Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 1998 Undankeppni Reykjavíkurmóts- ins í sveitakeppni 1998 kláraðist miðvikudagfinn 7. janúar. Spiluð var raðspilakeppni með 10 spila leikj- um. Lokastaðan varð: 1. Örn Arnþórsson 307 2. Landsbréf 302 3. Roche 302 4. Samvinnuferðir-Landsýn 300 5. Marvin 289 6. Stilling 286 7. Grandi 265 8. Björgvin Sigurðsson 263 9. Hjálmar S. Pálsson 262 10. nota-bene 251 11. Olís 243 12. EUROCARD 235 13. ÍR-sveitin 231 14. íslenska útflutningsmiðst. 229 14 efstu sveitirnar unnu _sér rétt til þátttöku í undankeppni íslands- mótsins í sveitakeppni 1998. 8 efstu sveitirnar keppa síðan um Reykja- víkurtitilinn 1998. Efsta sveitin vel- ur sér andstæðing úr sætum 3-8. Sveitin sem endaði í 2. sæti velur sér síðan andstæðing. Þær 4 sem eftir eru eru settar þannig saman að efsta sveitin spilar við neðstu og svo hinar 2 saman. Áður en 8 liða úrslitin hefjast verður efsta sveitin að velja andstæðing fyrir sigurvegarann úr sínum leik. Bridsfélag Akureyrar BRIDSFÉLAG Akureyrar hóf starf ársins 1998 með eins kvölds ný- árstvímenningi með þátttöku 19 para. Úrslit urðu þessi: Sveinn Pálsson - Bjami Sveinbjörnsson 206 ÖmEinarsson-HörðurSteinbergsson 205 Sverrir Haraldsson - Gunnar Berg 201 ÆvarÁrmannsson-HilmarJakobsson 182 Næsta keppni er Akureyrarmót í sveitakeppni sem hefst 13. janú- ar. Spiluð verður forkeppni, allir við alla, og síðan leika fjórir efstu sveit- irnar um meistaratitilinn. Sveitirnar sem ekki komast í úrslitakeppnina spila um 5. sæti og fleiri. Tilkynna skal þátttöku til stjórn- armanna eða keppnisstjóra, Antons Haraldssonar í síma 461 3497, sem allra fyrst. Öllum þeim, er glöddu mig með gjöfum, skeytum og heimsóknum á hundrað ára af- mœli mínu þann 13. nóvember síðastliðinn, sendi ég hjartans þakkir og kveðjur, með ósk um gœfuríkt ár. Magdalena Kristjánsdóttir, Patreksfirði. Kjartan Gylfason tannlæknir Hef hafið störf á tannlæknastofunni í Hverafold 1-3, Grafarvogi. Tímapantanir í síma 587 5666. UTSALA - UTSALA Halló! 5-50% afsláttur Úlpur - ullarjakkar kápur - pelsar alpahúfur - hattar Kíkið inn Opið sunnudag kl. 13-17. \o^ms\ö Mörkinni 6, simi 588 5518. Bílastæði við búðarvegginn. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! í DAG VELVAKAIVÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Jólakort AÐALGEIR hafði sam- band við Velvakanda og sagði að í fréttum sjón- varpsins um daginn hefði verið bent á það að fólk ætti að eyða jólakortunum í brennum. En Aðalgeir vill benda á að það er margt fólk sem safnar jólakortum. Hefur Aðal- geir áhuga á að fólk sendi honum jólakort í safnið hans frekar en að brenna þau. Aðalgeir er í síma 464-1957. Oddrún leitar Gunnars ODDRÚN hafði samband við Velvakanda og er hún að leita að Gunnari Guð- mundssyni en hann skrif- aði minningargrein um Guðnýju Jónsdóttur í Morgunbiaðið. Gunnar er beðinn að hringja í Odd- rúnu í síma 553 5507. Góð þjónusta vagnstjóra SVR KONA hafði samband við Velvakanda og vildi hún lýsa yfir ánægju sinni með þjónustu vagnstjóra leiðar 12 8. janúar. Hún vildi senda honum þakkir fyrir frábær liðlegheit og góða þjónustu. Laxalýsi VEGNA fyrirspurnar í Velvakanda um laxalýsi er því komið á framfæri að iaxalýsi fæst hjá Heild- versluninni Mico, í bláu húsunum við Suðurlands- braut. Tapað/fundið Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist í vesturbænum, líklega á Ásvallagötu á Þorláks- messukvöld. Armbandið er keðja með smáhlekkjum, og silfúr- og kopardoppum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 562 5417. Fundarlaun. Gleraugu týndust EF einhver hefur fundið gleraugun mín sem ég hef skilið einhvers staðar eftir, sennilega á búðarborði rétt fyrir jólin, er hann beðinn að hringja í Pálínu í síma 587 1714. Gleraugun eru með blágrárri sanser- aðri umgjörð. Dýrahald Hundur í óskilum á hundahótelinu á Leirum LJÓSBRÚNN, íslenskur hundur er í óskilum á Hundahótelinu á Leirum. Þeir sem sakna hans vin- samlega hafið samband við Hreiðar í síma 566 8366. Kettlinga vantar heimili TVO kettlinga vantar gott heimili. Vel upp aldh' og kassavanir. Uppl. í síma 567 5152. Kettlingar fást gefins TVEIR gulifallegh' kassa- vanir og hraustir kettling- ar, fress