Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
íf;IföHliðdrvátn U
11 'rp.p-a d a 1 ú r
Hauká-
tuoga
Stórph'raunt
Brúarfoss
Krossholt: /
Hítarnes
■Meturf]
Airaós
Valshamnr
Atftárós
Urriðaá,
/,';ö //
Smiójuhótli
ákaflega fjörugt lífríki, sandmaðk-
ur, krabbaflær, skeldýr og fleira og
þessi fjörusvæði eru mjög frægir
viðkomustaðir fyrir fargesti, fugl-
ana sem eru á leiðinni til Græn-
lands, rauðbrystinga, margæsir
o.s.frv. Það er þetta árflæði með
sjávarfóllunum sem ber þarna inn
yfir svo mikið af æti fyrir fjörubú-
ana. Þar er því mjög gott vistkerfi
til að hlúa að og halda hlífiskildi yf-
ir slíku lífríki. Frá almennu nátt-
úruverndarsjónarmiði er því mjög
æskilegt að ósnum verði ekki spillt.
Ollu safnað í einn brunn
Af öllu þessu má ráða að á þessu
svæði er býsna merkilegt lífkerfi af
ýmsum toga. Mýragróður dafnar
með ágætum á mýrunum og vist-
kerfi er þar gott fyrir votlendis;
fugla og ál, sem víða er í lækjum. I
vötnum á mýrunum er einhver
fiskur, t.d. ber nafnið á Reyðar-
vötnum suður af Fíflholti vitni um
að þar hafi verið fiskað. Hítará
rennur í ósinn og laxveiðimenn
hafa látið í ljós áhyggjur af laxin-
um sem gengur í ána. Hvað segir
Freysteinn um það. Er hætta á
ferðum? Það telur hann ekki, ef
farið er eftir skilmálum sem áform-
að er að setja fyrir sorpurðunar-
leyfinu, að því er hann best veit, og
ekld síst hvemig þeim verður fylgt
eftir.
Þá tekur hann mið af því að
þannig verði frá sorpurðuninni
gengið að úi’koman fær að síga
mjög hægt niður í gegn um sorpið.
Hún skolar auðvitað ýmsu með sér.
Því er öllu safnað saman með þar
til gerðum lögnum undir sorpstæð-
unum og þeim verður öllum veitt
saman í einn brunn. Þetta er sama
kerfi og er notað í Kirkjuferjuhjá-
leigu í Olfusi. „Kosturinn við þetta
er sá að þar geta menn alltaf fylgst
með öllu vatni, sem kemur af sorp-
stæðunum á einum stað. Og sú
skylda er lögð á þá í starfsleyfinu
að gera það,“ segir hann.
I úrskurðarorðum skipulags-
Hjörscy
/ ; fj
Knararnes ■
Oo L/j
Straumfjörður _ \ / Álftanes
ISkm
i
[
I
í
\
1
*
't
Y
í
sýnisborn
AEG Kaffikvörn KFM103
AI'.G Brauðrist AT 229 i Vöflujárn WE100
pt;
ExpressokaffivéI eaioo
Hraðsuðukanna 1,5L
EWA1520 2L
aeg Expresso og kaffikvél kfea 100
■
Hraðsuðukanna1L
SWA10101L
lUðrÍSt AT 250
ORMSSONHF
Lágmúla 8 • Sími 533 2800
GufustraujámDB4040
iiiiiirm iJi Reykjavfk: Hagkaup Skeifuni, Kringluni. Vasturland: Málningarþjónust^ Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Boraarnesi. Blómsturvellir,
Hellissandi. Guöni Hallgrlmsson, GrundarfirÖi. Ásubúö, Búöardal. VestfirAir: Geirseyarbúöin, Patreksfiröi. Rafverk, Bolunarvlk. Straumur, ísafiröi. NorAurland: Kf.
