Morgunblaðið - 31.12.1997, Page 38
38 D MIÐVIKUDAGUR 31. DESEMBER 1997
MORGUNBLAÐIÐ
atvinnurekenda munu á nýju ári
vinna að breytingum á sínu skipu-
lagi til að geta þjónað fyrirtækjun-
um betur með meiri árangri og
minni kostnaði. Það er ekki sann-
færandi að segja öðrum til vegar
,pn fara hann aldrei sjálfur.
Ég óska landsmönnum öllum far-
sældar og friðar á nýju ári.
Kristján Ragnarsson,
formaður Landssam-
bands íslenzkra
útvegsmanna
Borðum
ekki útsæði
morgun-
dagsins
MIKILVÆGASTA verkefni á vett-
vangi stjórnmálanna er að sann-
færa fólk um að borða ekki útsæði
morgundagsins, sagði
fyrrum ráðherrann og
þingkonan Barbara
Castle aðspurð í nýleg-
um viðtalsþætti við
'sjónvarpsmanninn
kunna David Frost. Á
einfaldari og skýrari
hátt er ekki hægt að
orða mikilvægi þessara
sanninda. Undanfarna
tvo áratugi hefur
meginþungi allrar um-
ræðu um sjávarútveg-
inn einmitt snúist um
það hvernig við íslend-
ingar getum umgeng-
ist fiskimiðin án þess
'að ganga of nærri
fiskistofnunum. Betra
dæmi um gildi þessara upphafs-
orða er vart hægt að finna.
Þegar Alþingi samþykkti lögin
um stjórnun fiskveiða upphaflega
haustið 1983 og svo aftur árið
1990 í núverandi mynd var mörkuð
djörf stefna til framtíðar varðandi
skynsamlega, sjálfbæra nýtingu
fiskistofnanna. Því miður náðist
ekki í fyrstu atrennu að móta heil-
stætt kerfi fyrir veiðarnar, sem
aftur leiddi til þess að ekki var
hægt að takmarka með skilvirkum
hætti of mikla sókn í þorskstofn-
inn. Nú hefur hinsvegar tekist að
snúa þeirri slæmu stöðu við og
'þorskurinn, okkar helsti nytja-
stofn, virðist vera að ná sér á strik
að nýju. Því miður er oft stutt í
það að freistingin til þess að borða
„útsæðið" verði skynseminni yfir-
sterkari. Þess vegna er verkefni
stjórnmálamannanna í þessum efn-
um viðvarandi og leggur mikla
ábyrgð á þeirra herðar. Breytingar
á lögum um stjórnkerfi fiskveiða,
sem miða að því að hygla einum
hópi á kostnað annars, eru tii þess
fallnar að grafa undan tiltrú á
stjórnkerfinu og ekki síður stjórn-
málamönnum.
Á þessu ári mun heildarafli aftur
fara öðru sinni yfir rúmar tvær
milljónir tonna. Mikil og góð loðnu-
veiði á árinu vegur að sjálfsögðu
þyngst eins og oft áður í þessum
aflatölum. Heildarveiði í tonnum
talið segir ekki alla sögu um veið-
arnar vegna mismunandi verðmæt-
is einstakra fisktegunda. Vegna
aflabrests meðal helstu sam-
keppnislanda okkar í Suður-Amer-
íku hefur afurðaverð á lýsi og mjöli
einnig verið í hámarki. Afkoman í
veiðum og vinnslu bolfisks hefur
ekki verið að sama skapi jafngóð.
Allt útlit er þó fyrir að þetta ár
verði sjávarútveginum í heild frem-
(ur hagstætt ár. Það sem helst vek-
ur bjartsýni um batnandi hag sjáv-
arútvegsins eru fréttir af stækk-
andi þorskstofni. Blikur eru hins-
vegar á lofti varðandi íslensku síld-
ina, sem illa hefur gengið að veiða
á þessum vetri. Þá hafa ufsa- og
grálúðukvótar verið skornir niður
á þessu fiskveiðiári og mun það
'að sjálfsögðu hafa áhrif á tekju-
möguleika greinarinnar.
Það skyggir á annars sæmilegt
árferði í sjávarútveginum að enn á
ný eru uppi erfiðar deilur við for-
ystu sjómanna á fiskiskipaflotan-
um. Nú um þessi áramót er staða
mála með þeim hætti að boðuðu
verkfalli Vélstjórafélags íslands
hefur verið frestað til 17. janúar á
nýju ári. Sömuleiðis hefur verið
ákveðið að fresta boðuðu verk-
banni útvegsmanna á áhafnir
þeirra skipa, sem verkfallið hefði
bitnað á. Meðal félagsmanna í
Farmanna- og fiskimannasam-
bandinu og Sjómannafélagi íslands
er verið í atkvæðagreiðslu um
heimild til boðunar verkfalls 2.
febrúar á nýju ári.
