Morgunblaðið - 14.12.1997, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 14. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sóilið kt. 20.00:
HAMLET — William Shakespeare
Frumsýning á annan í jólum 26/12 uppselt — 2. sýn. lau. 27/12 örfá sæti laus — 3. sýn.
sun. 28/12 nokkur sæti laus — 4. sýn. sun. 4/1 nokkur sæti laus — 5. sýn. fim. 8/1 nokkur
sæti laus — 6. sýn. fös. 9/1 nokkur sæti laus.
GRANDAVEGUR 7 - Vigdís Grímsdóttir
Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Sigríður M. Guðmundsdóttir.
Þri. 30/12 nokkur sæti laus — lau. 3/1.
FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Hamick
Fös. 2/1 - lau. 10/1.
Sýnt i Loftkastalanum kt. 20.00:
LISTAVERKIÐ — Yasmina Reza
Lau. 3/1 - lau. 10/1.
LISTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS mán. 15/12
Kvennakórínn VOX FEMINAE undir stjórn Margrétar Pálmadóttur flytur Maríusögur og
Ijóð ásamt vinsælum jólalögum.
----GJAFAKORT ER GJÖF SEM GLEÐUR----------------------
Miðasalan er opin mán.-þri. 13—18, mið.-sun. 13—20.
Simapantanir frá kl. 10 virka daga.
FÓLK í FRÉTTUM
Risakakkalakkar
ur.
► VEIR stærstu kakkalakkar í
heimi voru til sýnis á Queensland
safninu í Astralíu á dögunum. Þeir
eru af tegundinni Maeropanesthia
rhinoceros og eru báðir um 8
sentimetra langir og vega um 35
grömm hvor. Kakkalakkarnir
voru uppgötvaðir af safnverðinum
Geoff Monteith en þeir hafa vakið
mikla lukku meðal skólabarna í
Queensland sem meðhöndla þá
eins og gæludýr. Á myndinni má
sjá risakakkalakkana við hliðina á
einum venjulegum og greinilegt
að stærðarmunurinn er talsverð-
GJAFAKORT LEIKFÉLAGSINS
VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI
Stóra svið kl. 14.00
eftir Frank Baum/John Kane
I dag sun.14/12 uppselt, lau. 27/12
uppsett, sun 28/12 uppselt, AUKA-
SÝNING KL 17, sun. 4/1, lau. 10/1,
sun. 11/1 laus sæti. Munið ósóttar
4 miðapantanir.
GJAFAKORTÁ GALDRAKARUNN
ER TILVAUN JÓLAGJÖFI
Stóra svið kl. 20.30
Tónlist og textar Jónasar og
Jóns Múla. Ljósaljós og Ijúffengir
drykkir í anddyrinu frá kl. 20.
í kvöld sun. 14/12 uppselt, fös. 19/
12 örfá sæti, AUKASÝNING lau. 27/
12. Aðeins þessar sýningar.
Kortagestir ath. valmiðar gilda.
IÐNÓ kl. 20.30:
DÓMÍNÓ
eftir Jökul Jakobsson
Leikendur: Eggert Þorleifsson, Egill
Ólafsson, Guðrún Ásmundsdóttir,
Halldóra Geirharðsdóttir, Hanna Mar-
ia Karlsdóttir og Margrét Ólafsdóttir.
Leikstjórn: Kristín Jóhannesdóttir.
Rm. 18/12 uppselt, fös. 19/12 upp-
selt, lau. 20/12 örfá sæti, sun. 21/12
örfá sæti.
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR.
Höfuðpaurar sýna á Stóra sviði:
Lau. 10/1 kl. 20, fös. 16/1 kl. 22.
s. Nótt & dagur sýnir á Litla sviði
kl. 20.30:
ÍNÍtÁLA
eftir Hlín Agnarsdóttur
Fös. 9/1, lau. 10/1.
Miðasalan er opin daglega frá kl.
13 — 18 og fram að sýningu
sýningardaga.
