Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 ÚR VERINU 1997 annað þezta árið í sögu ÍS hf. Aukinn útflutningur frá Islandi en mik- ill samdráttur í sölu erlendra afurða MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Gengið í geimnum ÞRÁ'TT fyrir verulegan samdrátt í sölu IS á sjávarafurðum á síðasta ári, varð árið hið næstbezta í sögu fyrirtækisins. Samdrátturinn varð fyrst og fremst vegna uppsagnar samnings ÍS við UTRF á Kamtsjatka í Rússlandi. Árið 1996 seldi ÍS 62.000 tonn af fiskafurðum frá Kamtsjatka en aðeins um 18.000 tonn í fyrra. Alls seldi ÍS 128.430 tonn af fiskafurðum að verðmæti um 17 milljarðar króna á síðasta ári, en árið áður nam salan rúmlega 166.000 tonnum að verð- mæti um 20 milljónir króna. I magni talið er samdrátturinn nær 23% en 15% mælt í verðmætum. Útflutningur frá Islandi varð alls 105.000 tonn að verðmæti 14,9 milljarðar. Það er 6,5% aukning í magni, en tæplega 2% verðmæta- samdráttur. Samningi við Rússa sagt upp „Síðasta ár var í sjálfu sér ágætt,“ segir Benedikt Sveinsson, forstjóri IS. „Það er annað stærsta framleiðsluárið í sögu IS og sölu okkar frá Islandi. Hins vegar var þetta ár tímabil mikilla sviptinga og átaka. Við lentum í þvi að mjög stórum samningi okkar við Rússa var sagt upp snemma ársins. Það fór þvi mikill tími og orka í að gera þann samning upp, innheimta þá peninga sem voru útistandandi og breyta rekstri IS í samræmi við þessa breytingu. Vegna þessa stóra samnings vorum við til dæmis komnir með 120 manns í vinnu til að sinna þessu verkefni, en við þurftum síðan að fækka fólki niður í um 70. Áhrifin á reksturinn urðu því mikil og að auki átti sainningur- inn að skila miklum tekjum, sem ekki varð. Þrátt fyrir þetta eru tekjur af erlendum verkefnum IS og dótturfélaga um einn milljarður króna á siðustu árum, en á móti því kemur auðvitað kostnaður. Það er því eftir miklu að slægjast á er- lendri grundu. Árið var mjög viðburðaríkt. Við lendum í þessum samningsrofum, loðnuvertíð gekk ekki upp hjá okk- ur frekar en öðrum og á sama tíma erum við að byggja nýja verk- smiðju í Bandaríkjunum og endum svo á því að kaupa glæsilega verk- smiðju í Frakklandi. Þetta var því ár mikilla sviptinga. Ekki gert upp með hagnaði IS hefur verið rekið með hagnaði frá upphafi þar til í fyrra. Það ár verður ekki gert upp með hagnaði. Það má rekja það til þessara miklu sviptinga í rekstrinum, en sem dæmi má nefna að flutningur verk- smiðjunnar í Bandaríkjunum kost- aði hundruð milljóna. Stefnt að 35 milljarða veltu Útlitið fyrir þetta ár er hins veg- ar gott. Við höfum byggt upp feikn- arlega góða aðstöðu. I Reykjavík erum við í nýju húsnæði og með nýtt tölvukerfi, og nýjar glæsilegar verksmiðjur í Bandaríkjunum og Frakklandi. Við erum með mikið verkfæri til að ná góðum árangri. Markaðurinn er góður, verð yfir- leitt hátt, að Japan undanskildu, og því erum við bjartsýnir á góðan ár- angur. Við ætlum okkur að velta allt að 35 millörðum króna á þessu ári og verðum með 730 manns í vinnu í allt. Áætlanir fyrir árið benda svo til þess að hagnaður verði af starfseminni á ný. Við er- um að snúa þessu við á ný. Öflugt sölukerfl Við erum með feiknarlega öflugt sölukerfi. Við erum með betri að- gang að mörkuðunum en nokkru sinni fyrr. Við höfum aðgang að nánast öllum mörkuðum víða um heiminn. Hvort sem það er smá- sölumarkaður, veitingahús, heild- sölumarkaður eða hvað. Markaður- inn er yfir höfuð sterkur. Það er aukinn áhugi fyrir