Miðað við þá kröfugerð sem
samtök sjómanna hafa sett fram
er ekki útlit fyrir að hægt verði
að ná samkomulagi milli deiluaðila.
Kröfur eru uppi um breytt starfs-
umhverfi sjávarútvegsins, sem
ekki er á valdi samninganefndar
útvegsmanna að verða við. Gerð
er m.a. krafa um að allur fiskur
sem veiddur er á íslenskum skipum
verði boðinn upp á uppboðsmörk-
uðum. Þessi ákvörðun mundi ein
og sér rjúfa hefðbundin tengsl út-
gerðar og fiskvinnslu hér á landi
og yrði aldrei sátt um það innan
atvinnugreinarinnar.
Þá eru upp kröfur sem
mundu auka enn frek-
ar en orðið er kostnað
vegna launa sjómanna
í útgerð fiskiskipa svo
sem krafan um breytt
hlutaskipti vélstjóra
og fleira. Þegar þetta
er skrifað er fullkomin
óvissa ríkjandi um
farsæla lausn þessar-
ar kjaradeilu við sjó-
menn.
Öllum er ljóst að
sjómenn eru tekju-
hæsta stétt þessarar
þjóðar. Auk þess njóta
þeir verulegra hlunn-
inda í formi afsláttar
á tekjuskatti. Hvað veldur þá þess-
ari kröfuhörku sjómannaforyst-
unnar, sem nú sækist eftir verk-
fallsheimild frá umbjóðendum sín-
um? Því er borið við að afnema
verði það návígi sem er miili sjó-
manna og útvegsmanna sem er um
fiskverð. Samið hefur verið um það
milli útgerðar og sjómanna að sjó-
menn eigi rétt á að semja um fisk-
verð. Takist það ekki ákveður sér-
stök úrskurðarnefnd fiskverð, þar
sem hlutlaus oddamaður fer með
úrskurðaratkvæði, þrátt fyrir þetta
stefnir sjómannaforystan í verk-
fall, sem lama mun allt þjóðfélag-
ið. Þetta er dæmi um það að þeir
sem mest bera úr býtum eru helst
líklegir til þess að beita verkfalls-
vopninu og þá að ástæðulausu.
Ef gefa ætti þessu ári lýsandi
yfirskrift væri ekki fjarri lagi að
nefna það ár hinna miklu samein-
inga fyrirtækja í sjávarútvegi.
Mörg rótgróin útgerðarfyrirtæki
hafa sameinast öðrum á árinu og
eru nú skráð á almennum hluta-
bréfamarkaði. Með þessum hætti
er verið að hagræða og efla þau
fyrirtæki sem áfram starfa og jafn-
framt að opna þau fyrir innlendum
áhugasömum fjárfestum, sem hafa
áhuga á að fjárfesta í höfuðat-
vinnuvegi landsmanna.
Starfsumhverfi atvinnulífsins
hefur á nokkrum árum tekið stór-
stígum framförmum. Sjávarútveg-
urinn er í eðli sínu fjármagnsfrekur
vegna þeirra miklu fjárfestinga í
skipum og vinnslu sem nauðsyn-
legar eru til þess að takast á við
ný verkefni. Tilkoma hlutabréfa-
markaðarins hefur auðveldað
mörgum útgerðarfyrirtækjum að
endurfjármagna starfsemina og
takast á við ný verkefni. Hinsvegar
má segja að erfiðara sé fyrir ein-
staklinga að byija í atvinnugrein-
inni á sömu forsendum og áður
þekktust, þegar sókn í helstu fiski-
stofna var frjáls og lán fengust
fyrir jafnvel hærri upphæð en nam
kaupverði skipsins sem dæmi eru
um. Víðast er unnið að því í nálæg-
um löndum að hamla gegn of mik-
illi sókn í fiskistofnana, með stór-
felldri úreldingu fiskiskipa á kostn-
að hins opinbera.
