skólans sett nið- ur stórar og aflmiklar vélar, sem þeir af mikilli elju hafa gert nothæf- ar til kennslu. Þetta hafa iðulega verið vélar, sem hafa fengist fyrir lítið fé og jafnvel aðrir hafa hent, „fjörugóss“ eins og einn góður tækni- maður tók til orða. Erlendir starfsfélagar okkar sem hafa komið hingað til ísiands hafa oft lýst yfir hrifningu á staðsetningu Sjómannaskólans, sem er leiðarviti fyrir alla sjómenn til höfuðborgar landsins. Sjómannaskólinn hefur fyr- ir löngu síðan unnið sér hefð í höfuð- borginni sem skóli sjómanna og ekki annarra, á sama hátt og Menntaskól- inn í Reykjavík og Alþingishúsið. Ekki eram við íslendingar of ríkir af gömlum hefðum. * Stofnun Hollvinasamtaka Sjó- mannaskóla íslands á Qölmennum fundi, 350 - 400 manns, hinn 26. nóvember s.l. var glæsilegur vitnis- burður um að sjómenn og hollvinir þeirra standa saman. Einörð ávörp landskunnra sjómanna, lækna og skólafólks á stofnfundinum era öllum minnisstæð. Hollvinasamtökin munu hafa jákvæð áhrif á starfsemi skól- anna og sjómannamenntun í landinu. Lengi hafði staðið til að stofna slík samtök. Alþingi vandaði staðarval og byggingu Arkitektum Sjómannaskólans, Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Ein- ^arssyni, tókst það hlutverk sem þeim var falið, þegar skólinn var reistur, að byggja glæsilega og eftirtektar- verða byggingu til heiðurs sjómönn- um, lífs og liðnum, en margir þeirra létu lífíð á vígaslóð Norður-Atlants- hafsins í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir miklar umræður á Alþingi var byggingin vandlega undirbúin og ekki var flanað að neinu. Bygging Sjómannaskóla íslands og vígsla hinn 4. júní 1944 var tákn og stað- festing þess, að íslendingar gætu verið og ætluðu að verða fullvalda þjóð. í greinargerð með tillögu um undirbúning að byggingu Sjómanna- skólans árið 1938 er tekið fram, að skólinn eigi að vera „djarfmannleg auglýsing til vegfarandans um starf og þýðingu hinnar íslenzku sjó- mannastéttar". Haustið 1997 era innan við 140 manns í skipstjóm- amámi á öllu landinu . Þessarar „djarfmannlegu auglýsingar" hefur því aldrei verið frekar þörf fyrir sjávarútveg og siglingar íslendinga en í dag. Allir kannast við innflutning erlends verkafólks til físk- vinnslu hér á landi. Ef starfsemi Stýrimanna- skólans og Vélskólans yrði flutt úr Stýri- mannaskólanum er menntun sjómanna og verk- og tæknimenntun í landinu vanmetin og sett niður til stórtjóns fyrir alla. Tilvist skól- anna er í veði. Þessi umræða um flutning hefur haft traflandi áhrif á starfsemi þeirra, en mikil verkefni eru framundan í sambandi við nýskipan skipstjóm- amámsins. Það verður að ríkja friður um skólastarf þó að það sé í stöðugri endurskoðun. Á allra síðustu áram hefur sjómannamenntunin þróast á þann veg, að nám skipstjóra og vél- stjóra hefur að hluta færst í sama farveg. I Danmörku er 75% af námi undirstýrimanna og vélstjóra á kaup- skipum af hvaða stærð sem er sam- eiginlegt. Með tilliti til þessa er það mjög heppilegt, að Vélskóli íslands og Stýrimannaskólinn séu í sama húsi. Samkennsla á eftir að aukast til muna. Það var reisn, stórhugur og mikil framsýni í ræðum alþingismanna og tillögum þeirra