sjávarafurðum á kostnað kjöts. Hollustan er vaxandi þáttur í umræðunni og ég hef mjög góða trú á þessu. Hins vegar verð- ur að þjóna markaðnum mjög vel. Það þýðir ekkert að henda í hann hverju sem er. Það verður stöðugt að koma fram með meira unnar vörur og betur settar fram. Það þarf alltaf að breyta og búa til nýtt. Það þarf að hafa fyrir þessu öllu, en með réttum vinnubrögðu og að- stöðu eins og við höfum byggt upp er útlitið feiknarlega gott. Við hlökkum til að takast á við verkefn- in. Aðgangur að mörkuðum dýr- mætur Mér finnst oft skorta á það í um- ræðunni um sjávarútvegsmál hvað þessi aðgangur að mörkuðunum er geipilega verðmætur. Menn eru kannski að meta fyrirtæki éins og IS sem hefur óhemjuaðgang að mörkuðum á svipuðu verði og eitt lítið framleiðslufyrirtæki á Islandi. Ég er viss um það þetta á eftir að breytast, fyrst meta menn aðgang að auðlindinni og kvótann til verðs svo meta menn aðgang að mörkuð- um,“ segir Benedikt. RÚSSNESKI geimfarinn Pavel Vinogradov fyrir utan geim- stöðina Mír í gær þar sem hann var að athuga leka í einu af HÁTT hlutfall ávaxta og grænmetis í fæðu og lágt hlutfall af rauðu kjöti og áfengi, ásamt reglulegri líkams- rækt og mátulegri líkamsþyngd, getur dregið verulega úr hættunni á mörgum tegundum krabbameins. Þeir sem sinna rannsóknum á þess- um sjúkdómi segja nú að besta vörnin sé einmitt sú að fyrirbyggja hann og hefur þarna orðið breyting á áherslum frá þvi 1971 er Richard Nixon, þáverandi Bandaríkjafor- seti, lýsti yfir stríði gegn krabba- meini og allt kapp var lagt á að finna lækningu. Þrátt fyrir að miklar framfarir hafi orðið í meðferð krabbameins og dánartíðni af völdum krabba- meins í kviðarholi hafi lækkað hef- ur lítil breyting orðið er varðar brjóstakrabbamein í konum eldri en 55 ára og blöðruhálskirtil- skrabbamein í karlmönnum. Dauðsfollum af völdum krabba- meins hætti ekki að fjölga í Banda- ríkjunum fyrr en 1991. Bandaríska krabbameinsrann- sóknarstofnunin (AICR) birti ný- lega leiðbeiningar um fæðuval, byggðar á niðurstöðum 4.500 rann- sókna. Bandaríska krabbameinsfé- lagið áætlar að eitt af hverjum þremur dauðsfóllum af völdum krabbameins megi rekja til áhrifa fæðu. Ymislegt bendir til þess að græn- meti geti minnkað hættu á krabba- meini í ristli og endaþarmi vegna eitureyðandi sambanda sem í þeim eru eða vegna trefjainnihalds. Hreyfing virðist minnka hættu á ristilkrabba með því að örva iðra- hreyfingu, sem dregui’ úr þeim tíma sem saur, og þau eiturefni sem í honum eru, situr í ristlinum. Flestar vísindarannsóknir benda til þess að lítil áfengisneysla og hátt hlutfall grænmetis í fæðu séu þeir þættir sem líklegastir eru til að hylkjum stöðvarinnar. Vinogradov og Anatoíj Solovjov, leiðangursstjóri, luku öllum þeim verkum sem áætluð voru í í nýjasta hefti Harvard Health Letter, sem gefíð er út af lækna- deild Harvard-háskóla, kemur meðal annars fram að lítil áfengis- neysla og hátt hlutfall grænmetis í fæðu virð- ist draga úr hættu á brjóstakrabbameini. draga úr hættu á brjóstakrabba- meini. Fjöldi rannsókna bendir til að því meira áfengis sem kona neytir því hættara sé henni við að fá brjóstakrabba. Ekki er að fullu ljóst hvert orsakasamhengið er, en sumir vísindamenn telja að áfengi kunni að hefta frumulagfæringar- virkni í brjóstvef, en einnig er hugsanlegt að áfengi auki magn estrógenhormóns, sem talið er að kunni að ýta undir æxlisvöxt í brjóstum. Þá bendir ýmislegt til þess að neysla ávaxta og