Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Reuters KACZYNSKI gengur í fylgd lögreglumanns út úr dómshús- inu í Sacramento. Kaczynski vill verja sig sjálfur Sacramento. Reuters. THEODORE Kaczynski, sem grun- aður er um að vera svonefndur Unabomber, er talinn hafa reynt að fyrirfara sér í fangaklefa sínum að- faranótt fimmtudags, skömmu áður en hann kom öllum á óvart í réttar- salnum með því að fara fram á að flytja málsvörn sína sjálfur. Að sögn lögreglu í Sacramento í Kalifomíu mætti Kaczynski til rétt- arins með rautt far á hálsi og ekki í neinum nærbuxum, og er talið að hann hafí reynt að nota buxurnar til að hengja sig. Lou Blanas, aðstoð- arlögreglustjóri í Sacramento, sagði á fréttamannafundi að Kaczynskis væri nú gætt allan sólarhringinn. Málflutningur átti að hefjast á fímmtudag, en áður en upphafsræð- ur voru haldnar tilkynnti einn verj- enda Kaezynskis, Judy Clarke, að hann vildi losna við opinbera verj- endur sína og sjá sjálfur um mál- flutning. Kaczynski hefur látið í ljósi andstöðu sína við áætlanir verjendanna um að sýna fram á að hann sé „andlega vanheill“ og því ekki sakhæfur. Kaczynski er gefið að sök að hafa orðið tveim að bana og sært aðra tvo með bögglasprengjum, en alls er talið að hann hafi staðið að sext- án slíkum tilræðum frá því 1978. Verði hann fundinn sekur á hann dauðadóm yfir höfði sér. Bráðaskoðun á 211 nýlegum Boeing 737 Washington. Reuters. BANDARISK flugmálayfirvöld hafa íyrirskipað að framkvæmd verði bráðaskoðun á 211 nýlega smíðuðum Boeing 737-þotum. í tengslum við rannsókn flug- málastofnunarinnar (Federal Avi- ation Agency, FAA) á hrapi Boeing 737-300 farþegaþotu singaporíska flugfélagsins SilkAir í Indónesíu 19. desember sl. á að kanna hvort verið geti að hnoð, sem eiga að festa ytra byrði hæðarstýranna aftast á vél- inni við burðargrind stélsins, vanti eða séu laus. I tilkynningu FAA segir að í ljós hafi komið að svo virð- ist að 26 slík hnoð hafi vantað á SilkAir-vélina, sem fórst skyndilega í góðu flugveðri yfír sléttlendi með 104 innanborðs. „Það er hugsanlegt að hnoðin hafi vantað vegna þess að þau hafi ekki verið sett í við framleiðslu vélarinn- ar,“ segir í tilkynningunni. „Ef slík yfirsjón hefur átt sér stað við gæða- eftirlit með þessari flugvél er mögu- legt að hið sama hafi gerzt með vél- ar sem framleiddar voru um sama leyti.“ Samkvæmt íyrirmælum FAA verða þau fiugfélög sem hafa í rekstri Boeing 737 þotur af undir- gerðunum 300, 400 og 500, sem framleiddar voru eftir 20. septem- ber 1995, að láta fara fram skoðun á hæðarstýrum þeirra innan sólar- hrings frá útgáfu tilkynningarinnar eða í seinasta lagi eftir fimm flug. En í tilkynningu FAA segir einnig að enn liggi ekki fyrir neitt sem tengi orsök slyssins beint við hnoðin sem voru laus eða vantaði. í flugflota Flugleiða eru fjórar Boeing 737-vélar, en þær eru fram- leiddar 1989 og 1991 og snertir því skoðunartilskipun FAA þær ekki. Frá því framleiðsla á Boeing 737 hófst 1967 hefur þessi flugvélar- gerð verið seld til ílugfélaga um all- an heim í samtals 2.950 eintökum. Ross