á Alþingi, þegar fjall- að var um byggingu Sjómannaskóla íslands árið 1938. Þá vora samt krepputímar og heimsstytjöld yfírvof- andi. „Eina tryggingin fyrir fjölþætta og merkilega stofnun eins og sjó- mannaskólann er að hafa nóg land- Alþingi samþykkti að setja Sjómannaskólann niður þar sem hann er í dag, segir Guðjón Armann Eyjólfsson. Borgin gaf skólanum lóð fyrir starfsemina. rými fyrir langa þróun,“ segir í grein- argerð með tillögunni. Einnig: „Hann [Sjómannaskólinn] þarf mikið húsrúm nú, en vafalaust miklu meira er fram líðastundir ... Enginn sér fyrir þróun langrar framtíðar “. Þetta er annað viðhorf en hefur snúið að Sjómannaskólanum á und- anfömum áram, sífellt tal fólks, sem þekkir lítið til starfsemi skólanna, um að of rúmt sé um nemendur og kennara. Búa aðrir skólar við þetta? Reynt er að koma skólunum úr eigin húsnæði, þeim sérstaklega tileink- uðu, og koma öðram alls óskyldum stofnunum þar að í staðinn. Haustið 1996 fengu tvær stofnanir, alls óskyldar menntun og starfsvettvangi sjómanna, inni í Sjómannaskólanum. Tilhögun þessi er reyndar til bráða- birgða að þvi er segir í bréfí mennta- málaráðherra frá 6. september 1996. Þar segir m.a. : „Þær tvær stofnan- ir, sém nú hafa fengið aðstöðu um sinn f Sjómannaskólahúsinu starfa báðar í nánum tengslum við Kenn- araháskóla íslands, og er þess að vænta að þeim verði fundið varanlegt húsnæði á næstu áram. Ákvarðanir um frekari uppbyggingu á lóðum Kennaraháskóla og Sjómannaskóla- húss verða teknar með þarfír viðkom- andi skóla í huga að höfðu samráði við stjórnendur þeirra." Ég ber virðingu fyrir þessum þörfu stofnun- um, er starfa í þágu fatlaðra og þeirra sem erfítt eiga. Þær hafa, þjóðinni til lítils sóma, lengi verið í vandræðum með húsnæði. í Sjó- mannaskólanum eiga þó frekar heima stofn- anir sem tengjast beint sjómannastétt og sjó- mennsku. Hér á landi verður sem fyrst að koma á fót skóla í verk- legri sjómennsku eins og tíðkast meðal ann- arra þjóða og fullnægja þar með alþjóðakröfum um menntun sjómanna sem vinna störf háseta og aðstoðarmanna í vélarúmi ( STCW). Allt er nú til reiðu að heija slíka fræðslu í Sjómannaskó- lanum. Á þingum FFSI hafa komið fram tillögur um að bókleg kennsla Slysavarnaskóla sjómanna, aðstaða fyrir sjóslysanefnd og Sjávarút- vegsháskóli Sameinuðu þjóðanna gætu verið til húsa í Sjómannaskó- lanum. Undanfarin fjögur skólaár Frá 1993-1997, hefur fjöldi nem- enda í skipstjórnarnámi til hefðbund- inna réttinda verið í iágmarki. í Stýrimannaskólanum í Reykjavík hafa þessi skólaár verið gefin út sam- tals 266 skírteini til um 190 einstakl- inga. Á sama tíma hafa verið haidin yfir 100 námskeið í hinum ýmsu greinum. Fyrir starfandi skipstjóm- armenn í fjarskiptum (GMDSS ), ratsjársiglingum (ARPA), meðferð á hættulegum farmi (IMDG), sjúkra- og slysahjálp og meðferð lyfjakistu. Fyrir almenning er á haust- og vo- rönn 8 vikna 30 rúmlesta réttinda- nám. S.l. fjögur skólaár hafa sam- tals verið gefín út yfir 700 skírteini vegna þessara námskeiða, en um 300 manns hafa lokið 9 daga fjarskipta- námskeiði. I dag eru 85 nemendur á þrem skipstjómarstigum í skólanum, en nemendur fá skipstjórnarréttindi að loknu hverju