Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 33 - STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. TRYGGINGA- STOFNUN OG ALM ANN AHEILL ÞOTT kjaradeila sérfræðinga, sem sagt hafa upp samningi sínum við Tryggingastofnun ríkisins, sé í hnút geta sjúklingar ekki slegið veikindum sínum á frest. Þeh' sjúklingar, sem leita til samningslausra sérfræðinga, fá hins vegar enga endurgreiðslu frá Tryggingastofnun, heldur verða að greiða læknisþjónustu fullu verði. Það skýtur skökku við þegar það fer eftir sjúkdómum hvort almenningur á kost á heilbrigðisþjónustu á kostnað almannatryggingakerfisins. Þorsteinn Gíslason þvagfæraskurðlæknir bendir á það í viðtali við Morgunblaðið á fimmtudag að Tryggingastofnun hafi verið sett á stofn til að sinna sjúklingum en ekki sérfræðingum og telur að stofnunin eigi að borga sjúkhngum eftir þeim samningi, sem var í gildi fyrir uppsagnir. Þórir Haraldsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, svarar því til að Tryggingastofnun sé ekki heimilt að greiða fyrir þjónustu sérfræðinga nema samningur sé fyrir hendi og bætir við að væri það heimilt væri það engu að síður slæmur kostur. Hvað sem deilunni við sérfræðinga líður hefur almenningur ekki sagt upp samningum við Tryggingastofnun og ekki er vitað til þess að stofnunin hafí sagt upp samningum sínum við almenning. Að auki er til fjöldi fordæma fyrir því að Tryggingastofnun hafi endurgreitt sjúklingum þótt- læknar þeirra hafi ekki verið samningsbundnir. Það hefur að minnsta kosti tíðkast að Islendingar erlendis, námsmenn, ferðamenn og fleiri, hafi fengið endurgreitt í samræmi við kostnað af sambærilegri þjónustu hér á landi. Hér hefur skapast ófremdarástand þar sem hagsmunum sjúklinga hefur verið ýtt til hliðar. ÓÞOLANDI SJÁLFHELDA DAVID Ross, fulltrúi bandarískra stjórnvalda, hefur undanfarna daga reynt að finna umræðugnmdvöll fyrir frekari friðarumleitanir milli ísraela og Palestínumanna, án þess að hafa erindi sem erfiði. Síðar í þessum mánuði er ráðgert að þeir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, eigi fundi með Bill Clinton Bandaríkjaforseta í Washington. Friðarviðræðunum hefur ekkert miðað áfram undanfarin misseri, ekki síst vegna tregðu ísraelsstjórnar við að framfylgja þegar samþykktum ákvæðum. Eftir því sem friðarumleitanir dragast á langinn eykst spenna milli ísraela og Palestínumanna og erfiðara verður að ná sáttum. Þau skref sem þegar hafa verið tekin á undanförnum árum hafa ekki gengið átakalaust fyrir sig. Þau hafa krafist pólitísks áræðis og festu. Staða Netanyahus þessa stundina býður upp á hvorugt. David Levy utanríkisráðherra hefur yfirgefið stjórnina og Yitzhak Mordechai varnarmálaráðherra hótar afsögn. Netanyahu, sem hingað til hefur vart talist til ötulari stuðningsmanna friðarferlisins, getur sig nú hvergi hreyft. Sýni hann hörku gagnvart Palestínumönnum á hann á hættu að stjórn hans missi meirihluta á þingi. Gefi hann eftir verður niðurstaðan sú sama. Þetta boðar ekki gott. YFIRLÝSINGAR KHATAMIS ÞAÐ duldist engum sem fylgdist með viðtali bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN við Mohammed Khatami, forseta íran, að