Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ + Sigursteinn Gunnarsson fæddist á Óðins- götu 14 i Reykjavík hinn 15. júlí 1953. Hann lést á heimili sínu, Bragagötu 24 í Reykjavík, hinn 7. desember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Gunnar Ólafsson, f. 30.12. 1910 í Stykkishólmi og Sigríður Sigur- steinsdóttir, f. 15.10. 1915 í Vest- mannaeyjum. Systkini Sigursteins eru: Birg- ir, f. 1936, blikksmiður í Reykjavík, Sigrún Edda, f. 1938, húsmóðir í Garðabæ, Kristín Ólafía, f. 1946, húsmóð- ir í Hafnarfirði, Gunnar, f. 1950, bólstrari á Akranesi, og Ólafur, f. 1960, bílstjóri í Garðabæ. Sigursteinn gekk í barnaskóla í Miðbæjarskólan- um í Reykjavík, lauk lands- prófi frá Austurbæjarskóla og stúdentsprófi frá Menntaskól- anurn í Reykjavík árið 1974. Hann stundaði nám í tannlækn- ingum við Háskóla íslands og útskrifaðist þaðan vorið 1981. Sigursteinn starfaði um tíma sem aðstoðartannlæknir hjá Gunnari Dyrseth tannlækni í Reykjavík. Hann stofnaði og rak síðan eigin tannlæknastofu fyrst á Reyðarfirði 1982-83, síðan á Akranesi frá 1983 til Jarðlíf okkar mannanna er und- arlegt samspil gleði og sorgar. Þeir, sem heilsa nýjum degi með sigurbros á vör geta um aftanstund staðið á hengiflugi örvæntingar. Við, sem lifað höfum langa mann- sævi, komumst vart hjá því að skynja ýmsar ógnvænlegar breyt- ingar nú hin síðari ár. Fégræðgi og valdafíkn hafa ætíð verið ríkur þáttur í fari mannanna. Og með auknum tækniframförunum hafa slíkum öflum opnast ný og stór- aukin tækifæri til umsvifa. Nátt- úrulögmálin eru sveigð að þeirra þörfum, þótt það ógni tilveru sjálfr- ar Móður Jarðar. Og hroki þeirra er slíkur að allt skal lúta þeirra valdi. Allt metið og mótað að „kröfum tímans“ til ^hagrænna gilda. I þeim sviptingum, sem lífs- gæðakapphlaup nútímans skapar einstaklingum og heilum þjóðum farast og kremjast til bana margar þær jurtir sem fíngerðastar eru og fegurstum blpmum skarta í mann- lífsflórunni. í ölduróti slíkra ógna er ekkert sem fær staðist til lang- frama annað en trú og innri sann- færing um handleiðslu þess skap- ara sem öllu ræður. Glatist sú trúarvissa, þó ekki sé nema fáein 1987 eða þar til að hann fluttist til Reykjavíkur og stofnsetti tann- læknastofu sína á Suðurgötu 7 þar sem hann starfaði til dauðadags. Sigursteinn kynntist eftirlif- andi eiginkonu sinni Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur árið 1973 meðan bæði voru nemend- ur í Menntaskólan- um í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband hinn 15. júlí 1978. Sigurbjörg er fædd á Litlu-Fellsöxl í Skil- mannahreppi 18.8. 1955, dóttir hjónanna Ingibjargar Guð- mundsdóttur, f. 30.12. 1926 sjúkraliða, og Sigurgeirs Jó- hannssonar, bónda, f. 18.06. 1919, d. 30.05. 1960. Stjúpfaðir Sigurbjargar er Sigmar Hró- bjartsson, múrarameistari, f. 24.05. 1919. Sigurbjörg lauk prófi í félagsráðgjöf við félags- ráðgjafarháskóla í Ósló árið 1979 og hefur verið yfirmaður öldrunarþjónustudeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavík- urborgar síðan 1989. Sigur- steinn og Sigurbjörg eignuðust ekki börn. Útför Sigursteins fer fram frá Dómkirkjunni á morgun, mánudaginn 15. desember, og hefst athöfnin klukkan 15. augnablik, getur það leitt fólk til óhæfu, sem ekki verður aftur tek- in. Jafnvel að taka eigið líf. Þegar við stöndum við kistu Sig- ursteins Gunnarssonar, sem með svo sviplegum hætti var hrifinn á brott úr þessum heimi, vakna ótal spurningar. Svo óvænt og snögg- Iega. Svörin Iáta á sér standa, og skipta líka svo óendanlega litlu máli. Mestu máli skipta minning- arnar