Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 41 MINNINGAR BRYNHILDUR STEFÁNSDÓTTIR + Brynhildur Stef- ánsdóttir fædd- ist á Flateyri við Ön- undarfjörð á jólanótt árið 1922 og lést í Sjúkrahúsi Akraness 2. janúar síðastlið- inn, 75 ára að aldri. Hún var elst fimm barna hjónanna Stef- áns Brynjólfssonar, sjómanns frá Flat- eyri, og Guðfinnu Amfinnsdóttur frá Lambadal í Dýra- firði. Þau eru bæði látin. Systkini henn- ar í aldursröð eru: Kjartan Am- finnur, húsasmiður, Ingibjörg Vigdís, verkakona, Hallur Krist- ján, verslunarmaður, og Lóa, verslunarmaður. Brynhildur ólst upp á Flateyri en lagði á 16. ári land undir fót og hóf nám í Hér- aðsskólanum í Reykholti þar sem hún var í tvo vetur. Veturinn eft- ir að hún lauk námi í Reykholti kenndi hún handavinnu við Bamaskólann á Flateyri. Þá liggur leið hennar aftur í Borg- arfjörðinn, enda hafði hún þá kynnst tilvonandi eiginmanni sínum, Magnúsi Bjarnasyni frá Skáney í Reykholtsdal. Hann er fæddur 2. febrúar 1918. Foreldr- ar hans vom Skáneyjarhjónin Bjami Bjamason, bóndi og organisti, og Helga Hannes- dóttir. Brynhildur og Magnup nýliðinn jóladag. Búskap hófu þau á nýbýlinu Birki- hlíð árið 1944 og bjuggu þar með blandað bú allt fram á þennan áratug. Þau eignuðust fimm böm: 1) Elm, hússtjómar- kennari, f. 1943, gift Ara Teitssyni, ráðu- nauti. Þau eiga þijú böm saman en fyrir átti Elín soninn Bjarna Viðarsson sem ólst upp í Birkihlíð hjá afa sínum og ömmu sem eitt baraa þeirra. 2) Helga, leikskólakenn- ari, f. 1946, gift Sigurði Kristófer Péturssyni, lækni. Þau eiga fiög- ur böm. 3) Guðfinna, sjúkraliði, f. 1949, gift Gylfa Karlssyni, raf- virkja. Þau eiga þijú böm. 4) Stefán, húsasmiður, f. 1951, gift- ur Kristjönu Kristjánsdóttur, hjúkmnarfræðingi. Þau eiga þrjú böm. 5) Magnús, rekstrarfræð- ingur, f. 1964. Alls em barnaböm þeirra hjóna því fjórtán og bama- bamaböm sex. Utför Brynhildar fer fram frá Reykholtskirlqu í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Þitt hjartans mál var plöntur og gróður, hvort heldur voru blóm, runnar eða tré. Þess ber garðurinn þinn, skóggirðingin og allar þær plöntur sem þú gafst öðrum sem áhuga hafa á gróðri glöggt vitni. Fyrir 50 árum gróðursettu þú og Magnús heimaræktað íslenskt birki í garðinum við nýbyggt húsið ykkar. Þetta birki prýðir í dag garðinn, hátt og tignarlegt, og skýlir gróðri í uppvexti eins og þið hafið styrkt og veitt skjól þeim sem á heimili ykkar dvöldu. Starf þitt og hæfileikar komu fram á mörgum sviðum. Þú gafst okkur myndarlegt og fallegt heimili þar sem tekið var á móti öllum með myndarskap og vináttu og margra góðra stunda í hópi ættingja og vina eigum við að minnast. Börnin þín fimm voru líf þitt og yndi og síðan einnig böm þeirra og bamaböm. Mér, dóttursyni þínum sem þú ólst upp, veittirðu frábært uppeldi umvafið kærleika, um- hyggju og trú. Þess veganestis sem þú gafst mér mun ég ætíð minnast með djúpu þakklæti og von um að mér takist að miðla því til bama minna. Nú síðustu árin styrkti baráttan við veikindin ást þína og þakklæti til lífsins og dýpkaði gleði þína er þú fylgdist með og hjálpaðir fólkinu þínu. Nú er leiðir skilur bið ég Guð að varðveita þig og færa þér frið ljóss og