Morgunblaðið - 31.12.1997, Síða 36

Morgunblaðið - 31.12.1997, Síða 36
.36 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER1997 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ SEGJA ÞEIR UM ÁRAMÓTIN? Forsvarsmenn ýmissa hagsmuna- og heildarsamtaka í samfélaginu horfa um öxl og fram á veg hér á síðum blaðsins í tilefni af áramótunum. Ari Teitsson formaður Bændasamtakanna Niðurstöð- ur Kyota- ráðstefn- unnar land- búnaðinum mikilvægar SÚ VAR tíðin að íslenski bóndinn átti allt sitt undir sól og regni. Pjöl- breytt tækni við landbúnað og þró- aðar ræktunaraðferðir til aukningar uppskeru jarðargróða hafa gefið bóndanum nýja mögu- leika á að mæta óblíðu veðurfari. Eigi að síður skiptir veðurfarið enn miklu máli og milt veð- urfar mestan hluta árs- ins 1997 hefur létt mörgum bóndanum lífsbaráttuna. Snjólétt var á útmánuðum 1997, sumarið tiltölu- lega hlýtt en vætusamt víða þannig að upp- skera jarðargróða var góð og þar á meðal kornþroski viðunandi víðast þar sem sáð var. Mest voru þó veðurgæðin síðustu mánuði árs- ins og hlýindi og snjóleysi eiga sér vart hliðstæðu á öldinni. Þótt hlýtt veður ætti að vera fagnaðarefni þjóð sem háð hefur baráttu við ís og kulda allt frá land- námi skyggir hér á grunur um að þetta sé vísbending um breytt veð- urfar af mannanna völdum. Þótt enginn viti með vissu hvaða áhrif mögulegar veðurfarsbreytingar hafa á Island og íslendinga er þó vitað að breytingar á Golfstraumn- um gætu gert landið með öllu óbyggilegt. Heildamiðurstöður Kyoto-ráð- stefnunnar og framkvæmd þeirra gæti því til lengri tíma ráðið örlög- um þessarar þjóðar og því hljóta íslendingar að fylgja þeim niður- stöðum sem þar náðust, sé þess nokkur kostur. Góð sala landbúnaðarvara Sala íslenskra landbúnaðarvara hefur verið jöfn og góð á liðnu ári. Engin gæðaáföll hafa á árinu kast- að rýrð á hollustu og gæði vörunn- ar og meiri sátt hefur ríkt en oft áður um landbúnaðinn og fram- leiðsluvörur hans. Kaup íslenskra landbúnaðarvara eru nú aðeins um 6% af útgjöldum vísitöluíjölskyld- unnar og aukinn skilningur á nauð- syn íslenskrar atvinnustefnu opnar augu æ fleiri neytenda fyrir mikil- vægi landbúnaðarins og þá jafn- framt að þessum 6 prósentum sé vel varið. Fákeppni á matvörumarkaði Samkvæmt upplýsingum Við- skiptablaðsins ráða nú 5 fyrirtæki 60% af matvörumarkaðnum og vex hlutdeild þeirra ár frá ári. Nú getur fækkun eininga leitt til hagkvæm- ari reksturs þannig að þetta hefur trúlega áhrif til lækkunar á mat- vælaverði til neytenda. Á sama tíma fjölgar fremur seljendum landbún- aðarvara og staða þeirra gagnvart verslunarveldunum veikist. Túlkun samkeppnislaga, sem er þrengri gagnvart búvöruframleiðendum hér en I okkar nágrannalönndum, sam- fara afnámi opinberrar verðlagn- ingar, veikir enn stöðu framleiðend- anna. Engin ástæða er til að ætla að verslunin vilji rústa íslenskan landbúnað er í hörku samkeppninn- ar gæti þó hallað á smáa framleið- endur sem hindraðir væru í sam- starfi af þröngri lagatúlkun. Staða landsbyggðarinnar Samfara vaxandi byggðaröskun hefur umræða um byggðamál auk- ist og reynt hefur verið að kryfja orsakir fólksflutninga. Þótt vissu- lega hafi komið í ljós að margir