og læða, fást gef- ins á gott heimili. Upplýs- ingar gefur Dýrleif í síma 567 2502. í óskilum í Kattholti UM þessar mundir er óvenjumikið af óskilakött- um í Kattholti, þar á meðal eru þessir kettir. Er fólk sem saknar katta beðið um að hafa samband þangað til að athuga hvort þeirra köttur sé þar. Síminn í Kattholti er 567 2909. HÖGNI HREKKVÍSI SKAK lliusjón Murgeir Pétursson STAÐAN kom upp í opna ílokknum í Groningen í des- ember. Nenashev (2.585), Úsbekistan, hafði hvítt og átti leik gegn Mikliail Gurevich (2.620), sem nú teflir fyrir Belgíu. Svai'tur er skiptamun undir, en hef- ur stiilt upp miklu varnar- vígi. Úsbekinn fann þó leið í gegnum varnirnar: 38. Bxg6! _ fxg6 39. Hd7+ _ Kh6 40. Dd2+ _ g5 41. Dc2! _ Dxf2+ 42. Dxf2 _ Rxf2 43. hxg5+ _ Kxg5 44. Kxf2 og með skiptamun yfir vann hvítur endataflið um síðir. Gurevich varð að játa sig sigraðan eftir 78 leiki. Þetta var mikilvægasti sigur Nenashevs á mótinu. Hann sigraði í opna flokkn- um með 9 v. af 11 möguleg- um. 2._3. Ehlvest, Eistlandi og Ibragimov, Rússlandi 8 v., 4._6. Movsesian, Tékk- landi, Nisipeanu, Rúmeníu og Tivjakov, Rússlandi 7% v. o.s.frv. Skákþing Reykjavíkur hefst á morgun kl. 14 í fé- lagsheimili Taflfélags Reykjavíkur Faxafeni 12. Skráning í símum félagsins 5813540 og 5681690 og á tölvupósti trEmmedia.is. HVÍTUR leikur og vinnur Víkverji skrifar... YFIRLEITT eru þýðingar í Rík- issjónvarpinu sæmilega vandað- ar. Það kom Víkverja því á óvart hversu skelfileg þýðingin var á brezka þættinum Hjartaskurðlækn- inum, sem var sýndur á fimmtu- dagskvöldið. Víkverji taldi á annan tug slæmra þýðingarmistaka, sem voru ekki bara ónákvæmni, heldur breyttu beinlínis merkingu þess, sem sagt var. Það kom enn meira á óvart að þýðingarvillumar áttu ekki fyrst og fremst við um læknisfræði- leg hugtök, sem þó var nóg af í þættinum, heldur alls konar fremur hversdagslegt enskt tungutak. Von- andi verður þýðingin á þeim þátt- um, sem eftir eru, heldur vandaðri. XXX VÍKVERJI ætlaði að kaupa benzín í kortasjálfsala á benzín- stöð Skeljungs við Miklubraut eitt kvöldið í vikunni. Hann stakk bæði kreditkortinu og debetkortinu í sjálfsalann en fékk alltaf sama svar vélarinnar: „Rangt kort. Takið kort- ið.“ Samferðamaður Víkverja gerði tilraun til að stinga sínum kortum í vélina og áður en yfir lauk höfðu fjögur greiðslukort verið prófuð, öll í fullu gildi, en alltaf kom sama svarið, sem benti til þess að sjálfsal- inn væri bilaður. Á sjálfsalanum var tilgreint síma- númer hjá vaktmanni Skeljungs, sem tæki við tilkynningum um bil- anir. Víkverji hringdi í vaktmanninn úr farsíma sínum, en komst fljótlega að raun um að sá ágæti maður hafði í fyrsta lagi takmarkaða hugmynd um að honum væri ætlað að taka við tilkynningum um bilanir, í öðru lagi hafði hann ekki lært einfóldustu at- riði kurteisi við viðskiptavini og í þriðja lagi virtist hann ekki geta móttekið þær upplýsingar að sjálfsalinn væri bilaður, heldur reyndi hann statt og stöðugt að koma því að að sjálfsalinn við Miklu- braut ætti „alveg örugglega að taka kort“. Víkverji var orðinn fremur pirraður í lok símtalsins, ekki sízt vegna þess að hann hafði ekki tekið upp símann í eigin þágu - enda datt honum ekki í hug að bíða þess að gert yrði við sjálfsalann - heldur til þess að starfsmenn Skeljungs gætu kippt málinu í liðinn þannig að aðrir viðskiptavinir fengju þjónustu. Sjálfur fór Víkverji bara á aðra benzínstöð og fyllti á tankinn. XXX AF TEIKNINGUM af fyrirhug- aðri nýbyggingu við Melaskóla að dæma er útlit hennar í litlu sam- ræmi við gamla skólahúsið. Segja má að þetta komi síður að sök, þar sem ekki er beinlínis um viðbygg- ingu að ræða, heldur hús sem tengt verður gamla skólanum með göng- um. Víkverja er þó spurn af hverju arkitektar virðast sjaldnast geta borið virðingu fyrir húsunum, sem fyrir eru, þegar þeir eru fengnir til að hanna ný- eða viðbyggingar. Melaskólinn er eitthvert fallegasta skólahús borgarinnar og fellur vel að nálægum byggingum við Haga- mel, Furumel og Melhaga. Nýbygg- ingin hefði gjarnan mátt vera í sama stíl, þannig að jafnvæginu í einum virðulegasta hluta Mela- hverfisins værj ekki raskað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.