Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 ' r f'.' MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rannsóknarnefnd flugslysa um flugatvik á Metró flugvél Flugfélags Islands Mælt með þjálfun í slæmum veðurskilyrðum í flughermi MEÐAL tillagna í öryggisátt sem Rannsóknarnefnd flugslysa leggur til í framhaldi af rannsókn sinni á flugatviki 16. ágúst sl., þegar Metró flugvél Flugfélags Islands, TF JML, lenti í alvarlegri ókyrrð yfír ísafjarðardjúpi, er að Flugmála- stjórn skyldi flugrekendur til að nota flugherma við þjálfun flug- manna þessara véla í slæmum veð- urskiljTðum. Pá leggur nefndin til að Veður- stofa íslands athugi með hvaða hætti unnt sé að endurbæta veður- skeyti frá veðurathugunarstöðvum, svo sem Æðey, þannig að þar megi geta um veðurfyrirbæri sem valdið geta vindhvörfum ef þeirra verður vart. Rannsóknarnefnd flugslysa sendi í gær frá sér niðurstöður á rannsókn á flugatvikinu sem byggð er á gögnum úr flugrita vélarinnar, ratsjárupplýsingum frá Bolafjalli og frásögn flugmanna. Þá safnaði Veð- urstofa íslands gögnum um veður- far sem varða atburðinn og samdi hún ítarlega skýrslu um aðstæður og hugsanleg veðurfyrirbæri sem kynnu að hafa átt þátt í honum. Flugvélin lenti í gríðarmiklu upp- og niðurstreymi, meira en skil- Yélin missti nær 700 metra flughæð á 13 sekúndum greint er sem mjög mikil ókyrrð eða allt að 35 til 57 hnútar þar sem sveiflan milli upp- og niðurstreymis varð að meðaltali á 7,5 sekúndna fresti, segir m.a. í skýrslunni. Flug- vélin fór þrjár dýfur og í þeirri stærstu missti hún 2.244 feta flug- hæð, um 680 metra, á 13 sekúndum. Þar af voru 1.866 fet á aðeins sjö sekúndum en áætlað er að um 500 fet af þessari lækkun hafí stafað af mjög miklu niðurstreymi með með- alvindhraða um 42 hnútar. Vind- hviðumar sem flugvélin varð fyrir skiptu um stefnu eða átt nokkrum sinnum og eins sveiflaðist hröðunar- álag og fór mest í mínus 1,25 G í plús 4,23 G sem er staðlað gildi fyrir hröðun vegna aðdráttarafls jarðar. í skýrslu nefndarinnar segir að ki-aftur uppstreymisins sem vélin varð fyrst fyrir hafi komið þeim á óvart. Reyndist erfitt að hafa stjóm á flugvélinni í vindsviptingunum þar Breyting gerð á stærsta skemmtistað Islands um næstu mánaðamót Hótel ísland verð- ur Broadway ÓLAFUR Laufdal veitingamað- ur hefur ákveðið að breyta nafn- inu á skemmtistaðnum sem hann hefur rekið við Armúla undan- farin 10 ár. Nafnið Hótel ísland mun víkja fyrir nafninu Broad- way, en það var heitið á skemmtistað sem Ólafur rak við Alfabakka í Mjódd á ámnum 1981 til 1989. Tekur nær 2000 gesti Hótel ísland er langstærsti skemmtistaður landsins og hefur leyfi fyrir nær 2.000 gestum. Tveir salir hússins hafa borið heitin Asbyrgi og Norðursalur og verður svo áfram. Aðalsalur hússins hef- ur ekki borið sérstakt heiti, heldur hefur hann verið kenndur við hótelið sem hann er í. Hefur það gjarn- an valdið misskilningi að sögn Ólafs Laufdals að bæði hótel og skemmtistaður í sama húsi beri sama nafn, ekki síst þar sem óskyldir aðilar sjái um rekstur- inn. Því hafi sú ákvörðun verið tekin að frá og með næstu mán- aðamótum muni skemmtistaður- inn heita Broadway á Hótel Is- landi. Margir heimsfrægir skemmti- kraftar komu fram á Broadway á sínum tíma og má sem dæmi nefna Victor Borge, Fats Dom- ino, The Shadows, Rod Stewart, Jerry Lee Lewis, Ray Charles og Dave Brubeck. HIÐ gamalkunna merki Brodway verður tekið í notkun að nýju. Hrinadu núna og I I | V * Vhe*** HAPPDRÆTTk HÁSKÓLA ÍSLANDS 8006611 vænlegast til vinnings sem báðir flugmennimir voru á stýrunum en ókyrrðin stóð í eina og hálfa mínútu. Auk flugmanna voru 19 farþegar í vélinni. Enginn slasað- ist við atvikið. í skýrslu Veðurstofunnar eru helstu niðurstöður að mjög hlýtt hafi verið við ísafjarðardjúp fram eftir þessum degi en kaldara loft hafi streymt að þegar skil nálguðust úr austri. Fjöll norðan við Djúpið hafi lokað fyrir aðstreymið meðan vindur var hægur en kaldara loftið gæti að nokkru leyti hafa streymt yfir loftið sem fyrir var og þannig valdið verulega staðbundinni ókyrrð. Um klukkan 15 var orðið nógu hvasst til að loft fór að streyma