þættir hafí þama áhrif stendur þó óhaggað að afkomumöguleikar ráða mestu. Því virðist ljóst að bætt afkoma búvöruframleiðenda ein getur stöðvað þann flótta sem nú er úr landbúnaðinum, eink- um í dreifðri byggð. Með auknu fijálsræði í viðskiptum með bú- vörur gæti mismun- andi staða afurða- stöðva og geta til að greiða bændum viðun- andi verð því haft af- gerandi áhrif á þróun í einstökum byggðum. Á sama hátt virðist augljóst að verð neysluvaranna skiptir máli í þessu sambandi og hætt er við að þeir aðilar sem knúnir eru til að lækka verð sinna vara til stóru verslanakeðjanna hafí litla mögu- leika á að bjóða landsbyggðaversl- uninni sömu kjör sem aftur hvetur til flótta af landsbyggðinni. Vax- andi mismunur á raforkuverði milli landsbyggðar og suðvesturhoms virkar í sömu átt. Bætt afkoma í sauðfjárrækt Niðurstöður Hagþjónustu land- búnaðarins sýna nokkurn afkomu- bata í sauðfjárrækt á árinu 1996. Þannig virðist því hmni í greininni sem við blasti 1995 hafa verið bægt frá a.m.k. I bili. Enn eru þó tekjur I greininni afar lágar og væntanlega engin stétt tekjulægri. Því má búast við að framleiðendum fækki á næstu árum nema til komi möguleikar á auknum tekjum. Slíkt gerist tæplega nema með aukinni framleiðslu á sauðflárbúunum og aukinn útflutningur á valda mark- aði hlýtur að vera forsenda þess. Raunar á sér nú stað þróun í þá átt og er unnið að slíkum verkefnum með völdum verslunarkeðjum í Belgíu, Danmörku og Bandaríkjun- um. Nýr samningur um mjólkurframleiðslu Afkoma mjókurframleiðenda hefur farið versnandi á undanföm- um árum. Veldur því m.a. krafa um verðlækkun mjólkurvara, lágt verð á nautakjöti og aukinn til- kostnaður á ýmsum sviðum. Við gerð nýs búvörusamnings um mjólk sem undirritaður var 17. desember sl. hlaut því erfið staða greinarinn- ar að vera höfð til hliðsjónar og ekki gerðar sömu kröfur og 1992. Samningurinn gildir til 2005 og skapar því sýn til lengri tíma en áður. Við haldið er þeirri framleiðslu- stýringu sem verið hefur um árabil. Losað er um verðlagningu bæði á framleiðenda- og heildsölustigi, sem vissulega skapar ákveðna óvissu en gerir jafnframt auknar kröfur til mjólkurvinnslunnar um hagkvæmni og til bænda um sameiginlega ábyrgð á þróun vinnslunnar. Inn- flutningsvemd er við haldið, en hún er forsenda fyrir viðunandi stöðu mjólkurframleiðenda á norðurslóð. Hvað er framundan? Ef allt fer á versta veg varðandi breytingar loftslags og hafstrauma af mannavöldum er ekki sjálfgefíð að neinir möguleikar séu framundan í íslenskum landbúnaði. Takist að bægja frá þeirri ógn, sem auknar líkur eru á eftir Kyoto-ráðstefnuna, má leyfa sé að vona að skilningur á gildi öflugra matvælaframleiðslu í hreinu umhverfí fari vaxandi. Sífellt fleiri gera sér ljóst að holl matvæli eru undirstaða líkamlegrar hreysti og þeir sömu vita að góðar vörur kosta. Jafnframt vex þörf á matvælaframleiðslu með auknum milliríkjaviðskiptum og vaxandi kaupgetu í stærri hluta heimsins. Hreint landbúnaðarland sem mjög er vannýtt á Islandi gæti því orðið mikilvægt innan fárra áratuga. Megi nýtt ár verða íslendingum farsælt. Kolbeinn Kristinsson, formaður V erslunar- ráðs íslands Ríki o g sveitarfélög taki til í rekstri