skólaári. í Stýrimanna- skólanum er bekkjarkerfi og eru 5 stofur notaðar fyrir bóklega kennslu, en 8 stofur fyrir verklega kennslu. Húsrými fyrir verklega kennslu finnst mér oft gleymast í tali þeirra sem þekkja lítið sem ekkert til sjó- mannamenntunar eða Sjómanna- skólans og býsnast yfír hve rúmt sé þar um nemendur og starfsfólk og taka þá ekkert tillit til bágborinnar vinnuaðstöðu kennara. Á yfírstand- andi skólaári varð Stýrimannaskól- inn t.d. að fá lánaða aðra af tveimur kennslustofum sem Vélskóli íslands fékk á hæð Stýrimannaskólans í stað skólastofa, sem Samskiptamiðstöð heymarskertra fékk til afnota á jarð- hæð vesturálmu. Sjómannaskólinn er miðsvæðis Svo virðist sem nærvera Tækni- skóla íslands við títtnefnt iðnaðar- húsnæði að Höfðabakka 9 hafi villt mönnum sýn. Ef nálægð T.í. á að styðja hugmynd um flutninga væri réttara, ódýrara og mun auðveldara að flytja véltækni- og rafmagns- fræðideild Tækniskólans í húsnæði Sjómannaskólans, ef einhvem á á annað borð að flytja. í húsnæði að Höfðabakka 9 yrðu þeir skólar sem þurfa ekki önnur tæki en myndvörp- ur og tölvur til kennslu. Þetta hlyti að verða ódýrasta leiðin. Mennta- málaráðherra sagði réttilega í um- ræðum um húsnæðismál Sjómanna- Guðjón Ármann Eyjólfsson imannaskólinn | Vélahús Vélskóía islands Verknám Rafmagnshús \Möhmeytiog\ \féiagsaðstaða IVatnstankar Tþróttahús KHÍ]. Kirkja Öháða safnaðarins 1 Háteigsskóii] 1. áfangi Bókasafn, gagnasmiðja, kennsla Kennara- háskóli Islands 2. áfangi Stjómun, kennsia Kennsla Ust-og verkgreirhv] Kennsla 4. áfangi Kennsla DEILISKIPULAG fyrir Kennaraháskóla Islands og Sjómannaskóla Islands, samþykkt í borgarráði 10. september 1996. Á miðri mynd eru tveir hringlaga vatnstankar Vatnsveitu Reykjavíkur, norðan við Háteigsveg. Austan við tankana er gert ráð fyrir sameigin- legri félagsmiðstöð (hugsuð sem svipuð stofnun og Félagsmiðstöð stúdenta við Hringtorg) og mötuneyti. Vestan við Félagsmiðstöð- ina er torg í sjónrænum tengslum við aðalinngang að Sjómannas- kólanum og KHÍ. Aðalbygging og sú stærsta á lóð KHÍ sunnan við Háteigsveg er nýbygging fyrir bókasafn, gagnasmiðju og kennslu, austan við núverandi byggingar KHÍ. Efst á myndinni er Sjómannaskólinn og til hægri við skólann, beint norður af Fé- lagsmiðstöðinni er vélahús Vélskóia Islands og sameiginleg bygg- ing fyrir herma (samlíkja) (vélaherma, siglinga- og fiskveiðis- arnlíki). Þar er áformuð sérstök hermamiðstöð. Vestast á lóð Sjó- mannaskólans, austan við Háteigskirkju, er gert ráð fyrir tveimur tveggja hæða húsum fyrir 22_íbúðir nemenda, sem eiga að vera 50 tíl 60 fermetrar hver íbúð. Á 1. hæð nyrðra hússins er fyrirhug- að dagheimili. Arkitektarnir Ormar Þór Guðmundsson og Garðar Guðnason unnu deiliskipulagið í nánu samstarfi við nefnd sem var skipuð í febrúar 1995. I nefndinni voru skólameistarar Sjómanna- skólans, rektor og fjármálastjóri Kennaraháskóla íslands og Há- kon Torfason, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. skólans á Alþingi hinn 5. nóv. sl. að „viðgerð hússins [þ.e. Sjómannaskól- ans] er á engan hátt tengd því hvaða skóli eða skólar hafa þar aðsetur." í þessum umræðum vitnaði mennta- málaráðherra í athuganir á kostnaði við flutninga og sagði orðrétt: „Sam- kvæmt lauslegri áætlun Fram- kvæmdasýslu ríkisins mun kosta um 20 milljónir króna að flytja búnað skólanna og koma honum fyrir í öðra húsi.