Young, talsmaður Boeing- verksmiðjanna í Seattle, sagði í gær að fyrirtækið fagnaði því að þessar skoðanir færu fram, þær væru skynsamlegt skref. Ekki hefðu borist neinar fregnir af því að hnoð- in hefðu vantað í þeim vélum sem búið er að skoða. í fyrra lentu Boeing-verksmiðj- urnar í vandræðum vegna skorts á hlutum til framleiðslunnar, bilana í samsetningareiningum og skorts á faglærðum og þjálfuðum verka- mönnum, þegar þær reyndu að auka afköst verksmiðjunnar í því skyni að koma til móts við mikla eft- irspurn eftir flugvélum. Young sagði ekkert benda til að þessi vandræði tengdust SilkAir-slysinu á nokkurn hátt. „Við efumst ekki hið minnsta um gæði þeirra flugvéla sem fara frá verksmiðjunni," sagði hann. Neyðarástand í Ottawa SNJÓKOMA og frostregn settu allt úr skorðum víða í Quebec og Ontario í Kanada í gær, annan daginn í röð, og eru tíu dauðsföll rakin til afleiðinga veðursins. f höfuðborginni Ottawa, þar sem vegfarendur fetuðu sig áfram í þæfingsfærð undir klakabrynjuðum trjám, var Iýst yfir neyðarástandi. Hefur slíkt ekki áður verið gert í borginni. Um þrjár milljónir manna voru í gær án rafmagns vegna veðursins í fylkjunum tveim og samkvæmt veðurspá má búast við áframhaldandi frostregni. Verst er ástandið í Montreal og Ottawa. Varúðarráðstafanir eru gerðar í Atlantshafsfylkjunum þvf veðrið færist nú austur. ESB-ríki brjdta umhverfislög Brussel. Reuters. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur hótað átta aðildarríkjum málsókn vegna brota á umhverfíslöggjöf sambandsins. Framkvæmdastjórnin til- kynnti í gær að hún hefði misst þolinmæðina gagnvart Lúxem- borg og hygðist draga þarlend stjórnvöld fyrir Evrópudómstól- inn vegna þess að þau hefðu ekki virt löggjöf frá 1986 um meðferð á tilraunadýrum. Sjö öðrum ríkjum hafa verið send formleg bréf, þar sem þeim er gert að hlíta umhverfíslögum sambandsins eða verða ella stefnt fyrir dómstólinn. Bretland hefur ekki framfylgt ýmiss konar umhverfíslöggjöf á Gíbraltar. Þar á meðal eru til- skipanir um hávaða frá flugvél- um, blýlaust benzlín og mengun frá sorpbrennsluofnum. Portúgal hefur ekki fylgt ESB-reglum um umhverfisbók- hald og Belgía hefur ekki tryggt almenningi aðgang að upplýs- ingum um umhverfísmál. Þá hefur framkvæmdastjórnin ákveðið að grípa til aðgerða gegn Belgíu, Spáni, Portúgal, Italíu og Hollandi vegna þess að þessi ríki hafa ekki fylgt reglum sambandsins um mengun vatns. Þá verður Frakkland lögsótt fyrir að horfa framhjá ESB- reglum um sorpflutninga og eft- irlit með ózonlaginu. Blair segir vel- gengm evrosms Bretlandi í hag Tókýó. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, sagði í ræðu sem hann hélt yf- ir japönskum viðskiptajöfrum í Tókýó í gær að það væri eindregið Bretlandi í hag að nýja Evrópumynt- in, evróið, gengi vel, þrátt fyrir að Bretland hyggist standa utan Efna- hags- og myntbandalags Evrópu (EMU) í fyrstu. Blair er í fjögurra daga heimsókn í Japan og hyggst meðal annars reyna að sannfæra japanska kaupsýslumenn um að Bretland sé áfram vænlegasta ESB- ríkið til fjárfestinga, þrátt fyi’ir að það muni