Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 7. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR10. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Sendinefnd ESB heldur til Alsír Litlar vonir um árangur London, Brussel. Reuters. LITLAR vonir eru bundnar við að ferð sendinefndar Evrópusam- bandsins (ESB) til Alsír muni bera árangur, vegna takmarkana sem alsírsk yfirvöld setja starfi nefnd- arinnar. Hún heldur til Alsír innan hálfs mánaðar. Mannréttindasam- tök hafa fagnað fór fulltrúa ESB til Alsír en falla ekki frá þeirri kröfu sinni að sendinefnd Sameinuðu þjóðanna haldi til landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem erlend sendinefnd fær leyfi alsírskra yfir- valda til að koma til landsins. Leyf- ið fékkst með þeim skilyrðum að sendinefndin kæmi til að „takast á við hryðjuverk" og að hún kæmi ekki nálægt rannsókn á fjöldamorðum í vesturhluta lands- ins en um 1.000 manns hafa látið lífið þar á hálfri annarri viku. Ahmed Attaf, utanríkisráðherra Alsír, segir „ekkert dularfullt" við morðin og því sé rannsókn ekki nauðsynleg. Nefndarmenn munu einungis dvelja í höfuðborginni AJgeirsborg og talið er fullvíst að þeir muni ein- ungis fá að ræða við stjórnvöld, en ekki löglega kjöma fulltrúa stjóm- arandstöðunnar. Clinton knýr á um aðgerðir í anda IMF Mónakó- skúta fyrst SKIPVERJAR á skútunni Merit Cup frá Múnakó með Nýsjálend- inginn Dalton Grant við stýrið fögnuðu ærlega er þeir komu fyrstir í mark á fjórða áfanga Whitbread-hnattsiglingarinnar, frá Sydney f Ástralíu til Auckland á Nýja-Sjálandi. Háðu þeir margra daga æsispennandi einvígi við bandaríska skútustjórann Dennis Conner á skútunni Toshiba alla leiðina frá Sydney. Kom Conner í mark rétt á eftir Grant. Framund- an er erfiðasti áfangi leiðarinnar, 6700 sjómílna sigling lyrir Horn- höfða til Sao Sebastiao í Brasilíu. -------------- Karpov meistari Washington. Reuters. VAXANDI áhyggjur em af efna- hagsástandinu í Asíuríkjum og ákvað Bill Clinton Bandaríkjafor- seti í gærkvöldi að senda Lawrence Summers aðstoðarfjármálaráð- herra og sveit embættismanna til Suður-Kóreu, Indónesíu og Thailands um helgina til þess að leggja að ráðamönnum að grípa til efnahagsráðstafana í samræmi við tillögur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Helstu yfirmenn IMF em á leið þangað sömu erinda. IMF hefur boðið ríkjunum þremur allt að 100 milljarða doll- ara fyrirgreiðslu, að því tilskildu að kerfisumbætur og efnahagsráð- stafanir verði í anda tillagna sjóðs- ins. Gjaldmiðill ríkjanna stendur afar veikt á fjármálamörkuðum og áframhaldandi lækkun á hlutabréf- um hefur átt sér stað undanfama daga þar sem ekki hefur tekist að sannfæra markaðinn um að ríkin þrjú séu komin fyrir hom og hugsanlega á leið út úr efnahag- skreppu. Ræður þar og nokkm að fjármálafræðingar em efins um að Indónesíumenn séu viljugir til að fara að tillögum IMF. Vangaveltur um að Indónesar kunni að fara fram á greiðslustöðvun erlendra skulda héldu fjármálamörkuðum í Asíu nánast í gíslingu í gær, gjald- eyrir lækkaði og verð- og hlutabréf snarféllu einnig. Clinton forseti ræddi seint í fyrrakvöld að staðartíma í Was- hington í 25 mínútur við Suharto Indónesíuforseta um ástandið og hvatti hann til þess að gripið yrði til þeirra efnahagsumbóta og upp- stokkunar sem IMF hefur lagt til svo að stuðla mætti að stöðugleika á fjármálamörkuðum í Asíu og víðar. Stendur herinn að baki morðunum? Margir evrópskir stjórnmála- menn og stjórnmálaskýrendur telja að útilokað sé að friður komist á í Alsír nema Islömsku frelsisfylk- ingunni (FIS) verði leyfð þátttaka í stjómmálum að nýju, en blóðbaðið hófst árið 1992 er stjómvöld af- lýstu einni umferð þingkosninga til að koma í veg fyrir sigur FIS, sem flokkurinn var talinn eiga vísan. FIS hvatti í kjölfarið til baráttu gegn stjómvöldum og hafa þau kennt íslömskum hryðjuverka- mönnum um öldu ofbeldis sem kostað hefur um 65.000 manns lífið. Hins vegar hafa heyrst fullyrðing- ar um að sérsveitir hersins hafi staðið að baki hluta morðanna til að veikja stöðu heittrúarmanna. Útiloka ónafngreindir fulltrúar ESB ekki að þessar fullyrðingar séu á rökum reistar. Lausanne. Reuters. ANATOLI Karpov varði heims- meistaratign sína í skák í gær er hann bar sigurorð af indverska skák- meistaranum Viswanathan Anand í einvígi þeirra um heimsmeistaratitil FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. Karpov gjörsigraði Anand í tveim- ur atskákum, sem háðar voru í gær eftir að þeir höfðu orðið jafnir í sex skáka einvígi. Hlýtur Karpov 1,4 milljónir dollara, jafnvirði 100 millj- óna króna, fyrir sigurinn. Líklegt er talið að komið verði í kring einvígi hans og Garrís Kasparovs, sem sagði sig úr lögum við FIDE 1993 og stofnaði atvinnumannasamtökin PCA, sem nú eru dauð. Reuters ■ Taugar Anands/12 MO Mowlam strunsar milli álma í Maze-fangelsinu, ásamt embættismönnum, frá einum fundi til annars með norður-írskum hryðjuverkamönnum. Chirac gagnrýnir Jospin París. Reuters. JACQUES Chirac Frakklandsfor- seti gagnrýndi í gær áform stjórnar Lionels Jospins forsætisráðherra og áform hennar um að skapa 350.000 ungmennum atvinnu. Chirae sagði það ekki kunna góðri lukku að stýra að ætla að breyta atvinnuleysisskrám með því að skapa „sýndarstörf" á kostnað ríkissjóðs. Það hlyti að kalla á aukna skattheimtu, ofsköttun, sem virka myndi sem kverkatak á efna- hagslífið og atvinnustarfsemi. Fremur ætti að stuðla að vexti lítilla og meðalstórra fyrii-tækja svo þau geti bætt við sig vinnuafli. Stjórn Jospins hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið fyrir að standa ekki við kosningaheit sín um að lina atvinnuleysið. Það hefur aldrei mælst jafn mikið, eða 12,4%, sem þýðir að 3,1 milljón manna sé án vinnu. Þriðjungur þeirra hefur verið atvinnulaus lengur en ár. Liðsmenn samtakanna „Stöndum saman gegn atvinnuleysi" (AC) hafa hertekið atvinnumálaskrifstofur um land allt. Verður aðgerðunum ekki hætt vegna óánægju AC með boð- aðar aðgerðir stjómar Jospins. For- sætisráðherrann sagðist myndu stofna neyðarhjálparsjóð með millj- arðs franka stofnframlagi til hjálpar þeim verst settu. Hafnaði Jospin kröfum AC um tafarlausa hækkun atvinnuleysisbóta og jólabónus. Gagnlegir fundir með hryðiuverkamönnum Belfast. Reuters. MO Mowlam, írlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar, átti í gær við- ræður við hryðjuverkamenn í Maze-fangelsinu á Norður-Irlandi til þess að freista þess að fá þá til að lýsa stuðningi við friðarumleit- amir með aðild allra aðila deilunn- ar þar í landi. Mowlam dvaldi í þijár stundir í fangelsinu og sagði að því loknu, að viðræður, sem hún átti annars veg- ar við liðsmenn hryðjuverkasveita sem vilja að Norður-írland verði áfram hluti af breska konungdæm- inu og hins vegar við liðsmenn frska lýðveldishersins (IRA) og klofningssamtaka hans, hefðu verið „gagnlegar". „Eg veit ekki hvort þær bera ár- angur,“ sagði Mowlam sem afhenti föjngunum viðræðuskjal í 15 liðum. „Ég hef reynt mitt besta til þess að sannfæra þá um að viðræður væru eina leiðin til að binda enda á átök og finna friðsamlega lausn deilunn- ar,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.