Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 10.01.1998, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gísli Guðmunds- son, Staðarbakka var fæddur í Hnausa- koti í Miðfirði 29. aprfl 1907. Hann lést í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 1. jan- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Margrét Elísabet Benedikts- dóttir frá Bjargar- stöðum, f. 15. júlí 1880, d. 9. maí 1967, og Guðmundur Gíslason frá Hnausa- koti, f. 6. mars 1874, d. 18. september 1930, Gísli fluttist 5 vikna gamall með foreldrum sínum frá Hnausakoti að Staðarbakka og þar átti hann síðan heimili til dauðadags. Hann var ókvæntur og barnlaus. Systkini hans voru þessi: Sigríður, f. 28. jan. 1902, d. 24. maí 1937. Guðmundur, f. 1903, d. 5. júní 1903. Benedikt, f. 30. nóv. 1905, d. 17. jan. 1990. Magnús, f. 4. júní 1911, d. 14. mars 1927. Ingvar, f. 5. júní 1915, d. 20. maí 1939. Anna, f. 28. júní 1918. Guðrún, f. 17. ágúst 1919, d. 18. júh' 1923. Magnús, f. 19. mai 1928. Þau Anna eru nú tvö á Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradaggir falla stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fólna á einni hélunótt.11 (Jónas Hallgrímsson.) Ég veit varla hvar skal byrja þeg- ar ég rita þessar línur í minningu þína, elsku frændi. Fannst þó ekki úr vegi að byrja á þessum hendingum úr Vísum íslendinga, því ég veit að þú hafðir yndi af þessu Ijóði og söngst það gjaman á góðri stund. Það er svo margs að minnast og margt sem mig langar að þakka þér. Sú hlýja og umhyggja sem þú veittir ætíð okkur systldnunum. Ég man þú sagðir eitt sinn í ræðu að þú hefðir notið þeirrar gæfu að fá að umgang- ast böm þó svo að þú ættir engin sjálfur. Vonandi höfum við krakkam- ir veitt þér einhverja gleði en það veit Guð að gæfan var miklu frekar okkar að fá að njóta samvista þinna. Ef við náum að temja okkur þó ekld væri nema hluti mannkosta þinna, væri mikið unnið. Heiðarleiki, vinnusemi, náungakærleikur, ósérhlífhi, fómfýsi og nærgætni í orðum og æði í sam- skiptum við menn og dýr. Alit vom þetta kostir sem þú varst búinn. Bömin hændust að þér þvi þú hafðir alltaf tíma til að hlusta, taka þau á hné þér og kveða við þau eða grípa í spil. Þolinmæðin var einstök, þú lést þér ekki bregða þó að einhver sviki lit hvort sem það var vísvitandi eða ekki. Þú bara brostir og vissir að hver væri sinnar gæfu smiður. Þú sveikst aldrei lit í neinu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þetta var hluti af því veganesti sem þú gafst okkur systkinunum og við munum búa að því um ókomna tíð. Já, bömin vom sólargeislamir í lífi þínu, ekki síst nú síðustu misserin, þegar sól lífs þíns var komin í vestrið og tekin að hníga að loknum löngum vinnudegi. Alltaf lifnaði yfir andliti þínu og brosviprur komu í munnvikin þegar litlu frændsystkinin þín komu í heimsókn. Samt vissu allir að þú leiðst kvalir vegna sjúkdóms þíns en þú kvartaðir ekki, það hafðir þú aldrei gert, það var ekki þinn lífsstíll. Það er sterkt í minningunni að þegar messað var á Staðarbakka sast þú oftast á fremsta bekk og tókst virkan þátt í messunni. Söngst jafnan með, þó er ekki víst að ldrkjugestir hafi alltaf heyrt rödd þína en hún hefur ömgglega heyrst þar sem hún átti að heyrast. Þú varst ætíð reiðu- búinn að vinna kirkju þinni vel, hvort sem það vora trúnaðarstörf eða þá að hirða um kirkjugarðinn, kirkjuna og umhverfi hennar. Hvarvetna varstu tilbúinn að leggja hönd á plóg, oftast í sjálfboðavinnu. Þér fannst ekki að það þyrfti að borga þér. Aftur á móti lífi af þessum systk- inahópi. Gísli naut ekki