Það er sérstakt áhyggjuefni að
á sama tíma og staða sjávarútvegs-
ins á landsbyggðinni hefur heldur
verið að styrkjast eiga sjávarút-
vegsbæir víða í vök að verjast
vegna fólksflutninga. Þessi þróun
leiðir til byggðaröskunar, sem get-
ur haft alvarlegar afleiðingar fyrir
atvinnulífið í landinu. Hins vegar
er vandséð hvernig bregðast eigi
við þessari þróun þannig að viðun-
andi lausn fáist. Það hefur sýnt
sig að miðstýrðar stjórnvaldsað-
gerðir hafa dugað skammt til þess
að snúa þessari þróun við. í fljótu
bragði virðist sem eina viðspyrnan
við þessari óheillaþróun felist í því
að efla enn frekar atvinnustarfsemi
á landsbyggðinni og þá skiptir
höfuðmáli að hagsmunir sjávarút-
vegsins verði ekki bornir fyrir borð
með nýjum óréttlætanlegum álög-
um.
Það er ekki aðeins meðal útgerð-
arfyrirtækja, sem breytingar eiga
sér stað. Á þessu ári ákvaðu stjórn-
völd og Alþingi að stofna nýjan
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
hf. og Nýsköpunarsjóð atvinnulífs-
ins hf. Þetta var gert með því að
leggja niður fjárfestingarsjóði at-
vinnulífsins þar á meðal Fiskveiða-
sjóð Islands, sem þjónað hefur ís-
lenskum sjávarútvegi í 92 ár. Fisk-
veiðasjóður íslands hefur alla tíð
gegnt veigamiklu hlutverki fyrir
sjávarútveginn sem helsti lánveit-
andi til fjárfestinga í greininni. Oft
hefur hann á erfiðleikatímum orðið
að bregðast við aðsteðjandi vanda
í sjávarútveginum með fjármála-
legum fyrirgreiðslum og lánveit-
ingum.
Ég vil þakka útvegsmönnum
samstarfið á árinu og jafnframt
óska ég öllum landsmönnum gleði-
legs nýárs.
Arnar Sigurmunds-
son, formaður Sam-
taka fiskvinnslustöðva
*
Ovissa í
upphafi
nýs árs
Mikill munur er á afkomu
einstakra greina
sjávarútvegsins
ÁRIÐ 1997 hefur á margan hátt
verið fengsælt og um leið viðburða-
ríkt í íslenskum sjávarútvegi. Met-
afli í fiskveiðum okkar innan og
utan lögsögunnar, sem
nú er áætlaður tæplega
2,2 milljónir tonna. Af
þessum gríðarlega
fiskafla vegur loðna og
síld um 1,6 milljónir
tonna, sem er svipað
magn og árlegur heild-
arafli okkar í öllum
fisktegundum á und-
anfömum áratug. Af-
koma í veiðum og
vinnslu á loðnu og síld
til bræðslu hefur verið
með besta móti á þessu
ári og fer þar saman
mikið magn og hag-
stæð verðþróun á mjöli
og lýsi. Þorskafli á ís-
landsmiðum fer yfir
200 þúsund tonn á
þessu ári og verður það í fyrsta
skipti síðan 1993. Heildarbotn-
fiskafli á þessu ári verður um 440
þúsund tonn sem er svipaður afli
og undanfarin tvö ár. Þrátt fyrir
að þorskafli hafi aukist um 40 þús-
und tonn á þessu tímabili hefur
samdráttur í veiðum á ýsu, ufsa,
karfa og grálúðu þau áhrif að heild-
araflinn er nær óbreyttur. Veiðar á
úthafs- og innfjarðarrækju verða
svipaðar og undanfarin ár eða um
70 þúsund tonn samkvæmt bráða-
birgðatölum Fiskistofu. Lang-
stærsti hlutinn af þessum tæplega
2,2 milljón tonna heildarafla ís-
lenskra fiskiskipa fer til vinnslu hér
á landi. Þessu til viðbótar er umtals-
vert magn af hráefni, einkum heil-
frystum þorski veiddum af erlend-
um fiskiskipum í Barentshafi flutt
inn til vinnslu í íslenskum fisk-
vinnslustöðvum. Ársins 1997 verð-
ur efalaust minnst fyrir mikil og
góð aflabrögð í síld og loðnu og
langþráða aukningu í þorskafla.
Aukin alþjóðavæðing og
endurskipulagning fyrirtækja
Aukin útrás og alþjóðavæðing
íslenskra sjávarútvegs- og sölusam-
taka hélt áfram á árinu og færir
þessi þróun og fjárfestingar erlend-
is okkur sífellt nær markaðinum.
Á sama tíma fjölgar framleiðslu-
og sölufyrirtækjum í sjávarútvegi á
hlutabréfamarkaði og hefur afkoma
þeirra sífellt meiri áfhrif á þróun
íslensks hlutafjármarkaðar. Allt er
þetta hluti af þeirri breytingu sem
íslenskt samfélag gengur í gegnum
með meiri aiþjóðlegum samskiptum
og almennari þátttöku almennings
í atvinnulífinu.
