Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni Ljóska Smáfólk MT DAP SAY5 U)E CAN'TAFFORDTOKEEP PUYIN6 YOU NEW SDPPER DISHE5., HE 5AY5 HE MAY HAVe TO REM0RT6A6E 0UR HOU5E AND HIS BAR8ER 5H0P... I DONTKNOW.. HE MAY JU5T 0E JOKIN6.. Pabbi minn segir að við höf- Hann segir að við gætum um ekki efni á að kaupa sí- þurft að veðsetja húsið okk- feilt nýjan og nýjan dall ar og rakarastofuna handa þér ... hans... Ég veit ekki... kannski er hann bara að gera að gamni sínu ... Ég get ekki hlegið á meðan ég er að éta ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hver er guð vors lands? Frá Nils Gíslasyni: BRÁTT stendur til að halda upp á aldamót. Þar á meðal annars að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku á íslandi. Mig lang- ar til að biðja þig, lesandi góður, að hugleiða með mér hvað þessi orð segja. Ég bið þig að beita við það þeim eiginleikum sem við metum mest, svo sem réttsýni, heiðar- leika, sanngirni og tillitssemi. Kristnitaka framkvæmd með lagaboði vafðist ekki fyrir heiðnum mönnum. Þeir voru aldir upp við siði og athafnir og byggðu á þátt- töku manna í athöfnunum en gerðu engar kröfur til andlegrar afstöðu þeirra. Að vera kristinn er að trúa. Trúa á þann Guð skapara og Jesú Krist, þann frelsara sem Orð Guðs Biblían kynnir okkur. Að verða kristinn byggist á að heyra boð- skapinn um Guð skapara, Jesú Krist og Heilagan Anda, og leyfa honum að hafa áhrif á hjarta sitt. Þessi boðskapur vekur iðrun og afturhvarf til trúar á frelsi fyrir fórn Jesú Krists. Það er því augljóst að lögboðin kristnitaka heillar þjóðar er fráleit og sú hugsun sem að baki liggur lýsir augljósum misskilningi á því hvað kristin trú stendur fyrir. Með þessu er ég ekki að dæma, eða gera lítið úr þeim sem stóðu að þessari stjómvaldsákvörðun. Þeir voru að gera það sem þeir töldu rétt og var í samræmi við menn- ingu þeirra og reynslu. En nú höfum við eignast Orð Guðs á eigin tungumáli og getum sjálf lesið og lært hver áætlun Guðs er og hver vilji hans er með manninn (hið hreina fagra og full- komna). Ég legg því til að Þjóðkirkjan með nýkjörinn biskup sem leiðtoga geri „kristnitökuna" að veruleika með því að bjóða þjóðinni að end- urnýja sáttmála sinn við Drottin Guð. Það sem þarf að gerast er að biskup, prestar og aðrir fulltrúar þjóðkirkjunnar þurfa að boða þjóð- inni fagnaðarerindið eins og það er sett fram í Biblíunni. Slík boðun er frábrugðin því sem þjóðin hefur áður fengið að reyna. Við „kristnitökuna" var hótað ofbeldi og við svonefnda siðbót var beitt ofbeldi og aftökum og var það þáttur í pólitískum hrossakaupum Dana sem notuðu upplausn kirkj- unnar sem tæki til að efla völd sín. Það er því tími til kominn fyrir þjóðina að fá að kynnast boðun biblíulegrar kristinnar trúar sem ekki er notuð í pólitískum tilgangi heldur til að boða allt fagnaðarer- indi Jesú Krists. Ég þekki marga presta sem þyrstir í að geta gefið sig að þvi að boða lifandi trú. Flestir þeirra hafa einmitt lært til prests með þá hugsjón í hjarta. Það ætti því að vera auðvelt að nýta köllun þeirra kirkjunni til blessunar. Því er nauðsynlegt að halda öfl- ug námskeið þar sem prestar sem hafa lifandi trúarreynslu og köllun geta frætt aðra presta og starfs- menn safnaðanna og jafnframt frætt þjóðina um það hvemig bibl- íuleg trú greiðir mönnum veg á lífsleiðinni. Með núverandi menntakerfi og fjölmiðlum gæti þetta komist á, á þeim tíma sem við höfum til aldamóta. Það er réttlætismál að þjóðinni sé gefið tækifæri til að kynnast lif- andi kirkju sem tekur afstöðu til allra þátta mannlífsins. Sú kirkja er ekki dæmandi kirkja og ekki stofnun, heldur sá hópur safnaða sem stendur að boðun og samfé- lagi kristinnar kirkju. Hlutverk kirkjunnar er það að kynna fyrir öllum sem heyra vilja hver sé vilji fóðurins og hvert lög- mál hans er. Hann sendi okkur son sinn og gaf hann sem lausnargjald fyrir syndir okkar meðan við enn vorum syndarinnar böm. Hann gefur þeim sem trúa Heilagan Anda til að gefa þeim skilning á Orði sínu og kraft til að ganga veg- inn sem liggur til eilífs lífs. Ég skora á alla að gefa sjálfum sér og öðmm tækifæri til að taka persónulega afstöðu til kristinnar trúar eftir að hafa fengið að læra um og kynnnast henni af eigin raun. Guð blessi þig. NILS GÍSLASON, Berghóli 2,601 Akureyri. Nokkur orð til Olafs * Olafssonar landlæknis Frá Ásgeiri Valdimarssyni Long: ÞÚ viðurkennir að íslensk lög séu nú daglega brotin á sjúkrahúsum landsins. (Sjónvarp 6.1. 1998). Þar sem þessi lögbrot hafa augljóslega viðgengist nokkuð lengi, án þess að dómsvaldið hafi gripið inn í, langar mig til þess að benda þér á að séu lög brotin ber að hegna þeim seku og refsa þeim á viðeigandi hátt. Einnig vil ég benda þeim sem sömu lög hafa verið brotin á, að neyta réttar síns og krefja viðeigandi stofnanir um bætur. Landlæknis- embættið hefir vafalaust færa lög- menn á sínum snærum, en er ekki tími til kominn að vekja þá til dáða og freista þess að koma lögum yfir ALLA sem íslensk lög brjóta? ÁSGEIR VALDIMARSSON LONG, vélfræðingur og elli- lífeyrisþegi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.