langrar skóla- göngu, aðeins nokk- urra vikna kennslu á vetri síðustu veturna fyrir fermingu. Hann vann almenn bústörf á heimili for- eldra sinna og eftir fráfall föður síns stóð hann ásarat bræðrum sínum fyr- ir búi móður sinnar. Eftir skipti jarðar- innar í tvö býli árið 1945 hóf hann sjálf- stæðan búrekstur á Staðarbakka II ásamt Margréti móður sinni, en Benedikt, bróðir hans, bjó á Staðarbakka I með konu sinni Ásdísi Magnúsdóttur. Árið 1958 fækkaði hann bústofni er Magn- ús bróðir hans hóf búskap á jörð- inni ásamt konu sinni, Guðrúnu Helgu Jónsdóttur, (d. 1990). Var hann í heimili hjá þeim og hélt áfram nokkrum búskap allt til ársins 1990. Síðustu veturna dvaldi haun hjá Önnu systur sinni í Reylqavík. Útför Gísla fer fram frá Stað- arbakkakirkju í Miðfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. máttirðu aldrei til þess vita að skulda neinum neitt, hvort sem það vom peningar, vinna eða greiðasemi. Allt skyldi gert upp við fyrsta tækifæri. Aldrei urðum við samferða í göngur en stoltur var ég þegar þú baðst mig um að verða arftaka þinn á svo köll- uðum Rima haustið 1981. Þá varst þú 74 ára, ég tólf ára. Mikla ábyrgð taldi ég á mig lagða að leysa þig af hólmi. Þú sem hafðir áratugum saman farið í leitir og oít verið fulltrúi Miðfirð- inga í réttum Borgfirðinga. En ekki fór ég óundirbúinn, því í smala- mennskum og umgengni við sauðfé hafði ég ýmislegt af þér lært, líkt og í öðm. Það er nefnilega ekki saman hvemig farið er að dýram. Maður getur ekki nálgast þau á sama hátt og vélar. Þú þekktir ekki mikið til véla en þú vissir af þessum mun. Oft finnst mér sem fólk í dag átti sig ekki á þessu og umgangist búfénað sinn vélrænt og með vélum ef þess er nokkur kostur. Söngur og hestar, það var þín gleði. Þú hafðir yndi af því að um- gangast hesta. Sagðir mér eitt sinn að sennilega jafnaðist fátt á við það að taka hest til kostanna á spegil- sléttum ís. Hestar treystu þér, enda sýndir þú þeim aldrei frekar en öðr- um fólsku. Það var stundum áber- andi að þegar ná þurfti hesti og aðrir vom snúnir sigraðir frá þeim leik, þá komst þú til skjalanna og gekkst beint að hestinum og handsamaðir hann. Stundum fór það saman, söng- ur og hestamennska. Heyrði ég af því látið að þú hefðir gjaman viljað syngja þegar farið var í göngur. Þá hefur nú andlit þitt ljómað, hestar, söngur og e.t.v. örlítil brjóstbirta en það var eins með hana og annað aldrei neitt óhóf. Aldrei reiði, ókurt- eisi eða fantaskapur, það sýndir þú aldrei nokkrum manni. Þegar þú hélst upp á níræðisafmæli þitt sl. vor stóðst þú upp, gekkst að veisluborð- inu þó svo að þróttur væri veralega tekinn að þverra. Kvikur engu að síð- ur, svo sem vant var, svo kvikur að þeir sem ekki vom í stofu misstu af ræðu þinni að nokkra leyti. Ávarps- orð þín gleymast mér ekki enda lýsa þau sennilega ævi þinni hvað best: „Kæra vinir, ég segi kæra vinir því ég hef aldrei átt neina óvini.“ Elsku frændi, ég kveð þig eins og allir sem þig þekktu, með söknuði. Nú verður ýmislegt öðravísi, þau geta verið stór skörðin sem nettir menn skilja eftir sig. Hvíldu í friði, því fáir eiga hvíldina betur skilið. Guð varðveiti þig. Þegar ég sé sólskins- blett í heiði, mun hann minna mig öðra fremur á Gísla, þennan glað- beitta og góðviljaða mann. Ljóðið sem vitnað var til í upphafi lýsir á margan hátt svo vel ævihlaupi hans. Læt ég það því einnig verða mín lokaorð um góðan dreng, þó að enn sé margt ósagt. Blessuð sé minning Gísla. Því er oss best að forðast raup og reiði og ijúfa hvergi tryggð né vinarkoss, en ef við sjáum sólskinsblett