kærleika. Ég þakka honum þann tíma sem hann gaf mér með þér og bið þess að gleðin sem þú gafst okkur sem næst þér stóðum megi verða sterk- ari sorginni sem við finnum til er þú hverfur héðan. Bjarni Viðarsson. Elsku amma. Nú ertu farin. Þú veist kannski ekki hvað þú skilur eftir hjá okkur. Við lærðum öll að meta blómin, garðinn og skóginn þinn. Við sjáum þig fyrir okkur sitjandi í miðju beði, þú rótar í moldinni, færir til steina, segir okkur fyrir verkum og við snúumst í kringum þig. íslensku plönturnar vom í sérstöku uppáhaldi hjá þér og þú gerðir ýmislegt til að komast yfir þær, með góðra manna hjálp. Við þekkjum enn jöklasóley og vit- um að hún er friðuð, það er okkur hulin ráðgáta hvernig hún komst í garðinn þinn. Allir hrifust af garð- inum. Hann hlýtur að vera kominn út um allt land, svo mörgum gafst þú plöntur. Samt var hann alltaf jafnfallegur og fullur af gróðri. Þú gerðir ekki bara kröfu um að garð- urinn liti vel út, heldur að við legð- um metnað í hvert einasta smá- verk, það er jú til dæmis alls ekki sama hvernig graslaukur er klippt- ur. Þú kenndir okkur að vinna vel og að hugsa um verkin en flana ekki að hlutunum. Þú virtir þekkingu fólks, hver sem hún var, og hafðir gaman af að tala við alla sem komu í heim- sókn til ykkar afa og sögðu frá skemmtilegum hlutum. A hverju hausti var farið í beijamó, það var ótrúlegt hvað þú komst hátt upp í Skóggirðingu með ónýt hnén. Og þú komst ekki niður aftur fyrr en fatan var full. Mikið hlógum við að nafnarununni sem kom frá þér áður en þú hittir á þann rétta til að segja fyrir verkum. Nú skiljum við þetta betur, við ruglumst á nöfnum okkar eigin dætra. Þú varst alltaf raulandi og okkur finnst þú hafa kunnað ótrú- lega margar vísur, sálma og ljóð. Það var gott að vera nálægt þér og hlusta á þig. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLUR S. GUNNLAUGSSON íþróttakennari, Hjarðarholti 15, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mið- vikudaginn 14. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Min- ningarsjóð Guðmundar Sveinbjörnssonar. Kristín Hallsdóttir, Gfsli Björnsson, Hrönn Hallsdóttir, Hjörtur K. Einarsson, Katla Hallsdóttir, Flosi Einarsson, Heimir Hallsson, Sigþóra Ævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Fyrir þetta allt erum við þakklát og hugur okkar er hjá afa í Birki- hlíð í söknuði hans. Brynhildur, Kristín, Helga og Pétur. Við græna hliðið sprettur einstök urt, en inni í garðsins fagra blómarann, er vökvað, hlúð og hjúkrað, numið burt, allt hismi og gróm, sem nákvæm höndin fann. (Sigríður Einarsdóttir frá Munaðamesi.) Það er orðið langt síðan ég kom að Skáney í fyrsta sinn. Foreldrar mínir flutti frá Hólum í Hjaltadal til Reykjavíkur vorið 1928 og þá var ég og tveir bræður mínir vistaðir á Skáney um sumarið. Sumur mín á Skáney urðu mörg og öll mér mjög góð og gagnleg. Hest- ar voru þá mjög mikið notaðir og þar lærði ég að leggja við, ná hest- um, hleypa þeim og taka þá til gangs. Ég lærði líka af móðursystur minni, að bæta landið og oft bar ég kassa af birkiplöntum upp í Bung- una, því þar gróðursetti Helga trjáplöntur sem nú eru orðnar að stærðar trjám. Þegar Vigdís og Guðráður byggðu nýbýlið Nes