Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 36
^36 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Nýr búvörusamningur RAGNAR Arnalds, alþingismaður, spurði landbúnaðarráðherra á síðasta þingi um hvað búið væri að selja greiðslumark frá mörgum bújörðum. Einnig spurði hann hvemig uppgjöri væri háttað við lánar- drottna sem ættu veð í jörð, þegar bein- greiðslurnar væru seldar frá jörðinni. Landbúnaðarráðherra hafði engin svör við fyrirspurn þingmanns- ins. Lánastofnanir hljóta að hafa áhyggjur af því þegar réttindi, sem löggjafmn helgar bújörðum, eru frá þeim skilin, seld án kvaða og án þess að áhvílandi veðlán séu gerð upp. Bændur, sem eiga lífeyrisréttindi í Lífeyrissjóði bænda, eru uggandi um sinn hag, þar sem sjóðurinn hef- ur lánað fjármuni til landbúnaðarins með veði í bújörðum. Skemmst er að minnast þess, að Lífeyrissjóður bænda glataði 90 milljónum „út í loftið“ vegna aðgæsluleysis stjórnar lífeyrissjóðsins, vegna lána til gjald- þrota flugfélags. j Fram að þessu hefur bóndi, sem selur kvóta af jörð, virst geta farið með fjármunina út úr greininni, lækkað söluverðmæti jarðarinnar og skilið lánardrottna eftir í upp- námi. Verslun og framsal kvóta og afgreiðsla nýs búvörusamnings er ekkert einkamál kúabænda og land- búnaðarráðherra, heldur eru hér á ferðinni mun víðtækari almennir hagsmunir sem allir bændur ættu að hafa atkvæðisrétt um og ætti að fá vandaða umfjöllun á Alþingi. - j. Stjómarskráin og dómur Hæstaréttar Stjórnarskrá íslenska lýðveldis- ins er samkeppnisvæn og mælir fyr- ir um jafnræði borgaranna. Hún stendur vörð um eignir þeirra og meðal þýðingarmestu heimilda, sem í þeim rétti felast, er að allir geta haft afrakstur af eign sinni og ráð- stafað honum til annarra. Reynist nauðsynlegt að skerða eignaréttindi vegna almannahagsmuna verður skerðingin að vera almenn, ganga jafnt yfir alla og er hún þá bótalaus. Sé hins vegar um sértæka skerð- ingu að ræða, t.d. að bónda sé alfar- ið bannað að nytja bújörð sína, eiga að koma til bætur (eignaspjöll). íifælt er fyrir um slíkar bætur, m.a. í lögum um ráðherraábyrgð og í 67. grein stjórnarskrár. Stjómarskráin mælir fyrir um að engin bönd megi leggja á atvinnu- frelsi manna, nema almannaheill krefjist þess og þarf til þess laga- boð. Löggjafinn hefur haft fullnað- armat á því hvort almenningsheill krefjist þess að atvinnufrelsi sé skert. Dómstólar hafa ekki hnekkt þessu fullnaðarmati Alþingis varð- andi atvinnufrelsisákvæði stjórnar- skrárinnar. Stefnubreyting sýnist þó verða á þessari réttarþróun með dómi Hæstaréttar frá 10. okt. 1996 í máli nr. 110/1995 Samherji hf. gegn ís- "lenska ríkinu, þar sem héraðsdómur er blásinn af og Samherja hf. dæmdar skaðabætur í Hæstarétti vegna atvinnufrelsissviptingar. Kjami málsins var sá að utanríkis- ráðherra hafði ekki lagaheimild til að þrengja atvinnufrelsi Samherja hf. ásamt því að hann framseldi óheimila valdheimild sína til Afla- miðlunar og vísast í dóminn að öðm leyti. Samkeppnislöggjöfin Með samkeppnislögum nr. 8 frá 25. febr. 1993 var stigið ákaflega mikilvægt skref til að tryggja