En það er víða við gríðarlegan
vanda að etja hjá fyrirtækjum í
sjávarútvegi. Frá miðju ári 1995
hefur botnfiskvinnsla, einkun fryst-
ing verið rekin með verulegum
halla. Erfiðust hefur verið staða
þeirra fyrirtækja sem byggt hafa
afkomu sína á rekstri hefðbundins
frystihúss og útgerð ísfisktogara.
Þessi fyrirtæki hafa í nokkrum til-
vikum hætt rekstri, selt eignir
og/eða sameinast öðrum. Þessi þró-
un hófst í samdrættinum í þorskafl-
anum fyrir tæpum áratug og bitn-
aði einkum á fyrirtækjum sem voru
af millistærð og jafnan burðarásar
í sínu byggðarlagi. Mörg þessara
fyrirtækja reyndu allt hvað mögu-
legt var í rekstrarhagræðingu, en
dæmið gekk hreinlega ekki upp, og
vegur þar þyngst minna magn til
vinnslu og of hátt hráefnisverð.
Saltfiskvinnslan hefur gengið nokk-
uð betur á undanförnum árum þrátt
fyrir að hún byggi afkomu sína að
verulegu leyti á þorski til vinnslu.
Afkoman í saltfiski hefur sveiflast
nokkuð á þessu ári og þar hefur
lækkandi gengi á nokkrum Evrópu-
myntum haft umtalsverð áhrif, en
saltfiskur er að langmestu leyti
seldur í ECU gjaldmiðli.
Rækjuvinnslan hefur gengið í
gegnum mikla erfíðleika undanfarin
tvö ár vegna lækkunar á afurða-
verði, en á síðustu mánuðum hefur
verð á skelflettri rækju heldur farið
hækkandi. Mjöl- og lýsisvinnsla hef-
ur gengið mjög vel á þessu ári og
verður þetta algjört metár í veiðum
og vinnslu á loðnu og síld til bræðslu.
Mikið magn til vinnslu, hækkandi
afurðaverð og hagstæð gengisþróun
Bandaríkjadollars og breska punds-
ins á þessu ári á stærstan hlut í
góðri afkomu þessara fyrirtækja.
Ef þessi góða afkoma fyrirtækja í
veiðum og vinnslu á síld
og loðnu til mjöl- og
lýsisvinnslu hefði ekki
komið til á undanförn-
um tveimur árum má
telja nokkuð öruggt að
öðruvísi væri um að lit-
ast í sjávarútvegi um
þessar mundir. Fullvíst
má telja að þessi góða
afkoma hafi komið í
veg fyrir að þessi fyrir-
tæki hafi dregið enn
frekar úr botnfísk-
vinnslu eða jafnvel hætt
henni alveg í landi.
Erfiðir
kjarasamningar
að baki
Fyrir rúmu ári hóf-
ust viðræður um nýja kjarasamn-
inga á almennum vinnumarkaði.
Allt frá upphafi viðræðna var vitað
að erfitt gæti orðið að ná samkomu-
lagi án átaka. Eins og oftast áður
hafði fiskvinnslan ákveðna sérstöðu
í þessari samningagerð. Meginkrafa
fiskvinnslufólks var veruleg hækk-
un lágmarkslauna og liður í þeim
breytingum var lækkun bónus-
greiðslna í fiskvinnslu yfir í kaup-
taxta. Um þessa kröfu voru skiptar
skoðanir meðal fískvinnslumanna
og töldu sumir að með henni væri
verið að draga verulega úr hvata í
bónusvinnu. Þá kom hin nýja vinnu-
tímatilskipun Evrópusambandsins
mjög til umræðu, en hún hefur
mikil áhrif einkum í vaktavinnu í
loðnubræðslum og í síldar- og
loðnuvinnslu í frystihúsum. Að auki
var samið um breytingar á kaup-
tryggingu fiskvinnslufólks. Lokið
var við fyrstu kjarasamninganna í
loðnubræðslum í byijun febrúar sl.
og almennum kjarasamningum að
mestu í mars. Á Vestfjörðum fóru
viðræður aðeins síðar í gang og þar
tókust ekki kjarasamningar fyrr en
eftir sjö vikna verkfall. Verkfallið
hefur haft mikil áhrif á rekstur
fyrirtækjanna og afkomu starfs-
fólks og byggðarlaga. Launakostn-
aður fískvinnslufyrirtækja eykst að
meðaltali um 6-7% á þessu ári
vegna þessara kjarasamninga og
4% á næsta ári, en þeir gilda í tæp
þijú ár. Það var erfitt að taka þátt
í gerð kjarasamninga þegar stór
hluti fiskvinnslunnar er rekinn með
umtalsverðum halla. Eins og áður
töldum við útilokað væri að skerast
úr leik og skynsamlegast væri að
taka fullan þátt í gerð kjarasamn-
inga til lengri tíma og ná þeirri
niðurstöðu sem væri viðunandi fyrir
fiskvinnsluna og samkeppnishæfni
íslensks atvinnulífs.
