Morgunblaðið - 31.12.1997, Side 14

Morgunblaðið - 31.12.1997, Side 14
14 D MIÐVIKURDAGUR 31. DESEMBER 1997 MORGUNB LAÐIÐ 1. ÞAÐ ER alveg ljóst að Kyoto- samþykktin mun hafa veruleg áhrif á efnahags- og atvinnumál á íslandi ekki síður en annars stað- ar. Þjóðir heims hafa áttað sig á því að framtíð mannkyns og alls Íífríkis á jörðinni er undir því kom- in að okkur takist að vinna bug á þeim skaða sem athafnir mannsins hafa valdið á umhverfínu. Að þær verði að draga úr losun koltvísýr- ings út í andrúmsloftið og annarra lofttegunda sem valdið geta alvar- legum loftslagsbreytingum. Á þessum vanda verður ekki tekið nema í samstarfi þjóða og íslend- ingar verða að hafa vilja til að bera ábyrgð með öðrum. Kyoto-sam- þykktin á ekki að koma okkur á óvart. Baráttan gegn loftslags- breytingum á alþjóðavettvangi hófst fyrir löngu og nú eru fimm ár liðin frá því Islendingar skrifiiðu undir samninginn um loftslags- breytingar í Ríó. Þá var Ijóst hvert stefndi og þá hélt ég að Alþingi ís- lendinga hefði samþykkt að axla ábyrgðina með öðrum þjóðum. Við erum að krefjast þess að aðrar þjóðir taki tillit til okkar og dragi úr eða stöðvi losun mengandi efna í hafið. Við erum að krefjast þess að aðrar þjóðir grípi til ráð- stafana gegn margvíslegum um- hverfisvanda sem við er að eiga. En þegar kemur að okkur sjálfum virðist hins vegar annað vera upp á teningnum. Núverandi ríkis- stjórn virðist ekki telja neina nauðsyn á að sýna ábyrgð í þess- um málum og taka virkan þátt í alþjóðleg- um aðgerðum. Utúr- snúningum er beitt til að réttlæta þá maka- lausu stefnu sem felst í því að sækjast eftir og einblína á skaðlegan iðnað sem aðrar þjóðir eru að reyna að losa sig við. Það verður að snúa af þeirri þröng- sýnu leið sem ríkis- stjórnin vill fara í efna- hags- og atvinnumál- um og felst í því að taka fegins hendi og gagnrýnislaust við allri útlendri stóriðju sem býðst. Takist ekki að sporna gegn loftslagsbreytingum af manna- völdum er hætta á að ísland verði óbyggilegt, jafnvel einhvemtíma á næstu öld. Það er á ábyrgð okkar að draga úr þessari hættu og það eigum við að gera í stað þess að láta sérgæsku og þröngsýni ráða ferðinni. Ríkisstjómin snýst eins og vind- hani í þessu máli. Fyrr á þessu ári lýsti umhverfisráðhera því yfir á alþjóða vettvangi að íslendingar stefndu að því að takmarka losun koltvísýrings og annarra slíkra efna þannig að hún yrði ekki meiri um aldamótin en hún var árið 1990. Nú þegar á reynir virðist lít- ið að marka þessa yfirlýsingu því nú á að auka losunina. Eg trúi því ekki að þröngsýni, stóriðjustefna og sérgæska ráði lengi ferðinni hér á landi. Við verðum að snúa við blaðinu. Skipa okkur í sveit með ábyrgum þjóðum og laga efna- hags- og atvinnumál að breytum tíma. Um- hverfismál snúast ekki aðeins um efnahags- mál í þröngum skiln- ingi þess orðs. Þau snúast um siðferði og lífsgildi, um verðmæta- mat. 2. Alþýðubandalagið hefur á undanförnum ámm lagt áherslu á víðtæka samfylkingu þeirra flokka sem kenna sig við félagshyggju. Þetta kemur fram í samþykktum lands- funda flokksins ‘91 til ‘97. Á síð- ustu tveimur árum hefur komið fram vaxandi vilji fyrir samstarfi þeiira flokka sem eru á vinstri væng stjórnmálanna. Þetta kemur m.a. fram í því að í flestum stærstu sveitarfélögum landsins munu þessir flokkar bjóða fram saman. Pólitískt vægi sveitarstjórna eykst stöðugt með flutningi nýrra og veigamikilla verkefna yfir til þeirra. Því hlýtur þessi þróun í framboðsmálum að hafa afgerandi áhrif á það hver þróunin verður í landsmálum. Landsfundur Alþýðubandalags- ins sem haldinn var í nóvember sl. samþykkti að fela formanni og framkvæmdastjóm að vinna að sameiginlegum málefnagrundvelli félagshyggjufólks og