hann var að opna dyrnar fyrir milliliðalausar viðræður við bandarísk stjórnvöld og jafnframt að bjóða andstæðingum sínum úr klerkastétt birginn, en þeir hafa enn tögl og hagldir á mörgum sviðum. Svör Khatamis voru vissulega varfærin og meira var gefið í skyn en sagt beinum orðum. Það fer samt ekki á milli mála að kaflaskil eru að verða í samskiptum íran og Vesturlanda. Andað hefur köldu milli íran og Bandaríkjanna frá hinni íslömsku byltingu árið 1979 en í kjölfarið var starfsmönnum bandaríska sendiráðsins í Teheran haldið í gíslingu í rúmt ár og íranir leynt og ljóst stutt við bakið á hryðjuverkamönnum. Khatami hefur áður gefið í skyn að hann vilji bæta samskiptin við Bandaríkin. Þær yfirlýsingar mættu mikilli andstöðu harðlínumanna. Sú ákvörðun hans að endurtaka yfirlýsingar sínar í sjónvarpsviðtali benda til að Khatami sé staðráðinn í að nýta það ótvíræða umboð er hann fékk frá írönsku þjóðinni í síðustu forsetakosningum og losa Iran úr alþjóðlegri einangrun. Kjaradeila sjómanna og útgerðarmanna er 1 hörðum hnút Hvernig á að verðleggja físk af Islandsmiðum? Forystumenn sjómanna segjast hafa sett fram a.m.k. fjórar leiðir til lausnar deilunni um verðmyndun á fiski, en LIU hafí hafnað ------------—— --------7 t---------------- þeim öllum. Formaður LIU segir útilokað að fallast á að tengsl veiða og vinnslu verði rofín. Utlit er því fyrir að verkfall sjómanna hefjist 2. febrúar. Kröfur vélstjóra gera lausn deil- unnar enn erfíðari. Egill Olafsson kannaði um hvað er tekist á í sjómannadeilunni. Kröfur sjómanna: Ágreiningurinn er um verðmyndun á fiski. Allur fiskafli fari á markað------- Fiskverð taki mið af verði á fiskmörkuðum- Sjómenn fái sinn hlut af afla til umráða og selji hann sjálfir á markaði------- Fiskverð tengíst afurðaverði —--- Svar LIU NEI NEI NEI NEI Kröfur LIU Fækkun í áhöfn leiði til ávinnings en ekki taps fyrir útgerðina- Hlutur skipstjóra á loðnuskipum iækki úr 3 í 2 Svar sjómanna NEI NEI Kröfur vélstjóra Aukahlutur vélstjóra hækki um 0,25 • Svar LIU NEI Viðbrögð sjómanna Aðrir sjómenn segjast fara fram á það sama og vélstjórar. Viðbrögð LÍÚ Segir málið óieysanlegt því ekki sé hægt að gera báðum til hæfis. JARADEILUR sjómanna hafa alla tíð verið mjög harðar og forystumenn deiluaðila hafa ekki sparað stóru orðin hver í garð annars. Á fá- um árum hefur tvisvar komið til verk- falls og var megindeiluefnið í þeim báðum verðmyndun á fiski og það sem sjómenn kalla kvótabrask. Ríkisstjórnin leysti sjómannaverk- fallið 1994 með lögum, en sú lausn fól í reynd aðeins í sér frestun á vandan- um því að aftur kom til verkfalls árið eftir. Eftir þriggja vikna verkfall náð- ist samkomulag um að setja á stofn nefnd sem fengið var vald til að úr- skurða um ágreining um fiskverð. Þessi úrskurðarnefnd virðist ekki vera sú framtíðarlausn sem vonast var eftir því að sjómannasamtöldn hafa enn og aftur boðað verkfall til að knýja á iim breytingar á verðmyndun á afla. í stuttu máli er tekist á um hvemig eigi að verðleggja fiskinn úr sjónum; hvort rjúfa eigi tengsl veiða og vinnslu og láta markaðinn ráða meira um verðmyndun í stað beinna samninga milli áhafnar og útgerðar- manna. Verkfallið