Morgunblaðið - 31.12.1997, Side 25

Morgunblaðið - 31.12.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBERÍ 1997 D 25 ALVER RIS A GRUNDARTANGA Morgunblaðið/RAX íj; J SAMNINGAR Columbia Ventures Corporation við íslenska ríkið, gíj Landsvirkjun og veitustofnanir Reykjavíkurborgar um bygg- ingu álvers Norðuráls á Grundartanga voru undirritaðir 7. ágúst. Áætlað er að álframleiðsla hefjist í júní og er unnið hörð- um höndum að byggingu álversins og nauðsynlegra virkjana. Myndin var tekin þegar starfsmenn Istaks luku við að steypa upp 48 metra háan og 33 metra breiðan geymi undir súrál og tók verkið aðeins 16 daga. Á árinu var lokið við stækkun álvers- ins ÍSAL í Straumsvík og samið um stækkun Járnblendiverk- smiðjunnar á Grundartanga. Jafnframt hefur verið unnið að at- hugun á fleiri stóriðjukostum. Þannig standa yfír viðræður við norska fyrirtækið Hydro Aluminium um byggingu stórs álvers, sem væntanlega verður byggt í Reyðarfirði, ef samningar nást, og tilheyrandi stórvirkjana á Austurlandi. ÞRÍR ungir menn, Björn Ólafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, náðu fyrstir Islendinga tindi Everst, hæsta Ijalls heims, hinn 21. maí. Ferð þeirra félaga á tindinn hófst 23. mars þegar lagt var af stað frá íslandi en 7. apríl hófst aðlögun og gangan upp ljall- ið. Fyrsta tilraun til að ná tindinum var ISLENDINGAR A TINDI EVEREST gerð 19. maí en þá urðu þeir að hverfa frá vegna veðurs. Daginn eftir var haldið af stað á ný og tindinum náð kl. 7.15 að morgni miðvikudagsins 21. maí. Meðal þeirra sem óskað hafa fjall- göngumönnunum til hamingju með árangurinn er Sir Edmund Hillary sem fyrstur komst á tindinn árið 1953. í heillaóskaskeyti forseta fslands segir meðal annars að Islendingar hafi fylgst stoltir með þessari afreksför, hún verði lengi í minnum höfð. KARL SIGURBJORNSSON KJORINN BISKUP ISLANDS K7 SERA Karl Sigurbjörnsson, sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli, var kjörinn biskup Islands. Urslit í biskupskjöri lágu fyrir í september og tekur Karl við af Ólafi Skúlasyni nú um áramót. Herra Ólafur Skúlason biskup vígði eft- irmann sinn í Hallgrímskirkju sunnudag- inn 23. nóvember. Doktor Signrbjörn Ein- arsson færði son sinn, herra Karl Sigur- björnsson, í biskupskápu, gullofinn kosta- grip frá árinu 1898. Séra Sigurður Sig- urðsson vígslubiskup fylgdist með ásamt nálega öllum prestum landsins og voru kirkjugestir alls yfir 1.200. Morgunblaðið/Golli TILFINNINGAÞRUNGNIR ENDURFUNDIR BANDARÍSK telpa á fimmta aldursári, Zenith Helton, var í janúar tekin úr hönd- um móðurömmu sinnar og eiginmanns hennar, Connie Jean og Donald Hanes, að kröfu bandarískra lögregluyfirvalda. Hanes-hjónin voru sökuð um að hafa numið stúlkuna á brott frá móður hennar og falið sig hér á landi. Það urðu fagnað- arfundir þegar Kelly Helton hitti Zenith dóttur sína í bandaríska sendiráðinu. Hanes-hjónin voru handtekin vegna málsins en sleppt að lokinni skýrslutöku. Kelly Helton fór með dóttur sína til Banda- rikjanna. Kröfu bandarískra yfirvalda um framsal Connie Jean og Donald Hanes hef- ur verið hafnað af íslenskum dómstólum og dvelja þau enn hér á landi. SIÐASTA HAFTIÐ I HVALFJARÐARGONGUM SPRENGT SÍÐASTA haftið í Hvalíjarðargöngum var sprengt 3. október og ók Halldór Blöndal samgönguráðherra eftir það í gegnum göng- in, fyrstur manna. Framkvæmdir við göngin eru langt á undan áætlun. Upphaflega var áætlað að sprengja haftið í júlí á næsta ári, en nú eru horfur á að hægt verði að opna göngin fyrir uniferð á þeim tíma. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.