yfir fjöllin og fjallabylgjur tóku að myndast. Næstu klukku- stundir hafi skilyrði verið þannig að bylgjumar hafi brotnað rétt neðan við þá hæð þar sem draga fór úr vindi. Vitað sé að brotnandi bylgjur geti valdið mikilli ókyrrð. Segir að líklegt sé að uppstreymis- og ókyrrðarsvæði sem myndast hafi af framangreindum orsökum hafi fall- ið saman og kvikan því orðið sterk- ari en hvor ástæðan fyrir sig gaf til- efni til. ÖII gögn og skírteini í lagi í skýrslu Rannsóknamefndar flugslysa kemur fram að öll gögn og öll skírteini hafi verið í fullu gildi hvað varði áhöfn og flugvél. Þá seg- ir að áætlun um áhafnarþjálfun til- greini að aðaláhersla skuli lögð á verklega þjálfun og á viðeigandi flugherma. Hún gerir ekki ráð fyrir sérstakri kennslu varðandi flug í ókyrrð og vindhvörfum. Þegar at- vikið átti sér stað hafði FÍ ekki byrjað að nýta sér flugherma við verklega þjálfun áhafna. „Ókyrrð af þeim styrkleika sem um er að ræða í þessu atviki er mjög sjaldgæf, staðbundin og varir ekki lengi. Mjög erfitt er að segja fyrir um brotnandi fjallabylgjur án verulegrar aukningar í veðurathug- unum yfir fjöllum þar sem líklegt er að þær myndist,“ segir einnig í skýrslunni. Suðuvinna á Grandagarði í veðurblíðu VEÐURGUÐIRNIR hafa verið landsmönnum hliðhollir það sem af er vetrar og hefur veðurfarið lítið truflað hvers kyns útiverk bæði á landsbyggðinni og í þéttbýli. Meðal þeirra sem notfært hafa sér bliðuna upp á síðkastið eru þessir jámsmiðir sem gátu óhikað stundað suðu- vinnu sína við tanka á Granda- garði við Reykjavíkurhöfn. Morgunblaðið/Golli Hvaða áhrif hefði það haft á ákvörðun um íslandsferð ef íslendingar væru hvalveiði- þjóð? Mjög neikvæð Engin áhrif - Mjög/frekar jákvæð, 6% ■ Veit ekki, 7% ______ Könnun Ferða- málaráðs Hvalveiðar hefðu haft áhrif á ferðaval RÚMLEGA helmingur erlendra ferðamanna sem svöruðu spurning- um um ferðamál í sumar, sögðu að það hefði haft mjög neikvæð eða frekar neikvæð áhrif á ákvörðun um íslandsferð ef íslendingar væru hvalveiðiþjóð. Spumingu um þetta var bætt inn í hefðbundna könnun Ferðamála- ráðs í sumar, og byggjast niðurstöð- urnar á svörum um 2.700 ferða- manna af 3.500 sem lentu í urtaki á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst. Lögð var áhersla á að úrtakið endur- speglaði hlutfallslega nokkurn veg- inn rétta þjóðemasamsetningu. Samkvæmt upplýsingum Ferða- málaráðs íslands sögðu 29% svar- enda að hvalveiðar hefðu haft mjög neikvæð áhrif, 25% töldu áhrifin vera frekar neikvæð, 33% sögðu þær engin áhrif hafa haft, 6% sögðu að hvalveiðar hefðu haft frekar eða mjög jákvæð áhrif en 7% sögðust ekki vita um hvaða áhrif slíkt hefði haft. Varðhald Hollendings framlengt FRAMLENGT hefur verið, til 20. febrúar, gæsluvarðhald yfir Hollendingi sem tekinn var með 900 e-töflur í Keflavík 11. desember sl. Rannsókn málsins er á lokastigi og svo er einnig um rannsókn smygls sænskrar konu á 1.100 e-töflum og 300-400 skömmtum af LSD. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni er beðið gagna frá Hollandi vegna máls Hollendingsins en það telst upplýst og verður sent ríkissaksóknara til ákvörðunar eftir fáeina daga. Mál sænsku konunnar fer einnig til ríkissaksóknara á næstunni þar sem rannsókn þess er á lokastigi. Afli Samherjaskipa 200 þús. tonn í fyrra AFLI Samherjaskipanna á síðasta ári nam samtals um 200.660 tonn- um. Verðmæti aflans er metið á rúma 3,5 milljarða króna. Samtals sigldu 11 skip undir merkjum Samheija hf. á síðasta ári en þar af gerði fyrirtækið út Jón Sigurðsson GK og Guðbjörgu ÍS í 8 mánuði. Mesta aflaverðmæti ársins kom af frystitogaranum Baldvin Þorsteinssyni EA, alls um 678 milljónir króna en skipið aflaði um 7.700 tonna af bolfiski á árinu. Því næst kemur Akureyrin EA með aflaverðmæti upp á um 562 milljón- ir króna. Samtals veiddu skip Sam- herja hf. um 20.665 tonn af bolfiski á árinu. Loðnu- og síldarskipið Þorsteinn EA bar mesta aflann að landi á ár- inu, samtals tæp 51.000 tonn, þar af um 37.000 af loðnu. Alls fengu 4 Samherjaskip um 147.000 af loðnu á árinu og um 26.000 tonn af síld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.