Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 43 BJORN MAGNUS MAGNÚSSON + Björn Magnús Magnússon fædd- ist í Fremri Hvestu í Arnarfirði 30. sept- ember 1918. Hann lést á Landspítalanum hinn 4. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Magnús Krist- jánsson, bóndi, lengst af í Langabotni, Geir- þjófsfirði, og kona hans, Hildur Bjarna- dóttir. Björn var þriðji elstur af ellefu systkinum. Þau heita: Auður, Guðrún, Sverrir, Hrefna, Hlín, Kristján, Valdimar, Gísli, Kristín og Vé- steinn. Sverrir og Valdimar eru látnir. Björn giftist eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Elínu Ólafsdóttur frá Reykjarfirði, 1951 og eignuð- ust þau fjögur börn. Þau eru: 1) Ólafía, maki Jón Ingimarsson. Þeirra börn, Birna Guðrún, Iða Marsibil, Ótta Ösp og María. Birna Guðrún á Emblu Ósk Ás- geirsdóttur, og Iða Marsibil á Adam Smára Ólafsson. 2) Magnús Kristján, maki Helga Friðriks- dóttir. Þeirra börn, Helgi, Hildur og Lína Björk. Magnús átti í fyrri sambúð Björn Magnús. 3) Sindri Már, maki Sif Svavarsdóttir. Þeirra börn, Ásta Svanhvít, Ein- ar Jóhannes, Samúel Unnar og Guðrún Elín. Ásta Svanhvít á Sindra Kristin Ólafs- son. 4) Hlynur Vig- fús, maki Guðbjörg Klara Harðardóttir. Þeirra börn, Ivar Örn og Jóhanna Mar- grét. Björn flutti með foreldrum sínum að Króki f Ketildölum 1919 og þaðan í Langabotn 1923 þar sem hann bjó, utan tveggja ára sem hann vann í Trésm. Vfði í Reykjavík, þar til hann giftist Guð- rúnu Elínu. Þau bjuggu í fimm ár í Reykjarfirði, eða þar til þau fluttust til Bfldudals 1957. Fyrstu níu árin bjuggu þau í Ási, en 1966 fluttust þau í Hof, þar sem þau áttu heima alla tíð síð- an. Voru þau hjón jafnan kennd við Hof manna á meðal. Björn vann í um tíu ár í Matvælaiðj- unni hf. við verk- og vélstjórn, um fimm ára skeið við vélgæslu í frystihúsinu á Bfldudal. Hann starfaði sem sjómaður á rækju- bátum um fimm ára bil. Síðustu fimmtán ár starfsævi sinnar vann hann sem trésmiður hjá Tréverki hf. Minningarathöfn fór fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 8. janúar sl. en útför hans verður gerð frá Bfldudalskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sunnudaginn 4. janúar rétt fyrir klukkan tíu um morguninn var kall- að á mig í símann þar sem ég lá sof- andi uppi í rúmi. Um leið og ég heyrði röddina í pabba, vissi ég hvað hafði gerst. Afi var dáinn. Langar mig að þakka elsku afa mínum fyrir allar þær stundir sem við áttum saman og þá sérstaklega þær sem efst eru í huga mínum um þessar mundir. Manstu t.d. eftir því þegar við tveir fórum saman á Dverg á skak í fyrrasumar, við handskökuðum allan daginn og ég var ekki hálfdrættingur á við þig. Eða þegar ég og Inga komum upp í Hof, og ég spurði þig hvernig þú héldir að veðrið væri í Botni, því mig langaði að sýna Ingu hvemig væri í Botni. Þú sagðir strax við okkur, og ömmu, að þú teldir veðrið mjög gott. Áður en ég gat sagt nokkuð var amma búin að smyrja nesti og við vorum lögð af stað siglandi inn í Botn, áttum við þar saman stórkostlega dagsstund. Minningin um afa uppi í Hofi og allt það sem hann gerði fyrir mig, er nokkuð sem ég á aldrei eftir að gleyma. Og vil ég að lokum segja, afi, ég elska þig. Björn Magnús Magnússon. Elsku afi. Þegar ég sit hér og skrifa þetta nístir söknuðurinn hjarta mitt en mér líður betur að vita að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þú