Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Tveggja tonna steypusíló féll á fdt manns Stáltáin bjargaði MAÐUR slapp með mar á rist þeg- ar tveggja tonna steypusíló losnaði úr festingum og féll á fót hans þar sem hann var við vinnu við nýja ál- verið á Grundartanga. Það sem bjargaði var að skór mannsins eru með stáltá. Þetta er fjórða vinnu- slysið við álversframkvæmdimar á einni viku. Slysið var tilkynnt til lögreglunn- ar í Borgamesi ld. 10 í gærmorgun. Einn verktakinn er að vinna við steypu á spennuvirki og vildi svo illa til að steypusíló féll úr tveggja metra hæð og lenti á fæti eins starfsmannsins. Sílóið er um tvö tonn að þyngd og olli ekki öðrum meiðslum en mari á rist mannsins þar sem hann var í skóm með stáltá sem gaf h'tið eftir. Handleggsbrotnaði í hálku Á miðvikudaginn var klemmdist maður við körfubíl, milli körfunnar og bílsins, og hlaut nokkur meiðsl af. Þá féll maður í grjótnámi en slasaðist ekki alvarlega og annar datt í hálku á vinnusvæðinu og tví- handleggsbrotnaði. Vinnueftirlitið á Akranesi hefur komið á staðinn ásamt lögreglunni í Borgamesi og tekið skýrslur. Milli 400 og 500 manns vinna nú fyrir ýmsa verktaka við álver Norð- uráls við Grundartanga. Að sögn lögreglunnar í Borgamesi hafa til þessa ekki orðið önnur vinnuslys við framkvæmdimar. Morgunblaðið/Ásdís Barist um boltann EKKI er algengt að böm og unglingar geti stundað að nota tækifærið eins og þessir krakkar, sem voru í boltaleiki úti við á þessum tíma árs. Því er um að gera fótbolta á Landakotstúni í gær. Nauta- kjötið hækkar í verði VERÐ á ungnautakjöti hækk- aði til bænda um 4% í byrjun ársins. Verð á kýrkjöti breytt- ist ekki og verð á kálfakjöti lækkaði um 4-14%. Búist er við að hækkunin leiði til 2Vz til 3% hækkunar á smásöluverði ung- nautakjöts. Samkvæmt upplýsingum Guðbjöms Árnasonar, fram- kvæmdastjóra Landssambands kúabænda, er verð á ungneyta- kjöti háð markaðsaðstæðum á hverjum tíma. Framboð og eft- irspurn hafa haldist í hendur síðastliðin þrjú ár. Hækkunin nú er hins vegar vegna vaxandi eftirspurnar og minnkandi framboðs. Breyttar aðstæður á mark- aðnum koma að sögn Guð- bjöms meðal annars fram í því að einn stór sláturleyfishafi býður bændum nú stað- greiðsluverð fyrir vel alin ung- naut og býður jafnframt for- gang að slátrun og samninga um föst viðskipti. Verð á ungnautakjöti lækk- aði á árinu 1994 en hefur frá árinu 1995 verið nánast óbreytt í krónutölu. Þrátt fyrir hækk- unina nú er verðið enn heldur lægra en var á árinu 1993. Guð- björn segir að á þessum ámm hafi kostnaður við framleiðslu nautakjöts hins vegar aukist um 7%. Farþegum í innanlandsflugi fjölgaði um 7% í fyrra Aukningin 12% eftir frelsi í flugi RÚMLEGA 27 þúsund fleiri far- þegar fóru um stærstu innan- landsflugvelli landsins á síðasta ári en 1996 samkvæmt bráða- birgðatölum frá Flugmálastjóm. Farþegafjöldinn var 394.580 og er það metár í farþegaflutningum í innanlandsflugi. Fjölgunin var 12% síðari hluta árs eftir að sam- keppni í innanlandsflugi kom til. Frjáls samkeppni hófst í inn- anlandsflugi um mitt síðasta ár. Fyrstu sex mánuði ársins fjölgaði farþegum um 2% en á síðari sex mánuðum ársins, þ.e. þegar sam- keppni hafði komið til, varð aukn- ingin um 12%. Miðað við allt árið fjölgaði farþegum um 7%. Aukning varð í farþegaflutn- ingum milli Reykjavíkur og flestra áætlunarstaða nema til Vestmannaeyja þar sem farþeg- um fækkaði um 4.840 sem er 12% samdráttur og til Bíldudals og Patreksfjarðar drógust flutning- ar saman um 14%. Aukningin var 29% á Sauðárkróki en um völlinn þar fóru alls 7.480 farþegar, 19% samanlangt á Egilsstöðum og Norðfirði en þar var