jafnræði og almenna hagsmuni á markaði. Lögin taka til hvers konar atvinnustarf- semi, svo sem fram- leiðslu, verslunar og þjónustu. Lögin taka einnig til samninga, skilmála og athafna, sem ætlað er að hafa áhrif hér á landi. Þau eiga að vinna gegn óhæfilegum hindrunum og takmörkun á frelsi í atvinnurekstri og auð- velda aðgang nýrra keppinauta að markaði. Þau eiga að gæta þess að aðgerðir opinberra aðila takmarki ekki samkeppni ásamt ýmsum veigamiklum atriðum sem of langt mál yrði upp að telja í stuttri blaða- grein. Glöggir bændur, sem hafa borið búvörusamninginn saman við sam- keppnislöggjöfína, telja að í mörg- um veigamiklum atriðum standist samningurinn ekki löggjöfina en um þetta sé þó erfitt að fullyrða. * I nýjum búvörusamn- ingi er engin greiðsluá- ætlun, segir Þorsteinn H. Gunnarsson í síðari * grein sinni. Oljóst er hve mikla fjármuni rík- issjóður þarf að reiða af hendi. Rikismismunun Samvinnufélög bænda um af- urðasölu voru stofnuð á ofanverðri 19. öld. Þau tóku við vörum bænda til umboðssölu. Bóndinn fékk það verð fyrir vöruna sem skilaverð á markaði gaf og innan þess ramma sem hin almenna ríkisábyrgð sagði til um, eftir að hún kom til. Hægt og hljótt hefur samvinnufélögum, sem fara með afurðasölu bænda, verið breytt í hafta- og skömmtun- arfélög án þess að nokkur hafi tekið eftir því né andmælt. Einum bónda er skammtað t.d 170 þús. lítra mjólkurinnlegg á meðan öðrum er ef til vill skammtað 70 þús. lítra innlegg og sá þriðji fær ekki að leggja inn mjólk. Einn bóndi fær ef til vill 5 milljónir kr. í ríkisstyrk frá fjármálaráðherra á meðan annar fær ekki nema 1 milljón kr. og sá þriðji fær ekkert. Sú ríkismismunun sem felst í nýjum búvörusamningi hefur ekki aðeins áhrif innan bændastéttar- innar. Þessi ríkismismunun hefur áhrif á allan drykkjarvörumarkað- inn. Hún raskar samkeppnisstöðu fyrirtækja, eins og t.d. Sólar hf. og Olgerðarinnar Egils Skallagríms- sonar, svo dæmi sé tekið en þau fá engar beingreiðslur. Mismununin hefur þvi víðtæka skírskotun og virðist brjóta í bága við jafnræðis- reglu stjórnsýsluréttarins. Alræðisvald í búvörulögum er mælt fyiár um að Bændasamtökin fari með fyrir- svar fyrir framleiðendur við gerð búvörusamninga. Ekki er neitt sagt um að samtökin þurfi að afla sér skriflegs umboðs frá jarðeigendum eða félagsmönnum samtakanna til samningsgerðarinnar. Fámennri stjóm er í raun afhent alræðisvald yfir öllum bújörðum í landbúnaði. Hún getur og hefur getað samið eigendur og félagsmenn frá afnota- rétti eigna sinna og ábúðarjarða og í gjaldþrotastöðu, án þess að varn- arréttur viðkomanda sé virtur inn- an félagskerfísins. Nú er mælirinn fullur og stundaglasið tæmt. Lög- gjafinn verður með óyggjandi hætti að ganga úr skugga um að samn- ingurinn og framsal valds til hags- munasamtaka og ráðherra í bú- vörulögum brjóti ekki í bága við stjórnarskrá. Úm þetta hefur staðið deila allt frá því að búvörulögi voru sett fyrir u.