varst alltaf svo góður við okkur barnabörnin. Þú leyfðir okk- ur að vera með þér þegar þú varst að vinna við hina ýmsu hluti og aldrei kom það fyrir að okkur væri sagt að fara eða að við værum fyrir. Elsku afi, ég dáist að þolinmæði þinni gegnum tíðina og veit að þú varst sá afi sem allir óska sér. Hlut- deild þín í mínu lífi er stór, það sé ég núna og ég hefði aldrei viljað missa af því að fá að alast upp með þig mér við hlið og þess vegna vil ég þakka guði fyrir það að hafa fengið að njóta allra samverustundanna með þér, elsku afi. Megir þú hvíla í friði. Ásta Svanhvít Sindradóttir. Ekki grunaði mig í sumar þegar við heimsóttum Bjössa og Gunnu á Bíldudal að þetta yrði síðasta sinn sem við færum saman í Langabotn. Þau voru eins og alltaf gestrisnustu hjón sem búið hafa á íslandi og hafa, í mínum huga og minna, gefið því orði nýja merkingu, merkingu sem við höfum aldrei kynnst annars staðar og höfum við þó kynnst mörgum gestrisnum. Þau fóru bæði með okkur á bátnum sínum, Dverg, og voru svo glöð og hlý að vanda. Hlýr er einmitt orðið sem á svo vel við Bjössa. Allir sem hittu hann fundu samstundis að þarna fór Ijúf- menni. Það bókstaflega geislaði af honum Ijúfmennskan og hlýjan. Ekki eru það mörg börn sem hafa verið svo heppin að eiga eins ljúfan og skilningsríkan afa og Bjössi var. Þegar ég varð afi í fyrsta sinn hall- aði Bjössi sér að mér og brosti á sinn lítilláta hátt og hvíslaði: „Það er ennþá betra að vera afi en eiga þau sjálfur. Maður þarf aldrei að skamma þau.“ Svona var Bjössi, það var mannbætandi að þekkja hann. Bjössi og Gunna hafa verið fastur punktur í lífi mínu, systkina minna, foreldra og barna í áratugi. Flest sumur fórum vestur og heimsóttum þau á leið okkar í sumarbústaðinn í Langabotni. Ég vona að Gunna haldi áfram að vera fasti punktur- inn okkar sem lengst. Bjössi var sannur íslendingur og Vestfirðingur. Hann var alinn upp við að veiða til matar og hafði alltaf mjög gaman af veiðiskap. Hann var hagleiksmaður og lék allt í höndun- um á honum. Margir hafa séð skút- urnar sem hann smíðaði af þvílíkri list. Hann var af þeirri kynslóð sem hlaut alla sína menntun í farkennsl- unni. Samt var Bjössi hafsjór af fróðleik um landið, dýrin og blómin enda átti hann mjög stórt safn bóka um þessi efni. Alltaf vissi hann hvað blómið hét og hvaða skilyrði hæfðu því best eða hvaða fugl það var sem hafði rauðu lappimar eða þær svörtu. Hann var ósínkur á að fræða okkur um leyndardóma náttúrunn- ar á ferðum okkar um Geirþjófs- fjörðinn og nágrenni. Ég kveð hann fyrir hönd systkina minna, barna okkar og foreldra. Valdimar Sæmundsson. Fallinn er frá kær vinur. Þó að það eina sem við vitum með vissu sé að öll deyjum við er það alltaf sárt og óvænt. Bjössi frændi eins og við kölluðum hann var giftur Gunnu systur pabba. Þau voru okkur sem foreldrar og við systkinin nutum umhyggju þeirra og gestrisni dag- lega í uppvextinum rétt eins og við værum þeirra eigin börn. Við nut- um vissulega góðs af því að búa í næsta húsi öll uppvaxtarárin. Það verður ekki á neinn hallað að segja að gestrisni þeirra átti sér enga hliðstæðu og glaðværð ríkti alltaf í Hofi. Þau hjónin voru afskaplega samrýnd og það er erfitt að tala um annað þeirra án þess að nefna hitt. Þau höfðu ótakmarkaðan áhuga á landinu okkar, þjóðmálum og síðast en ekki síst lífi og starfi barna sinna, tengdabarna og ættingja