Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGAKDAGUR 1«. JAKÚAR 'Í998 MORGUNBLAÐIÐ Dansinn er lífsstfll Nýjum straumum í tónlist fylgja nýir tískudansar. Hér á landi dvelur nú danshöfund urinn Amir E1 Falaki til að I \ sýna og kenna það nýjasta á þessu sviði. Morgunblaðið/Knstinn DANSMEISTARINN Amir E1 Falaki sýnir listir sínar og virðist ekki hafa mikið fyrir því. Anna María og Kolla fylgjast með. EIÐAR Ástvaldsson giaðbeittur á svip með sínu fólki. ANNA María og Amir í afbrigði af „Street Jam“. E/u. a'akj. EG BYRJAÐI að dansa 12 ára og hef dansað í gegnum lífið síðan,“ sagði Amir E1 Falaki þegar við hittum hann að máli í Dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar, þar sem hann var að þjálfa aðstoðardansara sína, þær Kol- brúnu Jónsdóttur og Onnu Maríu Ragnarsdóttur, sem báðar eru nemendur í Dansskóla Heiðars. Amir er ættaður frá Marokkó, en er fæddur og uppalinn í Danmörku. Heiðar kynntist honum á ráðstefnu danskenn- ara í Kaupmannahöfn á síð- asta ári og fékk hann til að koma hingað og sýna nýjustu tískudansana og kenna þá við skólann, en Amir er eft- irsóttur og getur því aðeins staldrað við hér á landi í einn mánuð. Þótt Amir sé ungur að árum hefur hann komið víða við, ferðast vítt og breitt um Evrópu, sýnt dansa, kennt og samið dansa fyrir ýmsa þekkta skemmtikrafta svo sem Ace of Base, Dr. Alban, Jacki Gra- ham, Cut’n’Move, Boyzone og Aqua svo nokkrir séu KOLLA dansar af innlifun og þau Anna María og Amir fylgja á eftir. nefndir. Og það er greinilegt að hann kann ýmislegt fyrir sér á þessu sviði. Hann bend- ir réttilega á að dansinn hald- ist í hendur við nýjustu strauma í popptónlist og svo- kallaðir „götudansar", sem eigi rætur að rekja til stræta ýmissa stórborga í Bandaríkj- unum, séu nú í miklum met- um hjá unga fólkinu. Þeir dansar, sem Amir kvaðst myndu leggja áherslu á við kennslu sína hér, eru dansar á borð við Street Jam, New York Funk, Techno Dance, Break, Jass Funk og Michael Jackson’s Steps. „Þessir dansar veita mönn- um mikla útrás, sem er nauð- synlegt í nútímaþjóðfélagi. Raunar tel ég að dans al- mennt eigi erindi til allra. Hann veitir fólki gleði og lífs- fyllingu og gerir öllum gott. Hvað mig varðar er dansinn orðinn partur af sjálfum mér. Dansinn er minn lífsstíll.“ 'etur verið of mikiðjárn íblóðinu? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Er hægt að vera með of mikið jám í blóðinu? Ef svo er, hver eru einkennin? Svar: Já, það er hægt að hafa of mikið jám í blóðinu og í líkaman- um. Jám er einn af þeim málm- um sem em nauðsynlegir fyrir starfsemi líkamans. Karlmenn hafa að meðaltali 3,5 g af járni í líkamanum en konur 2,5 g. Meirihluti þessa járns er í blóð- rauðanum og efnahvötum (en- sýmum) í hinum ýmsu vefjum en um þriðjungur er bundinn í birgðum. Á hverjum sólarhring tapar líkaminn um 1 mg af jámi, einkum með fmmum sem losna frá yfirborði húðar og slímhúðar í meltingarvegi. Þetta járntap þarf líkaminn að bæta sér upp með fæðunni. í venjulegu dags- fæði eru 5-10 mg af járni og af þeim nýtist þetta eina mg sem þarf. Nýtingu jáms úr fæðu er stjórnað þannig að hún uppfylli þarfimar og er talið að hún ákvarðist af járnbirgðum líkam- ans, á einhvern óþekktan hátt. Ýmislegt getur þó haft áhrif á nýtingu jáms úr fæðunni og má þar nefna að trefjaefni og te minnka nýtingu en C-vítamín eykur hana. Of mikið getur orðið af járni í líkamanum eftir þremur leiðum; þeir sem fá mikið af blóð- gjöfúm vegna sjúkdóma, þeir sem taka inn óhóflegt magn af járni og þeir sem hafa ættgengan sjúkdóm sem verður til þess að óeðlilega mikið af jámi nýtist úr fæðunni. Það síðasttalda (hemochromatosis) er algengast og þar er um að ræða víkjandi erfðagalla (vegna stökkbreyting- ar) sem er talinn þjá um 24 millj- ónir manna í heiminum. Þessi sjúkdómur er mun sjaldgæfari meðal kvenna en karla og má Járn í blóði leiða líkur að því að það stafi af mánaðarlegum tíðablæðingum sem losa líkamann við dálítið magn af járni. Sjúkdómurinn kemur venjulega ekki í Ijós fyrr en komið er á miðjan aldur enda getur tekið marga áratugi að safna því magni af járni sem þarf til að gefa einkenni. Líkaminn á engan mótleik við aukinni nýt- ingu járns úr fæðunni vegna þess að engin góð útskilnaðarleið er til. Eitt af þvi erfiða við þennan sjúkdóm er að lengi vel gefur hann engin einkenni og þegar þau koma gerist það mjög hægt, á mörgum árum eða áratugum. Fyrstu einkennin geta verið sí- felld þreyta og slappleiki og síð- an sykursýki, gráleit húð, minnkuð kynhvöt, tíðateppa, verk- ir og bólga í liðum en að lokum geta skemmdir í lifur og hjarta dregið sjúklinginn til dauða. Önn- ur einkenni geta komið fram og má þar nefna ýmis geðræn vanda- mál, hárlos, kuldatilfinningu og tíðar sýkingar. Hætta á krabba- meini eykst, m.a. krabbameini í lifur. Þekkt eru nokkur dæmi um sjúklinga sem höfðu svo mikið jám í líkamanum að þeir settu í gang málmleitartæki við vopnaleit á flugvöllum. Ef ekkert er að gert eða ef meðferð hefst of seint deyr sjúklingurinn. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn og hefja með- ferð áður en varanlegar líffæra- skemmdir verða. Greina má sjúk- dóminn með blóðmælingum og lifrarsýni eða mergsýni en einnig er komin á markað mæliaðferð til að finna hverjir eru með erfðagall- ann sem veldur honum. Með því móti er hægt að greina sjúkdóm- inn mun fyrr en áður var mögu- legt. Meðferðin er aðallega fólgin í blóðtökum til að losa líkamann við jám. í byrjun er oft tekinn hálfur lítri af blóði 1-2 sinnum í viku en þegar viðunandi árangri hefur verið náð er oftast nægjanlegt að taka sjúklingnum blóð á 2-4 mánaða frésti. Sumir þola illa svona blóðtökur og þá má grípa til lyfs (deferoxamíns) sem eykur út- skilnað jáms í þvagi en er talinn heldur lakari kostur. Horfumar era góðar ef meðferðin hefst nógu fljótt. 9Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim ligg- ur á bjarta. Tekið er á móti spurning- um á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 569 1100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 569 1222.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.