Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LEO JÓNASSON + Leó Jónasson frá Svanavatni fædd- ist í Hróarsdal í Hegranesi 28. mars 1904. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfírð- inga aðfaranótt 5. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jónas Jónsson og Lilja Jónsdóttir. Eig- inkona Leós var Sig- rfður Ámadóttir, f. 7. apríl 1905, d. 21. maí 1985. titför hans fer fram frá Sauðárkróks- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi. Ég þakka þér fyrir allt. Ég þakka þér fyrir móttökumar sem ég fékk þegar ég kom til þín 1952. Þú varst að vísu ekld heima þegar ég kom en þegar þú komst inn í eldhúsið á Svanavatni og horfðir á mig þar sem ég sat við eldhúsborðið og umvafðir mig þessu öryggi og þeirri hlýju sem einkenndi allt okkar samband upp frá því, þá varð við- skilnaðurinn við foreldra og systkini ekki lengur neitt óyfirstíganlegur. Ég gleymi aldrei stóru öruggu hönd- unum, sem leiddu mig eða greiddu á mér hárið sem enginn annar mátti greiða. Eða koss á kinn á kvöldin og þakklæti sem fylgdi eftir erilsama daga. Síðast en ekki síst vil ég þakka þér alla þá aðstoð og kærleikann sem þú auðsýndir mér og bömunum mínum eftir fráfall Kristófers. Sigriður Herdís Leósdóttir. (Sigga Dísa.) Elsku afi, nú þegar þú ert dáinn hrúgast upp minningar frá æskuárunum, hvað það var alltaf gott að koma tO ykkar ömmu, þið voruð svo frábær saman, þó ólík væruð. Allt sem þið bjugguð til í sameiningu til þess að fegra heimilið og gera það vistlegt var hreint listaverk. Pað var kannski ekki undarlegt þó þú vildir ekki yfirgefa þetta lifandi, en fyrir rest varðstu samt að láta undan, en ótrúlega lengi varstu samt heima. Hjartans þökk fyrir allt sem þið amma gerðuð fyrir mig og mína fjölskyldu. Bestu þakkir. Brynja Ingimundardóttir. Elsku afi. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, síini 551 9090 Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Brynja, Björn, Hilm- ar Freyr og Sverrir Leó. Mig langar til þess að kveðja hann Leó minn með nokkrum orðum. Það er margt skrítið í þessum heimi. Upphaf kynna okkar Leós voru miklum tilviljunum háð. Ég var ungur strákpolli í blokk í Reykjavík en Leó bóndi á Svanavatni í Skaga- firði. Foreldrum mínum fannst til- valið að koma frumburði sínum í kynni við sveitalífið. Nágranni okk- ar vann við lagningu raflína um landið. Arið 1961 vann hann við rafl- íunulögn í Rípurhreppi og setti hann niður rafmagnsstaura í túnið hjá Leó. Þessi maður benti foreldr- um mínum á að tala við Leó og Sig- ríði á Svanavatni. Ég var á níunda ári þegar ég og fjölskylda mín renndum í fyrsta sinn í hlaðið á Svanavatni. Sama dag fóru foreldrar mínir og ég var einn eftir í fyrsta sinn hjá bláókunnugu fólki. Fyrstu nóttina var ég frekar lítill í mér og lá andvaka þar til ég skreið upp í rúm- ið til húsráðenda og svat þar vel sem eftir liði nætur. Upp frá því kunni ég ávallt vel við mig á Svanavatni hjá Sigríði, Leó og Siggu Dísu, dóttur þeirra. Alls var ég hjá þeim sem kaupamaður í þrjú sumur. Leó var mikill búmaður, harðdug- legur og alltaf í góðu skapi og geisl- aði af honum lífsgleðin. Hann var fjárglöggur, hestamaður mikill og dýravinur. Aldrei heyrði ég hann byrsta sig né hallmæla nokkrum manni. Hann las mikið og var fróð- ur mjög um ýmis innlend og erlend málefni, enda var lestrarfélag Ríp- urhrepps á Svanvatni. Hin síðari ár þegar hann kom til Reykjavíkur á leið sinni til Siggu Dísu á Selfossi, gisti hann ævinlega hjá foreldrum mínum og var þar aufúsugestur. Hann