allra. Árlegar ferðir í Reykjarfjörð- inn voru fastir liðir í tilverunni og þá var viðkoma í Hofi órjúfanlega tengd því. Yndislegar stundir sem aldrei gleymast. Elsku Bjössi, hafðu þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og leyfðir okkur að njóta með þér. Þú varst yndislegur maður og naust þín í faðmi fjöl- skyldunnar til hins síðasta. Elsku Gunna, Jói, Lóló, Maggi, Sindri, Hlynur og aðrir ástvinir. Megi Guð og trúin á eilíft líf og endurfundi gefa ykkur styrk nú þegar komið er að kveðjustund. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Ólafur, Anna, Selma, Bragi. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, LÍNU DALRÓSAR GfSLADÓTTUR, Bolungarvík. Sérstakar þakkir til læknis og starfsfólks Heimilis aldraðra í Bolungarvík. Kristján Pálsson, Elsa Friðriksdóttir, Guðmunda Jóhannsdóttir, Guðbjörg Jóhannsdóttir, Óskar Jóhannsson, Áslaug Jóhannsdóttir, Jóhann Líndal Jóhannsson, Elsa Gestsdóttir, Alda Jónsdóttir, Ingibergur Jensen, Steinunn Felixdóttir, Sigurvin Jónsson, Sveinn Viðar Jónsson, Auður Vésteinsdóttir og aðrir aðstandendur. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát móður okkar, HJÖRDÍSAR ÞÓRARINSDÓTTUR frá Patreksfirði. Innilegar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítala. Börn hinnar látnu. + Einlægar þakkir fyrir samúð og vinarhug við fráfall og útför JÖKULS SIGURÐSSONAR. Guð gefi ykkur gleðilegt ár. Sigríður Kristjánsdóttir, Tinna, Orri og Sunna Jökulsbörn, Guðrún Jónsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Kristborg Benediktsdóttir, Benedikt Kristjánsson, Már Kristjánsson, Oddur Kristjánsson, Elínborg Sigurður Þorvaldsson, Magnús R. Jónasson, Guðmundur Gunnlaugsson, Jón Sigurðsson, Kristján Oddsson, Rósa Kristjánsdóttir, Halla Ásgeirsdóttir, Hafdís Sigurðardóttir, Þórarinsdóttir. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför MAGNÚSSÍNU ODDNÝJAR ÓLAFSDÓTTUR, Urðarhæð 16, Garðabæ. Ólafur R. Sigurjónsson, Brynhildur Aðalsteinsdóttir, Sigurjón Ólafsson, Steinar Ólafsson, Ragna Björk Eydal, Margrét Björk Ólafsdóttir, Viktor S. Pálsson, Steinar Örn Steinarsson, Arna Laufey Steinarsdóttir, Ástríður Ólafsdóttir, Hákon G. Ólafsson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall elskulegrar eigin- konu, dóttur minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR JÓHÖNNU EINARSDÓTTUR, Kambahrauni 26, Hveragerði. Bragi Guðmundsson, Einar Eiríksson, Margrét Bragadóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Hafdís Bragadóttir, Hilmar Hauksson, Lilja Jóhanna, Sigurður Ingimundarson, Jón Haukdal, Bára Guðbjartsdóttir, barnabörn og langömmubarn. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hýhug við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR SIGURÐARDÓTTUR, Snorrabraut 56. Við þökkum starfsfólki gjörgæsludeildar Landspítalans frábæra hjúkrun. Sveinbjörn Bjarnason, Þórunn Hulda Sveinbjörnsdóttir, Þórhallur Runólfsson, Áslaug Valgerður Þórhallsdóttir, Guðmundur Þ. Júlíusson, Runólfur Þórhallsson, Gerða Theodóra Pálsdóttir, Sveinbjörn Þórhallsson, Björn Þór, Júlía og Valþór Bjarki. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JUDITHAR JÓNSDÓTTUR frá Klakksvik í Færeyjum, til heimilis í Skipholti 26. Jón Símon Gunnarsson, Eygló Magnúsdóttir, Gunnar Stefán Gunnarsson, Kristjana Stefánsdóttir, Helen Gunnarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.