Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 49

Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 49 ' Geng’ið á reka á suð- urströnd Reykja- nesskagans ÚTIVIST stóð sl. vetur fyrir rað- göngu meðfram vesturströnd Reykjanesskagans. Með raðgöng- unni var minnt á þann þátt í dag- legu lífi þeiiTa sem bjuggu við sjáv- arsíðuna að ganga með sjónum og kanna hvort hann hefði skolað ein- hverju nýtanlegu að landi og þá sérstaklega eftir sterka hafátt og stórstraumsflæði. Á morgun, sunnudaginn 11. jan- úar, verður þetta tekið upp að nýju og gengið á reka á suðurströnd Reykjanesskagans í fyrstu göngu- ferð af sjö sem farnar verða hálfs- mánaðarlega í vetur. Að þessu sinni verða teknir fyrir rekar ákveðinna jarða og þeir gengnir í fylgd staðkunnugra heimamann og með leyfí jarðeigenda. í gönguferð- unum sem hefjast og enda við bæ- ina eða bæjarstæðin verða rifjaðir upp atburðir er tengjast svæðun- um og þjóðtrú og rekinn og lífríki fjörunnar skoðað. Nesti verður tekið upp við lítið fjörubál ef veður leyfir og land jarðanna kannað eft- ir því sem tími leyfir en gönguferð- in tekur 3-4 tíma. Brottför er frá Umferðarmið- stöðinni kl. 10.30, stansað við Bita- bæ í Garðabæ og Sjóminjasafnið í Hafnarfirði og kl. 11.15 við Fitja- nesi í Reykjanesbæ og kl. 11.45 við F esti í Grindavík. Námskeið um ævintýraleiki NÁMSKEIÐIÐ Leikurinn öfi- ugt boðunartæki verður haldið í Biblíuskólanum við Holtaveg laugardaginn 17. janúar kl. 13-18. Viðfangsefni námskeiðsins er leikurinn, möguleikar og samhengi leiksins í starfi og boðun. Sérstaklega verður fjallað um ævintýraleiki og þátttakendur leysa verkefni og vinna hugmyndavinnu sem tengist viðfangsefninu. Nám- skeiðið ætti sérstaklega að nýt- ast öllum sem vilja koma með nýjan tón í kristilegt æskulýðs- starf en er öllum opið. Kennari er Henning Emil Magnússon. Námskeiðsgjald er 1.500 kr. Innritun fer fram á skrifstofu skólans kl. 10-17 alla virka daga og lýkur fimmtudaginn 15. janúar. Kennsla fer fram í aðalstöðv- um KFUM og KFUK við Holtaveg. Málfræðifyrir- lestur í HI DR. PETER Svenonius, dósent við Háskólann í Troms0, flytur opin- beran fyrirlestur í boði hetaspeki- deildar Háskóla íslands og íslenska málfræðifélagsins þriðjudaginn 13. janúar kl. 17.15 í stofu 311 í Árna- garði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið „The Syntax of Cleft Constructions in Scandinavi- an“. Peter Svenonius er Bandaríkja- maður af skandinavískum ættum og hefur verið dósent við enskudeild Háskólans í Troms0 undanfarin ár. Hann hefur getið sér gott orð fyrir rannsóknir sínar á setningafræði norrænna mála, flutt fyrirlestra á ráðstefnum og birt greinar í rit- rýndum tímaritum. Fyrirlesturinnn er öllum opinn og eru málfræðingar og aðrir áhuga- menn hvattir til að koma, segir í fréttatilkynningu. FRÉTTIR Fræðslukvöld um þroska- frávik í TILEFNI af Alþjóðlegum geð- heilbrigðisdegi hinn 10. október sl. sem helgaður var málefnum barna með geðheilsuvanda var ákveðið af starfsfólki bama- og unglingageð- deildar Landspítalans að bjóða upp á fræðslu til almennings tíunda hvers mánaðar í tíu skipti. Fræðslukvöldin bera yfirskrift- ina: Hegðun, tilfmningar og þroski - Hefur þú áhyggjur af barninu þínu? Efni þeirra hefur verið skipt í þemu, þannig fjalla fyrstu kvöldin um geðheilsu barna, næst verður tekið fyrir geðheilsa ungbama og að lokum verður fjallað um geð- heilsu unglinga. Næsta fræðslukvöld verður nk. mánudagskvöld 12. janúar kl. 20 á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, Dalbraut 12. Efni kvöldsins verður Þroskafrávik og námserfiðleikar barna sem Mál- fríður Lorange sálfræðingur og Ragna Freyja Karlsdóttir sérkenn- ari sjá um. Spurningar frá þeim sem sækja fræðsluna verða vel þegnar. Aðgangur að fræðslu- kvöldunum er ókeypis. Boðið verð- ur upp á kaffíveitingar. FRÁ afhendingu gjafanna. Morgunblaðið/Silli Afhentu peningagjafir Húsavík. Morgunblaðið. Fiskiðjusamlag Húsavíkur færði á dögunum Starfsmannafélagi Fiskiðjusamlagsins, Björgunar- sveitinni Garði og Leikfélagi Húsavíkur 100.000 kr. hverju að gjöf. í máli Einars Svanssonar fram- kvæmdastjóra kom fram að Fisk- iðjusamlag Húsavíkur vildi virða það góða samstarf sem það hafi átt í 50 ár við