Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 26
\ y 'rl> 'IMAT. .01 JIIIÍ lAdHAr') r/ 26 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 STIGIB k STQKK UM ÁRAMQT Eg er hættur að r eyki a S Um áramót stíga menn gjarnan á stokk og strengja heit. Sveinn Guðjónsson hét því að hætta að reykja, rétt eina ferðina, og ákvað í þetta skipti að velja , jákvæðu leiðina“. Qú----------- A SEM þessar línur ritar hef- ur oft haldið því fram að það sé enginn vandi að hætta að reykja, enda hefur hann gert það ótal sinn- um. Vandinn er bara sá að halda reykbindindið til langframa, sem reynist oft þrautin þyngri. Þegar hann svo var að velta þessum hlutum fyrir sér nú um áramótin rakst hann á auglýsingu í Morgunblaðinu þar sem boðið var upp á , jákvæðu leið- ina til að hætta að reykja“. Hér var um að ræða námskeið, sem ber yfir- skriftina Reyklaus að eilífu og sam- kvæmt auglýsingunni byggist það á endurforritun hugans í stað hræðslu- áróðurs eða efnastaðgengla. Þetta hljómaði vel og greinarhöfundur lét skrá sig á námskeiðið, sem tekur að- eins tvö kvöld: Fyrra kvöldið lærir maður að reykja upp á nýtt, og svo er „drepið í“ til frambúðar seinna kvöldið. Meðjákvæðu hugarfari Það vakti athygli greinarhöfundar að þátttakendur á námskeiðinu voru nær eingöngu konur. Auk hans höfðu tveir karlar látið skrá sig, en hvorugur þeirra mætti þegar til átti að taka. Líklega eru konur bara staðfastari þegar kemur að því að standa við mikilvægar ákvarðanir. Nema þær séu trúaðri á „töfralausn- ir“, eins og námskeið af þessu tagi fela oft í sér. Raunar er ekki beint verið að bjóða upp á slíkar lausnir á þessu námskeiði, heldur reynt að byggja upp jákvætt hugarfar gagn- vart reykbindindinu. „Fíknin er í huganum, endurforritun hugans er því nauðsynleg," eins og þar segir. Leiðbeinandinn, Guðjón Berg- mann, bauð þátttakendur velkomna og lagði áherslu á „opinn huga“ og Jákvæðni", enda stæði árangur og félli með því að menn færu eftir því sem lagt væri fyrir á námskeiðinu. Sjálfur stundaði Guðjón reykingar um árabil, en er nú hættur. Það sem mest kom á óvart þetta fyrra kvöld námskeiðsins var að menn voru hvattir til að reykja næstu tvo daga, eða þar til seinna kvöldið. „Þetta námskeið er bara MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTA sígarettan. Morgunblaðið/Kristinn undirbúningur fyrir reykbindindið. Þið komuð tU að undirbúa ykkur, í samstarfi við mig,“ sagði Guðjón og leyfði mönnum meira að segja að fara í „reykpásu". Ekki fór langur tími í að ræða skaðsemi tóbaksins, enda námskeið- ið byggt upp á „endurforritun hug- ans í stað hræðsluáróðurs". Þó kom fram að nikótín er harðvirkt fíkniefni og því eru þeir sem reykja að sönnu „fíkniefnaneytendur". Þátttakendur ræddu hins vegar opinskátt um reykingavenjur sínar, hvenær og hvernig þeir byrjuðu og af hverju þeir hefðu komið á námskeiðið. Flestir komu vegna þess að þeir ótt- uðust að bíða heilsutjón af völdum reykinga og einnig höfðu fjárútlát vegna reykinga sitt að segja. Þátt- takendur komust að þeirri niður- stöðu að þeir eyddu um það bil þremur til fimm klukkustundum í reykingar á dag. Þeim tíma væri ef- laust betur varið í eitthvað annað uppbyggilegra. Draumlyndi DRAUMSTAFIR Kristjáns Frfmanns Mynd/Kristján Kristjánsson ÚR draumsins egg fæðist hugarflugið. ÞAÐ er