hefst 2. febrúar hafí samningar ekki tekist. Vélstjórar hafa hins vegar boðað verkfall 16. janúar á stærstu skipunum, en hugs- anlegt er að þeir fresti því um ein- hverja daga. Megindeilumálið er verðmyndun aflans Guðjón A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, bendir á að útgerðarmenn hafi í sumum tilvikum ekki farið eftir úr- skurðum nefndarinnar og sjómenn hafi þm-ft að reka mál fyrir almenn- um dómstólum. Jafnvel þótt þeir hafi unnið málin þar hafi útgerðarmenn fundið leiðir framhjá úrskurðum nefndarinnar. Á Ólafsfirði hafi áhöfn Hvannabergsins verið sagt upp og hún ráðin til að veiða ferska rækju í ís. Þar með sé útgerðin óbundin af ákvörðun úrskurðarnefndarinnar sem fjallaði um verð á iðnaðarrækju. Allt sé þetta þó sama rækjan. Guðjón A. sagði að þegar menn fóru út úr verðlagsráðskerfmu á sín- um tíma hefði orðið að samkomulagi að láta frjálst fiskverð þróast. Þróun- in hefði hins vegar ekki orðið í rétta átt m.a. vegna þess að menn fóru að blanda kaupum á veiðiréttindum inn í fiskverðið. Víða væru sjómenn látnir taka þátt í kvótakaupum þrátt fyrir að það bryti í bága við kjarasamninga og lög. Menn væru búnir að reyna ýmislegt til að leysa þetta en ekki tekist, sbr. verkföllin 1994 og 1995. Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins, sagðist ekki sjá aðra leið en að tengja fiskverð við verð á markaði. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, benti á að krafan um allan fisk á markað stæðist ekki lög og það væri ekki hægt að leggja þær kröfur á útgerðarmenn að mega ekki vinna eigin fisk. Sjómenn hafa bent á að ef útgerð- armenn geti ekki fallist á að setja all- an fisk á markað sé hægt að fara þá leið að tengja verð á lönduðum afla við fiskverð á markaði. Kristján sagði að sú leið væri ekki fær vegna þess að þar með væri verið að láta fisk- verð ráðast af takmörkuðu magni sem selt er á fiskmarkaði. Það væri t.d. óeðlilegt að nokkur tonn af fersk- um fiski, sem seldur væri til útflutn- ings í flugi, réði fiskverði úr heilum togara. Slík verðmyndun réðist ekki af markaðsaðstæðum. Þessi leið væri verri en sú að láta allan fisk fara um fiskmarkaði. Sævar sagðist vísa þessum rökum á bug. Ef útgerðarmenn teldu að of lítið magn færi á fiskmarkaðina væri hægðarleikur fyrir þá að bæta úr því með því að selja meira á fiskmörkuð- um og þar með gætu þeir haft áhrif á verðið. Hann sagði að sjómenn hefðu nefnt þá lausn að láta ákveðið hlutfall af verðinu ráðast af verði á fiskmörk- um, en þeirri leið hefðu útgerðar- menn hafnað eins og öllum öðrum leiðum sem sjómenn hefðu bent á til lausnar deilunni. Guðjón A. sagði að sjómenn hefðu bent á þá leið að tengja fiskverð við afurðaverð á erlendum mörkuðum með þeim hætti að ákveðið hlutfall af afurðaverði ráði verði aflans. Þessu hefðu útgerðarmenn hafnað. Sjó- menn hefðu einnig nefnt að hugsanlega mætti ákveða að vissar fisktegundir ættu að fara um markaði og þeim yrði fjölgað hægt og bítandi. Það væri t.d. hægt að byrja á kola, keilu og ýsu. Þessu hefði líka verið hafnað. Vilja ekki skilja á milli veiða og vinnslu Kristján sagði að afstaða útgerðar- manna væri að það ætti ekki að skilja á milli veiða og vinnslu. „Við erum með fjölda mörg fyrirtæki sem hafa verið með útgerð til að afla hráefnis fyrir sína vinnslu. Fyrirtækin eru með fasta samninga við kaupendur erlendis og verða að fá fisk. Þeir geta heldur ekki tryggt fiskvinnslufólki at- vinnuöryggi nema að þeir geti gengið að því vísu að þeir fái fisk til að vinna.“ Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra lýsti svipuðum sjónarmiðum á fundi sem hann hélt með Félagi ís- lenskra stórkaupmanna á síðasta ári. Hann sagði þar að tengsl veiða og vinnslu ættu einna stærstan þátt í að íslendingum hefði tekist að vera í fremstu röð fiskveiðiþjóða. Það yi’ði mikið óheillaspor ef þessi tengsl yrðu rofin. Sævar sagðist líta á sjávarútvegs- ráðherrann sem liðsmann LÍÚ í þessu máli. Hann sagði að sjómenn væru búnir að leggja fram allar þær hugmyndir um lausn sem þeim hefðu komið til hugar. Ein væri sú að sjómenn fengju yfirráð yfir sínum hlut í aflanum, þ.e. því sem kæmi til hlutaskipta. Sjó- menn myndu síðan selja þennan afla á fiskmarkaði, en útgerð- armenn gætu ráðið yfir sínum hlut og verðlagt hann eins og þeir vildu. Þessu hefðu útgerðannenn einnig hafnað. Guðjón A. sagði að sjómenn væru búnir að benda á a.m.k. fjórar leiðir til lausnar en fengið nei við þeim öll- um. Sjómenn hefðu beðið útgerðar- menn um að koma með aðferð sem byggi til sanngjarnt fiskverð og tæki burtu návígið og illdeilurnar á hverj- um útgerðarstað. LÍÚ hefði hingað til ekki getað bent á neina leið. Það væri greinilegt að útgerðarmenn vildu hafa kerfið óbreytt og geta ráðið fisk- verði eins og þeir hefðu gert. LÍÚ hefur einnig sett fram kröfur á hendur sjómönnum. Samkvæmt kjarasamningum breytist hlutur áhafnar ekki þó fækki í áhöfn. Þetta þýðir að séu 8 í áhöfn skips sem venjulega er með 12 menn hækkar hlutur þessara 8 manna, en útgerðin sparar ekki neitt. Séu hins vegar margir áhafnarmenn með svokallaða aukahluti leiðir fækkun í áhöfn til þess að launakostnaður útgerðar hækkar. I vissum útgerðarflokkum þar sem hafa orðið miklar breytingar í vinnslu og tækni getur þetta skipt miklu máli. Kristján sagði að LIÚ vildi njóta ávinnings af því þegar fækkaði í áhöfn eins og sjó- menn. Það hlytu allir að sjá að það væri óeðlilegt að út- gerðarkostnaður hækkaði við það að fækkað væri í áhöfn. Útgerðarmenn hafa áður sett fram þessa kröfu án þess að hafa náð henni fram, en Kristján sagðist telja að sjómenn væru farnir að átta sig á að þessu yrði að breyta. Kristján sagði að LÍÚ gerði einnig kröfu um að skiptahlutur skipstjóra á loðnuskipum yrði lækkaður úr 3 í 2. Hann sagði að skipstjórar á öllum öðrum skipum væru með tvöfaldan hlut og það væru engin rök fyrir því að skipstjórar á loðnuskipum ættu að vera með þrefaldan hlut. Guðjón A. segir að þessar kröfur feli í sér launalækkun og útilokað sé að fallast á slíkt. Farmanna- og fiski- mannasambandið gerir hins vegar kröfu um að lögð verði veiðiskylda á útgerðarmenn, þ.e.a.s. að útgerðum verði gert skylt að veiða 90% af út- hlutuðum kvóta. Með þessu eru þrengdir verulega möguleikar út- gerðar til framsals á kvóta. Guðjón A. bendir á að laun sjómanna ráðist af því að kvóti skipanna