Morgunblaðið - 31.12.1997, Side 6

Morgunblaðið - 31.12.1997, Side 6
6 D MIÐVIKURDAGUR 31. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Kristín Rós Hákonardóttir íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra Byrjaði að æfa af því hún þurfti þess KRISTÍN Rós Hákonardóttir SUNDKONAN Kristín Rós Hákonardóttir var kjörin íþróttamaður ársins úr röðum fatlaðra fyrr í þessum mánuði. Nafnbótina hlaut hún vegna fram- úrskarandi árangurs á Norður- landameistarmóti fatlaðra í Turku í Finnlandi í mars sl. og á Evrópu- meistaramótinu í Badajoz á Spáni í ágúst, en á síðarnefnda mótinu vann Kristín Rós fern gullverð- laun. Þessi 24 ára sundkona fékk hettusóttarveiru sem leiddi upp í heila er hún var átján mánaða gömul og hefur verið spastísk á vinstri hluta líkamans síðan. Fyrir vikið keppir Kristín Rós í flokki spastískra S7, þar sem hún hefur fádæma yfirburði. Hún hóf nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands í haust eftir að hafa sótt myndlistamámskeið í Danmörku á vormánuðum. En hvað ber hæst í huga hennar þegar litið er yfír far- inn veg ársins 1997? „Það er Evrópumeistaramótið á Spáni, þar sem ég vann fjögur gull. Auk þess keppti ég á opnu móti í Danmörku í vor, þar sem ég var við nám, en þá setti ég tvö heimsmet í 25 metra laug,“ segir Kristín Rós, sem á fimm heimsmet í 25 m laug auk fjögurra í 50 m laug. Áttirðu von á því að verða kosin íþróttamaður ársins úr röðum fatl- aðra í ár? „Já og nei, í rauninni. Ég lagði mjög mikið á mig til að ná árangri, þannig að ég bjóst alveg eins við því,“ segir Kristín Rós. Hún taldi tvo aðra sundmenn eiga ágæta möguleika á að hreppa hnossið. „Birkir [Gunnarsson] stóð sig ágætlega á Evrópumeistaramótinu og Pálmar Guðmundsson hefur líka j staðið sig með prýði, þannig að það komu fleiri til greina en ég,“ segir sundkonan. Hvernig tilfinning er það að eiga níu heimsmet, besta árangur í heimi íþínum flokki? „Það er bara frábær tilfinning. Ég get í raun ekki lýst henni. Ég hefði aldrei trúað þessu fyrir um þremur til fjórum árum. Þá var ég bara að æfa vegna þess að ég þurfti þess - út af hendinni og fætinum. i Mér datt aldrei í hug fyrir j nokkrum árum að þetta gæti nokkum tíma gengið svona langt,“ segir Kristín Rós. Pú slærð ekki slöku við í sund- lauginni, eða hvað? „Nei, alltént ekki í bráð. Nú er ég að hefja æfingar fyrir heims- meistaramótið á Nýja-Sjálandi seint á næsta ári. Það verður gam- an að fara þangað - og síðan er ætlunin að fara til Sidney árið 2000. Ætli ég láti ekki gott heita eftir það. Ég er að verða of gömul í j þetta,“ segir Kristín Rós í léttum tón. Þóra Guðmundsdóttir Atlanta „Urðu langleitir þegar ég sagðist eiga fyrirtækiðu FLUGFÉLAGIÐ Atlanta hef- ur verið áberandi á árinu og er starfsemi þess nú víða um heim. Eigendur fyrirtækisins eru hjónin Þóra Guðmundsdóttir og Amgrímur Jóhannsson. „Þetta ár hefur verið mjög við- burðaríkt og liðið hratt. Flug okkar í Saudi-Arabíu hefur aukist frá því að vera pílagríma- og kennaraflug í fáa mánuði upp í það að verða verkefni ellefu mánuði ársins,“ seg- ir Þóra í samtali við Morgunblaðið. „Við vitum ekki hversu lengi þetta verður svona en þörfin er fyrir hendi núna. Þetta hefur kall- að á aukinn mannafla og meiri stöðugleika í rekstri. Einnig byrj- uðum við þetta ár að fljúga tveimur vélum, Boing 747 og Tristar, fyrir spánska flugfélagið Iberia. Það er mjög skemmtilegt verkefni. Við er- um með blandaða áhöfn á þessum vélum, íslenska flugmenn en spánskar og íslenskar flugfreyjur og flugþjóna. ÞÓRA Guðmundsdóttir Þessi þróun hefur kallað á mun meiri annir fyrir mig og aðra sem að þessu standa. Aður var oft hlé yf- ir háveturinn, eða hvfldar- tímann eins og við kölluð- um það, þetta ár hefur ekkert hlé verið. Til þess að halda utan um þetta allt saman höfum við orðið að vera að alla daga og lítið sem ekkert farið í frí. Við fórum eina viku til Mall- orca og eina helgi í veiði- ferð, það er allt og sumt þetta árið,“ segir Þóra. í hversdagsklæðnaði með tagl í hárinu Ýmislegt skemmtileg