Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Taugar Anands brugðust í lokin KARPOV brosti sínu breiðasta þegar Anand hafði gefist upp í seinni skákinni í gær. SKÁK ðlympfusafnið f Lausanne, 1.-9. janúar 1998 HEIMSMEISTARAMÓT FIDE Anatólí Karpov varði heims- meistaratitil sinn. Hann vann báðar framlengingarskákirnar í gær. KARPOV sigraði í einvíginu með fimm vinninga, en Anand hlaut þrjá. Indverjinn fékk óska- byi'jun í framlengingunni í gær er hann vann snemma peð í fyrri skákinni og átti að auki miklu meiri umhugsunartíma aflögu en Karpov. En þá gerðist eitthvað sem erfitt er að útskýra. Anand lék hverjum afleiknum á fætur öði-um og lenti í varnarstöðu sem hann tapaði að lokum. Par með var eina von hans að jafna metin í seinni skákinni og fá aðra fram- lengingu. En baráttuþrek hans var þá greinilega á þrotum, hann tefldi skákina mjög illa og Kar- pov vann örugglega. Karpov verður því heims- meistari FIDE næstu tvö árin. Hann hreppti titilinn fyrst árið 1975 þegar Bobby Fischer varði hann ekki. Karpov tapaði svo titlinum til Gary Kasparovs tíu árum síðar. En árið 1993 klufu þeir Kasparov og Short sig út úr FIDE ogstofnuðu eigin atvinnu- mannasamband PCA. í staðinn tefldu þeir Karpov og Timman heimsmeistaraeinvígi FIDE og þá sigraði Karpov og náði titlin- um aftur. Anand fær nú loksins að kasta mæðinni eftir að hafa setið sam- fleytt að tafli í heilan mánuð. Til að komast í einvígið við Karpov þurfti hann að slá út sex öfluga stórmeistara á heimsmeistara- mótinu í Groningen í Hollandi. Hann fékk svo aðeins tvo daga til að hvíla sig fyrir viðureignina við Karpov, sem var alveg óþreyttur. Vegna þessa mikla aðstöðumunar er vart hægt að segja að þessi úr- slit sanni neinn verulegan styrk- leikamun á þeim tveimur. Miðað við taflmennsku var sigurinn verðskuldaður, en forréttindi heimsmeistarans voru alltof mik- 11. í næstu keppni á að bæta úr þessu, þá mun Karpov koma strax inn í aðra umferð og þarf þá líka að slá sex meistara út í ein- vígjum til að komast í sjálft heimsmeistaraeinvígið. Atskákirnar í framlengingunni í gær voru tefldar tvær 25 mínútna skákir, auk þess sem tíu sekúndum var bætt við fyrir hvern leik. Fyrri skákin gekk þannig fyrir sig: Hvítt: Karpov Svart: Anand Réti byijun 1. Rf3 - d5 2. g3 - Rf6 3. Bg2 - c6 4. 0-0 - Bg4 5. d3 - Rbd7 6. Rbd2 - e6 7. e4 - Be7 8. De2 - 0-0 9. h3 - Bh5 10. Hel - dxe4 11. dxe4 - e5 12. b3 - Dc7 13. Bb2 - Hfe8 14. Dfl - Had8 15. a3 - b5 16. Bc3 - Bf8 Staðan er u.þ.b. í jafnvægi. Karpov átti hér aðeins 10 mínút- ur eftir, en Anand 23. 17. Rh4 - Rc5 18. Bf3 - Bg6>? 19. Rxg6 - hxg6 20. Bg2 - a6 21. De2 - Re6 22. Rf3 - Rd7 23. a4! - b4 24. Bb2 - a5 25. c3!? - bxc3 26. Bxc3 - Hb8 27. Habl - Bb4 28. Hecl - Bxc3 29. Hxc3 - c5 30. De3 - Dd6 31. h4 - Rd4 32. Bh3 - Rb6 33. Hbcl? Karpov átti nú tæpar fimm mínútur og lætur Anand snúa á sig. 33. Rd2! var nauðsynlegt til að valda hrókinn á bl og c4 reit- inn. Reyndar átti hann að leika 32. Bfl! eða 32. Rd2! í leiknum á undan og stendur þá betur vegna traustari peðastöðu. 