Simapantanir virka daga frá kl. 10
Greiðslukortaþjónusta
Simi 568 8000 fax 568 0383
FJÖGUR HJÖRTU
eftír Ólaf Jóhann Ólafsson
Miðasala hefst 15. desember
Frumsýnt 30. desember
LISTAVERKIÐ
Sýning Þjóðleikhússins
lau. 3. jan. kl. 20
VEÐMÁLIÐ
Næstu sýningar verða í janúar
Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI
fös. 9. jan. kl. 20
Ath. aðeins örfáar sýningar.____
GJAFAKORT - GÓÐ JÓLAGJÖF
Miðasala s. 552 3000, fax 562 6775
Miðasala opin 10—18, lau. 13 — 18
-kjarni málsins!
ROBERT ALDRICH
Sígild myndbönd
THE DIRTY DOZEN (‘67)
kkk'k
EIN af stærstu myndum sjöunda
áratugarins, enda verið að eftirapa
hana enn þann dag í dag, og fram-
haldsmyndirnar voru fleiri og verri
en ég kæri mig um að muna. I
fyrsta lagi er sagan aldeilis pott-
þéttur grunnur að góðri mynd.
Ostýrilátum höfuðsmanni í land-
hemum (Lee Marvin) er fengið
sannkallað sjálfsmorðsverkefni; að
fara með tólf manna hóp á bak við
víglínurnar í Frakklandi (myndin
gerist u.þ.b. 1941). Verkefni þeirra
að sprengja í loft upp kastala sem
er eftirsóttur hvíldarstaður yfir-
manna í þýska hernum. Tylftin
hans Marvins er ekki þeir bestu úr
úrvalssveitum hersins heldur valin
úr hópi dauðadæmdra óbótamanna
í fangelsum hersins. Ef höfuðs-
manninum tekst að vinna traust
þeirra og aga þá til er hann vita-
skuld með rétta efnið í höndunum.
Það er mikil keppni, svartur
húmor og spenna í gangi frá upp-
hafi til enda. Leikaramir samvald-
ir og koma margir hverjir oft við
sögu hjá Aldrieh. Lee Marvin er
traustur og ósveigjanlegur að
vanda í hlutverki yfirtöffarans,
fæddur í hlutverk sem þetta.
Sömuleiðis Emest Borgnine og
Robert Webber sem yfírmenn
hans. Robert Ryan í toppformi
sem ofursti og merkikerti sem
Marvin og félagar hafa að fífli á
undirbúningstímanum, og mdda-
hópurinn er þéttur. Mest ber á
Charles nokkrum Bronson (rétt
áður en hann varð stórstjarna),
Telly Savalas, John Cassavetes og
Donald Sutherland. Merkilegt
samsafn, ekki satt? Það hefur mik-
ið vatn mnnið til sjávar í gerð
spennumynda síðustu þrjá áratug-
ina. Tólf ruddar stendur þó alltaf
fyrir sínu þó flest hafí breyst.
TOO LATE THE HERO (‘71)
ictck'k
FREKAR lítið hefur farið fyrir Too
Late the Hero, einni bestu mynd
Aldrich á löngum ferli. Astæðan er
m.a. sú að hún var framleidd af
litlu, fjársveltu fyrirtæki sem muldi
ekki undir hana í auglýsingum né
dreifingu á sínum tíma.
Enn er karlinn í bardagahringn-
um, keppnin einkum í visku, her-
kænsku og almennri slægð sam-
herja á milli, þó fyrst og fremst jap-
ÞEGAR litið er til
baka liggur ljóst fyrir
að síðari hluti sjötta
áratugarins (eftir
hremmingar norna-
veiðanna), sá sjöundi
og áttundi, voru gjöf-
ulir á góðar myndir. I
hóp gömlu fagmann-
anna blönduðust fjöl-
margir ungir og efni-
legir leikstjórar. Oftar
en ekki þrautþjálfaðir
í kröfuhörðum verk-
efnum úr sjónvarpi
þessara ára, leikritum
sem voru tekin beint
upp (live television) fyrir framan
tökuvélarnar. Þeir sem kynntust
þessum vinnubrögðum eru sam-
mála um að þau hafi verið þau
mest krefjandi og erfiðustu en
jafnframt besta skólanám sem þeir
fengu á lífsleiðinni. Enginn, frá
óbreyttum tæknimanni til leik-
stjórans, mátti fípast. Minnstu mis-
tök blöstu við alþjóð. Því þessi
„leikhús", þau kunnustu voru m.a.
kennd við General Electric,
Chrysler, Alcoa og U.S. Steel, voru
Iangvinsælasta efnið á skjánum
vestan hafs, allt framundir miðjan
sjöunda áratuginn.
