Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sjómannaverkfall: Stefnir í stórátök ÞAÐ væri kaldhæðni örlaganna ef þetta ástfóstur stjómenda landsins „kvótakerfið“ ætti eft- ir að koma góðærinu fyrir kattarnef... Aukin eftirspurn eftir laxveiðileyfum MUN fleiri umsóknir um laxveiði- leyfi hafa borist fyrir komandi sum- ar en fyrir sumarið í fyrra að sögn Bergs Steingrímssonar, fram- kvæmdastjóra Stangaveiðifélags Reykjavíkur, en á fimmtudags- kvöld lauk fresti félagsmanna til að skila umsóknum sínum fyrir kom- andi sumar. „Það sem mér finnst sértaklega gleðilegt er að í fljótu bragði sýnist vera aukning á umsóknum í Elliða- árnar upp á 30-40% en það þýðir að þær gætu selst upp í fyrstu út- hlutun. Það er mikil breyting frá síðasta sumri og athyglisvert í ljósi þess að veiði minnkaði verulega í ánum á síðasta sumri frá því sem áður hefur verið og margs konar vandræði hafa herjað á ámar. Það er ljóst að félagar í SVFR ætla ekki að snúa baki við Elliðaánum,“ sagði Bergur. Morgunblaðið/Golli Vinsældir Elliðaánna fara vax- andi á ný. Bergur sagði enn fremur að það væri kannski ekki aukinn fjöldi fé- lagsmanna sem sækti um leyfi fyrir komandi sumar, heldur væri aukn- ingin fremur fólgin í því að menn væru að sækja um fleiri veiðileyfi, nýta umsóknarrétt sinn betur. Eins og á jámbrautarstöð „Þetta var eins og á góðri jám- brautarstöð seinni part fimmtu- dags, margir vom á síðustu stundu að skila, þess vegna er ekki allri sundurliðun lokið, en heildarsvipur- inn er ljós. Ekki em umsóknar- haugamir minni en áður fyrir eftir- sótt svæði hjá okkur á borð við Tungufljót, Gljúfurá, Norðurá og Stóm Laxá og nýju svæðin koma einnig vel út, Eldvatn, Hörgsá, Fá- skrúð, Krossá og umboðssalan í Laxá í Kjós. Andstaða við flutning Banka- eftirlits frá Seðlabanka NEFND, skipuð af Finni Ingólfs- syni viðskiptaráðherra, hefur lagt til að Bankaeftirlitið og Vátrygg- ingaeftirlitið verði sameinuð í eina stofnun og jafnframt vakið máls á að starfsemi síðamefndu stofnunar- innar verði flutt úr Seðlabankanum. Skoðanir era skiptar innan Seðla- bankans um þessar tillögur. Þröstur Ólafsson, formaður bankaráðs, seg- ist styðja sameiningu stofnananna tveggja en er andvígur því að starf- semin verði flutt frá Seðlabankan- um. „Ég tók það sérstaklega fyrir á síðasta aðalfundi Seðlabankans að ég teldi það ekki rétta leið að gera Bankaeftirlitið að sjálfstæðri stofn- un. Það yrði miklu dýrara og einnig er mikilvægt og nauðsynlegt fyrir bankakerfíð að Seðlabankinn hafi öll tök á því að fylgjast mjög vand- lega með því sem þar er að gerast til að hann geti bragðist við ef eitt- hvað bjátar á.“ Þröstur hefur þó þann fyrirvara á afstöðu sinni að hann hafi ekki lesið rök nefndarinnar fyrir flutningnum. Þröstur telur að ekkert standi í vegi fyrir því að Vátryggingaeftir- litið færist til Bankaeftirlitsins enda heyri eftirlit með öllum öðrum stofnunum, sem hafa með fjárvörslu að gera, annaðhvort þegar undir það eða sé á leiðinni þangað. Stofnanirnar ólíkar í grundvallaratriðum Steingrímur Hermannsson seðlabankastjóri telur að hvorki eigi að sameina Vátryggingaeftir- litið Bankaeftirlitinu né að flytja hið síðarnefnda frá Seðlabankan- um. „Þessi tvö eftirlit era í grandvall- aratriðum ólík. Ég held að þar sem hefur verið sameinað, til dæmis í Danmörku, hafi reynslan víðast hvar verið sú að þar hafi eftirlitið í raun starfað í mjög sjálfstæðum deildum. Ég held auk þess að það sé veralegt hagræði bæði fyrir Banka- eftirlitið og Seðlabankann að starfa saman. Seðlabankinn þarf að hafa öraggar og nýjar upplýsingar um stöðu fjármálakerfisins, sérstaklega viðskiptabankanna og reyndar einnig verðbréfamarkaðarins. Það fær hann í gegnum Bankaeftirlitið. í Svíþjóð er Bankaeftirlitið utan Seðlabankans og þar hefur Seðla- bankinn nú í athugun að koma upp sínu eigin bankaeftirliti." Lúðrasveit verkalýðsins Er orðin stærsta lúðra- sveit landsins Eggert Jónasson Aramótatónleikar Lúðrasveitar verka- lýðsins era í dag, laugardag, í Ráðhúsi Reykjavíkur og hefjast þeir klukkan 14. Eggert Jónas- son er formaður lúðrasveit- arinnar. „Þetta er nýbreytni að vera með áramótatónleika í ráðhúsinu. Við höíúm yfir- leitt haldið hausttónleika í nóvember en ákváðum að breyta til í þetta skipti.