Nokkrir meginþættir ráða
mestu um afkomuna
Afkoma fiskvinnslunnar ræðst
jafnan af þróun afurðaverðs, geng-
is, hráefniskostnaði, launakostnaði
og innlendu efnahagsástandi. Þróun
afurðaverðs á þessu ári hefur verið
mjög hagstætt í lýsis- og mjöl-
vinnslu og hefur hækkun dollars
og pundsins hjálpað þar mikið til.
Á þessu ári hefur afurðaverð á
mjöl og lýsi hækkað um rúm 30%,
og hafa hækkanir verið áberandi
síðari hluta ársins. Afurðaverð á
landfrystum afurðum hefur hækkað
um rúm 6% á árinu, og hefur þessi
hækkun einkum komið fram á.síð-
ustu íjóra mánuði ársins. Skelflett
rækja hefur hækkað um rún 7% á
árinu og hafa þessar hækkanir sam-
kvæmt upplýsingum Þjóðhags-
stofnunar aðallega komið fram síð-
ustu þijá mánuði þessa árs.
Verðlag á saltfiskmörkuðum hef-
ur eins og oftast áður sveiflast eft-
ir árstíðum og til viðbótar þessu
hefur ECU, sem saltfiskur er yfir-
leitt seldur í lækkað um rúmlega
3% gagnvart krónunni frá ársbyij-
un. Allar ofangreindar breytingar
eru miðaðar við SDR reikningsein-
inguna, en verðgildi hennar gagn-
vart íslensku krónunni er nær
óbreytt frá ársbyijun 1997. Gengi
íslensku krónunnar hefur hækkað
um 1,5% frá ársbyijun, en það hef-
ur sveiflast töluvert innan ársins
og hafði miðju þessu ári hækkað
um 2% frá áramótum. Þessi gengis-
þróun er ekki hagstæð fyrir útflutn-
ings- og samkeppnisgreinar. Miðað
er við heilt ár er skilaverð fyrir
útfluttar sjávarafurðir 1,0-1,5
milljörðum Iægra en ella og munar
um minna. Þessi gengisþróun leiðir
til lægra innflutningsverðs og
skekkir um leið samkeppnishæfni
íslenskra fyrirtækja sem keppa við
innfluttar vörur. Hráefnisverðið
skiptir meginmáli í afkomu fisk-
vinnslunnar. I saltfiski fer hráefnið
stundum yfír 70% af skilaverði af-
urðanna, en yfirleitt er hráefnis-
verðið milli 50-60%. Á þessu ári
hefur verð á þorski lítið breyst frá
fyrra ári, rækjuverðið lækkaði veru-
lega frá fyrra ári og síld og loðnu-
verð hafa hækkað. I botnfiskvinnslu
er hráefnisverðið einfaldlega of
hátt og á það einkum við þorskinn.
Slagurinn um takmarkað hráefni á
þar stærstan þátt og bitnar það
ekki síst á saltfískvinnslunni. Auk-
inn þorskafli og umtalsverður inn-
flutningur á Rússaþorski verður
vonandi til þess að hráefnisverð á
þorski muni lækka á næstu misser-
um. Þjóðhagsstofnun tók síðast
saman afkomutölur í sjávarútvegi
miðað við stöðuna í júlí sl. í þeim
útreikningum kom fram að yfir 10%
halli var á frystingu, 4% á salt-
fiski, rækjuvinnslan var í járnum,
en góður hagnaður af mjöl og lýsis-
vinnslu. í heild var afkoma sjávar-
útvegsins nálægt núlli. Heldur hef-
ur dregið úr halla frystingar vegna
hækkana á afurðum síðustu mánuði
og vonandi er rækjuvinnslan að
komast upp fyrir núllið.
Saltfiskvinnslan er nokkuð mis-
jöfn eftir fyrirtækjum eins og í öðr-
um greinum, en óhagstæð gengis-
Kristján
Ragnarsson
Arnar
Sigurmundsson