um góðan dreng og sannan mannkostamann. í fyrsta lagi var hann óvenju lipur og handlaginn tannlæknir og þar til mikillar fyrir- myndar. Sannkallaður sómi sinnar stéttar. Hann hafði líka til að bera listræna hæfileika á sviði tónlistar og myndlistar, sem reyndar var hans draumur, og hefði þar áreiðanlega getað náð langt ef honum hefði auðnast að feta þann stíg. En af mannkostum sínum og hjartahlýju á hann þó mest í sjóði. Fyrir það allt þakka ég af heilum hug. Astkærri eiginkonu, systkinum og öðrum vandamönnum er því harmur í hug þessa dimmu daga sólstöðumánaðar. Látum minning- amar um góðan dreng vera okkur sólargeisla þar til birtir á ný. í Jesú nafni. Kveðja frá tengdaföður. Astkær bróðir og mágur, Sigur- steinn Gunnarsson, er látinn. Fregnin um fráfall hans kom sem reiðarslag síðastliðinn sunnudags- morgun, deginum áður höfðum við rætt saman í síma og nokkrum dögum áður var hann að segja okkur að eftir áramót hefði hann hug á að ná sér í meiri menntun í sambandi við málaralist en það var eitt af áhugamálum hans. Sigursteinn var einstaklega ljúf- MINNINGAR ur og góður drengur og allar minn- ingar sem tengjast honum og sækja að okkur nú þegar hann er farinn undirstrika ljúfmennsku hans og umhyggju fyrir öðrum, slíkra manna er sárt saknað. Við áttum því láni að fagna að fara með Sillu og Steina í nokkrar ferð- ir hér innanlands, nú síðast í apríl til Hafnar í Homafirði. Ógleyman- leg ferð sem er okkur mikils virði núna. Á þessum ferðum var Steini mjög opinn fyrir „motivum" sem hugsanlega gætu orðið að góðri vatnslitamynd í hans listrænu höndum, en hann var líka mjög músíkalskur og hafði í nokkur ár starfrækt áhugamannahljómsveit með Sillu og nokkrum vinum. Nú er komið að kveðjustund, góður drengur er genginn. Við vilj- um þakka Steina þær stundir sem við höfum átt saman og aldrei bar skugga á. Hann auðgaði líf okkar með sínum ástarhug og umhyggju í okkar garð og barna okkar. Við biðjum góðan guð að gefa Sillu styrk í hennar sorg og blessa og varðveita Sigurstein Gunnarsson. Sigrún og Sigurjón. Mig langar að kveðja ástkæran frænda, Sigurstein Gunnarsson, sem var mér svo kær. Það fyrsta sem kemur mér í hug þegar ég minnist Steina frænda míns er þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast svona góðum dreng sem ég bar svo mikla virðingu fyrir og er afar stolt af. Þakklæti fyrir það hvað hann var einstaklega góður við foreldra mína sem hann gladdi svo oft og við afa og ömmu sem voru svo lánsöm að eignast slíkan son. Friður og ró virtust umvefja hann, jafnvel svo að ég átti það til að sofna í tannlæknastólnum hjá honum. Steini var nýbúinn að taka alla tannlæknastofuna í gegn og kaupa ný tæki og tól sem hann var afar stoltur af. Hann var svo mikill fagmaður og það kom fram í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur, hvort sem það var vinnan eða áhugamálin. Fyrir stuttu þegar ég kom til hans á stofuna sagði hann mér að fara út í ráðhús að skoða sýningu á vatnslitamyndum og koma svo til baka og segja sér hvaða mynd mér þætti fallegust. Ég gerði þetta og ánægjan leyndi sér ekki í augum hans þegar það kom í ljós að ég valdi myndina sem hann hafði keypt. Sjálfur hafði hann mikla ánægju af að mála og skilur eftir sig fallegar myndir sem nú ylja okkur um hjartarætur ásamt öllum góðu minningunum . Minningarnar um hljómsveitina sem hann og Silla voru drifkraft- arnir í og skemmtu okkur oft þeg- ar fjölskyldan kom saman; minn- ingarnar um ættarmótin og Þorra- blótin sem hann og Silla voru líka drifkraftamir í að undirbúa og skipuleggja; minningar