ekki nota evróið næstu ár- in. ,Af gildum efnahagslegum ástæð- um mun Bretland ekki taka upp sameiginlega gjaldmiðilinn 1. janúar 1999. Hagsveiflan hjá okkur er ekki sú sama og hjá samstarfsríkjum okk- ar í ESB. Eins og er þurfa vextir í Bretlandi að vera talsvert hæm en í Frakklandi og Þýzkalandi," sagði Blair. ,Að ganga í BMU núna myndi hafa í fór með sér rangar efnahags- legar ákvarðanir fyrir heilbrigði og stöðugleika hagkerfisins." Efnahagsaðstæður of ólíkar Blair sagði að enn væru efnahags- aðstæður í Bretlandi of ólíkar því, sem gerðist á meginlandinu. Aður en Bretland gengi í EMU þyrfti að samlaga efnahagslífið því, sem gerð- ist í öðrum ESB-ríkjum, tryggja stöðugleika og undirbúa upptöku evrósins. „Hvernig sem fer er það eindregið Bretlandi í hag að sameiginlegi gjaldmiðillinn gangi vel. Við munum gera okkar bezta til að tryggja að hann gangi vel. Og að sjálfsögðu verðum við að undirbúa okkur fyrir gildistöku evrósins, hvað sem ger- ist,“ sagði Blair. Brown sagður ósáttur GORDON Brown, fjármálaráð- herra Bretlands, telur að Tony Blair, forsætisráðherra, hafi rofið sáttmála þeirra í millum um að Blair myndi láta Brown eftir leiðtogaembættið í Verka- mannaflokknum kæmi til leið- togakjörs. Er þessu haldið fram í ævisögu Browns sem gefin verður út á næstunni. Ævisagan er rituð af blaða- manninum Paul Routledge, sem segir hana ritaða í fullri samvinnu við ráðherrann. Brown er sagður hafa verið sannfærður um að hann hefði unnið Blair í leiðtogakjöri, en ákveðið að hugsa fyrst um heill fiokksins og draga framboð sitt til baka er sér hafi orðið ljóst að Blair var ákveðinn í að halda framboði sínu til streitu. Tvær F-16 þotur farast BANDARÍSKI flugherinn af- lýsti öllu æfingaflugi í gær eft- ir að F-16 orrustuþota fórst á æfingaflugi í Utah á fimmtu- dag. Flugmaðurinn komst lífs af. Þetta var í annað skipti á tveim dögum sem þota af þessari gerð fórst, en á mið- vikudag rákust tvær F-16 þot- ur á í æfingaflugi og fórst önn- ur en flugmanni hinnar tókst að lenda. Flugmaður þotunnar sem fórst komst af. Rutan lentur TILRAUN tveggja Banda- ríkjamanna til að verða fyrstir til að fljúga umhverfis jörðina í loftbelg hlaut snöggan endi að- eins tveim tímum eftir að hún hófst í Albuquerque í New Mexico-ríki í gær. Leki kom að belgnum og neyddust flug- mennirnir, Dick Rutan og Dave Melton, til að finna lendingar- stað í skyndi. Svíum rænt í Rússlandi TVEIM sænskum starfsmönn- um hjálparsamtaka var rænt í Suður-Rússlandi, að því er sænska sendiráðið í Moskvu greindi frá í gær. Rússneska fréttastofan Ítar-Tass greindi frá því að fólkinu hefði verið rænt í Dagestanhéraði, skammt frá Tsjetsjníu. Sýndarástvinur RAIN LAI horfir á „ástina sína“ á leikja- og skemmtisam- komunni í Hong Kong í gær. „Eigendur" þessa nýja tækis, „sýndarástvinarins", þurfa að fara á fjörurnar við það, færa því blóm og konfekt og skrifa ástarbréf til að vinna „ást“ þess og „kærleikspunkta“. Ef vel gengur getur „eigandan- um“ hlotnast „sýndarkoss" og jafnvel „sýndarhjónaband".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.