framkvæmd þess samstarfs sem mögulega myndaðist í framhaldinu. Þessari vinnu á að vera lokið eigi síðar en í júní 1998 og verður niðurstaða hennar þá lögð fyrir aukalands- fund þar sem afstaða verður tekin til þess hvort niðurstaðan gefi til- efni til aukins samstarfs og/eða sameiginlegs framboðs félags- hyggjufólks fyrir Alþingiskosning- arnar 1999. Ég bind miklar vonir við þá mál- efnavinnu sem nú er að hefjast. Hægri öflin í stjómmálum hér á landi hafa notið þess hversu veik samstaða félagshyggjufólks hefur verið. Það er löngu tímabært að láta á það reyna hvort grundvöllur sé fyiir öflugri breiðfylkingu til mótvægis við þá stefnu valdhroka og helmingasldpta sem nú ræður ferðinni og rekin er af ríkisstjóm- arflokkunum. Ef af samvinnu verður á vinstri væng stjórnmálanna má búast við að sú breyting muni ráða mestu um þróun íslenskra stjómmála í náinni framtíð. Það hefur sýnt sig í fjölda skoðanakannana að almenn- ingur bindur miklar vonir við sam- fylkingu félagshyggjufólks. Ég hef ekki trú á öðru en við náum sam- an. Okkar fulltrúar í sveitarstjórn- um hafa þegar stigið stór skref, lagt sitt að mörkum til þess að til verði öflug breiðfylking félags- hyggjufólks, að til verði sameigin- legur málefnagrandvöllur. Spurn- ingin er því ekki hvort heldur hvenær. 3. Það er óumflýjanlegt að breyt- ingar verði á kvótakerfinu. Al- menningi er misboðið af því kerfi sem nú er í gildi og leitt hefur af sér eina mestu eignatilfærslu sem átt hefur sér stað í sögu þjóðarinn- ar. Eins og kerfið hefur verið framkvæmt hefur verið grafið mjög undan 1. grein laganna um stjórn fiskveiða sem kveður á um sameign þjóðarinnar. Tryggja verður með afgerandi hætti að þetta ákvæði haldi, en núverandi ríkisstjórn hefur gert hið gagn- stæða með aðgerðum sínum, t.a.m. með heimild til veðsetningar á veiðiheimildum. Það er alveg ljóst að við getum aldrei sætt okkur við að arðurinn af sameiginlegri auð- lind okkar safnist á fárra manna hendur. Núverandi kvótakerfi skapar mikla óvissu og óréttlæti gagnvart byggðum landsins og því fólki sem er undirstaðan í sköpun verðmætanna, sjómönnum, fisk- verkafólki og jafnvel útgerðaraðil- um. Kerfið hlýtur því að breytast í þá átt að um allt land geti menn sótt sjóinn og skapað verðmæti úr þessari sameign þjóðarinnar og að nýir aðilar eigi möguleika á því að komast að í greininni án þess að þurfa að greiða fyrir það stórar fjárhæðir til þeirra sem fengið hafa eignaumráð yfir veiðiheimild- unum. Tilrauninni með kvótakerfið sem hófst fyrir tæpum fjórtán ár- um verður að fara að ljúka. Gallar þess era það miklir að endurskoða verður stjórnkerfi fiskveiða frá granni í stað þess að reyna áfram að staga í stærstu götin. Það er fullkomlega eðlilegt að þeir sem nýta þessa verðmætu auðlind þjóð- arinnar gx-eiði fyi-ir það sanngjarnt gjald, og sama er að segja um þá sem nýta aðrar auðlindir sem era í sameign þjóðarinnar. Samræmt auðlindagjald ætti að standa undir þeim kostnaði sem þjóðin ber óhjá- kvæmilega af nýtingu þjóðarauð- linda, bæði beinum og óbeinum. Óbeinn kostnaður getur t.a.m. ver- ið ákveðinn fómarkostnaður sem byggðarlag verður fyrir vegna tímabundinnar nýtingar á tak- markaðri auðlind. Slíka gjaldtöku ber að skoða í ljósi umhverfis- - kjarni mákins! verndar með hliðsjón af þeim gjöldum sem fyrir era og með það að markmiði að þjóðin njóti eðli- legs afraksturs af auðlindum sín- um. 4. Núverandi stefna íslenskra stjómvalda í öryggis- og varnar- málum byggist á úreltum sjónar- miðum kalda stríðsins. Þau rök sem fylgjendur vera bandarísks hers hér á landi settu fram gilda ekki lengur. Það er ríkur pólitísk- ur vilji á Bandaríkjaþingi til að skera niður kostnað af herstöðvum í Evrópu. En í stað þess að