sínum ÁRIÐ 1997 var ár hagvaxtar og uppsveiflu í efnahagsmálum hér á landi. Ef litið er á hagtölur virðist efnhagslífíð búa við kjöraðstæður. Hag- vöxtur er ívið meiri en í samkeppnislöndum okkar, verðbólga er lít- il, atvinnuleysi er lítið miðað við það sem ger- ist í nágrannalöndun- um, ríkissjóður er rek- inn með afgangi og opinberar skuldir sem hlutfall af landsfram- leiðslu fara lækkandi. Ef hins vegar er rýnt í forsendur þessara talna og litið til fram- tíðar er full ástæða til að hafa varann á. Á fyrri hluta ársins voru gerðir kjarasamn- ingar sem fólu í sér meiri kostnaðarhækkanir fyrir at- vinnulífíð en það getur með góðu móti borið, meiri hækkanir en vænta má í samkeppnislöndum okk- ar. Samhliða þessu hefur hinu opin- bera ekki tekist að hagræða nægj- anlega og halli ríkissjóðs hverfur vegna aukinna tekna en ekki vegna þess að dregið hafí verið úr útgjöld- um. Þetta hefur leitt til aukinnar spennu í hagkerfínu, sem hætt er við að komi fram í meiri verðbólgu og jafnvel hækkun vaxta. Ástæða er til að óttast að nýgerðir kjara- samningar, lítið kostnaðaraðhald hjá hinu opinbera og skilningsskort- ur stjómvalda á nauðsyn breyttra leikreglna í atvinnulífínu geti leitt til lakari afkomu fyrirtækjanna, minni fjárfestingar og verra_ efna- hagsástands þegar frá líður. í þess- um efnum snýr það fyrst og fremst að hinu opinbera, bæði ríki og sveit- arfélögum, að sýna aðhald í fjár- málum sínum. Fyrirtækin í landinu hafa á undanfömum ámm tekið vel til í rekstri sínum og halda áfram að auka framleiðni sína. Kominn er tími til að hið sama gerist hjá opinberum aðilum. Stjórnvöld eru svifasein í heimi þar sem samkeppni er alþjóðleg og óvægin geta opinberar reglur og starfsumhverfí, sem at- vinnufyrirtækjum er gert að búa við, ráðið úrslitum um viðgang þeirra og afdrif í samkeppninni. Jafnframt kann slíkt að vera ákvörðunarástæða fyrir því hvar fyrirtæki staðsetja starfsemi sína. íslensk stjórnvöld eru því miður oft á tíðum svifasein að bregðast við breyttum aðstæðum. Áður fyrr skipti það minna máli, en alþjóða- væðing samtímans hefur stytt við- bragðstíma fyrirtækja og stjórn- valda gagnvart breyttum aðstæð- um. Stjórnvöld hafa t.d. ekki brugð- ist við vaxandi starfsemi íslenskra fyrirtækja erlendis, í formi verkefna eða með stofnun dótturfélaga, með því að laga skattareglur að slíkri alþjóðavæðingu. Þannig er íslensk- um fyrirtækjum á margan hátt gert erfíðara fyrir en erlendum keppinautum. Stjórnvöld eru einnig svifasein að leiðrétta ýmiss konar ójafnræði og mismunun í þjóðfélaginu. Á þessu sviði hefur þó nokkur árang- ur náðst, en það er þó fyrst og fremst fyrir tilstilli óháðra úr- skurðaraðila á borð við umboðs- mann Alþingis og Samkeppnis- stofnun, auk erlendra eftirlitsstofn- ana. Enn er þó víða pottur brotinn eins og glöggt kom fram á Við- skiptaþingi Verslunarráðsins á ár- inu sem nú er að líða. Á þinginu, sem haldið var undir heitinu „Er ríkisvaldið andsnúið jafnræði í atvinnulíf- inu?