í heiði að setjast allir þar og gleðja oss. Jónas Hallgrímsson.) Jón Magnússon. Langternúliðiðádaginn vor lífsbraut er hverfulleik háð. Hvert sólris það sígur í æginn, en samt er það blessun og náð. Þessar línur era úr ljóði sem Bjöm G. Bjömsson orti árið 1960 á áttræð- isafmæli Margrétar Benediktsdóttur á Staðarbakka. Þær eiga einnig vel við í dag þegar Gísli, sonur hennar, er kvaddur hinstu kveðju, 90 ára að aldri. Þegar ég sest niður til að rita örfá minningarorð um Gísla, fóðurbróður minn, leita á hugann minningar frá æskuárunum. í þessum minningum er Gísli alltaf nálægur. Þannig var það líka, hann var alltaf til staðar, óþreytandi að hafa stelpuna með sér hvort sem það vora snúningar við kindur og hesta eða að spila Kasínu eða Marías og kenna þannig undi- stöðuatriði í samlagningu og frá- drætti. Gísli kvæntist ekki og eignaðist ekki böm, en hann hafði mikið dálæti á bömum og þess nutum við, bræðraböm hans, í ríkum mæli. Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu amma og Gísli saman og vora þar sem við systkinin kölluðum „hin- um megin“, þ.e. í austurenda hússins, en við bjuggum í vesturendanum. Heimilishald þeirra var í mjög föstum skorðum og þar var að finna margt af því sem oft skortir í nútíma heimilishaldi; nægan tíma fyrir böm- in, stöðugleika, nægjusemi og um- burðarlyndi. Það var því alltaf eftir- sóknarvert að fara í heimsókn til ömmu og Gísla. Gísli fæddist í Hnausakoti í Austurárdal og var aðeins tveggja ára þegar foreldrar hans fluttust út að Staðarbakka. Þótt dvölin í dalnum væri ekki löng var eins og hluti af rótum hans væri þar alla tíð. Margt af hans nánasta skyldfólki bjó frammi í dalnum og oft var farið í heimsóknir þangað. Það vora þó ekki síður ferðimar fram á heiðar sem urðu tilefni mikillar tilhlökkunar hjá Gísla og minningamar frá þessum ferðum yljuðu honum og styttu stundir þegar þrek og kraftar dvín- uðu. Gísli var mikill dýravinur og hafði sérstakt yndi af hestum og átti þá marga góða. Mér eru einkum minnis- stæðir: Rauður, hörkuviljugur og ekki við allra hæfi, Glói, rauðbleikur, þýður og einstaklega fínlegur hestur, og síðast en ekki síst Stjami gamli, sem var dráttarklár, en einnig góður bamahestur og oft var fjölmennt á baki hans. í fjallræðunni segir: „Sælir era hógværir því þeir munu jörðina erfa“. Þessi ritningarorð eiga vel við Gísla frænda minn. Hann var ein- staklega hógvær maður og trúr jörð- inni sinni, Staðarbakka, þar sem hann verður lagður til hinstu hvílu. Ég og fjölskylda mín þökkum sam- fylgdina og biðjum honum guðs blessunar. Margrét Benediktsdóttir. Elsku frændi er allur, langri göngu lokið þegar lífið kvaddi að morgni nýársdags, að baki rúm níu- tíu ár sorgar og gleði. Jafngamall búskapartíð foreldra sinna og af- komenda þeirra á lágsveitarbýlinu Staðarbakka í Miðfirði. Minningar ljúfar og góðar koma upp í hugann ein af annarri og ekki laust við að tár væti tóft og telji fleiri en eitt og fleiri en tvö þegar hugsað er til þessa sómamanns. Tár- in eru þó alls ekki blönduð biturleika enda öllum kristnum mönnum ljóst að dauðinn er jafn sjálfsagður og líf- ið - og sjálfsagðari ef eitthvað er - nei, hér er heldur um að ræða tár fúll af þakklæti til skaparans íyrir að hafa gefið okkur slíkan gæða- mann sem Gísli var; kærleiksríkan, hógværan og glaðværan. Kærleikur Gísla sýndi sig best gagnvart bömunum þegar þau vegna frekju eða fýlu höfðu allt á hornum sér út í allt og alla, þá tók Gísli bömin sér í fang, glaður og hress, og kvað stuttar barnagælur fyrir þau og með þeim: „Komdu nú að kveðast á...