var ég hjá þeim fyrstu tvö sumrin. Mikið var um tónlist á Skáney, Bjarni var organisti í mörgum kirkjum og stjórnaði „Bræðrakóm- um“. Helga lék á gítar og svo fór Magnús að spila á harmónikku og náði mikilli leikni á það hljóðfæri. Ég var í sjálfu sér ekkert hissa þegar ung Reykholtsmær vestan af Flateyri, Brynhildur Stefánsdóttir, sem var kaupakona á Snældubeins- stöðum, fór að koma með Magnúsi heim, það fór vel á með þeim og þau byggðu nýbýlið Birkihlíð í tún- inu á Skáney. Skógræktargirðingin var stækkuð og nú gerir hún Skán- eyjarbunguna fagurgræna allt árið. Garðurinn í Birkihlíð er alltaf fal- legur enda hefur hann ætíð fengið góða umsjá. Já. Binna átti erindi í Reykholts- dalinn. Þau eiga fimm böm sem tóku til hendinni heima, en sóttu sér nám í þéttbýlið og búa nú hér og þar eins og gengur. Þegar kom að því að við Ingi- gerður fórum að hugsa um að koma sonum okkar í sveit, þá reyndist það auðvelt, því hjónin í Birkihlíð tóku þá til sumardvalar í mörg sumur. Voru þeir báðir ánægðir með vistina og lærðu margt hjá Magga og Binnu, sem oft er vitnað í. í mörg ár var síðasta hestaferð sumarsins hjá okkur Ingigerði að ríða upp að Birkihlíð, draga undan og koma þeim í hagagöngu og setj- ast svo að sælkeraborði hjá Binnu og Magga. Binna unni handavinnu og marg- ar fallegar peysur vom prjónaðar. Hún var mikil ræktunarkona og hafði sterkar skoðanir á því sem henni þótti fallegt eða rétt. Heimili þeirra Magnúsar og Brynhildar var vistlegt og bauð mann einhvern veginn svo innilega velkominn, að maður naut þess að koma þangað og spjalla um allt og ekkert. Já, hún Brynhildur Stefánsdóttir átti mikið erindi í Reykholtsdalinn. Við hjónin þökkum samfylgdina, samvinnuna og hin sterku bönd. Með þessum orðum sendum við Magnúsi, börnum þeirra og tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum innilegustu sam- úðarkveðjur. Hjalti og Ingigerður. f Borgarfirði gafst mér tækifæri og kjöraðstæður að kynnast hús- bændum margra framúrskarandi heimila. Þar birtist ríkjandi áhugi fyrir aukinni fræðslu barna og ung- linga. Alþýðufræðslan og menning- aráhrifin frá Reykholtsskóla höfðu vakið almennan áhuga og verið afl- vaki til róttækra framfara á þessu sviði. Eitt þeirra mörgu góðu heimila sem unnu leynt og ljóst að bættri aðstöðu til menntunar og fræðslu var heimilið í Birkihlíð í Reykholts- dal. Brynhildur og Magnús höfðu bæði verið við nám í Héraðsskólan- um í Reykholti og notið uppeldisá- hrifa frá þeim er þar unnu. Það kom því ekki á óvart hversu sterkan bak- hjarl Kieppjárnsreykjaskóli átti hjá hjónunum í Birkihlíð á fyrstu starfs- árum skólans. Heimilið í Birkihlíð setti sterkan svip á samfélagið. Það var hlustað með athygli þegar hús- freyjan í Birkihlíð kvaddi sér hljóðs. Þar fór kona með heilsteypta lífs- skoðun og kunni að koma meiningu sinni á framfæri. Það voru líka in- dælar hvfldarstundir að skreppa upp í Birkihlíð og njóta samvista við þau góðu hjón er þar ræktuðu sinn mannfélagsakur. Bömin þeirra öll og dóttursonur, er þau ólu upp, höfðu viðdvöl í skól- anum sem starfsfólk og nemendur. Elín sem starfsstúlka og síðar ráðs- kona og Helga sem starfsstúlka og síðar sem kennari. Allur hópurinn úr Birkihlíð