“ komu fram fjöl- margar athugasemdir og ábendingar um það sem betur mætti fara í þessum efnum. Einkavæðing og efling sparnaðar Einkavæðing opin- berra fyrirtækja hefur einnig liðið fyrir það hversu svifasein stjórnvöld geta verið. Þrátt fyrir fyrirheit stjórnvalda hefur gengið hægt í þessu efni og mælt í seldum hlutabréfum hefur árlega dregið úr einkavæð- ingu frá árinu 1993. Stjórnvöld, ríki og sveitarfélög þurfa að taka sér tak og standa fyrir myndarlegri einkavæðingu á næstu árum með því selja fyrirtæki, leggja niður óþarfa starfsemi á sínum vegum og bjóða út ýmis þjónustuverkefni. Þannig væri dregið úr umsvifum hins opinbera, rekstur gerður hag- kvæmari og framtíðarútgjöld spör- uð. Skynsamlegast væri að veija sölutekjum til greiðslu á erlendum skuldum og spara vaxtagreiðslur í framtíðinni. Gera á þá kröfu til opinberra aðila að þeir reki ekki atvinnustarfsemi og jafnframt að þeir leiti stöðugt leiða til að nýta markaðslögmálin við að ná fram hagkvæmni, t.a.m. með útboði ein- stakra þjónustuþátta. í þeim efnum mega ekki vera neinar heilagar kýr, hvorki á sviði mennta- né heil- brigðismála. Sem gott dæmi um það hvernig hið opinbera getur keypt menntunarþjónustu af einkaaðilum má nefna Verzlunarskóla íslands. Það samstarf hefur þróast í áranna rás og næsta haust mun Viðskipta- háskólinn í Reykjavík hefja starf- semi sína. Skólinn mun bjóða upp á hagnýtt nám í viðskiptafræðum og hafa sterk tengsl við breytilegar þarfir atvinnulífsins. Er ekki að efa að hann mun styrkja viðskipta- menntun á íslandi. Þessi uppbygg- ing viðskiptamenntunar og fram- ganga menntamálaráðherra í því efni ætti að vera öðrum stjórnvöld- um fyrirmynd um það hvernig vinna má á skjótan og markvissan hátt að nauðsynlegum úrbótum í sam- starfí við þá aðila sem málin snerta. Aukin einkavæðing er ekki ein- ungis leið fyrir hið opinbera til að draga úr útgjöldum sínum heldur má nýta hana til að auka spamað landsmanna og sporna gegn þenslu. Lítill sparnaður þjóðarinnar hefur verið vandamál til margra ára sem m.a. hefur dregið úr fjárfestingum eða aukið viðskiptahalla. Stjórnvöld þyrftu samhliða að auka hvatningu til myndunar fijáls sparnaðar með skattaívilnunum, t.d. vegna hluta- bréfakaupa eða annars langtíma- sparnaðar. Lífeyrislöggjöf í átt til fijálsræðis Langtímasparnaður og fyrir- hyggja í lífeyrismálum er mikilvæg fyrir sérhvern einstakling. Á árinu 1997 var mikil umræða um fyrir- komulag lífeyrismála. Það hefur verið stefna Verslunarráðsins að skylda ætti sérhvem einstakling til að afla sér lífeyrisréttinda en hins vegar ættu einstaklingarnir að hafa frelsi til þess að velja hvar þeir afla sér þessara réttinda. Með nýj- um lögum var stigið skref í átt til aukins fijálsræðis í lífeyrismálum og mikilvægt var að víðtæk sátt náðist um breytingarnar. í framtíð- inni munu fleiri einstaklingar ráða því alfarið hvar þeir afla sér lífeyris- réttinda, allir munu njóta sambæri- legrar lágmarkstryggingar og öll- um verður fijálst að ráðstafa við- bótartryggingarvemd sinni eða sér- eignarsparnaði. Fagleg umræða um auðlindagjald Stjómkerfí fískveiða var einnig mikið til umræðu á líðandi ári. I nóvember kynnti starfshópur á veg- um Verslunarráðsins skýrslu um málið sem vakti verðskuldaða at- hygli. Niðurstaða hans var í stuttu máli sú að álagning auðlindagjalds Ari Teitsson Kolbeinn Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.