33. - c4! 34. bxc4 - Rxa4 35. c5 - De7 36. Ha3 - Rxc5 37. Hac3 - Rcb3 38. Hc7 - Df6 39. Hlc3 Frá og með þessari stöðu stendur hver silkihúfan upp af annarri hjá Anand. Eins og þeir Jóhann Hjartarson og Leifur Jó- steinsson bentu undnrituðum á er besti leikur svarts hér 39. - a4! Pað er mjög rökréttur leikur sem viðheldur spennunni. 40. Rg5 má þá svara með 40. - a3! og svartur vinnur og litlu betra er 40. Bd7 - Rxf3+ 41. Dxf3 - Dxf3 42. Hxfö - He7! með unnu endatafli. 39. - Rxf3+? 40. Dxf3 - a4? Miðað við það að Karpov átti hér aðeins þrjár mínútur eftii' en Anand tíu, er taflmennska Ind- verjans furðulega slök. Hann á ennþá peði meira og vinnings- möguleika eftir 40. - Rd4! 41. Dxf6 - gxf6 42. Bd7 - Rd4? Hér átti svartur að leika 42. - He7 og taka jafntefli. 43. Bxe8 - Re2+ 44. Kg2 - Rxc3 45. Bxf7+ - Kf8 46. Bxg6 - Rb5 47. Hf7+ - Kg8 48. Hxf6 - Ha8 49. h5! - a3 50. h6 - a2 51. Bf7+ - Kh7 52. Bxa2 - Hxa2 53. g4 Karpov hefur nú fengið þrjú peð fyrir mann og stendur betur að vígi. 53. - Rc3 54. g5 - Rxe4 55. Hf7+ 55. - Kg6?? Hræðilegur afleikur. Ennþá var möguleiki að halda skákinni með því að leika 55. - Kg8 56. g6 - Ha8! 57. He7 (Svartur nær upp fræðilegri jafnteflisstöðu eftir 57. h7+ - Kh8 58. g7+ - Kxh7 59. Hf8 - Kxg7 60. Hxa8 - Kf6 þótt hann sé skiptamun undir) 57. - Rf6! Og svartur á möguleika á jafntefli, því t.d. 58. Hxe5 er vel svarað með 58. - Rg4. Nú rennur hvíta h peðið beint upp í borð. 56. Hg7+ - Kf5 57. h7 - Hxf2+ 58. Kgl - Kg4 59. h8D - Kg3 60. He7 - Hg2+ 61. Kfl - Rd2+ 62. Kel - Kg2 og Anand gaf skákina. Það var greinilegt að Indverj- inn náði ekki að jafna sig á þeim fáu mínútum sem liðu þangað til seinni skákin hófst. Það var ekki heil brú í taflmennsku hans og hann fórnaði strax tveimur peð- um fyi'h' litlar eða engar bætur: Hvítt: Anand Svart: Karpov Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 - d5 2. Bg5 - h6 3. Bh4 - c6 4. Rf3 - Db6 5. b3 - Bf5 6. e3 - Rd7 7. Bd3 - Bxd3 8. Dxd3 - e6 9. c4 - Re7 10. c5?! - Da5+ 11. Rc3 - b6 12. b4? - Dxb4 13. 0-0 - Rf5 14. Hfcl - bxc5 15. Habl - c4 16. Dc2 - Da5 17. Hb7 - Da6 18. Hcbl - Bd6 19. e4 - Rxh4 20. Rxh4 - Hb8 21. Hxb8+ - Bxb8 22. exd5 - cxd5 23. Rg6 - fxg6 24. Dxg6+ - Kd8 25. Dxg7 - He8 26. Dxh6 - Da5 27. Dg5+ - Kc8 28. Dg6 - Hf8 29. Hcl - Db6 30. Re2 - e5 31. Dh5 - Df6 32. Hfl - Hh8 og hvítur gafst upp. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Tillaga að fyrirkomulagi brunavarna í Hvalfjarðargöngum liggur fyrir Geng-ið lengra en gert var ráð fyrir Morgunblaðið/Golli TILLAGA Fossvirkis að fyrir- komulagi brunavama í Hvalfjarð- argöngum liggur fyrir og er nú til skoðunar hjá Vegagerðinni og verkfræðistofunni Hniti, sem er eftirlitsaðili með verkinu fyrir hönd verkkaupans, Spalar. I samn- ingi Spalar og ríkisins um gerð ganganna er kveðið á um að bruna- vamir í göngunum skuli byggjast á norskum stöðlum fyrir brunavarnir í veggöngum og að sögn Gísla Gíslasonar, stjómarformanns Spal- ar, er ætlunin að ganga heldur lengra í öryggismálunum en norsku staðlarnir gera ráð fyrir. Gísli segir málið í réttum farvegi og unnið í góðri sátt Spalar, Foss- virkis, Vegagerðarinnar og Brana- málastofnunar ríkisins. Bergsteinn Gizurarson branamálastjóri telur málið á réttri leið eftir að félags- málaráðuneytið úrskurðaði á sl. sumri að Branamálastofnun hefði eftirlitsskyldu í göngunum, en fram að því hefðu Vegagerðin og samgönguráðuneytið hafnað því að stofnunin hefði eftirlitsskylduna. Bergsteinn vísar einnig til lög- fræðilegs álits Magnúsar Thorodd- sen hæstaréttarlögmanns, sem kemst að þeirri niðurstöðu að eftir- litsskyldan sé Branamálastofnun- ar. Fossvirki sér um tæknilega útfærslu Spölur hefur notið ráðgjafar breska ráðgjafarfyrirtækisins Atk- ins og norska fyrirtækisins O.T. Blindheim varðandi branavarnir í göngunum en það hefur verið á hendi verktakans, Fossvirkis, að sjá um tæknilega útfærslu á hönn- un branavamanna. Jóhann Kröyer, yfirverkfræðingur hjá Fossvirki, segir að samkvæmt norsku stöðlunum verði sérstök neyðarútskot með 500 metra milli- bili í göngunum og þrjú stór snún- ingsútskot fyrir stóra flutningabíla með jöfnu millibili. Þá verða neyð- arsímar með 500 metra millibili og slökkvitæki með 250 metra milli- bili, sem tengd verða við tollstöðina að norðanverðu, sem er mönnuð allan sólarhringinn. Um leið og slökkvitæki er tekið niður inni í göngunum berast um það boð í toll- stöðina, þar sem strax verður hægt að gera viðeigandi ráðstafanir. Ekki víst að umferð bfla með eldfiman farm verði leyfð Þá segir Jóhann að auk þess að fullnægja norsku stöðlunum verði t.d. lýsing í göngunum aukin og neyðarlýsing einnig, auk þess sem fleiri viftur verði settar upp, svo hægt verði að snúa við loftstraumi í göngunum ef brani verður þar. Þá verði einnig gerðar ráðstafanir þannig að hægt verði að hlusta á útvarp niðri í göngunum og að lög- regla geti í neyðartilvikum komið inn á útvarpið með áríðandi orð- sendingar. Fjórar spennistöðvar verða fyrir göngin, sem skipt er í fjögur svæði, þannig að ef rafmagn dettur út á einni stöð, t.d. vegna umferðarslyss, verða hinar þrjár áfram inni. Hvað varðar umferð bíla með eldfiman eða hættulegan farm um göngin, segir Gísli Gíslason að enn sé ekki ákveðið hvernig henni verði hagað eða hvort hún verði yfirleitt leyfð. Verði hún leyfð muni hún þurfa að lúta mjög ströngum regl- um en allt eins geti verið að hún verði alfarið bönnuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.