um hann að ganga í Þingholtunum með Gretti og Sillu sinni; minningar um skemmtilegar umræður hvort sem þær voru um guð eða tannþráð; minning um litla flugvél sem hann hafði smíðað og ég horfði agndofa á sem barn fljúga um bláan himin- inn og hugsaði „þessi frændi minn getur allt“. Nú horfi ég til himins og bið góðan guð um að vera með honum Steina mínum, varðveita hann og blessa. Elsku Silla mín, þið áttuð svo einstaklega gott og fallegt sam- band, góður guð styrki þig og varð- veiti á þessum erfiðu tímum. Ég bið góðan guð að styrkja systkini Steina, tengdamóður og alla aðra sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hans. Sigríður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Sunnudagsmorguninn 7. desem- ber bárust okkur þær hörmulegu fréttir að Steini frændi væri dáinn. Okkur setti hljóð. Maður í blóma lífsins. Hve lífið getur verið hverf- ult. Sorgin helltist yfir okkur en í gegn brutust gömlu, góðu minn- ingamar. Það fyrsta sem kom upp í huga okkar var brosandi andlit Steina. Steini sem alltaf sá til þess að gítarinn og söngbækurnar væm með í för þegar fjölskyldan hittist. Þá er helst að minnast Jónsmessu- hátíðanna á Rangárbökkum og Þorrablótanna. Og ef því var við komið þá var hljómsveitar„græjun- um“ komið fyrir og hljómsveitin steig á svið með Steina og Sillu fremst í flokki. Þegar komið var til tannlæknisins Steina var sama ljúfa viðmótið til staðar. Oftar en ekki fór jafn mikill tími í tannvið- gerðir og myndaskoðun, hvort sem það vom fjölskyldumyndir eða myndir sem Steini hafði sjálfur málað. Stórt skarð er höggvið í fjöl- skylduna en minningarnar eiga eftir að lifa í hjarta okkar um ald- ur og ævi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V.Briem.) Elsku Silla, Sigrún, Stína, Birg- ir, Gunnar, Óli og fjölskyldur. Við biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg og reynum að muna að eftir dimmustu nótt kem- ur aftur dagur. Hafdís Alexandersdóttir og fjölskylda. Skyndilegt og ótímabært fráfall Sigursteins Gunnarssonar kom öll- um, sem hann þekktu, mjög á óvart, en vekur mann til um- hugsunar um, hve skammt er á milli lífs og dauða. Það er erfitt að hugsa til þess að hann, sem var svo heilsugóður og fullur af lífskrafti, svo jákvæð- ur, bartsýnn og ánægður með lífið, skuli vera allur. En það er stað- reynd, sem horfast verður í augu við. Eftir standa minningar um góðan dreng, sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu og vildi öllum vel. Sigursteinn lauk prófi frá tann- læknadeild Háskóla íslands vorið 1981 og tók þá til starfa á stofu minni. Við unnúm saman í eitt ár, en þá fluttist hann til Reyðarfjarð- ar og þaðan til Akraness ári síðar. Var hann vel metinn tannlæknir á báðum þessum stöðum. Árið 1987 kom hann sér upp stofu á Suður- götu 7 í Reykjavík, þar sem hann starfaði síðan við góðar orðstír til æviloka. Þegar við Sigursteinn unnum saman, kynntist ég vel hvílíkur mannkostamaður hann var. Þau kynni urðu að vináttu, sem aldrei féll skuggi á. Hann var þægilegur í umgengni og fljótur að ávinna sér verðskuldað traust sjúklinga sinna. Hann var mjög listfengur og handlaginn, sem kom sér vel í starfi hans, reglusamur, heiðarleg- ur, iðinn og sanngjarn. Hann var góður tannlæknir. I einkalífi sínu var Sigursteinn hamingjusamur maður. Sigurbjörg kona hans var honum allt. Þau uppfylltu kosti hvort annars svo vel og voru svo miklir félagar og vinir, að erfitt var að hugsa sér annað án hins. Það var eftirtektar- verð hlýjan í orðum hans, þegar hún barst í tal. Hún hefur mikið misst. Megi góður Guð styrkja hana