Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Leikskólamál í Kópavogi MIKLAR umræður hafa orðið á undan- förnum árum um upp- byggingu á leikskólum hér á höfuðborg- arsvæðinu. Þessar um- ræður hafa endur- speglað þá miklu þörf sem er fyrir þessa þjónustu sem sveit- arfélögum er ætlað að sinna samkvæmt lög- um um leikskóla. Bæj- arstjórn Kópavogs hef- ur lengi haft á stefnu- skrá að tryggja öllum börnum sem rétt eiga á leikskóladvöl, þjón- ustu við sitt hæfi. Þetta hefur þó ekki tekist hvað varðar börn á aldrinum 6 mánaða til 2'h árs, að öðru leyti hefur tekist að fylgja eftir þeirri uppbyggingu og þróun sem verið hefur í bænum. Fjölgun íbúa hefur hvergi verið meiri á öllu landinu en í Kópavogi á síðustu árum og því þurft að fylgja þessum málum eftir af enn meiri krafti. Nú er svo komið að um 98% foreldra sækja um leik- skóladvöl fyrir börn sín og mikil aukning er á því að foreldrar vilja aukinn vistunartíma, það er 6-9 tíma á dag. Gera má ráð fyrir að börn á aldrinum 0-6 ára séu um 9% af bæjarbúum eða um 1750 börn í Kópavogi í dag. Það er því ljóst að halda verður áfram uppbyggingu á leik- skólum í Kópavogi á komandi kjörtímabili ef halda á í við þessa þróun. Nýir leikskólar við Arnarsmára og í Lindahverfi Hinn 7. janúar s.l. var tekinn í notkun nýr leikskóli, sem nefndur hefur verið Arnarsmári. í þessum leikskóla er gert ráð fyrir 134 börnum sem skiptast þannig, að 97 eru í 4-6 tíma dvöl og 37 í 8-9 tima dvöl. Hafin var bygging þessa leikskóla í apríl 1997 og lauk verktaki sinni vinnu 5. janúar s.l. Hér er um að ræða einingahús úr steinsteypu um 627 fermetra að stærð og skiptist hann í 4 deildir. Lóð skólans er sérstaklega vistleg og skemmtilega frá henni gengið. Við skólann er gert ráð fyrir að starfi 28 manns í 19,25 stöðugildum. Leikskólastjóri hefur verið ráðinn Brynja Björk Kristinsdóttir. Á vordögum 1998 er gert ráð Kópavogsbær leggur áherslu á að hafa upp- eldismenntað fólk við störf í leikskólum, segir- Bragi Michaelsson, og stefnir að því að öll börn eigi kost á leikskóladvöl. fyrir að taka í notkun nýjan leik- skóla, sem nefndur þefur verið Dalur, í Lindahverfi. Á þeim leik- skóla er gert ráð fyrir að verði 136 börn sem skiptast þannig á dvalar- tíma, að 98 verða í 4-6 tíma dvöl og 38 í 8-9 tíma dvöl. Við þennan leikskóla er gert ráð fyrir að starfi 28 manns í 19,25 stöðugildum. leikskólinn er 616 fermetrar að stærð og var keyptur af VSÓ verk- fræðistofunni í alútboði. Kópavogsbær hefur nú lokið samningum við Ríkisspítala um að yfirtaka og leigja leikskólann Stubbase! sem staðsettur er í landi Ríkisspítala við Kópavogsbraut. Með þeim ráðstöfunum bætast við 22 ný rými sem skiptast þannig að 10 eru 4-6 tímar en 12 8-9 tímar. Stubbasel verður rekið sem hluti af leikskólanum Skólatröð. Eftir að þessar nýju stofnanir hafa verið teknar í notkun mun Kópavogsbær reka 12 leikskóla fyrir 1300 börn. Að auki greiðir Kópavogsbær með 60-70 börnum á einkareknum leikskólum. Á kom- andi vori getur bæjarfélagið mætt um 78% af þörf fyrir leiksskólarými barna í Kópavogi þegar með eru talin þau pláss sem foreldrar nýta á einkareknum leikskólum og Kópavogsbær greiðir með. 650 ný rými á átta árum Frá árinu 1990 þegar núverandi meirihlutaflokkar, það eru Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokk- ur, tóku við hafa leikskólarými í Kópavogi verið tvöfölduð, og á þess- Bragi Michaelsson um tíma verið bætt við 650 nýjum leikskólarýmum. Þetta sýnir svo ekki er um að villast, þann skilning og áhuga sem þessir flokkar hafa á þessum mála- flokk. Það eru skýr skilaboð til þeirra fjölmörgu bamafjölskyldna sem vilja og eru að flytjast í Kópavog, að Kópavogsbær er bær bamanna. Meirihlutaflokkamir er staðráðinn í því að halda áfram á þessari braut og hefur nú veitt fé til hönnunar á nýjum leikskóla í Lindahverfí. Þá er í athugun á hvem hátt