var heimili sínu til sæmdar og vitnisburður um heilbrigða og trausta skaphöfn foreldranna. Allt ræktunarstarf hennar Bryn- hildar á akri mannlífsins fékk sterka samsvörun í hinni fögru skógræktar- brekku, sem allir vegfarendur geta séð er aka um Reykholtsdalinn. Fyrst og fremst er það mannræktar- konan og húsfreyjan Brynhildur Stefánsdóttir sem er kvödd með söknuði og innilegri þökk fyrir heillaríka samfylgd. Blessuð sé hennar minning, og samúðarkveðja send til hennar nánustu. Hjörtur Þérarinsson. Jólunum 1997 mun ég alrei gleyma. Þetta voru í senn yndisleg, gleðileg og erfið jól. Erfið á þann hátt að við vissum að við vorum að koma til landsins til að kveðja þig í hinsta sinn, elsku amma mín. Nú hefur þú lagt augun aftur. Ert horf- in sjónum okkar, en ég veit að þú lifir áfram þó annars staðar sé og munt aldrei fara frá okkur. Elsku amma Binna, mig langar að þakka þér fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Þú varst ætíð svo góð og gjafmijd, þótt þú gætir lfka verið ákveðin. Ég mun ætíð hugsa til ykk- ar afa með bros á vör og þakklæti í huga fyrir öll góðu sumrin og stund- imar með ykkur. Á hverju vori beið ég þess með óþreyju að skólanum lyki svo ég kæmist í sveitina til ykk- ar, til að upplifa enn eitt sumarið innan um dýrin og náttúruna sem gaf mér svo mikið. Þú varst blóma- bam, amma mín, og fallegi stóri garðurinn þinn bar svo sannarlega ávöxt erfiðis þíns. Þú varst ætíð svo natin við blómin, bæði lifandi og þurr, og náðir alltaf að gera úr þeim hin flottustu beð, kransa, körfur og skreytingar. Raunar var það sama hvað það var sem þú gerðir í hönd- unum, það varð allt svo fallegt. Elsku amma, megir þú áfram vera umvafin hinum fallegustu rós- um og blómum. Þú munt halda áfram að lifa í hjarta okkar og þar munt þú ætíð eiga þinn fasta stað. Þinnanda,Guðossgef, 6, Guð, oss alla vef í hagsæld lífs og hörmum þíns heilags kærleiks örmum. Þín, Sigrún Vigdís. Elsku amma mín. Ég lærði og upplifði margt þau sumur sem ég var hjá þér og afa í sveitinni. Þú sast oft í stólnum þín- um í horninu og prjónaðir þegar ég kom á vorin. Eg heilsaði þér með kossi og vissi að ég ætti að verða eftir hjá þér og afa og reyna að hjálpa til við búskapinn. Þú reyndist mér vel og það sem ég gerði af natni gladdi þig en ef ég gerði eitthvað ekki nógu vel varstu fljót að taka eftir því og leiðbeina mér hvemig gera mætti betur. Þegar veður var gott og ekki byrjaður heyskapur fórum við út í stóra fallega garðinn þinn að gera hann enn fallegri og það var gaman að sjá hvernig þú næstum töfraðir fram skrúða hans. Það gat verið einmanalegt á kvöldin í sveitinni og þá spilaði ég jafnan við afa. En oft lagðir þú frá þér prjónana og komst og spilaðir líka, þú hlóst hæ hæ hæ, það var sko gaman og ósjaldan var spilað fram á nótt, en áður en farið var að sofa tryggðir þú að ég væri öOrugg- lega ekki svöng eða þyrst. Skemmtilegast þótti mér þó þeg- ar þú tókst svarta veskið, fórst í betri úlpuna og skó því þá vissi ég að þið afi vorað að fara í verslunar- ferð í Borgames. Þú bauðst mér alltaf með því þú vissir upp hár hvað það var gaman fyrir bömin og alltaf fékk ég eitthvað áður en hald- ið var heim aftur því þú varst aldrei