Morgunblaðið - 31.12.1997, Side 5

Morgunblaðið - 31.12.1997, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997 D 5 Fimm manna fjölskylda bjargaðist úr eldsvoða á Stokkseyri Nýtt hús rís á gömlum grunni Morgunblaðið/Sigurður Fannar ARNAR Guðlaugsson með Omar Guðlaug í fanginu, Róbert Daði og Fanný Elísabet í fangi móður sinnar Aþenu Ómarsdóttur. FIMM manna fjölskylda, ung hjón með þrjú börn, bjargað- ist giftusamlega út úr brenn- andi íbúðarhúsi á Stokkseyi'i um mánaðamót september og október. Reykskynjari vakti heimilisfólkið og hafði það naumast tíma til ann- ars en að forða sér út á náttfótun- um. Húsið brann til kaldra kola og innbú allt. I dag er fjölskyldan bú- sett á Selfossi, en uppbyggingin er hafín. Nýtt hús skal rísa á grunni þess gamla og fjölskyldan vonast til þess að geta flutt „heim“ með vorinu. „Eg er nú mest að vinna í því þessa dagana að koma nýju bygg- ingunni af stað, en það er óhætt að segja að það ætli að reynast dýrara heldur en okkur óraði fyrir. Við er- um þó búin að steypa grunninn og höldum ótrauð áfram og vonandi getum við flutt inn í mars,“ sagði Ai-nar Guðlaugsson heimilisfaðir í samtali við blaðið. Ai-nar var á sjónum áður en óhappið varð og var á bát sem réri frá Sandgerði. Síðan er búið að selja bátinn og sjómennskan fyrir bí í bili að minnsta kosti. Arnar segist hugsa fyrst og fremst um bygginguna þessa dagana og spilar þar úr gi'eiðslum sem fjölskyldan fékk frá tryggingarfélagi sínu. Það var ótrúlegt áfall sem á þessa ungu fjölskyldu var lagt, en Arnar segir að stuðningurinn og aðstoðin sem fjölskyldan fékk hafí létt mjög und- ir á erfiðum tíma. „Það voni ótrúlega margir sem buðu okkur liðveislu eða hjálpuðu á annan hátt, t.d. komu margir fær- andi hendi með fatnað, sérstaklega á börnin og það kom sér sannar- lega vel, því það brann nánast allt sem brunnið gat,“ sagði Arnar. Ljóstýra í myrkri Fyrir kemur að ekki sé allt svo illt að ekki grilli í eitthvað gott í sortanum. Sem fram hefur komið brann nánast allt sem brunnið gat á heimili Arnars, Aþenu Ómars- dóttur eiginkonu hans og barn- anna þriggja, en þau heita Fanný Elísabet, Omar Guðlaugur og Ró- bert Daði. En það náði ekki allt að brenna og það sem óvænt kom nánast heilt úr öskunni var einmitt með því dýrmætasta. „Það kviknaði í út frá kerti sem gleymdist að slökkva á. Rafmagn- ið hafði farið af þorpinu um kvöld- ið og menn gripu til kerta. Kertið var nálægt hillusamstæðu og í henni voru myndaalbúm fjölskyld- unnar. Við héldum að þetta væri allt ónýtt, en það var svo troðið í hillurnar að eldurinn virðist ekki hafa náð að smeygja sér í allar smugur. Þegar búið var að þrífa albúmin og myndirnar komu í ljós reyndist mjög mikið af þeim enn vera heilt. Það er kannski smá- vægileg reykjarlykt af þeim, en umfram allt eru myndirnar heilar. Þetta er okkur afar mikilvægt, því þarna eru myndir af börnunum og minningar um margar liðnar stundir. Við héldum okkur hafa glatað þessu með öllu hinu, þannig að þetta kom skemmtilega á óvart,“ sagði Arnar. ^ ?Ofnasmiðjan ...á réttri hillu SPORTBÚÐ GRAFARVOGS Reykjavík APÓTEK Smiðjuvegi, Kópavogi o JMWA D S p i Canon i0!í*c*m« flíUl TÖLVU OG RAFEINDAÞJÓNUSTAN Selfossi GULLSÓL Mörkinni, Reykjavík B.T. TÖLVUR Grensásvegi, Reykjavík Verslanir þessar eru í hópi þeirra sem vöidu innréttingar frá H. F. Ofnasmiðjunni á nýliðnu ári. H. F. Ofnasmiðjan er umboðsaðili fyrir fjölmörg heimsþekkt vörumerki og erum við jafnframt stolt af því að geta komið til móts við væntingar viðskiptavina okkar með íslenskri hönnun, sérsmíði og þjónustu. H. F. Ofnasmiðjan þakkar viðskiptin á árinu 1997 og óskar viðskiptavinum farsæls komandi árs. Verslun Háteigsvegi 7 - Sími 511 1100. Verksmiðja Flatahrauni 13 - Sími 555 6100. fidia flPerstorp E9 'PERGö Lundiá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.