farþega- fjöldinn 34.030, 12% í Reykjavík og fóru 207.640 farþegar um völl- inn en um Akureyrarflugvöll fóru 75.378 farþegar sem er 6% aukn- ing. Um Isafjörð að Þingeyri og Flateyri meðtöldum fóru 30.530 farþegar og stóð umferðin í stað. Mest aukning um Sauðár- krók eftir frelsið Sé litið til breytinga á farþega- fjölda eftir að samkeppnin kom til 1. júlí kemur i ljós að aukning- in varð 54% á Sauðárkróki, 27% á farþegafjölda um Egilsstaði/- Norðfjörð, 19% í Reykjavík, 7% á Akureyri, 2% á Bíldudal og Pat- reksfirði en 2% samdráttur varð á umferð um Isafjörð og ná- grenni og 12% færri farþegar fóru um Vestmannaeyjaflugvöll á síðari helmingi ársins. LÍÚ ætlar að boða verkbann frá og með 9. febrúar Vélstjórar íhuga frestun á verkfalli ENGINN árangur varð í gær af fundum hjá ríkissáttasemjara í deilu sjómannasamtakanna og Landssam- bands íslenskra útvegsmanna. Vél- stjórar eru að íhuga að fresta verk- falli fram að mánaðamótum, en boð- að verkfall þeirra átti að koma til framkvæmda 16. janúar. LÍÚ hefur ákveðið að undirbúa verkbann á þá sjómenn sem ekki taka þátt í verkfalli sjómannasam- takanna, sem boðað er 2. febrúar. Verkbannið mun taka gildi 9. febrú- ar. Það mun m.a. ná til sjómanna sem felldu verkfallsboðunina. Forystumenn Farmanna- og fiski- mannasambandsins segjast hafa bent á a.m.k. fjórar leiðir til lausnar deilunni um verðmyndun á fiski, en útgerðarmenn hafi hafnað þeim öll- um. Sjómenn segja að útgerðarmenn hafi ekki komið með neinar hug- myndir um lausn deilunnar. Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ, segir að útgerðarmenn muni aldrei fallast á að rjúfa tengsl veiða og vinnslu eins og sjómenn séu að fara fram á. Þeir hafni sömuleiðis kröfum um breyt- ingar á hlutaskiptum sem muni setja hlutaskiptakerfið í upjjnám. I Utveg- inum, fréttabréfi LÍÚ, er bent á það mikla tap sem loðnusjómenn verði fyrir komi til verkfalls. Á síðustu vertíð hafi laun á meðalgóðu loðnu- skipi eftir 34 daga veiði verið tæp- lega 900 þúsund hjá háseta, 1,3 milíj- ónir hjá yfirvélstjóra og 1. stýri- manni og 2,7 milljónir hjá skipstjóra. Síðan hafi verð á afurðum hækkað um allt að 30%. Það þýði að háseti á loðnuskipi tapi í hugsanlegu mánað- ar verkfalli rúmlega 1,1 milljón, vél- stjóri og stýrimaður 1,4 milljónum og skipstjóri 3,5 milljónum. Þessir fjármunir tapist því að stærstur hluti loðnunnar drepist eftir hrygningu. í Útveginum er einnig reiknað út hvað krafa vélstjóra um aukinn hlut þýðir. Útreikningarnir byggjast á launakönnun hjá 45 skipum. Niður- staðan var sú að meðallaun yfirvél- stjóra væru 695 þúsund á mánuði. Krafa um að hlutur vélstjóra færi upp í 1,75 þýddi að laun hans færu í 811 þúsund. Vélstjórar væru því að fara fram á að mánaðalaun þeirra hækkuðu um 116 þúsund. ■ Hvernig á að/32 Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli 10% söluaukning MIKIL aukning varð á vörusölu í verslunum Fríhafnarinnar á Kefla- Ukurflugvelli í fyrra eða um 10% frá árinu á undan. Alls voru seldar vörur fyrir 2.844 milljónir í fyrra, þar af nam sala í komuverslun á neðri hæð flugstöðv- arinnar 1.231 milijón. Sala á áfengi og tóbaki nam 834 milljónum, sala á tækjum 740 millj- ónum, á snyrtivörum 545 milljónum og sælgæti 417 milljónum. Hlutfallslega varð mest aukning á sölu fatnaðar og íþróttavara, leður- vara og leikfanga, eða um 25% Sú breyting varð um síðustu ára- mót að Fríhöfnin hætti að selja ýmsa vöruflokka, svo sem fatnað, úr, skartgripi og íþróttavörur. Hyggst fyrirtækið leggja áherslu á sölu á snyrtivörum og tækjum, til að vega upp sölutap. ■ Sala Fríhafnar/16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.