grænmetis kunni að minnka hættu á brjóstakrabba. Án þess að tiltekin efni hafi verið einangruð sem áhrifamesta vörnin virðist margt benda til þess að vöm sé í jurtaefnum sem er að finna í bæði ávöxtum og grænmeti. Vís- indamenn við læknadeild John Hopkins-háskóla í Baltimore komust nýlega að því að spergilkál (broccoli) inniheldur efni sem virð- ist flýta virkni ensíma sem hefta eiturverkan. Vísbendingar um að fita í fæðu hafi áhrif á brjóstakrabbamein eru ekki eins sterkar og niðurstöður rannsókna stangast á. Margar þessari geimgöngu og tók það þá einungis þrjár klukkustundir í stað sex sem áætlaðar höfðu verið. rannsóknir benda til að offita auki hættu á brjóstakrabba verulega hjá konum eftir tíðahvörf og kann það að skýrast af því að of feitar konur hafa yfirleitt meira af estrógeni. Sama ástæða kann að vera fyrir því að offita er talin tengjast krabba- meini í legslímhúð. Engar sterkar visbendingar eru um að fæðuval geti dregið úr hættu á krabbameini í blöðruhálskirtli. Takmarkaðar rannsóknir virðast þó benda til þess að fiturík fæða, sérstaklega rautt kjöt, geti aukið hættu á slíku krabbameini. Aðrar rannsóknir hafa gefið til kynna að mikil neysla grænmetis kunni að draga úr hættunni. Til dæmis hafa fundist vísbendingar um að efnið sem ljær tómötum rauðan lit kunni að minnka líkurnar. Bandarískar og evrópskar rann- sóknir benda til að þetta efni, lykófen, dragi einnig úr hættu á hjartasjúkdómum. Hátt hlutfall ávaxta og grænmetis í fæðu virðist líka minnka hættuna á lungna- krabbameini, sem er helsta dánar- orsök bæði kvenna og karla i Bandaríkjunum. Þessi áhrif má að líkindum rekja til virkni jurtaefna sem ekki hafa enn verið tilgreind. í Harvard Health Letter er bent á að vísbendingar um tengsl matar- æðis og krabbameins séu flestar fengnar með athugunum á hópum fólks þar sem rannsökuð séu tengsl milli krabbameinsmynsturs og neyslumynsturs. Til dæmis kunni sá hópur kvenna sem drekki mest áfengi að hafa hæsta tíðni krabba- meins, en þetta sanni ekki að áfengi valdi í raun krabbameini. Ef þær konur sem rannsakaðar eru þjást líka af offitu getur það verið ástæða krabbameinsins, en ekki áfengis- neyslan. Þess vegna séu leiðbein- ingar til neytenda byggðar á niður- stöðum sem allra flestra rann- sókna. Afurðasala og söluverðmæti íslenskra sjávarafurða hf. árið 1997 og samanburður við árið 1996 pjly FRYSTAR AFURÐ FRÁ ÍSLANDI MAGN Breyt' IR 1 tonnum mini VERÐMÆTI Brpvt í milljónum kr. miiii' 1997 1996 ára 1997 1996 ára Freðfiskur 25.669 27.990 -8,3% 6.971 7.345 -5,1% Aðrar frystar afurðir 43.664 43.876 -0,5% 6.123 6.603 -7,3% Fryst samtals: 69.333 71.866 -3,5% 13.094 13.948 -6,1% | AÐRAR AFURÐIR FRÁ ÍSLANDI Ferskar afurðir 22 80 -72,5% 6 36 -83,3% Saltað 57 64 -10,9% 15 18 -16,7% Mjöl 35.595 26.593 +33,9% 1.780 1.166 +52,7% Annað frá ísl. samt.: 35.674 26.737 +33,4% 1.801 1.220 +47,6% | jfÚtflutt frá Isl. samt.: 105.007 98.603 +6,5% 14.895 15.168 -1,8%J ERLENDAR AFURÐIR Fryst frá Kamchatka 15.705 56.110 -72,0% Mjöl frá Kamchatka 2.067 6.025 -65,7% Frá Namibíu 3.944 5.453 -27,7% Af erlendum skipum 1.707 140 1.198 3.717 -67,8% 91 241 -62,2% 628 863 -27,2% 193 15 Erl. afurðir samtals: 23.423 67.728 -65,4% 2.110 4.836 -56,4% | ISALAÍSALLS: 128.430 166.331 -22,8% 17.005 20.004 -15,0% | Áherslur í baráttunni við krabbamein hafa breyst og er nú allt kapp lagt á forvarnir Sterkar vísbendingar um jákvæð áhrif grænmetis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.