Einn þeirra leikstjóra sem fengu
þessa eldskírn var Robert Aldrich.
Hann var og er í miklu dálæti hjá
spennufíklum, ekki síst þeim sem
hafa gaman af harðsoðinni, mis-
kunnarlausri spennu, gjarnan und-
irstrikaðri með ofbeldi. Myndir
hans höfða frekar til karla, enda
ekki frítt við að sumar þeirra lykti
af nokkurri karlrembu. Kvenhlut-
verkin oftast lítt eftirsóknarverð
(með heiðarlegum undantekning-
um) ef þau voru þá nokkur. Það er
þó engan veginn hægt að setja allar
myndir Aldrich undir þennan hatt,
öllu frekar minntu þær mann flest-
ar, ef ekki aUar, á vægðarlaus átök
í hringnum. Keppni í einhverri
mynd er rauði þráðurinn í gegnum
vel flest hans verk, árangurinn
nokkrar hrikalegustu spcnnumynd-
ir þessa tímabils. Myndir sem tóku
áhorfandann með sér á adrenalfns-
flug. Og æstu upp f honum villi-
manninn. Það er gott í hófi og
Aldrich var skipstjóri á þessum
báti, ásamt Sam Peckinpah.
Robert Aldrich fæddist 1918, inm'
nafntogaða fjölskyldu kaupahéðna
og stjómmálamanna á Nýja
Englandi. Hreifst ungur af kvik-
myndagerð, hóf störf um tvítugt
sem sendiU hjá RKO. 1944 var hann
orðinn aðstoðarleikstjóri hjá nafn-
toguðum mönnum á borð við Lewis
MUestone, Jean Renoir, Abraham
Polonsky, WilUam Weliman, Joseph
Losey og meistara
Chaplin. Þá tók við
hinn harði skóli sjón-
varpsins, sem áður er
getið.
Frumrauninni, Big
League, lauk Aldrich
1953. Strax með
annarri mynd sinni,
Vera Cruz, eldhressum
vestra með Burt
Lancaster, hafði hann
vakið athygli og lagt
grunninn að þeim efn-
istökum og stíl sem átti
eftir að verða vöru-
merki hans í gegnum
árin. Karlmennska, örlítil karl-
remba, í bland við vel virkjað of-
beldi og gálgahúmor, brattir og
kaldir karlleikarar í aðalhlutverki.
Yfírbragðið hrífandi og svalt, leik-
sljórnin fumlaus og öflug. Aldrich
þróaði þetta handbragð enn frekar
í myndunum Kiss Me Deadly, (‘56).
Hörkumynd um kunnasta harðjaxl
einkaspæjarabókmennta þessa
tíma, Mike Hammer. í kjölfarið
kom Attackl, fræg strfðsádeila og
The Big Knife, ekki sfður umtöluð
og gagnrýnin. I það skiptið var
Hollywood tekin á beinið. Myndin
gaf What Happened to Baby Jane,
(‘63) tóninn, þar léku saman gömlu
brýnin Joan Crawford og Bette
Davis, og eru ógleymanlegar, báð-
ar tvær...
Allar þessar myndir Aldrich eru
athyglisverðar, vel gerðar og hafa
mikið afþreyingargildi. Sama máii
gegnir um aðra magnaða hroll-
vekju, Hush, Hush, Sweet
Charlotte, (‘64), þar sem Bette Da-
vis kemur enn við sögu, í afbragðs
félagsskap annarra góðra og sögu-
frægra stjama; Oliviu De Havill-
and, Josephs Cotten, Agnesar
Moorehead og Mary Astor.