þ.b. 12 árum. Fjallað er með mjög skýrum hætti um þessi mál í bók prófessors Sigurðar Líndals, Stjórnkerfi búvörufram- leiðslunnar og stjórnskipan Is- lands. Stjórnarskrárbundin réttindi borgaranna geta aldrei verið afhent fámennum hópi til samningsgerðar við handhafa framkvæmdavalds. Stjórnarskráin er ekki skiptimynt. Varla er til það aumt veiðifélag í landinu að ekki sé krafist skriflegs umboðs, ef einhverjum er falið að fara með atkvæðisrétt og gæta hagsmuna jarðar á aðalfundi veiði- félags, svo einhver samlíking sé tekin. Búvörusamningurinn vefengdur í nýjum búvörusamningi er eng- in greiðsluáætlun og mjög óljóst og loðið hvað ríkissjóður þarf að reiða af hendi mikla fjármuni á samn- ingstímanum. Þetta er mjög mikill galli. Það vekur aftur á móti athygli hve mjög áberandi er gerð grein fyrir 25 milljóna kr. framlagi til rannsókna og endurmenntunar, enda hefur það meira áróðursgildi og gæti bætt vígstöðu landbúnaðar- ráðherra í stjórnmálaumræðunni. I búvörulögum minnist skrifari þess ekki að fé til rannsókna og endurmenntunar eigi að koma í gegnum búvörusamning. Spuming er því hvort þetta fjárframlag hafi lagastoð. Þá sýnist samningstíminn vera nokkuð langur eða 7 ár, miðað við samninga á almennum launa- markaði. Engin krafa er gerð af hálfu ríkisvaldsins um menntun eða hæfni bændanna í nýjum búvöru- samningi. Þar er því enginn hvati eða leiðir til að umbuna þeim sem hafa lagt á sig nám eða sýnt sér- staka færni í atvinnugreininni. Ef nýr búvörusamningur fer óbreyttur í gegnum Alþingi er hætt við að aðilar, innan landbúnaðar sem utan, komi fyrr eða síðar til með að skjóta málinu til samkeppn- isyfirvalda og/eða dómstóla. Hlut- verk Alþingis hlýtur að vera al- menn sátt og ná fram almennum heildarlausnum í þessu máli. Al- þingismenn sverja stjórnarskránni hollustu og þeim ber einungis að fara eftir eigin sannfæringu. I stjórnarskránni á að felast hin raunverulega vörn fyrir frelsi og lýðræði. I þessu máli getur ríkið verið að kalla yfir sig mikla fébótaábyrgð sem hætt er við að almenningur yrði ekki ánægður með. Það eru engin rök fyrir því að almennings- heill krefjist þess að gerður sé lok- aður ríkisbúvörusamningur í mjólk- urframleiðslu, við einn markhóp í landbúnaði þar sem ójafnar niður- greiðslur (beingreiðslur) raska stöðu bænda innbyrðis. Sýnist því óskynsamlegt að stefna málinu í þá tvísýnu. Nauðsynlegt er að í landinu sé rekinn traustur og öflugur land- búnaður með vel menntuðu starfs- fólki. Eyþjóð verður að standa vörð um og hlúa að sínum landbúnaði. En gera verður skýra kröfu um að stjómlög séu haldin, jafnræði borg- aranna sé virt og athafnafrelsi manna fái notið sín, valdi það ekki röskun á almannaheill. Af öllu framansögðu virðist nýr búvöru- samningur standa á mjög ótraust- um grunni hvað þetta allt varðar og því er hann vefengdur sem réttur grundvöllur mjólkurframleiðslu í landinu. Höfundur er búfræðikandídat. Fjáröflun á vegum Stuóningsfélags fátækra barna á íslandi er hafin Söfnunarreikningur er í Búnaðarbanka Seljaútibúi nr. 3440 Þorsteinn H. Gunnarsson Hvalsheitið gáshnallur NOKKUR umræða hefur verið í fjölmiðlum um hvalinn, sem rak á fjörur rétt austan við Kálk á Búlandsnesi fyrir skemmstu, og menn ekki verið á eitt sáttir um nafn hans. I