sé veiddur. Ef útgerðarmönnum detti í hug að selja kvótann fái sjómenn ekki laun á með- an. Krafan um veiðiskyldu sé því afar mikilvæg. Sjómannasambandið hefur ekki sett þessa kröfu fram, en hefur lýst yfir stuðningi við hana. Krafa vélstjóra klýfur samtök sjómanna Krafa vélstjóra um auk- inn hlut hefur enn flækt þá erfiðu stöðu sem kjaradeila sjómanna er í. Hún hefur leitt til klofnings innan samtaka sjómanna og þess að viðræðumar fara nú fram á tveimur borðum. Krafa vélstjóra er sú að hlutur þein-a verði hækkaður þannig að hlutur yfirvélstjóra fari úr 1,5 í 1,75. Helgi Laxdal, foi-maður Yélstjórafé- lagsins, rökstyður þessa kröfu á þann hátt að nám vélstjóra hafi verið að lengjast og sé t.d. í dag mun lengra en skipstjóranám. Krafan sé þar að auki í samræmi við þá þróun sem hafi átt sér stað víða erlendis. í umræðunni hafa margir skilið þessa kröfu vélstjóra á þann veg að þeh’ vilji taka þennan aukna hlut af öðrum í áhöfn sem myndi þýða tekju- lækkun hjá þeim. Helgi segir að þetta sé ekki rétt. Vélstjórar séu að krefjast Mjög hörð andstaða er við kröfu vélstjóranna Hugmynd um að tengja fisk- verð við af- urðaverð LIÚ reiknar út hugsanlegt tekjutap vegna mánaðarlangs verkfalls Háseti á loðnu- bát gæti tapað 1,1 milljón þess að aukahlutur þeirra verði hækk- aður, en aukahlutn- séu ekki greiddir af hlut áhafnar. Krafa vélstjóra hafi því ekki áhrif á laun annarra í áhöfn frekar en laun þeirra sem sinna skrif- stofustörfum hjá útgerðinni. Kristján sagði ekki hægt að slíta þessa kröfu vélstjóra úr samhengi því að aðrir sjómenn hefðu lýst því yfir að þeir myndu krefjast þess að fá sömu hækkanir og vélstjórar fengju. Ef útgerðarmenn féllust á kröfu vél- stjóra myndu aðrir sjómenn beina sömu kröfum að þeim og ef útgerðar- menn féllust á þær væru hlutaskiptin orðin óbreytt aftur svo að væntanlega mætti búast við nýrri kröfu frá vél- stjórum. Þeir væru jú að fara fram á meira í sinn hlut en hinir. Menntun vélstjóra eykst Helgi sagði að krafa vélstjóra væri vel rökstudd. Það væri eðlilegt að laun þeiiTa hækkuðu samhliða meiri menntun. Hann sagðist ekki sjá hvaða rökstuðningur væri að baki kröfu um að t.d. hlutur háseta ætti að hækka. Sævar Gunnarsson sagði að hver og einn gæti haft sínar skoðanir á því hvaða launakröfur væru sann- gjarnar. Sínir umbjóðendur myndu ekki sætta sig við að sitja eftir í laun- um. Hann sagðist heldur ekki telja eðlilegt að aukin menntun þyrfti endi- lega að leiða til hækkunar á launum. Guðjón A. benti á að skipstjórar í öðr- um löndum væru flestir með hærri skiptahlut en íslenskir skipstjórar svo það væri ekki erfitt fyrir þá að rök- styðja kröfu um aukinn hlut. Krafa vélstjóra hefur leitt til klofn- ings innan samtaka sjómanna og að vissu leyti má segja að vélstjórar hafi einangrast í deilunni. Hin sjómanna- samtökin hafa neitað að hleypa þeim að samningaborðinu með útgerðar- mönnum. Að vissu leyti má segja að LIÚ, Farmanna- og fiskimannasam- bandið og Sjómannasambandið hafi sameinast um að berjast á móti kröfu vélstjóra. Sævar tók fram að hann væri ekki að berjast gegn kröfu vél- stjóra. Þeim væri að sjálfsögðu heimilt að setja fram launakröfur og