ánægðari en þegar þú gast gefið einhveijum eitthvað. Þegar ég fór aftur heim að hausti kvaddi ég með gott veganesti frá ykkur, bæði í vasa og hjarta. En nú hefur þú kvatt okkur eftir erfiða en hetjulega baráttu við veikindi og komst þú ansi langt á viljastyrknum einum saman. Þakka þér fyrir allt, amma mín, og hvíl þú í guðs friði. Þín nafna, Brynhildur Stefánsdóttir. Á öðrum degi nýbyrjaðs árs and- aðist tengdamóðir mín, Brynhildur Stefánsdóttir. Lauk þar hetjulegri baráttu hennar við illvígan sjúk- dóm, en sú barátta hefur staðið á þriðja ár. Kynni mín af þá tilvonandi tengdamóður minni hófust með því að dóttir hennar bauð mér á sýn- ingu Gullna hliðsins í Logalandi, en þar lék Brynhildur Vilborgu grasa- konu með þeim ágætum að seint gleymist. Var það raunar eitt síð- asta hlutverk af mörgum sem hún tók að sér á vegum Ungmennafé- lags Reykdæla, en félagslyndi henn- ar og hæfileikar styrktu leikstarf félagsins um árabil. Listfengi henn- ar var þó ekki eingöngu bundið við leiklist og eftir að búsumstang þeirra hjóna léttist sneri hún sér af auknum krafti að hannyrðum og era handprjónaðar peysur hennar auðþekktar kunnugum. Þá voru blómaskreytingar hennar, oftast unnar úr eigin ræktun, hrein lista- verk. Sú tómstundaiðja sem Bryn- hildur naut þó hvað best á efri árum var að spila brids. Áttu þau hjónin þar sameiginlegt áhugamál sem þau stunduðu sér og öðrum til mikillar ánægju og með þeim árangri að verð’aunagripir þeirra urðu fleiri en tölu verður á komið. Oft er sagt að græna fingur hafi þeir sem alls staðar fá gróður til að dafna, slíka fingur hafði Brynhildur. Til vitnis um það er garðurinn í Birkihlíð og skógarreiturinn sunnan 1 Skáneyjarbungunni, sem mun minna afkomendurna á hennar grænu fingur um ókomin ár. Brynhildur var fædd og uppalin á Flateyri við Önundarfjörð á þeim árum sem kjör alþýðunnar vora kröpp en batnandi, m.a. fyrir tilstilli öflugrar alþýðuhreyfingar sem raunar átti rætur á Vestfjörðum. Mótaði það hennar lífsskoðanir, sem vora nokkuð frábragðnar þeirri samvinnuhugsjón sem ein- kenndi bæði borgfirskt og þing- eyskt bændasamfélag. Deildum við tengdamæðgin á fyrri áram okkar kynna oft um þessar stefnur og sá Brynhildur ýmsa annmarka á sam- vinnuhreyfinguni. Síðustu ár hafa slíkar deilur verið óþarfar, enda flest það fram komið sem Brynhild- ur þóttist sjá fyrir. Þótt dugnaður og hæfileikar Brynhildar gerðu henni kleift að sinna ýmsum tóm- stundastörfum var það þó fyrst og fremst hennar lífsstarf að vera hús- freyja, móðir og amma á stóra sveitaheimili í yfir 50 ár. Þar ólu þau hjónin upp börn sín, barnabörn að nokkru og fjöldi unglinga átti þar sumardvöl. Þeir sem einhvern tíma höfðu dvalið í Birkihlíð sóttu þangað ætíð síðan og segir það meira en mörg orð um viðmót þeirra hjóna. Þannig hafa margir orðið til að létta Birkihlíðarhjónunum dvölina þar síðustu árin, bæði vinir og vanda- menn, og verður það seint fullþakk- að. Við fráfall Brynhildar í Birkihlíð hefur íslensk alþýðustétt misst góð- an málsvara. Dalurinn hefur misst ástsæla húsfreyju. Mest hafa þó misst vinir og vandamenn þessarar heiðurskonu. Blessuð sé minning hennar. Ari Teitsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.