Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 13

Morgunblaðið - 10.01.1998, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 13 Bæjarráð Akureyrar ^ Morgunblaðið/Kristján Oskað eftir stækkun Krossanesverksmiðju KROSSANES hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir fiskimjölsverk- smiðju sína en leyfið rann út um nýliðin áramót. Jafnframt því að sótt er um nýtt starfsleyfi fyrir verksmiðjuna til fjögurra ára er óskað eftir því að heimiluð verði aukning á afkasta- getu verksmiðjunnar úr 550 tonn- um á sólarhring í 750 tonn af hrá- efni á sólarhring. Hollustuvernd hafnar í drögum að nýju starfsleyfi óskum um aukin afköst verksmiðj- unnar og gerir í þeim ráð fyrir að starfsleyfið gildi til loka þess árs, þar sem reynsla verði að fást af nýjum mengunarvarnabúnaði í verksmiðjunni. Búnaðurinn var settur upp síðastliðið haust. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa leitað eftir stuðningi bæjar- stjórnar við umsókn vegna stækk- unarinnar og á fundi bæjarráðs var tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn heilbrigðis- nefndar um stækkunina þar sem mælt er með því að gefið verði út leyfi til að auka afkastagetu verk- smiðjunnar í tilraunaskyni á þessu ári. Höfðakirkjugarður yfír Þórunnarstræti KIRKJUGARÐAR Akureyrar hafa sent bæjaryfirvöldum á Akur- eyri bréf og fara í því þess á leit að við skipulag á svæðinu vestan Þór- unnarstrætis verði gert ráð fyrir þörf Höfðakirkjugarðs á stækkun til vesturs, yfir götuna. Bæjarráð fjallaði um erindið á fundi í vikunni og vísaði því til skipulagsdeildar og skipulagsnefndar til umfjöllun- ar. A fundi bæjarráðs var einnig tekin fyiár tillaga Sigurðar J. Sig- urðssonar þess efnis að menning- armálanefnd verði falið að leita eftir sölu á húsnæði bæjarins í Kaupvangsstræti 23, Deiglunni til starfsemi á sviði menningarmála. Óskaði bæjarráð eftir að menning- armálanefnd fjallaði um tillöguna. A fundi ráðsins á fimmtudag var lagður fram til kynningar samn- ingur sem bæjarstjóri hefur geft við Valgerði Þorsteinsdóttur í Reykjavík um kaup á bókasafni dr. Steingríms J. Þorsteinssonar, fyrrverandi prófessors. Þá var kynntur samningur sem bæjar- stjóri hefur gert við Jón Hjaltason sagnfræðing um ritun og útgáfu á þriðja bindi af sögu Akureyrar. Bæjarráð samþykkti líka á fundi sínum að kaupa fasteignina Strandgötu 17, en kaupverð hús- eignar ásamt eignarlóð og leigu- lóðaréttindum er 7.450.000. AKUREYRARBÆR Umsóknir um styrki frá nefndum á vegum Akureyrarbæjar. Á næstunni fer fram úthlutun eftirfarandi styrkja: Þrettándagleði í Deiglunni Björg og Fjórir fíörugir FJÓRIR fjörugir og Björg Þórhallsdóttir söngkona efna til þrettándagleði í Deiglunni í kvöld, laugardagskvöldið 10. janúar kl. 22. Fjóri fjörugir eru þeir Dan- íel Þorsteinsson á harmoníku, Bjöm Leifsson á klarínett, Jón Rafnsson á bassa og Karl Petersen á trommur. Þeir hafa allir leikið með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, m.a. á tónleikum um síðustu helgi en þar lék Daníel einleik á pí- anó með hljómsveitinni. Björg hefur getið sér gott orð fyrir klassískan söng, en bregður sér nú í hlutverk dægurlaga- söngkonu. Tónlistin verður úr ýmsum áttum, þekkt dans- og dægur- lög og suður-amerísk sveifla. Tillaga um systkina- afslatt a leikskólum BÆJARRÁÐ Akureyrar leggur til að frá næstu mán- aðamótum, 