“ Kostnaðartölur þær sem Framkvæmdasýslan fékk ráðherra í hendur era svo úr takti við allan raunveraleika, að enginn skilur hvað stofnunin er að fara, jafnvel þó að tekið sé fram að áætlunin sé lausleg. Flutningar smíðakennslu Vélskóla Islands úr kjallara Sjómannaskólans í nýlega uppgert húsnæði í Vélahús V.í. var gerð á vegum sömu stofnun- ar og kostaði rúmlega 30 milljónir króna, þ.e. flutningur og innrétting húsa, dýr myndi því Hafliði allur! Stýrimannaskólinn og Vélskóli ís- lands era með tæknivæddustu skól- um hér í Reykjavík, stórar og marg- ar aflvélar, dælur og kælikerfi, rafal- ar og rafmagnstöflur, tæki til log- suðu, rennismíði, siglinga- og fís- kleitartæki, fjarskiptatæki og ný- tísku siglinga- físícveiði- og véla- hermar. Skólarnir liggja miðja vegu á milli T.í. og verkfræðideildar H.í. en nemendur úr báðum þessum skól- um hafa við nám og rannsóknir not- að þessi kennslutæki ásamt vélum og rafmagnstækjum V.í. en eðli málsins samkvæmt er enginn skóli hér í Reykjavík með eins mikið af aflvélum og tækjum. Deiliskipulag á Rauðarárholti I janúar 1996 var menntamálaráð- herra afhent nefndarálit um skipulag og framtíðarsýn skólahverfís á Rauð- arárholti, sem var unnið í ágætri samvinnu við fulltrúa frá mennta- málaráðuneytinu, rektor og fjár- málastjóra KHÍ. Af okkar hálfu var það verk unnið af heilindum, í fullu trausti þess, að starfsemi Stýri- mannaskólans og Vélskólans fengi að þróast þama áfram um ókomin ár og njóta góðs af nærvera KHÍ en ekki gjalda þess nágrennis. Einnig töldum við, að Sjómannaskólinn og starfsemin þar hefði eitthvað að bjóða Kennaraháskólanum. Deili- skipulagið var samþykkt í borgar- stjóm hinn 10. september 1996. Svæðið var skipulagt sem heildstætt skólahverfi og um það fullkomin sátt. Þar er gert ráð fyrir sameiginlegri félagsaðstöðu og mötuneyti þeirra þriggja skóla sem yrðu á Rauðarár- holti (Uppeldis- og kennaraháskóli, Stýrimannaskóli og Vélskóli), ne- mentabústöðum með 58 sextíu fer- metra íbúðum, stækkun vélasalar V.í. og tækjahúss (hermamiðstöð), sameiginlegri sundlaug og íþrótta- húsi. Með þessu skipulagi og sam- vinnu við KHÍ töldum við skólastjóm- endur Sjómannaskólans, að nánara samstarf við háskóla gæti lyft enn betur sjómannamenntuninni, sem er á svonefndu háskólastigi í nágranna- löndunum . Reyndar einnig hér á landi, þar eð nemendur er ljúka loka- prófí frá efstu stigum V.í. og varð- skipadeild Stýrimannaskólans geta farið beint í T.í. Með sameiginlegri félagsaðstöðu álitum við að það gæti orðið hollt veganesti væntanlegum kennuram landsins að kynnast námi í undirstöðuatvinnuvegi íslendinga, sjávarútvegi og siglingum, véltækni og verkmenningu. Sambýlið og sam- nýting félagslegrar aðstöðu og kennslurýmis, þar sem það hentaði, myndi með öðram orðum efla verk- nám í tandinu. Með sameiginlegu félagsheimili og mötuneyti miðsvæð- is á lóð skólanna hefur það verið hugmynd okkar að flytja Bókasafn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.