berjast fyrir þeim. Málið snerist hins vegar um það að vélstjórar gætu ekki fylgt kröfum sínum eftii’ nema með stuðn- ingi hinna sjómannasamtakanna, en þann stuðning fengju þeir ekki. Helgi sagði það misskilning að vél- stjórar þyrftu á stuðningi að halda til að ná fram kröfum sínum. Þeir ætl- uðu að berjast fyrir þeim sjálfir. Kröfugerð vélstjóra væri í 17 liðum og efnislega mjög lík kröfum annarra sjómanna, m.a. um verðmyndunina, og af þeim sökum væri eðlilegt að við- ræðurnar færu fram á einu borði. Vélstjórar myndu ekki ganga frá kjarasamningi fyrr en þeir hefðu náð fram breytingum á verðmyndun á fiski, en slík breyting myndi að sjálf- sögðu hafa áhrif á alla sjómenn og vélstjórar og útgerðai-menn gætu því ekki gert slíkar breytingar einh’ án samráðs við FFSI og Sjómannasam- bandið. Vélstjórar einangrast Það er því ljóst að sá klofningur sem hefur orðið í samtökum sjó- manna gerir lausn á kjaradeilunni enn erfiðari. Þetta samstöðuleysi er hins vegar ekki alveg nýtt fyrirbæri. Vélstjórafélagið klofnaði á sínum tíma út úr Farmanna- og fiskimanna- sambandinu. Vélstjórafélagið hefur þar að auki alltaf stutt kvótakerfið á meðan FFSÍ hefur ítrekað lýst yfir andstöðu við það. Andstaða við kvóta- kerfið hefur einnig verið minni innan Sjómannasambandsins en FFSÍ. Þá hefur forysta FFSÍ haft miklar efa- semdir um fiskveiðiráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar á meðan Vélstjórafé- lagið og Sjómannasambandið hafa al- mennt stutt hana. Helgi sagðist ekki hafa neinar áhyggjur af því að vélstjórar væru að einangrast í þessu máli. Aðspurður sagði hann að sér hefði ekki komið á óvart að krafa vélstjóra um aukinn hlut mætti andstöðu hjá forystu- mönnum hinna sjómannasamtakanna. Hann hefði reyndar ekki búist við að þeir myndu lýsa þessari andstöðu jafnóhikað og þeir hefðu gert á opin- berum vettvangi. Það væri fátítt í kjarabaráttu verkalýðsfélaga að félög lýstu opinberlega yfir andstöðu við kröfur annarra. LÍÚ hefur reiknað út hugsanlegt tekjutap áhafnar á loðnuskipi, komi til mánaðar verkfalls á loðnu- vertíðinni. Samkvæmt því gæti há- setinn tapað allt að 1,2 milljónum króna og skipstjóri 3,5 milljónum króna miðað við að skipið aflaði nim- lega 8.500 tonna á því tímabili. Á síð- asta ári var hásetahluturinn úr þess- um afla um 890.000 krónur en síðan hefur verð á loðnu upp úr sjó hækk- að um 30%. Loðnan er ólík öðrum nytjafiskum okkar í því að hún drepst að lokinni hrygningu, sem venjulega á sér stað í marz. Það er því ekki hægt að „geyma“ hana í sjónum eins og annan fisk. 30% verðhækkun á loðnuafurðum Þessar upplýsingar kmna fram í Útvegi, fréttabréfi LÍÚ. í fréttabréf- inu segir meðal annars svo: „Útveg- urinn fékk tölur um uppgerð laun við áhöfn á loðnuskipi, sem veiddi íif- lega 8.500 tonn á tímabilinu 24. janú- ar til 26. febrúar á síðasta ári og má segja að hér sé um „meðalgott" loðnuskip að ræða. Miðað við núver- andi stöðu loðnustofnsins er viðbúið að veiðar verði ekki Iakari á þessari vertíð en hinni síðustu. I febi’úarmánuði fer langstærsti LÍÚ hefur komizt að þeirri niður- stöðu að krafa vélstjóra um auk- inn skiptahlut í núverandi kjaradeilu svai-i til 116.000 króna launahækkun- ar, sé tekið mið af meðallaunum þeirra. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi LIÚ, Utveginum, sem kemur út nú um helgina. LÍÚ kannaði laun vélstjóra hjá 45 af þeim skipum, sem boðað verkfall nær til, en það eru skip með vélar stærri en 1.500 kílówött. Samkvæmt könnuninni eru meðallaun vélstjóra þau, að yfirvélstjóri er með rúmlega 8,3 milljónir króna í árslaun, eða 695.500 á mánuði. Fyrsti og annar vélstjóri eru svo með um 7 milljónir á ári, eða meira en 580.000 krónur á mánuði. Þetta eru þau laun, sem vél- stjóri fær greidd, en algengt er að fleiri en einn gegni hverri stöðu og lætur nærri að vélstjóri sé um 230 daga á sjó og 135 daga í fríi á ári. hluti loðnuafurðanna í bræðslu og samkvæmt nýjustu tölum Þjóðhags- stofnunar nema verðhækkanir á mjöli og lýsi 30% milli síðustu mán- aða áranna 1996 og 1997. Við þetta bætist nú nýr möguleiki á sölu loðnuafurða í febrúar, sem er fryst- ing fyrir Rússlandsmarkað, en þannig fæst enn hærra verð en fyrir bræðsluloðnuna. Hrun veiða við strendur Peni viðheldur stöðugri spennu í eftirspurn á mörkuðunum og fullyrt er að svo verði allt þetta ár. Það er því vart ofreiknað þótt í febrúar sé búist við 30% hærra verði fyrir loðnufarminn en á sama tíma í fyrra. Skipstjórahluturinn 3,5 milljónir Þegar aflahlutur áðurnefnds tíma- bils er framreiknaður miðað við þessa hækkun, kemur í ljós að háseti á meðalskipi myndi tapa rúmlega ell- efuhundruð og fímmtíu þúsund krón- um á mánaðar verkfalli, yfirvélstjóri sautjánhundruð þúsundum og skip- stjóri tæplega þremur og hálfri millj- ón króna. Útgerðir skipanna og þjóð- arbúið allt myndu svo að sjálfsögðu einnig tapa umtalsverðum fjármun- um á langvinnu verkfalli,“ segir í Út- vegi. Þetta nemur frítíma sem jafngildir fjórum og hálfum mánuði á ári. Því hefur LÍÚ reiknað út að miðað við vinnu í sjö og hálfan mánuð séu árslaun yfirvélstjóra tæplega 5,3 milljónir króna og mánaðarlaun í 12 mánuði tæplega 440.000 krónur. Á sama hátt era mánaðarlaun fyrsta og annars vélstjóra áætluð um 370.000 krónur. I fréttabréfmu segir að krafa vél- stjóra sé að hlutur yfirvélstjóra hækki úr 1,5 hlutum í 1,75 og að aukahlutur annarra vélstjóra taki hliðstæðum breytingum. Komi þess- ar breytingar til, hækki greidd laun til vélstjóra að meðaltali á mánuði um 116.149 krónur. Yfirvélstjóri hefði þá 811.649 krónur á mánuði, fyrsti vélstjóri 700.000 og annar vél- stjóri 653.000 krónur. Er þá miðað við þann tíma sem vélstjórinn er um borð. Uppsett dæmi frá Landssamb. ísl. útvegsmanna Laun á „meðalgóðu“ loðnuskipi á 34 dögum árið 1997 og áætluð laun á sama tíma 1998 Laun Laun 1998 5 , 24/1-26/2 1997 m.v. 30% í STAÐA (rúmi. 8.500 tonna afli) verðhækkun § Háseti 887.227 kr. 1.153.395 kr. | Matsveinn 1.099.293 kr. 1.429.081 kr. g 1. vélstjóri 1.104.503 kr. 1,435.854 kr. § Yfirvélstjóri 1.313.967 kr. 1.708.157 kr. I 2. stýrimaður 1.102.541 kr. 1.433.303 kr. 2 l.stýrimaður 1.321.996 kr. 1.718.595 kr. | Skipstjóriy. «. 2.672.545 kr.3.474.309 kr. | / * LIU um kröfu vélstjóra um hækkaðan aukahlut Þýðir 116.000 króna launahækk- un á mánuði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.