Morgunblaðið - 31.12.1997, Page 28
JJ8 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Liðið íslenskt
rokkár var ár
nýrrar dögunar og
ytra var einnig
r sitthvað gott á
seyði að mati
Árna Matthías-
sonar sem tínir til
þær skífur sem
honum þótti
merkastar á árinu,
innlendar sem
erlendar í
handahófsröð
|H t Jt sólóskífa Bjarkar
Guðmundsdóttir
sýnir að hinar tvær voru æfingar;
aðeins var verið að dagrétta og
hreinsa út hugmyndir og
strauma. Á Homogenic náði
Björk í skottið á sjálfri sér og hélt
fastar um stjórnvölinn en áður
með frábærum árangri. Tónlistin
var fjölbreyttari en forðum, þrátt
fyrir yfirlýstan tilgang í titlinum,
strengjaoktett kom sterkur inn.
LIFE AFTER DEATH
TViFðll;
seinni breiðskífa
Biggie Smalls hefst
á því að Biggie liggur banaleg-
una og Sean Puff Coombs situr
grátandi við rúmið. Sem hann
harmar hlutskipti vinar síns heyr-
ist hvar hjartalínuritið hættir að
ganga, en á meðan skífan var í
framleiðslu var Biggie einmitt
skotinn til bana af ókunnum
óþokka. Víst hefur Coombs náð
að hagnast á fráfalli félagans með metsmáskífu
helgaðri honum, en ekki má gleyma því að Biggie
var framúrskarandi rappari og platan tvöfalda
bráðgóð og ekki bara í Ijósi sögunnar.
LOF MER AO FALLA AO ÞINU EYRA
Maus
kom sá
og sigraði með þriðju breiðskífu
sinni, útpældri og -hugsaðri þar
sem hvert lagið var öðru
sterkara. Á plötunni má heyra að
sveitin er í örri þróun þrátt fyrir
langan starfsaldur; lagasmíðar
eru hnitmiðaðri og um leið létt-
ari, textar eru mergjaðir og flutn-
ingur frábær. Hljómborðsleikari
Cure kom við sögu, en skipti í raun litlu máli.
ICAN HEAR THE HEART BEATING AS OIIIE
BABBABISI(A;°kSvSo
bindur ekki bagga sína sömu
hnútum og samferðamennimir
og til að æra óstöðugan að
henda reiður á útgáfum sveitar-
innar eða hliðarverkefnum á fjöl-
mörgum árum. Framúrskarandi
breiðskífa Yo La Tengo sem
Matardor-útgáfan gaf út, er
dæmi um þá endurnýjun sem er
að verða í bandariskri nýbylgju.
FJOLLISTAMABURIHN
Birgir Örn Thoroddsen sem kall-
ast Curver sendi frá sér plötu
þrungna tölspeki og merkingu,
sjöorðabók tónlistarmannsins
þar sem 7 var hvarvetna nálæg.
Hann þurfti þó ekki að grípa til
neinnar sölumérinsku enda er
platan bráðskemmmtileg, sér-
staklega fimmtudagur, og hvar-
vetna vísanir og skemmtilegar hugmyndir.
Smekkleysu, sjö diskar
með Kvartett O. Jóns-
son & Grjóna, Sigurrós, PPPönk, Soðin
fiðla, Bag of Joys, Berglind Ágústsdóttir,
Andhéri og Á túr, verður að telja það
helsta sem kom út á árinu hérlendis; sum-
ar skífurnar stuttar aðrar í fullri lengd og
vi'st voru þær misjafnar að gæðum. Þær
gáfu þó fágætt færi á að kynnast því
helsta sem er á
seyði í íslenskri
nýtónlist og um leið
að heyra í
hljómsveitum fram-
tíðarinnar. Sumar
sveitirnar eiga sjálf-
sagt ekki eftir að
láta til sín heyra í
framtíðinni eins og
gengur, en útgáfuröðin Skært lúðrar
u hljóma er til marks um nýja dögun
í íslenskri rokktónlist
Holmes tók sig upp og hélt
tíl New York með segulband
í farteskinu. Þangað kominn hljóðritaði
hann furðufugla, krakkhausa og flækinga,
hélt síðan heim til Bretlands og setti sam-
an eftirminnilega plötu og frábæra. Sam-
an við tónlistina fléttar hann bútum úr
New York ferðinni eða notar þá til að
skapa stemmningu eða sem hugmynd að
laglínu. Fyrri skífa Holmes, This Film’s
0 Crap, Let’s Slash the Seats, var góð
en þessi margfalt betri.
LET'S GET KILLED
SKÆRT LUORAR HLJOMA
3 DOLLAR BILL Y'flLL
MUtl [A blómstraði vestan
H h III hafs á árinu, ekki
bara sveitó og óháð, heldur
einnig kröftugt rappskotið póli-
tískt rokk meðmagnaðri keyrslu.
í þeim flokki er bandaríska sveit-
in Limp Bizkit sem sendi frá sér
fantagóða skífu á árinu, aðdá-
endur Rage Against the Machine
taki eftir.
Bli
Lárus Hjálmarsson,
w sem stundum kallar
sig Dr. Gunna, sannaði á
Abbababb að hann er í hópi
snjöllustu popplagasmiða.
„Prumpulagið" vakti þvílíka hrifn-
ingu barnanna og umtal hinna
fullorðnu að það hvarf í skuggann
hversu platan er vel heppnuð.
Hlustið bara á Dodda draug.
TRUIR ÞU A ENGLA?
hDATI fyrirstanslausa
»*•»** I I keyrslu undanfarin ár
og fleiri plötur en á verður kastað
tölu er Bubbi enn að senda frá
sér afbragðsskífur. Trúir þú á
engla? var upp full með vel
sömdum lögum og óvenju góð-
um textum þar sem tæpt var á
ýmsu viðkvæmu. Guðmundur
Pétursson leggur sitt af mörkum.
WHENIWAS BORIM FQR THE 7TH TIME
I j2 Q j| ft rokksveitin Corners-
OitCðftH hop sýndi að enn er
hægt að hræra í þjóðernissúp-
unni á Bretlandseyjum og veiða
upp góða bita. Á umræddri skífu
má heyra allt frá indversku raf-
eindapoppi í hreinræktaða
sveitatónlist og aldrei er gaman-
semin langt undan. Bráðfyndin
plata og skemmtileg.
WU-TANG FOREI/ER
flokkurinn hefur
verið áberandi í
umfjöllun um allan heim, ekki
síst fyrir breiðskífuna tvöföldu
sem beðið var með mikilli eftir-
væntingu. Víst er hún ekki eins
góð og frumraunin, sem er með
helstu rappskífum áratugarins,
en góð engu að síður og Rza
ruddi frá sér hugmyndunum eins
og jafnan.
FAR
ÍQM AEL Guðnason saxófón-
Milllll leikari hefur víða leik-
ið og hvarvetna vel. Aldrei hefur
hann þó náð eins hæðum og á
eigin skífu, Fari, þar sem þeir
fara og á kostum meðspilarar
hans Matthías M.D. Hemstock,
Hilmar Jensson og Skúli Sverris-
son. Platan er tekin upp í kirkju
á Snæfellsnesi sem skapar eftir-
minnilega þrungna kyrrð.