1. febrúar næst- komandi verði gefinn systk- inaafsláttur af dvalargjöldum í leikskólum og skólavistunum hjá Akureyrarbæ. Gengið er út frá þeirri við- miðun að gjald fyrir yngsta barn verði greitt að fullu, 25% afsláttur er gefinn vegna eldri systkina, hvort sem þau em í leikskóla eða skólavistun og vegna barna, þar sem einnig er gefinn annar afsláttur en vegna systkina reiknast systkinaafslátturinn af þeirri upphæð sem annars hefði átt að greiða. Til leigu (efríhæð) Á besta stað á Akureyri er til leigu 260 m2 í Kaupvangsstræti 4. Upplýsingar í símum 462 7466 - 892 7766 (Pétur) - 462 5400 (jón) fErt þú „skáld á bakvið tjöldin“ Sigurhæðir - Hús skáldsins Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri býður rithöfundum og/eða fræðimönnum á sviði hvers kyns orðlistar fullkomna skrifstofuaðstöðu til leigu á árinu 1998. Um er að ræða tvö herbergi með öllum nauðsynlegum búnaði — tölvu, prentara, síma, faxi, internettengingu, skanna, ljósritun, pappír o.s.frv. — og hefur afnotagjald verið ákveðið 6.000 krónur á mánuði fyrir hvort. Þau leigjast til 1—3ja mánaða í senn og gefst að öðru jöfnu möguleiki á framlengingu, sé hennar óskað í tíma. Athygli er vakin á því að hér er ekki um afnot að íbúð að ræða, heldur vinnuaðstöðu í umhverfi sem ætti að geta orðið til andlegrar hvatningar þeim er hafa hug á að fást við skriftir, en hefur til þessa e.t.v. vantað aðstöðu eða lítið næði gefist. Er því sérstaklega beint til heimamanna að hagnýta sér á þennan hátt hina nýju bókmenntamiðstöð sem reist er á gömlum grunni. Umsóknir, ásamt greinargerð um verkefnið og á hvaða tíma sá/sú kýs að njóta aðstöðunnar, sendist undirrituðum forstöðumanni fyrir 20. janúar. Hann gefur jafnframt allar upplýsingar í síma milli kl. 14 og 16 virka daga. Sigurhæðir - HÚS skáldsins - Evrarlandsvegi 3. 600 Akruevri. Erlingur Sigurðarson. forstöðumaður - viðtalstími þriðiud.-föstud. kl. 14-16. Sími: 462 6648 - fax 462 6649 Netfang: skaldis Styrkir Félagsmálaráðs til félaga sem vinna að félags- og mannúðarmálum sem snerta verksvið ráðsins. Styrkir íþrótta- og tómstundaráðs til félaga v/rekstrar, einnig námskeiða og sumarbúða fyrir börn. Styrkir Menningarmálanefndar til félaga á sviði lista og menningarmáia. Við styrkveitingar þessa árs verður m.a. horft til fyrirbyggjandi starfs vegna markmiðs bæjarstjórnar Akureyrar að útrýma notkun grunnskóiabarna á hvers kyns vímuefnum fyrir árið 2000. Uinsóknir á þar til eerðum evðuhlöðum skulu berast fyrtr 1. febrúar nk. til móttöku- og upplýsingafulltrúa að Glerárgötu 26, sími 460 1400. Eyðublöðin liggja frammi á skrifstofum Akureyrarbœjar 26 og Geislagötu 9. Sviðsstjórar Glerárgötu 26. í"' ) A 0 <•.<,// 1 c iÁ-ÁO'V' ) AJjálut\ámskeið ^ sem ctáut* vat* auglýsf í /;-Húsi skáldsikts" |i*estasf um Kálj-art mártuð v/flutrtirtgs á bókasafrti dt*. SteingHms 'Po»*steirtssorta>*. /SJámsUeiðið vet'ðut4 vikulega í tveimut* Kópwm; "14 vikut* alls. Sfjót*rtandi: éSflingut* Sigut*ðssort. ■Hóput* A mánudögum kl. 47.20 -48.40 ■fyr'st 2ó jartúat1. ■Hóput* B: A þt*iðjudögum Ul. 49.40 - 24.00 fyt*st 27. jartúat*. "Páti+ökugjalcl: 4.000 k^ÓKVU^. (Snn et* Kægt et* bæta nokkmm (oátftakendum í Kvot*n Kóp, Skmið ykkut1 kjá f-ot*s+öðumaumi, sem vei+it* allat* K\át\at*i upplýsm^at*, fyHt* 2d. jai4Úat*.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.