sagt um menn sem liggja uppi í sófa löngum stundum og stara út í loftið, að þeir séu sveim- hugar. Að þeir sem hanga úti í náttúrunni og stara í svörðinn lon og don séu draumlyndir og þeir sem uni sér við ævintýr og óræð- an skáldskap séu skýjaglópar. Þessi hugtök lýsa vel fordómum Islendinga í garð skapandi hugs- unar og andlegs þankagangs. Fordómum sem eru skiljanlegir þegar fortíð, sem var brauðstrit frá vöggu til grafar, er höfð í huga, en ekki í dag á öld upplýsingar, þar sem andleg verðmæti vega æ þyngra á vogarskálum gjaldeyris- tekna. Þessi pokaháttur landans hefur hamlað eðlilegri þróun hugs- unar og verið fótakefli á hugarflug sem er ein af undirstöðum skap- andi huga. Draumamir hafa þó alltaf haldið sínu striki og verið mörgum skap- andi manninum huggun harmi gegn á tímum sinnuleysis og hald- ið lífí í frjórri hugsun þeirra. Þar má nefna þjóðskáldið Jónas sem með lund síns dreymandi hugar náði í umfangi himinsins að höndla þá stjörnu er blikar um ókomna tíð. Ástarstjömu yfir Hraundranga skýla næturský; hló hún á himni, hryggur þráir sveinn í djúpum dali. Veiteg, hvarvonöll og veröld mín glædd er guðs loga. Hlekki brýt eg hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í. Sökkviegmérogséeg í sáiu þér oglífiþínulifi; andartak sérhvert, sem ann þér guð, finn eg í heitu hjarta. Að láta sig dreyma vakandi er mikilvægur grunnur fyrir drauma svefnsins, að næra vakandi huga draumlyndum hugsunum, ljóðræn- um pælingum og sjónrænum „fantasíum" ævintýrsins að vera til. Uppgötva það smáa í því stóra og hið stóra í því smáa, skoða tilveruna með augum bamsins, eyrum hjart- ans og tilfínningu draumsins, því: „Hinir dreymandi og óskandi halda á hinu fíngerðara efni lífsins í hönd- um sér.“ (Franz Kafka.) Tveir draumar frá „Ósk“ Ég var í útilegu með manninum mínum og dóttur, þegar mig dreymdi að ég væri úti á fallegu engi. Þá kom vinnufélagi minn til mín brosandi og fór að spjalla. Ég var í fallega grænni dragt, pilsi og jakka. Hún sagði að sig langaði í svona dragt eins og ég var í og það gekk eftir, skyndilega var hún komin með eins dragt uppá hand- legginn og var að búa sig undir að fara í hana. Seinni draumur: Ég var á heimili foreldra minna og það voru að koma jól. Ég fór að tala við mömmu (mér fannst hún lifandi í draumnum en hún dó fyrir tíu árum). Ég spurði hvað hana langaði að fá í jólagjöf. Hún svar- aði að sig langaði í nýja þvottavél, því hin væri ónýt. Mér fannst ég og bróðir minn aðgæta gömlu vélina, sem mér fannst lítil og full af óhreinum þvotti. Inni í stofu sátu systir mín, dóttir hennar og vinnu- félagi minn úr hinum draumnum og dóttir hennar, þær voru að gæða sér á konfekti. Ég fór að reikna út hvað ný vél kostaði; ef við fímm systkinin gæfum 6 þús- und á mann, væri það 30 þúsund í útborgun og svo gætu þau greitt 5 þúsund á mánuði. Ég bar þetta undir systur mína sem samþykkti ráðagerðina. Ráðning Fyrri draumurinn vísar til þeirr- ar hjartahlýju (úti á engi í faUegri náttúru) og orku (græna dragtin/ grænt er orka) sem þú berð með þér og getur nýtt til aðstoðar öðr- um. Þessi hlýi hugur þinn getur gert kraftaverk og lyft Grettistök- um fyrir annarra hönd ef þú kærir þig um. I þessum draumi er gefíð í skyn að þú getir klætt vinnufélaga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.