skipti aldrei skapi og var alla ævi sami fjörkálfurinn og heim- spekingurinn. A sumrin kom ég, kona mína og böm ávallt við hjá Leó þegar við vorum á ferð um Skagafjörðinn. Eitt sumarið er við komum við hjá Leó var hann nýbú- inn að kaupa íslensku sálfræðibók- ina, sem var mikill doðrantur. Leó var á kafi að kynna sér efni hennar, en sagðist hafa byrjað á að lesa um gamlingjana, síðasta kafla bókar- innar, því þeim hluta bókarinnar væri hann kunnastur, síðan ætlaði hann að snúa sér að ungviðinu. Þegar ég talaði við Leó síðast símleiðis, sagði hann að honum liði vel, að vísu væri hann frekar lélegur að neðan, en hausinn væri væntan- lega í lagi. Svo hló Leó sínum glað- væra hlátri. Ég, fjölskylda mín og foreldrar sendum innilegar samúðarkveðjur til Siggu Dísu og annarra ættingja. Magnús Bjöm Jónsson. ,AUtaf sól á Svanavatni.“ - „AUir eiga að vera góðir.“ Þetta eru þær + Eiginmaður minn, KARL BÁRÐARSON húsgagnabólstrari, Hjailalandi 22, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 6. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Óiöf Jónsdóttir. setningar sem ég man einna best úr munni Leós og var hann þó spakur maður á margan hátt og orðheppinn ef hann vildi. Þær lýsa líka einstöku geðslagi hans og gleði yfir að vera til einmitt á þessum stað á jarðar- kringlunni. Betri sveit en Hegra- nesið var óhugsandi, betri jörð en Svanavatn áreiðanlega ekki til. Veðrið skipti ekki máli, heldur and- rúmsloftið í fólkinu. Hafi Leó á ein- hverjum vettvangi átt það til að skipta skapi fór það framhjá mér sem bami og þau sex sumur sem ég var í sveit hjá þeim Sigríði á árun- um 1965-1970 man ég aðeins einu sinni eftir því að hann reiddist. Þá hafði gleymst að sækja kýmar. Skyldurækni og samviskusemi vora dyggðir sem þau Sigríður lögðu ríka áherslu á, enda var krökkum sem aldur höfðu til þess haldið að vinnu alla virka daga sem viðraði og ef rigndi eftir að sláttur hófst var gert við girðingar með undraverðum strekkjara sem mér verður oft hugsað til. I minningunni er ekkert yndislegra en að vera niðri á túni og raka á eftir múgavélinni, hjálpa til við að binda bólstra, elta sleðann heim, troða undir bita í hlöðunni, jafnvel að finna bleytuna og fýluna úr heyinu sem fyrir var. Leó óbifan- legur á gæmnni í traktorssætinu - Massey Ferguson - Sigríður óskeik- ul inni að undirbúa matartíma eða kaffitíma. Það sem ekki rifjast upp! Maðurinn með stálhnefana - Jack Barr - og aðrar bækur úr bókasafni sveitarinnar, sem Sigríður gætti. Rykkom í lofti sem englar. Silfur- skotturnar. Útvarpið stóra á hill- unni fyrir ofan beddann við glugg- ann sem Bjami hélt að myndi detta ofan á sig af því hann hafði höfuð- kúpubrotnað. Síminn: tvær langar og tvær stuttar. Grjóthrúgumar sem við týndum úr flaginu. Pakk- amir að sunnan með appelsínugul- um og bleikum djúsflöskum úr plasti sem breyttust í borðlampa, sárafáar ferðir á Krókinn með Siggu Dísu á 115 niður óralanga brekku sem ég held að sé ekki lengur til. Einu sinni fór ég út úr sveitinni í réttir, en það átti ekki við. Svanavatn var ekki í Skagafirði heldur var það bara Svanavatn og fjöllin sem sáust af hlaðinu og sjö eða níu kirkjur hétu ekki neitt. Tindastóll, Drangey, Málmey, Þórðarhöfði og Glóðafeykir era einu ömefnin sem ég man eftir að væm höfð á orði, fyrir utan bæja- nöfn í sveitinni og nokkur úti á Skaga. Kannski era það ýkjur, en sumarbömin lifðu í lokuðum heimi, að minnsta kosti þau yngri, þar sem vora Sigríður og Leó, Sæa litla á Hegrabjargi og fólkið þar, Spori og kýmar, kisur og