“, „Afi minn fór á honum Rauð ...“, „Bí, bí og blaka ...“ og „Krummi krankar úti..." vora meðal efnis á dagskránni. Við kveð- skap Gísla snerist allt upp í sanna gleði og þunginn og drunginn sem lágu yfir stofu og bæ hurfu eins og dögg fyrir sólu vegna þeirrar kær- leiksríku gleði sem þá og ávallt geislaði af Gísla. Gísli hafði með öðr- um orðum einstakt lag á því að hafa ofan af fyrir börnum og má með sanni segja að hann hafi verið barn- anna besti og mesti vinur. Hann kunni að leika við þau, hlusta og kenna og persónulega era mér eftir- minnilegastar samræður okkar í milli um ættir og afrétti Miðfirðinga, en þessar samræður ágerðust eftir þvi sem árin liðu og móttökustöðvar nemandans þroskuðust. I þessum efnum var ekki komið að tómum kofunum hjá Gísla, og þegar ættir samtíðarmanna vora raktar var kryddað með glettnum gamansög- um lærisveini og -meistara til yndis- auka og þæginda við að festa við- komandi mann og ætt hans enn frekar í minni. Sömu sögu var að segja þegar rætt var um heiðalönd Miðfirðinga, sem Gísli þekkti eins og handarbakið á sér eftir ótal ferðir fram í heiðanna ró í fyrri og seinni leitir, girðingavinnu eða ferðalög hvers konar, þar skeytti hann gjarn- an við þjóðsögunni sem lá að baki örnefninu sem um var rætt og ef ekki var þjóðsaga á bak við kenni- leitið þá var tekin saga úr eigin sam- tíð og skeytt við til áhersluauka. Friðurinn og róin sem fylgdi Gísla gerði það að verkum að afar þægi- legt var að nema af honum og frændi ætíð boðinn og búinn að gefa af sér og miðla söguarfinum frá kyni til kyns. Hógværðin skein í gegn í búskap hans öllum, þar sem markmiðið var ekki að gína yfir öllu sem hönd á festi eða upp kom í hugann og hræra í skuldasúpu eða safna silfri í sjóð í kjölfarið, heldur var fullnægj- andi að hafa þann bústofn sem dygði til að hafa það af - hvorki meira, né minna. Einnig var hógværðin uppi á yfirborðinu í samskiptum Gísla við dýrin, en þau annaðist hann með mikilli virðingu, natinn og samvisku- samur í hirðingu fjárins og leit eftir hverri kind um leið og hann bar salla undir féð í taðkrónni, og þær litu á hann á móti, depluðu auga eins og í þakklætisskyni fyrir veittan við- urgjörning og héldu svo áfram að jórtra. Það var einhver ólýsanleg ró yfir fénu sem Gísli hýsti í gömlu fjárhúsunum sínum og eflaust var hún tilkomin vegna þess að féð skynjaði kyrrð og frið góða hirðisins sem fylgdi því daglega vetrarlangt út í hagann, til beitar og brynningar og aftur heim að áliðnum degi. Glaðværðin einkenndi allt líf og starf Gísla á Staðarbakka. Hún bar uppi kærleikann og hógværðina og var borin uppi af hvora tveggja. Hún var undir og yfir og allt um kring. Allir sem kynntust og þekktu Gísla fundu fýrir þessari glaðværð hans, hún var heil og sönn og hopaði ekki þótt syrti í álinn vegna heilsu- brests síðasta árið. Hún stóð dýpra sökum veikindanna en hún var til staðar þrátt fyrir þau vitandi vits að öll él styttir upp um síðir og leiðin heim styttist óðum, eftir sannkristið líf í athöfnum öllum er eitt af bestu börnum Guðs á leiðinni heim til fóð- ur síns þar sem það mun hvíla í Guðs friði, sem er engu öðra líkur. Góða ferð, elsku frændi, jarðneskt líf að baki en minning um kærleiks- ríkan, hógværan og glaðværan mann lifir, megi sú minning verða eftirlifendum leiðarljós í skammdeg- inu og skuggahliðum lífsins. Magnús Magnússon. „Pabbi veistu hvað? Hann Gísli dó klukkan 7 í morgun.