Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 49 ' Geng’ið á reka á suð- urströnd Reykja- nesskagans ÚTIVIST stóð sl. vetur fyrir rað- göngu meðfram vesturströnd Reykjanesskagans. Með raðgöng- unni var minnt á þann þátt í dag- legu lífi þeiiTa sem bjuggu við sjáv- arsíðuna að ganga með sjónum og kanna hvort hann hefði skolað ein- hverju nýtanlegu að landi og þá sérstaklega eftir sterka hafátt og stórstraumsflæði. Á morgun, sunnudaginn 11. jan- úar, verður þetta tekið upp að nýju og gengið á reka á suðurströnd Reykjanesskagans í fyrstu göngu- ferð af sjö sem farnar verða hálfs- mánaðarlega í vetur. Að þessu sinni verða teknir fyrir rekar ákveðinna jarða og þeir gengnir í fylgd staðkunnugra heimamann og með leyfí jarðeigenda. í gönguferð- unum sem hefjast og enda við bæ- ina eða bæjarstæðin verða rifjaðir upp atburðir er tengjast svæðun- um og þjóðtrú og rekinn og lífríki fjörunnar skoðað. Nesti verður tekið upp við lítið fjörubál ef veður leyfir og land jarðanna kannað eft- ir því sem tími leyfir en gönguferð- in tekur 3-4 tíma. Brottför er frá Umferðarmið- stöðinni kl. 10.30, stansað við Bita- bæ í Garðabæ og Sjóminjasafnið í Hafnarfirði og kl. 11.15 við Fitja- nesi í Reykjanesbæ og kl. 11.45 við F esti í Grindavík. Námskeið um ævintýraleiki NÁMSKEIÐIÐ Leikurinn öfi- ugt boðunartæki verður haldið í Biblíuskólanum við Holtaveg laugardaginn 17. janúar kl. 13-18. Viðfangsefni námskeiðsins er leikurinn, möguleikar og samhengi leiksins í starfi og boðun. Sérstaklega verður fjallað um ævintýraleiki og þátttakendur leysa verkefni og vinna hugmyndavinnu sem tengist viðfangsefninu. Nám- skeiðið ætti sérstaklega að nýt- ast öllum sem vilja koma með nýjan tón í kristilegt æskulýðs- starf en er öllum opið. Kennari er Henning Emil Magnússon. Námskeiðsgjald er 1.500 kr. Innritun fer fram á skrifstofu skólans kl. 10-17 alla virka daga og lýkur fimmtudaginn 15. janúar. Kennsla fer fram í aðalstöðv- um KFUM og KFUK við Holtaveg. Málfræðifyrir- lestur í HI DR. PETER Svenonius, dósent við Háskólann í Troms0, flytur opin- beran fyrirlestur í boði hetaspeki- deildar Háskóla íslands og íslenska málfræðifélagsins þriðjudaginn 13. janúar kl. 17.15 í stofu 311 í Árna- garði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið „The Syntax of Cleft Constructions in Scandinavi- an“. Peter Svenonius er Bandaríkja- maður af skandinavískum ættum og hefur verið dósent við enskudeild Háskólans í Troms0 undanfarin ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir rannsóknir sínar á setningafræði norrænna mála, flutt fyrirlestra á ráðstefnum og birt greinar í rit- rýndum tímaritum. Fyrirlesturinnn er öllum opinn og eru málfræðingar og aðrir áhuga- menn hvattir til að koma, segir í fréttatilkynningu. FRÉTTIR Fræðslukvöld um þroska- frávik í TILEFNI af Alþjóðlegum geð- heilbrigðisdegi hinn 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starfsfólki bama- og unglingageð- deildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Fræðslukvöldin bera yfirskrift- ina: Hegðun, tilfmningar og þroski - Hefur þú áhyggjur af barninu þínu? Efni þeirra hefur verið skipt í þemu, þannig fjalla fyrstu kvöldin um geðheilsu barna, næst verður tekið fyrir geðheilsa ungbama og að lokum verður fjallað um geð- heilsu unglinga. Næsta fræðslukvöld verður nk. mánudagskvöld 12. janúar kl. 20 á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, Dalbraut 12. Efni kvöldsins verður Þroskafrávik og námserfiðleikar barna sem Mál- fríður Lorange sálfræðingur og Ragna Freyja Karlsdóttir sérkenn- ari sjá um. Spurningar frá þeim sem sækja fræðsluna verða vel þegnar. Aðgangur að fræðslu- kvöldunum er ókeypis. Boðið verð- ur upp á kaffíveitingar. FRÁ afhendingu gjafanna. Morgunblaðið/Silli Afhentu peningagjafir Húsavík. Morgunblaðið. Fiskiðjusamlag Húsavíkur færði á dögunum Starfsmannafélagi Fiskiðjusamlagsins, Björgunar- sveitinni Garði og Leikfélagi Húsavíkur 100.000 kr. hverju að gjöf. í máli Einars Svanssonar fram- kvæmdastjóra kom fram að Fisk- iðjusamlag Húsavíkur vildi virða það góða samstarf sem það hafi átt í 50 ár við bæjarbúa því starf- semi þess hafi og sé mjög samof- in sögu Húsavíkur. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að færa þessum þremur félagasamtökum á Húsvík peningagjöf til staðfest- ingar á virtu samstarfi og til styrktar starfsemi félaganna. Ferðastyrkir Letterstedtska sjóðsins ÍSLANDSDEILD Letterstedtska sjóðsins veitir ferðastyrki á árinu 1998 til íslenskra vísinda- og fræðimanna sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu í rannsóknar- skyni. Ekki er um eiginlega náms- styrki að ræða heldur koma þeir einir til greina sem lokið hafa námi en hyggja á frekari rann- sóknir eða þekkingarleit á starfs- sviði sínu svo sem við rannsóknir á vísinda- og fræðastofnunum eða með þátttöku í fundum eða ráð- stefnum. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um tilgang ferðar skal senda til ritara íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins, Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar, Þjóðminjasafni Islands, Suður- götu 41, Reykjavík, fyrir 1. mars 1998. Veitir hann einnig nánari upplýsingar. Gigtarfélagið efnir til nám- skeiða Á VORMISSERI 1998 mun Gigtarfé- lag Islands standa fyrir nokkrum námskeiðum. Læknar, sjúkraþjálfar- ar og iðjuþjálfar munu íjalla um ákveðna gigtarsjúkdóma, líkamsvit- und og slökunarsjúkdóma. Líkamsvitundamámskeið hefst í lok janúar. Leiðbeinandi verður Hulda B. Hákonardóttir, sjúkraþjálf- ari og mun hún fjalla um líkamsvitund og sjálfsfyrkingu. Námskeiðið verður tíu mánudaga kl. 15-17 og byrjar 19. janúar 1998. Onnur námskeið á vormisseri verða: Iktsýkisnámskeið (liðagigt) í lok janúar. Gigtarlæknir, sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi munu fjalla um iktsýki og meðhöndlun hennar. Slitgigtamámskeið í febrúar. Helgi Jónssonar gigtarlæknir, Ema Am- þórsdóttir sjúkraþjálfari og Unnur Al- freðsdóttir iðjuþjálfi munu fjalla um slitgigt og leiðir til bættrar heilsu. Einnig stendur til að fá bæklunar- lækni til að fjalla um aðgerðir vegna siitgigtar. Vefjagigtamámskeið í byijun mars. Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari mun fjalla um vefjagigt og leiðir til bættrar heilsu. Námskeiðið verður þrjú mánudagskvöld kl. 20-22. Slökunamænskeið í lok mars. Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir sjúkra- þjálfari mun fjalla um orsakir streitu og hvað sé til ráða. Áhersla verður lögð á að finna muninn á spennu og slökun og fer Ragnheiður í gegnum mismunandi slökunaraðferðir. Nám- skeiðið verður þijú mánudagskvöld kl. 20-22. Markmið námskeiðanna er að byggja gigtarfólk upp en vitneskja um eigin sjúkdóm og hvað hægt sé að gera sjálfur í baráttunni við gigtina er lykilatriði fyrir gigtarsjúklinga. LEIÐRÉTT Minningargrein í BLAÐINU í gær var nafni Magnúsar E. Finnssonar ofaukið í undirskrift minningargreinar um Svanfríði Jónsdóttur, greinina skrifaði Guðmunda Helgadóttir. Rangt föðurnafn RANGT var farið með fóðurnafn Armanns Kr. Ólafssonar í frétt í blaðinu í gær um prófkjör sjálf- stæðismanna í Kópavogi. Velvirð- ingar er beðist á mistökunum. Röng mynd í MORGUNBLAÐINU í gær, . fóstudaginn 9. janúar, blaðsíðu 38, er birt grein eft- ir Þurðíði Árna- dóttur, lækni, sem hefur yfir- skriftina: Leik- reglur í stríði. Með greininni birtist röng höf- undarmynd. Rétt mynd birt- lSt her Og nu. Árnadóttir Viðkomendur eru beðnir velvirðingai- á þessum mistökum. Nöfn flytjenda vantaði í INNGANGI að dómi um tónleika á Kjarvalsstöðum sem birtist í blaðinu s.l. föstudag láðist að geta flytjenda. Þeir voru Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Sigurður I. Snorrason klarínetta, og Bryn- dís Halla Gylfadóttir, selló. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. ■ Leikendur: Steinunn Olma Þorsteinsdóttír / Sigrún Waage, Orn Arnason, Arnar Jónsson, Haildóra Björnsdottir, Ragnheibur Steindórsdóttir, Anna KrÍstin Arngrimsdóttir, Valur Freyr Einorsson Gisli Rúnar Jónsson ^ jjj1 ÞýSing og söngtextar: Þórarirm Eídjcrn týsing: Egill ingibergsson leikmyncí og búningar: Sigurjón Jóhonnsson Tónlist: Johann G. Johormsscn xrí H'joð. Svemn Kicirtansson Dansar: Hony Hadaya Leikstjori: Kolbrún Hollclorsdoftir MÖDLE MODLEiKHUSlÐ ALHL0A TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Verðlaunagetraun á vefsíðu www.islandia.is/kerfisthoun KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.