fáeinum orðum langar mig að reyna að útskýra af hverju þessi ringulreið stafar. Veturinn 1996-1997 skrifaði ég bók um íslenska hvali, sem kom út á prenti haustið 1997. Þar lýsi ég teg- undunum 23, sem hafa að því er best er vitað sést við ísland frá upphafi. Við samningu bókarinnar glímdi ég við ýmsa hluti, m.a. það, hvaða nöfn ég ætti að láta vera aðalheiti hverr- ar tegundar um sig. Annað sem mig langaði til að gera, og tengdist þessu beint og óbeint, var að setja allar hvalategund- imar í flokkunarkerfi, þar sem kæmu fram ættbálkur, yfirætt, ætt, undirætt, ættkvísl, teg- und og undirtegund hverrar um sig. Og þá vandaðist málið, því í sumum tilvikum var engin íslensk heiti að finna, sem einkum ræðst af því hve vís- indagreinin er ung. Æv- ar Petersen dýrafræð- ingur hafði þó nýverið reynt að samræma þessa hluti og gert mjög góð drög að slíkri töflu, að hluta til með nýsmíði orða, en þó einungis hvað snerti ættar- og teg- undaheiti, og því ekki gengið alla leið, að mér fannst, heldur látið gömul nöfn eins og t.d. hnýðingur, leiftur og hnísa, óáreitt, enda alda- löng hefð fyrir þeim í tungumálinu. Eg virti þau rök hans út af fyrir sig, en vildi þó ganga lengra en þetta. Og gerði það. Yfirættir, þar sem þær á annað borð var að finna, lét ég t.d. allar enda á -kyn (höfrungakyn, nefjungakyn, búrakyn o.s.frv.), ættir á sama hátt allar á -hveli (hafur- hveli, svínhveli, búrhveli o.s.frv.), og ættkvíslirnar fengu viðeigandi end- ingu. Þessu til útskýringar get ég tekið Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um nafn hvalsins sem rak á fjör- ur austan við Kálk á Búlandsnesi. Sigurður Ægisson útskýrir hér af hverju þessi ringul- reið stafar. þann hval, sem nýlega rak á fjörur austur á landi, við Kálk á Búlands- nesi. Ættbálkur hans er: hvalir, undirættbálkur: tannhvalir, yfir- ætt: nefjungakyn og ætt: svínhveli. Þessi ætt, sem hefur að geyma 20 tegundir, greinist síðan í 5 ættkvísl- ir og lét ég íslensku heitin miðast við það. Ein ættkvíslin er brekar (kólgubreki og sólbreki), önnur nefjur (andarnefja og borðnefja), þriðja - sem ekki hafði áður fengið íslenskt nafn - hnallar (gáshnallur), fjórða norparar (tannnorpari, sem fram að þessu hefur verið nefndur norpari) og sú fimmta snjáldrar (alls 14 tegundir, þ.á m. íslensku tegundirnar króksnjáldri og norð- snjáldri). Flest þessara heita voru til, áður en ég hóf að vinna að texta bókarinnar, en hvalurinn, sem ég nefni gáshnall, hafði áður verið nefndur skugganefja eða gæsa- nefja. Eg hafnaði þeim nöfnum, enda gefa þau ranga mynd af skyld- leika gáshnalls við andarnefju, á kostnað annarra hvala ættarinnar. Því brekar, norparar og snjáldrar mættu því allt eins og ættu að heita nefjur (sólnefja, kólgunefja, tann- nefja, króknefja, norðnefja o.s.frv.); ég hef a.m.k. ekki fram að þessu séð á prenti í erlendum hvalabók- um, að umræddur hvalur sé í ein- hverjum nánari tengslum við and- arnefju en þeir. Eitthvað hefur a.m.k. komið fræðimönnum til að setja hann í nýja ættkvísl, þar sem hann er einn og sér, en ekki með öðrum annarsstaðar. Skugganefjuheitið er