hefja nú þegar viðræður við Bandaríkja- stjórn um brottför hersins á Mið- nesheiði biðja íslensk stjómvöld, sem enn era í viðjum kalda stríðs- ins, um það eitt að herinn dvelji hér áfram. Eðlilegast væri að íslensk stjómvöld beittu sér fyrir því að Atlantshafsbandalagið (NATO) verði lagt niður í núverandi mynd. Hugsa verður öryggis- og varnar- mál Evrópu upp á nýtt. Ég tel hæpið að starfsemi NATO geti tekið þeim breytingum sem til þyrfti til þess að verða trúverðug öryggismálastofnun. Starfsemi NÁTO byggist á hernaðarlegum granni með rætur í kaldastríðs- átökum. Þess vegna á að þróa öfl- ug öryggis- og friðarsamtök Evr- ópu. Samtök sem byggðust á öðr- um granni en NATO og án sterki-- ar íhlutunar Bandaríkjanna. Vel mætti hugsa sér að ÖSE taki við þessu hlutverki. Islendingar eiga að taka þátt í starfi alþjóðlegra stofnana sem hafa það að mark- miði að tryggja frið og öryggi í Evrópu og heiminum öllum. Þannig eigum við að leggja áherslu á að efla starf Sameinuðu þjóð- anna í öryggis- og friðarmálum. Breytt umhverfi, lok kalda stríðs- ins, kalla á nýja hugsun og aðra stefnu. ísland getur haft fram- kvæði í því að móta nýja stefnu í öryggis- og friðarmálum, ekki að- eins hér heima heldur einnig á er- lendum vettvangi. Fyrsta skrefið er að stjórnvöld vinni sig út úr viðjum kalda stríðs- ins og marki upphaf þessarar sér- stöðu Islands með því að sam- þykkja tillögu Alþýðubandalagsins um friðiýsingu íslands fyrir kjarn- orkuvopnum. 5. Aðild Póllands, Tékklands og Ungverjalands að NATO hefur ekki nein áhrif á pólitíska stöðu ís- lands í alþjóðlegu samstarfi. Málið er fyrst og fremst sálfræðilegt fyr- ir þessi ríki í sögulegum skilningi. Ég tel hins vegar að aðild þeirra að NATO muni ekki færa þeim einhvern rauveralegan ábata. Spurningin er fyrst og fremst sú hvernig Rússar bregðast við aðild- inni. Verður hún til þess að auka á nýjan leik spennu milli Rússa og Vesturlanda, eða sætta Rússar sig við þetta? Aðild austur Evrópuríkja að Evrópusambandinu getur aftur á móti haft töluverð áhrif á stöðu ís- lands vegna þess að öll ný aðildar- ríki ESB verða jafnframt aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Við- skipti okkar við þessi ríki era kannski ekki eins mikilvæg og áð- ur. En önnur atriði kunna að skipta miklu máli í þessu sambandi eins og það að við munum eiga með þeim sameiginlegan vinnu- markað. Það verður líka fróðlegt að fylgjast með samningaviðræð- um ESB við Kýpur, sem er smá- ríki með efnahagslíf sem er frá- bragðið efnahagslífi flestra stóra iðnríkjanna. Frá upphafi hefur ESB ekki rætt aðild við slíkt ríki og niðurstaða þein-a viðræðna kunna að verða áhugaverðar fyrii- okkur. Sú þróun sem er framund- an varðandi stækkun bæði NATO og ESB mun taka langan tíma þannig að áhrifin á pólitíska stöðu Islands í alþjóðlegu samstarfi verða væntanlega ekki mikil til að byrja með. En það er nauðsynlegt fyrir okkur að halda vöku okkar í breyttu alþjóðleu umhverfi. ornsagnagetraun Fornsagnagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu í dag á bls. 20d. Getraunin byggist á spurningum úr köflum og kvæðum íslenskra fornbókmennta. Veitt verða þrenn verðlaun: * 2 3 Brennunjálssaga Halldór Laxness annaðist útgáfuna. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Rætur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útgefandi er íslenska bókaútgáfan. Konrad Maurer íslandsferö 1858 íjxýðingu Baldurs Hafstað. Útgefandi er Ferðafélag íslands. Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir ld. 16.00 mánudaginn 19. janúar. Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins: Breytingar á kvóta- kerfí óumflýj anlegar Margrét Frímannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.