Steingrlmsfjaröar, Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö, Sauöárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri. KEA,
Dalvík. KEA, Siglufiröi. KEA, ólafsfiröi. Kf. Þingeyinga, Húsavlk. Urö Raufarhöfn. Lóniö Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnafiröinga,
Vopnafiröi. Verslunin Vík, Neskaupstaö. Kf. Stööfiröinga Stöövarfiröi. Kf. Fáskrúösfiöinga, Fáskúösfiröi. KASK, Höfn. KASK Djúpavogi. SuAurland: Mosfell, Hellu.
Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Rafmagnsverkstæöi KR, Hvolsvelli. Klakkur, Vík. Reykjanes: Stapafell, Keflavlk. Rafborg, Grindavík.
stjóra ríkisins, þar sem fallist er á
fyrirhugaða urðun sorps, er eitt af
skilyrðunum að sigvatn verði
hreinsað í samræmi við ákvæði
mengunarvarnareglugerðar og
tryggt að mengunaráhrifa af því
gæti ekki þar sem því verður veitt í
Norðlæk. Og á undan er m.a. sagt
að óásættanlegt sé að líta á Norð-
læk, eða einhvem hluta hans sem
þynningarsvæði sigvatns frá urð-
unarstaðnum og að miða verði bún-
að til hreinsunar sigvatns við þetta.
Ennfremur segir í niðurstöðu
skipulagsstjóra að miðað við að
tryggt verði að meng-
að vatn berist ekki í
Norðlæk sé ekki talið
að urðun sorps í Fífl-
holtum hafi áhrif á
veiði í Hítará eða
Alftá. Þar sem leyfi
skipulagsstjóra hefur
verið kært til umhverfisráðherra,
sem hefur úrskurðarvald, er leyfið
ekki afgreitt.
Fjármögnun eftirlits tryggð
Freysteinn segir að setja verði í
leyfið hvernig á að íylgjast með því
að skilyrðum sé íylgt og að aðilar
greiði fyrir það, annars sé hætta á
að það sé ekki tryggt. Kosturinn
við þetta fyrirkomulag sé að ef
þama kemur eitthvað upp á þá sé
hægt að ná öllu vatninu úr þessum
sorpbmnnum beint í hreinsun. Ef
það fengi að renna frítt undan
stæðunum þá væri ákaflega erfitt
að ná tökum á því. Menn verða
semsagt að vera við því búnir að
hreinsa vatnið ef eitthvað kemur
upp á og kosta til þess. Mýramar
em merkilegt svæði, sem verður að
hlífa og því er fullkomin ástæða til
að hafa gott eftirlit og hörð skilyrði
í leyfinu, segir hann og kveðst
halda að þeir sorphirðumenn séu
meðvitaðir um það, enda sé þetta
nútímalega hugsað.
Með viðeigandi skilyrðum líti út
fyrir að skaðlaust sé eða skaðlítið
að setja sorpurðunina þama ef
jafnframt því íylgi ytra eftirlit, sem
byggir á því að sá sem eftirlit er
haft með verði að greiða íyrir það,
því reynslan sýni að hefðbundnar
eftirlitsstofnanir, svo sem heil-
brigðiseftirlit, hafa ekki fjármuni
og mannskap til þess. Ef þannig er
gengið frá því í leyfisveitingunni
taki menn ekki mikla áhættu á að
svindla með umhirðu hjá sér - það
getur kostað starfsleyfið. Sama
hvort það er sorpurðun eða fiskeld-
isstöð þá er gamanið búið ef lokað
er fyrir hjá þeim í nokkra mánuði,
segir Freysteinn.
I úrskurði skipulagsstjóra er
samkvæmt upplýsingum frá fram-
kvæmdaaðila miðað við að á urðun-
arstað verði fyrst og fremst urðað-
ur heimilis- og framleiðsluúrgang-
ur, að undangenginni flokkun, slát-
urúrgangur sem ekki er hægt að
endurvinna og e.t.v. seyra. Spilli-
efnum verði ekki fargað á urðunar-
staðnum. Flokkun úrgangs sé for-
senda þess að koma megi í veg fyr-
ir neikvæð umhverfisáhrif urðunar.