trúlega samið af Óskari Ingimarssyni, og liggur þar að baki, að menn hafa tekið eftir því að litur hvalsins dökknar, þegar hann rekur lifandi á fjörur og er að deyja, eins og skuggi færist yfir hann. Gæsanefjuheitið er hins vegar komið frá Hálfdáni Björnssyni á Kvískerjum í Öræfum, og tekur hann þar mið af munnsvip hvalsins, sem óneitanlega minnir á gæsanef. Eg horfði líka á þá staðreynd, en not- aði eldri mynd orðsins gæs, þ.e.a.s. gás, enda fer það betur i munni í samsetningunni gás- hnallur. Hvað viðliðinn snertir var ég með í huga orð vinar míns frá Hólmavík, Magnúsar Ólafs Hanssonar, er sagði við mig eitt sinn á góðum degi, þegar við lónuðum á gúmmítuðru úti fyrir Isafjarðar- djúpi, og útselur einn mikill vexti skaust úr kafi rétt framan við bát- inn: „Nei, sérðu hnall- inn, maður!“ Að vera hnellinn þýðir m.a. að vera þrýstinn í vexti, þybb- inn. Á sama hátt og ég hef að framan útskýrt gaf ég hnísunni gamalt heiti frá Jónasi Hallgrímssyni, selhnísa, hnýðingnum nafnið blettahnýðir og leifturinn fékk heitið leifturhnýðir, enda voru fræðimenn áður búnir að gefa öðrum hvölum innan sömu ætt- kvíslar nöfnin beltahnýðir, dökkva- hnýðir, flikruhnýðir og skelluhnýðir. Mér fannst ástæðulaust að láta hnýðing og leiftur rústa því kerfi, sem ég var að byggja. Á hitt ber einnig að líta, að það er alls ekkert víst að nöfnin hnýðingur og leiftur, sem m.a. koma fyrir í hvalabálki norska ritsins Speculum regale, öðru nafni Konungsskugg- sjár, sem talið er ritað einhvern tím- ann á 13. öld, merki þá hvali, sem nú bera þau heiti. Og eins er um mörg önnur hvalaheiti, sem þar koma fyr- ir. Raunar er mjög líldegt að hnýð- ingur þar sé grindhvalur, enda er hann sagður 20 álna langur og að auki tannlaus, og þeir hvalir „iðu- lega reknir á land hundruðum sam- an“. Og nafnið léttir (Delphinus delp- his), sem fræðimenn hafa nú gefið hvalnum, sem löngum var með al- þýðu nefndur höfrungur, hundfiskur eða eiginlegi höfrungur, er einnig þekkt sem gæluyrði á hrafm’eyði. Og áfram mætti lengi telja. Ég ætla ekki að hafa þetta lengra, en ítreka að lokum, að það, sem fram kemur í bókinni „Islenskir hvalir, fyrr og nú“, er einungis við- leitni mín til að samræma íslensk hvalanöfn miðað við þær ættkvíslir, sem dýrin tilheyra; eða m.ö.o. að koma reglu á hlutina. Og ekki má það gleymast, að þótt ég í örfáum tilvika búi þannig til ný íslensk aðal- heiti hvalanna, eru önnur heiti þeirra - reyndar öll þau, sem ég hef rekist á í gömlum ritum og nýrri - einnig höfð með, og þau sem ég leysi af hólmi og eru enn í notkun, eru meira að segja til áherslu og að- gi-einingar frá öðrum, sem ekki eru í umferð lengur, rituð með hástöfum. í von um að þetta hafi svarað vangaveltum um hvalinn Ziphius cavirostris, öðru nafni gáshnall - sem einnig ber íslensku heitin skugganefja og gæsanefja, og hefur frá árinu 1758 til þessa dags borið alls 37 latnesk fræðiheiti - bið ég menn vel að lifa. Höfundur er sdknarprestur á Grenj- aðastað og einn af höfundum bókar- innar „íslenskir hvalir, fyrr og nú“. Sigurður Ægisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.