AJdrich hélt áfram á þessari fínu
sveiflu. The FUght of the Phoenix,
(‘67), sem segir frá því hvermg mis-
litur hópur karla kemst af eftir
flugslys í miðri eyðimörk (til stend-
ur að gæðaleikstjórinn Brían Singer
endurgeri hana á næsta árí), The
Killing of Sister George, (‘68), af
allt öðrum toga, fjallar um ástir les-
bískra kvenna, efni sem tæpast var
hvíslað um íkvikmyndum þessara
ára. The Longest Yard, harðsoðin
mynd um ruðningskcppni innan
fangelsismúranna kom 1974. Síð-
asta meiriháttar mynd Aldrích,
Twilight’s Last Gleaming, (‘79),
sagði frá háttsettum striðshaukum,
Burt Lancaster, Richard Widmark,
o.fl., sem reyna að koma þriðju
heimsstyrjöldinni af stað. Enn er þó
ógetið þeirra þriggja sem eru í
mestu uppáhaldi á þessum bæ:
anskra og hermanna Bandamanna
á Suðurhafsey í siðari heimsstyrj-
öld. Cliff Robertson og Michael
Caine fara fyrir bandamönnum sem
fá það verkefni að eyðileggja út-
varpsstöð undir stjórn Japana, sem
sendir út síbylju áróðurs á ensku.
Hann smýgur undir skrápinn á
sumum hinna stríðshrjáðu Banda-
manna og óvinurinn virðist vera
alls staðar og hvergi í grænu frum-
skógarvíti eyjunnar. Endirinn er
hrikalegur og eftirminnilegur.
Fjallar um ekki ósvipað efni og
Tólf ruddar, en að þessu sinni er
stríðsádeilan áberandi í vel skrif-
uðu og hnyttnu handriti höfundar
beggja myndanna, Lukasar Hell-
ers. Leikhópurinn er fima sterkur
með þá Caine og Robertson í mikl-
um ham, Henry Fonda til skrauts
og stuðnings og ensku aukaleikar-
amir em engir smákarlar; Harry
Andrews, Ian Bannen, Denholm
Elliott og Ronald Fraser sem setja
svip og styrkja þessa fáséðu perlu í
skýrum og sterkum aukahlutverk-
um.
EMPEROR OF
THE NORTH (‘73) kkkVz
MIKILÚÐLEG er það fyrsta sem
kemur í hugann eftir að hafa séð
eina svæsnustu einvígismynd
bandarískra mynda. Allt stórbrot-
ið og sagt af mikilleik og virðingu
fyrir sérstöku efninu. Sögusviðið
er Norðurríkin á tímum kreppunn-
ar miklu. Aðalpersónurnar þrjár,
erkifjendurnir, hinn veraldarvani
lestarflækingur (hobo) A nr. 1,
(Lee Marvin) og lestarvörðurinn
Shaq (Ernest Borgnine). Þeir eru
hjartað í sögunni. Sú þriðja er
„strákurinn“, „The Kid“ (Keith
Carradine), kjaftfori nýgræðingur-
inn, sem allt þykist geta, gjarnan á
kostnað A nr. 1. Lokakaflinn er
stórkostlegur. Þeir em orðnir
tveir eftir „í hringnum", gömlu
jaxlarnir, og nota öll meðul til sig-
urs um borð í hinni heilögu lest,
#39, sem Shaq hefur tekist að
halda lausri við flækinga til þessa.
Atgangurinn berst um alla lestina
á meðan hún þýtur stynjandi
áfram um víðátturnar miklu.
Borgnine er ógnvekjandi og illvíg-
ur skratti, sem puntar sig með
svartri gúmmíslaufu um hálsinn til
að undirstrika hrottafenginn
karakterinn. Marvin er engu síður
ógnvekjandi, líkt og óvinnandi eins
manns vígi. Endursköpun liðinna
tíma og andrúms óaðfinnanlegt í
búningum, munum og tónlist.
Lostæti.
Sæbjörn Valdimarsson