bæjarbúa því starf- semi þess hafi og sé mjög samof- in sögu Húsavíkur. Því hafi stjórn félagsins ákveðið að færa þessum þremur félagasamtökum á Húsvík peningagjöf til staðfest- ingar á virtu samstarfi og til styrktar starfsemi félaganna. Ferðastyrkir Letterstedtska sjóðsins ÍSLANDSDEILD Letterstedtska sjóðsins veitir ferðastyrki á árinu 1998 til íslenskra vísinda- og fræðimanna sem ferðast vilja til Norðurlanda á árinu í rannsóknar- skyni. Ekki er um eiginlega náms- styrki að ræða heldur koma þeir einir til greina sem lokið hafa námi en hyggja á frekari rann- sóknir eða þekkingarleit á starfs- sviði sínu svo sem við rannsóknir á vísinda- og fræðastofnunum eða með þátttöku í fundum eða ráð- stefnum. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um tilgang ferðar skal senda til ritara íslandsdeildar Letterstedtska sjóðsins, Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar, Þjóðminjasafni Islands, Suður- götu 41, Reykjavík, fyrir 1. mars 1998. Veitir hann einnig nánari upplýsingar. Gigtarfélagið efnir til nám- skeiða Á VORMISSERI 1998 mun Gigtarfé- lag Islands standa fyrir nokkrum námskeiðum. Læknar, sjúkraþjálfar- ar og iðjuþjálfar munu íjalla um ákveðna gigtarsjúkdóma, líkamsvit- und og slökunarsjúkdóma. Líkamsvitundamámskeið hefst í lok janúar. Leiðbeinandi verður Hulda B. Hákonardóttir, sjúkraþjálf- ari og mun hún fjalla um líkamsvitund og sjálfsfyrkingu. Námskeiðið verður tíu mánudaga kl. 15-17 og byrjar 19. janúar 1998. Onnur námskeið á vormisseri verða: Iktsýkisnámskeið (liðagigt) í lok janúar. Gigtarlæknir, sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi munu fjalla um iktsýki og meðhöndlun hennar. Slitgigtamámskeið í febrúar. Helgi Jónssonar gigtarlæknir, Ema Am- þórsdóttir sjúkraþjálfari og Unnur Al- freðsdóttir iðjuþjálfi munu fjalla um slitgigt og leiðir til bættrar heilsu. Einnig stendur til að fá bæklunar- lækni til að fjalla um aðgerðir vegna siitgigtar. Vefjagigtamámskeið í byijun mars. Sigrún Baldursdóttir sjúkraþjálfari mun fjalla um vefjagigt og leiðir til bættrar heilsu. Námskeiðið verður þrjú mánudagskvöld kl. 20-22. Slökunamænskeið í lok mars. Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir sjúkra- þjálfari mun fjalla um orsakir streitu og hvað sé til ráða. Áhersla verður lögð á að finna muninn á spennu og slökun og fer Ragnheiður í gegnum mismunandi slökunaraðferðir. Nám- skeiðið verður þijú mánudagskvöld kl. 20-22. Markmið námskeiðanna er að byggja gigtarfólk upp en vitneskja um eigin sjúkdóm og hvað hægt sé að gera sjálfur í baráttunni við gigtina er lykilatriði fyrir gigtarsjúklinga. LEIÐRÉTT Minningargrein í BLAÐINU í gær var nafni Magnúsar E. Finnssonar ofaukið í undirskrift minningargreinar um Svanfríði Jónsdóttur, greinina skrifaði Guðmunda Helgadóttir. Rangt föðurnafn RANGT var farið með fóðurnafn Armanns Kr. Ólafssonar í frétt í blaðinu í gær um prófkjör sjálf- stæðismanna í Kópavogi. Velvirð- ingar er beðist á mistökunum. Röng mynd í MORGUNBLAÐINU í gær, . fóstudaginn 9. janúar, blaðsíðu 38, er birt grein eft- ir Þurðíði Árna- dóttur, lækni, sem hefur yfir- skriftina: Leik- reglur í stríði. Með greininni birtist röng höf- undarmynd. Rétt mynd birt- lSt her Og nu. Árnadóttir Viðkomendur eru beðnir velvirðingai- á þessum mistökum. Nöfn flytjenda vantaði í INNGANGI að dómi um tónleika á Kjarvalsstöðum sem birtist í blaðinu s.l. föstudag láðist að geta flytjenda. Þeir voru Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Sigurður I. Snorrason klarínetta, og Bryn- dís Halla Gylfadóttir, selló. Beðist er velvirðingar á þessum mistök- um. ■ Leikendur: Steinunn Olma Þorsteinsdóttír / Sigrún Waage, Orn Arnason, Arnar Jónsson, Haildóra Björnsdottir, Ragnheibur Steindórsdóttir, Anna KrÍstin Arngrimsdóttir, Valur Freyr Einorsson Gisli Rúnar Jónsson ^ jjj1 ÞýSing og söngtextar: Þórarirm Eídjcrn týsing: Egill ingibergsson leikmyncí og búningar: Sigurjón Jóhonnsson Tónlist: Johann G. Johormsscn xrí H'joð. Svemn Kicirtansson Dansar: Hony Hadaya Leikstjori: Kolbrún Hollclorsdoftir MÖDLE MODLEiKHUSlÐ ALHL0A TOLVUKERFI HUGBUNAÐUR FYRIRWINDOWS Verðlaunagetraun á vefsíðu www.islandia.is/kerfisthoun KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.