“ - Hvað hefur lúðrasveit- in verið starfrækt lengi? „Hún var stofnuð í mars árið 1953 og á því 45 ára af- mæli á næstunni. Miklar sviptingar í verkalýðsmál- um á árinu 1952 voru undir- rót stofnunar sveitarinnar. Hugmyndina átti Stefán Ögmundsson prentari en undir- búningur hefur eflaust lent á öðr- um prentara, Haraldi Guð- mundssyni, sem jafnframt var fyrsti stjómandi sveitarinnar. Stofnfundur hljómsveitarinnar var haldinn 8. mars árið 1953 og voru stofnfélagar 13 talsins. Meðal þeirra vora Jón Asgeirs- son tónskáld, Jón Múli Arnason þulur og Sigursveinn D. Kristins- son tónlistarkennari." Eggert segir að m.a. hafi fund- urinn ákveðið að senda símskeyti til sendiráðs Sovétríkjanna og votta samúð vegna fráfalls Stal- íns sem hafði dáið þremur dögum áður. „Það var erfitt að koma starf- seminni í gang. Meðal annars vora flest hljóðfærin fengin að láni og var hljóðfærakosturinn býsna rýr fyrstu árin.“ - Hvemig hefur starfsemi sveitarinnar þróast? „Lúðrasveit verkalýðsins hef- ur verið starfandi frá stofnfund- inum árið 1953 og þegar ég gekk til liðs við sveitina árið 1976 vora meðlimir um tuttugu talsins. Upp frá því hefur hópurinn verið að vaxa og nú er svo komið að þetta er stærsta lúðrasveit lands- ins og hljóðfæraleikararnir ná- lægt fimmtíu." Eggert segir að fram til 1970 hafi einungis karlmenn verið í lúðrasveitinni en síðan þá hafa konur í auknum mæli bæst í hóp- inn og nú er hlutfall kynja nokk- uð jafnt. „Sveitin hefur því þróast frá því að vera sveit skipuð iðnaðar- mönnum í að vera að mestu skip- uð ungum tónlistamemendum. Yngstu meðlimir hljómsveitar- innar era fjórtán ára en sá elsti er kominn á fimmtugsaldur og hann er búinn að vera í þrjátiu ár í sveitinni. Stjómandi er tón- skáldið Tryggvi M. Baldvinsson.“ - Hvers konar verkefni fæst sveitin við? „Þau era margþætt. Við leik- um við ýmis þekkt tækifæri, til dæmis 1. maí, sumardaginn fyrsta og 17. júní. Lúðrasveitin kemur að meðaltali fram 35 sinn- um á ári og oft leikum við fyrir einhverja hópa sem minna mega sín í samfélaginu. Nýlega héldum við tónleika á Litla-Hrauni og í Sólheimum." - Erv einhver inntökuskilyrði ísveitina? „Ekki annað en að viðkomandi ►Eggert Jónasson er fæddur í Reykjavík árið 1964. Hann hefur rekið fyrirtækið íslensk bóka- dreifing frá árinu 1989. Eggert er slagverksleikari í Lúðrasveit verkalýðsins og formaður henn- ar. Eggert er í sambúð með Krist- ínu H. Þorsteinsdóttur tækni- teiknara. þarf að hafa einhverja tónlistar- menntun eða -kunnáttu. Sveitin æfir tvisvar í viku en tekur sér frí yfir hásumarið. Hún á sitt eig- ið húsnæði í Skúlatúni 6 og þar fara æfingar fram.“ Eggert segir að til að starfa í lúðrasveit sem þessari, þar sem allt starf er unnið í sjálfboðavinnu, þurfi fólk að hafa unun af að leika tónlist og takast á við krefjandi verk- efni. Hann bendir á að félags- skapurinn sé mjög gjöfull og andinn góður í hljómsveitinni. Þegar Eggert er spurður hvem- ig sveitin fjármagni starfsemi sína segir hann hana fá styrki frá verkalýðsfélögunum og einnig árlegan styrk frá Reykjavíkur- borg. „Engu að síður duga þess- ar styrkveitingar ekki til að halda starfseminni gangandi og því stundum við alls kyns fjáröfl- unarstarfsemi allan ársins hring.“ - Hvað hyggist þið leika á ára- mótatónleikunum ? „Dagskráin verður fjölbreytt að þessu sinni. Við leikum hefð- bundna lúðrasveitartónlist eins og marsa og einnig syrpu úr söngleiknum My fair lady. Þá tökumst við á við tvö erfiðari verk, sem má segja að sé há- punktur tónleikanna. Annars vegar leikum við for- leikinn Þjófótti skjórinn (La Gazza Ladra) eftir Rossini og síðan spilum við verk í þremur þátt- um eftir breska tón- skáldið Robert Bennett sem heit- ir Symphonic songs for band. Það er svo aldrei að vita nema við spilum nallann ef vel liggur á okkur.“ Eggert bendir á að frítt sé á tónleikana, enda stefna sveitar- innar að selja ekki inn á tónleika. „Við viljum ná til fólks og mark- mið okkar með tónleikahaldi er fyrst og fremst að skemmta fólki. Við eigum okkar fasta hóp sem alltaf kemur á tónleika en bind- um vonir við að fleiri sjái sér fært að mæta til okkar núna í ráðhús- ið.“ Frítt inn á áramótatón leikana

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.