kettlingar, heima- lingar og rollur sem sóttu í túnið. Klöppin fyrir ofan fjárhúsin dugði sem leiksvæði og þar áttum við okk- ar eigin bú eins og þúsundir ann- arra bama. Umsvifin náðu ekki út fyrir girðingu nema þegar berin vora sprottin. Og nú er ekki gott til þess að hugsa að eiga aldrei framar eftir að renna í hlað og finna Leó í eldhúsinu eða heyra til hans í morg- unsárið bjástra við hafragrautinn og súra slátrið fyrir mig og syni mína. Skemman hranin, fjárhúsin hrunin - hver veit nema bæjarhúsin séu hranin fyrst Leó kemur ekki aftur. Sjálfur er hann örugglega feginn, enda býsna langt síðan hann fór að hafa á orði að hann hlakkaði til að hitta Sigríði fyrir handan. Vonandi gerðist það. Blessuð sé minning þeirra beggja. Már Jónsson. í byrjun aldarinnar, sem nú er senn á enda rannin, var margt með ólíkum hætti og nú tíðkast. Draum- urinn um forræði þjóðarinnar í eigin málum og síðan sjálfstæði var hvati til framfara á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Stofnuð vora ungmennafélög víða um land til þess að efla þor og dug æskunnar, og þessi ungmenna- félagsandi sveif yfir vötnunum. Við sem voram að vaxa úr grasi á þriðja og fjórða tug aldrarinnar urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að verða snortin af þessum anda og tilbúin að leggja þar hönd á plóginn, hvert með sínum hætti eftir hæfni og getu. Það er bjart í minningunni yfir þessum æskudögum heima í Skaga- firði, og þeir koma mér í hug þegar ég minnist frænda míns, Leós Jón- assonar, bónda á Svanavatni, sem andaðist á fyrstu dögum þessa ný- byijaða árs, hátt á 94. aldursári. Leó var fæddur í Hróarsdal í Hegranesi 28. mars 1904, sonur hjónanna Jónasar Jónssonar, bónda þar, og Lilju Jónsdóttur, síðustu konu hans. Hann ólst upp í stórum systkinahóp þar sem hann var um miðja aldursröð 12 alsystk- ina. Leó var, eins og sagt er, vel af Guði gjörður, bæði til sálar og lík- ama, meðalmaður að hæð, en sam- an rekinn og ramur að aflí, jarpskolhærður, með móbrún augu, vel á sig kominn, fríður sýn- um og hinn karlmannlegasti. Góð- um gáfum gæddur, glaðsinna, mál- snjall og rökfastur á mannfundum og ódeigur að viðra skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Enn er mér sem í fersku minni hve inni- KRISTJANA S.G. SVEINSDÓTTIR + Kristjana S.G. Sveinsdóttir fæddist á Þingeyri við Dýra- Qörð 21. september 1916. Hún lést 5. desember siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akur- eyrarkirkju 11. desember. Til elsku ömmu. Hún fæddist fyrir vestan í Dýra- firðinum og ólst þar upp. Fullorðin kona kom hún í Eyjafjörðinn og átti þar heima. Árið 1978 flytur hún í Laxagötu 2 þar sem hálfsárs stubb- ur bjó með mömmu sinni og pabba. Ég var bamið sem naut þeirra forréttinda að vera eina bamið á heimilinu í 18 ár, þá fæddist litli bróðir, sem svo stuttan tíma fékk að njóta samvera hennar. Lengi var amma búin að bíða eftir lítilli Jönu, og loks er hún hélt að hún væri á leiðinni var henni sagt að það væri strákur sem von væri á og sætti hún sig við að þar kæmi lítill Jens. Hún var alla ævi bam í hjarta og bömin hændust að henni. Hún gat setið á gólfinu og leikið í bíla- eða kubbaleik. Litað með smáfólkinu, skoðað myndir, lesið sögur eða kvæði. Æi leyfið honum hitt og þetta heyrðist oft. Hún átti svo bágt með að banna það sem þau langaði að gera. Hún sótti skemmtanir hjá gamla fólkinu og lifði þar upp barnæsku sína við leik og dans, eins var hún dugleg að ferðast meðan hún gat, og alltaf fannst henni mjög gaman. Hún réri og Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segin I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í miðviku- dags-, ftmmtudags-, fostudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er út- runninn eða eftir að útfðr hefúr far- ið fram, er ekki unnt að lofa ákveðn- um birtingardegi. lega hann gladdist og fagnaði þeg- ar Framsóknarflokkurinn vann bæði þingsætin í Skagafirði í al- þingiskosningunum 1937. Nokkuð var það árvisst að laga þyrfti veginn í Nesinu á hverju vori. Þá var Leó þar jafnan verkstjóri, og minnist ég þess hve laginn hann var að halda okkur strákunum að verki og hvetja okkur til dáða með haka og skóflu að vopni langan og strang- an vinnudag. Samt sem áður gátum við stundum ólmast og flogist á í kaffitímanum, því það var oftast svo ákaflega gaman að lifa á þessum ár- um. Ungmennafélagið „Hegri“ starfaði þá af allmiklum þrótti og hélt málfundi reglulega að vetrinum. Félagið fékk landspildu, sem var í eigu ríkisins, til ræktunar, þar sem þurfti að handgrafa skurði til fram- ræslu og girða landið. Ennfremur var stundum farið í heyskap á ey- lendinu einhverja síðsumarhelgi til fjáröflunar fyrir ungmennafélagið. Þá var unnið að kappi og oft glatt á hjalla. Allt var þetta að sjálfsögðu unnið í þegnskyldu af félögunum og þar lét Leó ekki sinn hlut eftir liggja. Á þessum áram keypti hann ásamt systur sinni og mági jörðina Vatnskot í Hegranesi, og stoftiuðu þau þar nýbýlin Hegrabjarg og Svanavatn þar sem Leó síðan átti heima til æviloka. Þegar Leó var um fertugt kvænt- ist hann ekkjunni Sigríði Sigurlínu Ámadóttur frá Mallandi. Þau eign- uðust ekki böm saman, en kjördótt- ir þeirra er Sigríður Herdís Leós- dóttir, bróðurdóttir Sigríðar, sem þau ólu upp frá bamsaldri. Leó missti konu sína árið 1985, og eftir það var hann einbúi, en hafði þá jafnan unglinga sér til aðstoðar um heyskapartímann. Eftir að heilsan tók að biia fyrir alvöra hætti hann búskap að mestu, og systurdætur hans að Hegrabjargi litu til með honum. Það var gaman að ræðá við Leó, því hann var minnugur og fjölfróður og hafði frá mörgu að segja. Síðast- liðið sumar dvaldist Leó um tíma á Sjúkrahúsi Reykjavíkur til rann- sókna. Þar bar fundum okkar síðast saman. Hann var þá hress og kátur að vanda og æðralaus þrátt fyrir að erfiðir sjúkdómar og elli kerling sæktu fast að honum. Næst þegar ég ætlaði að heimsækja harrn þang- að, frétti ég að hann væri kominn heimleiðis. Með hrærðum huga þakka ég Ijúf- ar minningar og sendi vandamönn- um samúðarkveðjur. Sigmar Hróbjartsson. rambaði upp á gamla mátann og naut ég þess ríkulega sem var einn svo lengi. Garðsvíkurbömin voru líka eins og hennar bama- börn , ekki síst „litli húsbóndinn" hann Jón Aki. Síðustu mánuðina dvaldi amma á elliheimilinu Skjaldarvík og við heimsóttum hana vikulega, svo hún gæti fylgst með litla bróður, sem þrátt fyrir að geta helst aldrei stoppað átti alltaf tíma til að kyssa ömmu sína og faðma. Við erum þakklátir fyrir allar stundimar sem við áttum með henni og að hún skyldi fá að halda andlegri reisn, þótt líkaminn væri farinn að láta sig. Við þökkum henni fyrir allt sem hún var okkur og vit- um að hún fylgist með okkur. Við kveðjum með einu af uppáhaldsljóð- unum hennar. í b(júgri bæn, og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Eg leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í bijósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Friðrik Baldur Gunnbjöms- son og Jens Sigmundur Esra Gunnbjörasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.