gerist í þessu annasama starfi og er eftirfarandi saga dæmi um það. „Þessu starfi tengjast margar stuttar ferðir vegna viðskipta. Ég fór í eina sh'ka til Saudi-Ai-abíu og var ein á ferð. I slíkum tilvikum fáum við vega- bréfsáritun í Jeddah í framhaldi af skeytasend- ingu þar sem sagt er hver viðkomandi sé ásamt með fyrirskigun um vegabréfs- áritun. Ég mætti á staðinn 1 í hversdagsklæðnaði með mitt tagl í hárinu og hinir j virðulegu flugvallarstarfs- menn vildu fá að vita hvað ég starfaði eiginlega hjá Atlanta. Þeir urðu langleitir þeg- ar ég sagðist eiga fyrir- tækið - útlit mitt kom ekki heim og saman við hugmyndir þein-a um for- i stjóra. Eftir að hafa stung- ið saman nefjum nokkra stund og fengið að sjá við- I skiptaskilríki mín og önnur skilríki sem flugfólki er gert að hafa þá brostu þeir nú samt sínu blíðasta og buðu mig velkomna. En svipurinn á þeim var óneit- anlega dáh'tið skondinn," segir Þóra Guðmundsdótt- ir. Elísabet S. Ólafsdóttir skrifstofustjóri ríkissáttasemjara Mikil umsvif - en líflegur erill AÐ hafa verið mikil umsvif hjá ríkissáttasemjara þetta árið, að sögn Elísabetar S. Olafsdóttur skrifstofustjóra þar. Einmitt þegar hún var t.d. að setja sig í stellingar til að tala við blaðamann var skyndilega ákveð- ið að leggja fram miðlunartillögu í ELÍSABET S. Ólafsdóttir Það er ekki eftir neinu að bíða. Rífðu jólasteikina af þér strax og njóttu aðstoðar okkar frábæru leiðbeinenda. Fleiri spinningkennarar og einkaþjálfarar voru að bætast í hópinn. Árskort á frábæru tilboði til 5. janúar á aðeins kr. 14.900 GYM - BD HEILSUBÆLIÐ, SUÐURLANDSBRAUT 6, SÍMI 588 8383 máli Læknafélags Reykjavíkur vegna Sjúkrahúss Reykjavíkur. „Og nú snýst líf okkar um það í bili,“ sagði Elísabet. „Það er aldrei að vita hvað næsti dagur ber í skauti sér, allt getur gerst, yfir þúsund fundir hafa verið haldnir hér þetta árið.“ En hvað skyldi nú vera eftir- minnilegasta málið ef litið er á ár- ið í heild? „Það eru mörg mál mjög eftirminnileg. Hvað mig varðar koma upp í hugann mál landssambanda Alþýðusambands- ins, ekki síst vegna þess hve mik- ill fjöldi af fólki var hér í tengsl- um við það, segja má að hér hafi verið á annað hundrað manns meira og minna allan sólarhring- inn í nokkrar vikur. Þessi fjöldi skapaði mikið annríki hjá okkur. Við vorum kannski með upp í tuttugu fundi á sama tíma þannig að þetta reyndi mjög á skipulags- gáfuna. Húsnæði okkar hér var of lítið og þess vegna lögðum við undir okkur Rúgbrauðsgerðina í Borgartúni 6 fyrir fundahöld. Það var heilmikið mál að fylgj- ast með þó ekki væri nema hver væri að funda með hverjum. Þetta skráum við allt, við skráum einnig öll framlögð skjöl og skrif- um fundargerðir. Þegar samn- ingalotum lýkur tekur við mikil og margvísleg pappírsvinna sem endist venjulega fram að næstu ^ lotu og vel það. Fundir frá 5 mínútum upp i' 60 klukkustundir Lengsti fundurinn á árinu var tæpar 60 klukkustundir, stysti fundurinn var tæpar fimm mínút- ur, en báðum þessum fundum lauk með undirskrift samninga, sem er jú alltaf markmiðið. Því er ekki að neita að þetta starf mitt hér grípur oft inn í áætlanir í i einkalífinu. Mjög algengt er að ég þurfi að hætta við að fara t.d. í afmæli og þegar mesti hasarinn er hér bitn- ar það á fjölskyldunni og leiðir til þess að maður hefur minna sam- band við vinina. Ég er hins vegar svo heppin að það er skilningur á eðli starfs míns, bæði hjá fjöl- skyldunni og kunningjahópnum. En það er líka oft mjög gaman og þakklátt að vinna hér. A árinu höfum við fengið margar sending- ar frá samninganefndum, bæði | blóm og konfekt, og á þessum vinnustað er heilmikið ort. Ég hef stundum sagt það í gríni að fyrir einhver jólin gefi ég út bók með kveðskap og skemmtisögum úr Karphúsinu, það gæti orðið met- sölubók það árið. Ég læt fljóta með eina vísu af meinlausara tag- inu: j Allan daginn yfir engu hangir æðir um og drekkur kaffið heitt. Óskaplega eru dagar langir, einkum þegar gerist ekki neitt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.