best verður leyst með staðsetningu á bygging fyrir leikskóla í mið og vesturbænum. Auk þess sem hér hefur verið getið er búið að endurbyggja gæslu- velli í eldri hverfum bæjarins, en þá sækja þau böm sem ekki hafa fengið leikskólavist. í fjárhagsáætlun ársins 1998 er gert ráð fyrir íjárveitingu til að byggja nýjan gæsluvöll við Lækja- smára. Á þrjátíu ára afmæli Kópa- vogsbæjar 1985 var gefin út minnis- peningur sem á stóð „Kópavogur er bær barnanna." Ég fullyrði að aldrei fyrr hefur Kópavogur staðið nær þessu markmiði. Þessu ber sér- staklega að fagna, enda era börnin okkar framtíð þessa Iands. Höfundur er formaður skólanefndar Kópavogs. 4 ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 935. þáttur VEL stíluð og skilmerkileg bréf era alltaf kærkomin, og raunar, ásamt samtölum, líf- taugar þáttarins. Próf. Þorkell Jóhannesson skrifar svo skömmu fyrir áramót: „Kæri Gísli. Nú er nýlega lokið ráðstefnu í Kyoto í Japan um „gróðurhúsa- lofttegundir“, „gróðurhúsa- áhrif“ og hitnandi loftslag, sem bræða kann svo jökla, að við hér syðra förum í kaf, þótt þið þarna nyrðra kunnið að komast af án sundfata. Þetta gróðurhúsa- kjaftæði er afskaplega hvimleitt og er væntanlega komið úr ensku. Samt bregður svo við að í Time Magazine í dag (22.12. 1997) er vikið að efni ráðstefn- unnar undir heitinu Globe warming. í íslensku er til gott og gilt orð, verming. Mætti því fyrirbærið ekki heita hnatt- verming og hlutaðeigandi loft- tegundir (hnatt)vermandi loft- tegundir? Ef þetta meiðir þig ekki á tungunni legg ég til að reynt verði að koma þessum heitum á kreik. Áður en ég sleppi pennanum get ég ekki stillt mig um að spyija þig hvert sé andlagið við að „slá í gegn“. Kristján stór- söngvari er til dæmis að „slá í gegn“ út um víðan heim. Hvern, hvað eða hveija er hann að „slá í gegn“?“ Umsjónarmaður er ekki vel fróður um efni fyrri hluta bréfs- ins. En honum líst vel á orðið verming. Það er að minnsta kosti hátíð hjá „gróðurhúsa- áhrifum". „Að slá í gegn“ er gömul dönskusletta, heldur hvimleið, um ágæta frammistöðu, einkum þegar listamaður vekur mikla aðdáun og hrifningu. Auðvitað er ekkert andlag fyrir sögninni að slá í orðasambandinu „slá igennem“, og allra síst „slær listamaðurinn hyllendur sína í gegn“. Hitt er svo annað mál, að ekki er auðvelt að fínna gott íslenskt orðalag sem hefur ná- kvæmlega sömu merkingu og „slá í gegn“. Eru nú lesendur enn sem fyrr beðnir að spreyta sig, og það í því hvoru tveggja (ekki ,,báðu“) sem Þorkell minntist á. ★ Og þá er það bekkjarbróðir minn, Baldur Ingólfsson, alltaf jafn-athugull og kröfuharður. Hann skrifar nú svo: „Er skömm að nafni íslands? Það er furðulega algengur kækur á voru landi að afneita nafni Islands. Þetta er sérstak- lega áberandi á bréfsefnum, bæði opinberra stofnana og ein- staklinga. Á þeim eru iðulega upplýsingar af ýmsu tagi, að sjálfsögðu á íslensku, en þegar kemur að nafni landsins mætti halda að það væri ekki til nema á ensku, Iceland. Stundum eru nefndar upplýs- ingar grautur af íslensku og ensku, jafnvel á bréfsefnum Háskóla íslands, og oft veður þetta uppi á bréfsefnum og umslögum smáfyrirtækja sem virðast ekki líkleg til að eiga bréfaskipti við útlönd. Væri ekki snjallræði fyrir þá sem era raun- verulega í póstsambandi við umheiminn að koma sér upp einu bréfsefni á þeirri tegund út- lensku sem þeir nota mest og hafa svo annað, á íslensku, til að nota innanlands? Nú er framleitt mikið af póst- kortum til að selja ferðamönn- um. Þau eru flest vel prentuð eftir fallegum ljósmyndum, en því miður er þeim iðulega spillt með útjöskuðum frösum á ferða- skrifstofuensku, ýmist utanum myndina eða ofaní henni, og þess vandlega gætt að hvergi sjáist íslenskt orð sem kynni að benda til þess að hér sé talað sérstakt tungumál, svo að maður tali nú ekki um nafn landsins. Iceland-dellan veður líka