Þarna er semsagt einungis gert
ráð fyrir heimilissorpi. Við það er
skoðun Freysteins miðuð, sem veit
ekki betur en að stefnt sé að því að
Menn verða að vera
við því búnir að
hreinsa vatnið ef
eitthvað kemur upp
á og kosta til þess
hafa flokkun eftir því sem hægt er
á móttökustöðvunum og í Fíflholti
líka og gáma á öllum stóru stöðun-
um, svo að rafhlöður, eiturefni eða
iðnaðarúrgangur eigi alls ekki að
fara þarna í urðunina, en pappír og
timbur tekið til endurvinnslu.
Rannsókn
á vatnasvæðinu
Hefur vatnasvæðið þarna nokk-
uð verið rannsakað núna, til við-
miðunar áður en sorphreinsun
hefst? Freysteinn segir að ekki
hafi verið falast eftir úttekt hjá
þeim. í sjálfu sér
væri ástæða til þess.
Ekki er til dæmis vit-
að hvernig rennslis-
hættir þessara lækja
eru eða hvað þeir
flytja mikið vatn.
— Ekkert stórmál væri
að fylgjast með því, en það tekur
tíma. Þar sem vatnið er háð veður-
farinu sem er breytilegt þá taka
svona vatnafarsrannsóknir að
minnsta kosti 12 mánaða tímabil til
að sjá árssveiflumar og síðan kem-
ur munurinn milli ára. Til þess
þurfi að minnsta kosti athuganir
tveggja til þriggja ára.
„Æskilegt væri að vita meira um
grunnvatnsstöðuna í mýrunum, t.d.
í námunda við vötnin," segir Frey-
steinn. „Og auðvitað líka alls konar
athuganir á árstíðabreytingum á
ástandi vatnsins, svo sem uppleyst-
um efnum, næringarefnum, sem
era mismunandi. Köfnunarefni
eykst mjög á haustin þegar gróð-
urríkið og þörungarair deyja eða
gras sölnar og skógur fellir lauf.
Þetta er svo tekið aftur upp á
sumrin af gróðri og þörungum, þá
eru áburðarefnin oft lítil. Menn
vita þó svolítið um við hverju megi
búast. Þaraa hafa menn semsagt
fræðilegan grunn, sem hægt er að
bera saman við. Það auðveldar
mikið skoðun. Fyrst og fremst þarf
að kanna hvort þetta fylgir ekki
sveiflum sem þekktar eru annars
staðar. Gildir auðvitað sama með
allar vatnafarsrannsóknir að við
■þekkjum nægilega mikið til al-
mennrar hegðunar vatna til þess
að mikið er hægt að segja um þau
án þess að skoða það sérstaklega."
Nýtt mýrlendi
Freysteinn útskýrir að urðunin
sé á hallandi mýrlendi og aðstæður
góðar. Nóg sé af fostum efnum.
Þar sem sorpstæðumar verða á
mýrlendi þarf að hluta að ræsa
fram og starfsleyfi áskilji að haft sé
samráð við Náttúruvemd ríkisins.
Líka að til mótvægis skuli fram-
kvæmdaaðili endurheimta votlendi
annars staðar. Þetta séu nokkrir
hektarar, sem ekki beri kannski
mikið á í mýrunum sem eru tugir
hektara, en vit sé í því að íýra ekki
frekar votlendi á Islandi þar sem
votlendi sé hér mjög þýðingarmik-
ið fyrir allt lífríki. Og mótvægisað-
gerðir gegn spjöllum sé grundvall-
arhegðun sem hægt sé að mæla
með. í því felist nokkur trygging
fyrir náttúruna. Þetta finnst Frey-
steini gífurleg framfor frá þeim
viðhorfum sem voru fyrir aðeins
tveimur áratugum.
GULLSMIÐJAN
LÆKJARGATA 34C HAFNARFIRÐI SÍMI 565 4453
í(/9aveg'