í sorginni. Góður drengur er genginn. Blessuð sé minning Sigursteins Gunnarssonar. Gunnar Dyrset. Kæri vinur, Sigursteinn. Það var mikil harmafregn að heyra að þú værir farinn frá okkur. SIGURSTEINN GUNNARSSON Ég kveiki á kertum mínum og hugsa mínar einlægustu samúðar- kveðjur til Sigurbjargar og þinna nánustu. Ég votta þeim mína dýpstu samhygð í þungum harmi. Ég hef oft slegið létt á strengi í góðra vina hópi, en það eru ára- tugir síðan ég hafði eins mikið gaman af því að spila, eins og með þér, Sigurbjörgu og strákunum undanfarna mánuði við æfingar fyrir árshátíðina. Bjartasti tilhlökkunardagurinn á næsta ári var 10. janúar, þegar við ætluðum að koma saman og hljóðrita lögin okkar til minningar um góðar stundir. Minningarnar munu lifa, þótt þær sjáist ekki né heyrist framar. Þú opnaðir augu mín fyrir margvíslegum tónlistar- legum möguleikum og gaman var að fylgjast með því hversu fljótur þú varst að ná tökum á mandólín- inu eða hvernig þú sýndir mér þaulhugsða hljómasetningu bítla- laganna um daginn. Ég verð ekki hissa þegar ég heyri síðar, að þú hafir náð í sæti á fremsta bekk hjá Presley, Lennon eða Hendrix. Vertu sæll, kæri vinur, minning þín er björt. Halldór Fannar. Hann Steini minn er dáinn! var það eina sem ég tók eftir í síman- um þegar Silla, konan hans, hringdi í okkur að morgni sunnu- dagsins 7. des. sl. Steini sem hafði hringt í mig tveimur dögum áður þar sem hann var að skipuleggja jólatrésskemmtun tannlæknafé- lagsins, og við skelltum upp úr hvað eftir annað, þegar við vorum að henda á milli okkar hugmyndum í því sambandi. Og við sem ætluðum að gera svo margt í framtíðinni saman og vorum svo ánægðir með að hafa aukið samganginn okkar á milli svo mikið síðastliðið ár eins og var í gamla daga. Steini var listamaður af guðs náð, í starfi, í tónlist og myndlist. Við hittumst á haustdögum og æfðum hljómsveit fyrir árshátíð pg 70 ára afmæli Tannlæknafélags íslands, fjórir kollegar og Silla, sem við kölluðum „konuna bak við mennina“ í bandinu. Hún sló bass- ann og gaf okkur botninn í tóninn. Auðvitað var Steini hljómsveitar- stjórinn. Hann kunni á öll tæki og tól og við bara biðum og spurðum: „Erum við komin í samband?" Svo fékk maður sko að vita ef eihvers- staðar heyrðist vitlaus tónn. Þá sagði hann t.d.: „Ég heyrði að ein- hver sló c-moll þarna, það passar ekki.“ Hann hafði mikið dálæti á Bítlunum og kunni alla þeirra sér- stöku hljóma, „bítlahljóminn“ eins og hann kallaði það. Það þýddi ekkert að ætla sér að spila lögin þeirra h.u.b. Þá getið þið alveg eins sleppt þessu, drengir mínir, var viðkvæðið. Já, við lærðum mik- ið í bítlafræðunum hjá Steina. Síð- an sagði hann alltaf eftir æfingam- ar: „Mikil djöf... er þetta gam- an.“ Við hjónin höfum þekkt þau Steina og Sillu frá 1975 þegar við félagamir hófum nám í tannlækna- deildinni. Alla tíð síðan höfum við haldið sambandi stundum meira, stundum minna, en þó einhver tími liði á milli var alltaf eins og við hefðum hist daginn áður. Oft sátum við og ræddum um lífið og tilveruna og það var mjög að skapi Steina þar sm hann var í raun „bohem“ og naut sín lang- best við að mála eða að spila á hljóðfæri. Oftar en einu sinni sagði hann: „Hvað er maður að fjandast í þess- ari tannlæknisfræði? Það er miklu meira gaman að þessu,“ og benti á myndirnar sínar. Já, Steini minn, nú ertu hættur þessu „tannlæknisdóti“ og nú veit ég að þú ert að gera það sem þér leið alltaf best við, að mála falleg- ar myndir og gríða gítar, eða man- dólín og taka lagið. Ég er viss um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.