uppi á minjagripum handa ferðamönn- um. Gæti ekki verið að þeir seld- ust fullt eins vel með íslenskri áletrun sem kynni að vekja for- vitni? Ég held að ýími sé til kominn að sýna nafni íslands meiri sóma en hingað til, áður en það er um seinan og nafnið gleymt. E.s.: Ofanritað minnir á und- arlega áttavillu í stóru ensk- íslensku orðabókinni úr forlagi Arnar og Örlygs. Dæmi: Köln, n. þýska heitið á Cologne; Moskva, n. rússneska heitið á Moscow; Miinchen, n. þýska heitið á Munich. Hins vegar hef- ur láðst að taka með uppsláttar- orðið ísland, n. íslenska heitið á eyjunni Iceland. Það hefði verið i samræmi við hin dærnin!" ★ Gjarna vildi ég heyra í fram- burði sem flestra að orð eins og máltíð, Island, starfsemi og stærðfræði séu samsett. Það orkar til skilningsauka að segja mál-tíð, ís-land, starf-semi og stærð-fræði, ekki ?máltíð með órödduðu 1-i, ?íssland, með tveimur ess-um, enda þá skammt í framburðinn ?issland, ekki ?starsemi með hörðu r-i og v-hljóðið horfið, eða ?starfræði. Einstaka maður hefur skrifað „starffræði“, og er víst þjóðskýr- ing. Prófið þið bara. Máltíð er tíðin, þegar mál er að snæða, ísland er landið sem kennt er við klaka, starfsemi er dregið af starf=vinna, og í stærðfræði fást menn við ýmiskonar stærð- ir, ekki störf. Höfum framburð- inn til leiðbeiningar um merking- una. ★ Getið þið frætt mig um þenn- an texta: „Hversu gömul er hún þá, Billi boy, Billi boy? Hversu gömul er hún þá, sæti Biili? Hún er sex sinnum sjö, tuttugu og átta betur tvö. Hún er svo ung hún má ekki fara frá henni mörnrnu."? ★ Hlymrekur handan kvað: Á Jaðri var vikið frá vissunni, í Vaðlakrók hiaupið á byssunni og á Hofstaðavöllum var með hrópi og sköllum í skammdegi skriðið á hiyssunni. Nokkur orð um verðhækkun á mjólk EINS OG fram hefur komið í fjölmiðium að undanförnu hækkaði heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum hinn 1. janúar sl. á bilinu frá 3 til ríflega 4%. Verð í smásölu hefur verið gefið frjálst, svo gera má ráð fyrir að hækk- unin fari út í verðlagið. Eðlilega mælast verðhækkanir ávallt illa fyrir hjá fólki og þá sérstaklega á tímum stöðugleika_ og lágrar verðbólgu. í huga fólks snúast verðhækkanir yfirleitt um það hvort þær eru réttmætar eða ekki og hvað stendur á bak við þær. Hvað mjólkina varðar hafa orðið veruleg- ar breytingar á kostnaðarliðum í Þrátt fyrír allt hefur raunverð á mjólk og mjólkurvörum, segir Guðbjörn Árnason, lækkað til neytenda á undanförnum árum og átt sinn þátt í bættum hag. rekstri kúabúa undanfarna mánuði og það hefur óhjákvæmilega haft áhrif á verðmyndunina. Bændur eru sjálfstæðir atvinnu- rekendur og markmið þeirra er m.a. að rekst- ur bús Joeirra skili hagnaði. Á undanförn- um árum hefur rekstr- arafkoma kúabúa ekki verið viðunandi og þeir sem starfa við mjólk- urframleiðsluna hafa því dregist aftur úr miðað við flestar aðrar starfsstéttir sem bera sambærilega ábyrgð á rekstri og mæta hlið- stæðum kröfum. Ástæða til að rifja upp Fram hefur komið að verð á mjólk hafi hækkað um- fram verðlagsbreytingar síðustu mánuði. í því sambandi er ástæða til að rifja upp hvernig verðþróunin hefur verið á undanförnum áram. Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun á verði mjólkur til bænda og útsölu- verðs á nýmjólk til neytenda á áran- um 1991 til dagsins í dag. Reiknað er á föstu verðlagi miðað við vísi- tölu neysluverðs í desember sl. Á þessu má sjá að raunverð á mjólk og mjólkurvöram hefur lækk- að til neytenda á undanförnum árum og átt sinn þátt í bættum hag. Mjólk er drykkur sem á í harðri samkeppni við aðrar drykkjarvörar. Mjólk er holl náttúruafurð sem ís- lenskir bændur vilja og verða að framleiða á sanngjörnu verði. Von- andi tekst það í sátt við almenning. Höfundur er framkvæmdasijóri Landssambands kúabænda. Guðbjörn Árnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.