“ Þessar fréttir færði 6 ára dóttir mín mér í fjósið að morgni nýársdags. Hún virtist GISLI GUÐMUNDSSON þó ekki taka þetta mjög alvarlega því að þetta var ekki það fyrsta sem hún vakti máls á er hún kom til mín í fjósið. Lái henni hver sem vill, 6 ára stúlku, sem í fyrsta sinn missir náinn ættingja. Þetta kom hins vegar sem köld vatnsgusa framan í mig þar sem hún sagði mér þetta svo blátt áfram. Reyndar vissi mað- ur hvert stefndi en dauðann er yfir- leitt erfitt að sætta sig við. Gísli Guðmundsson var á 91. ald- ursári er hann kvaddi þennan heim. Hann var sérstakur persónuleiki og um hann mætti nota mörg lýsingar- orð. Hann var duglegur með ein- dæmum og dró aldrei af sér meðan kraftar leyfðu. Frá bernskuárum minnist ég hans sem sívinnandi manns sem tók stutta matmáls- tíma. Þá sagði hann gjarnan sögur af gengnum samferðamönnum sín- um. Hnyttin tilsvör eða athuga- semdir þeirra þótti honum gaman að rifja upp og gat hann sjaldnast stillt sig um að skella upp úr er á söguna leið. Þá upplifði maður hans einstaka hlátur sem einkenndi hans líf svo mikið. Gísli hafði og umgengist skepnur mestallt sitt líf. Þar var hann á heimavelli því natni hans og þolin- mæði var til fyrirmyndar. Minnis- stætt er hvemig hann hugsaði um kindurnar sínar. Hvern einasta dag vetrar, ef viðraði til, rak hann þær að vatni til að brynna þeim og svo til beitar. Á meðan féð var á beit sópaði hann garða, rakaði ofan af taðinu í fjárhúsunum og bar síðan nýtt sallalag í kræmar. Með þessu móti hélt hann ánum ótrúlega hreinum enda var Gísli mikill snyrtimaður og vildi hafa hreint í kringum sig. Hann hafði sérstakt yndi af hest- um. Á yngri árum tamdi hann marga hesta, bæði fyrir sig og aðra. Hann fór oft í göngur á Miðfirð- ingaafrétt og þekkti þar vel til. Einnig fór hann margar ferðir á hestum í önnur héruð. T.d. Borgar- fjörð og Skagafjörð í ýmsum er- indagjörðum. Gísli var hjálpsamur og ávallt til- búinn að aðstoða fólk er til hans leitaði. Hann kunni einnig að meta og þakka það sem vel var gert í hans garð. Eftir á að hyggja finnst manni þó að meira hefði mátt hjálpa honum við ýmis störf. Sk- urðaslátturinn var eitt af þeim, en þetta starf innti hann nánast einn af hendi sumar eftir sumar. Sk- urðasláttur tíðkaðist ekki annars staðar hér í sveit í mínu minni, en þetta var liður í snyrtimennsku hans. Ekki var nóg með að slegið væri með orfi og ljá heldur þurfti að bera heyið upp á bakkann og þurrka það síðan. Þessi vinna óx okkur yngri mönnum í augum og gáfum við lítið fyrir þennan hey- skap. Gísli var mjög barngóður. Minn- ist ég þess er ég ungur drengur fékk að kúra hjá honum í rúmi hans og það þótti okkur báðum vænt um. Þegar við unnusta mín eignuðust svo okkar fyrsta barn, sem er stúlka, umgekkst hann hana eins og hann hefði gert við okkur systk- inin. Hann söng og kvað, spilaði og las. Þetta kunni hún vel að meta og býr enn að því. Sonur okkar, sem er yngri, fékk því miður ekki að njóta barngæsku Gísla eins mikið. Gísli kvartaði aldrei og ef fólk spurði hann hvernig honum liði var svarið ávallt: „Nú, bara nokkuð vel.“ Hann blés líka á allt tal um að illa væri búið að gamla fólkinu. Ef- laust má um það deila. Hins vegar held ég að hann hafi fengið góða umönnun nú síðustu ár, ekki síst hjá Onnu systur sinni, þar sem hann dvaldi mikið síðustu æviárin. Hún hugsaði svo vel um bróður sinn að til fýrirmyndar var. Síðustu mánuði dvaldi Gísli svo á Sjúkra- húsinu á Hvammstanga. Þar er góð aðstaða og starfsfólk þar á þakkir skildar fyrir hlýja og góða umönn- un. Góður Guð, ég þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast fóðurbróður mínum og nafna. Gísli G. Magnússon, Staðarbakka.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.