Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ 1997 hið besta í útgerðarsögu Hraðfrystihúss Eskiíjarðar NÝLIÐIÐ ár reyndist vera hið besta í útgerðarsögu Hraðfrysti- húss Eskifjarðar. Heildarafli þeirra 5 skipa sem félagið gerir út nam tæplega 127 þúsund tonnum og aflaverðmætið var rétt tæpur milljarður eða 984 milljónir króna. Magnús Bjamason, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, segir stjórnendur fyr- irtækisins mjög ánægða með þessa niðurstöðu enda séu þetta mestu tekjur sem útgerðin hafi nokkru sinni haft. Hann segir þó ekkert liggja fyrir BÚR ehf., sameiginlegt innkaupa- fyrirtæki kaupfélaganna, Nóatúns, Olíufélagsins, 11/11 búðanna og fleiri verslana, nær tvöfaldaði um- svif sín á síðasta ári. Nam heildar- veltan um 2.065 milljónum króna, en árið á undan nam veltan um 1.088 milljónum. Er þetta um fjórð- ungi meiri velta en áætlanir gerðu ráð fyrir. / Að sögn Sigurðar Á. Sigurðsson- ar, framkvæmdastjóra Búrs, voru samtals 92 smásöluverslanir í föst- um viðskiptum við Búr á síðasta ári sem er nokkur fjölgun frá fyrra ári. Fleiri aðilar sóttust eftir viðskiptum við Búr á árinu, en ekki verður unnt að sinna þeim að svo stöddu. Búr hóf starfsemi sína í ársbyrj- un 1996 og annast einkum innkaup hjá innlendum matvælaframleið- endum og heildsölu, en auk þess stundar félagið eigin innflutning frá Evrópu og Bandaríkjunum. Sam- hliða þessu hefur það haft milli- göngu um innkaup fyrir umbjóð- endur sína á ýmiskonar sérvöru frá Bandaríkjunum sem m.a. hefur ver- ið seld á tilboðsverði í verslunum. Þá hefur verið nokkur innflutningur á ferskum ávöxtum og kjötmeti. Krónan styrkist GENGI krónunnar hefur hækkað um 0,4% frá áramótum. Þetta er nokkuð óvenjuleg þróun þar sem gengi krónunnar hefur yfirleitt veikst lítillega í janúar. Að sögn Einars Pálma Sigmunds- sonar, hjá Viðskiptastofu íslands- banka, skýrist þessi þróun fyrst og fremst af því að gjalddagi á endur- hverfum verðbréfakaupum og því haldi bankamir í krónur sem leiði til hærra gengis. Þá hafi fyrirtæki verið að taka nokkuð af lánum í er- lendum myntum sem leiði einnig til styrkingar krónunnar. Einar Pálmi segist hins vegar bú- ast við því að krónan muni veikjast á ný þegar líða taki á mánuðinn. Ef til sjómannaverkfalls komi muni gjaldeyrisinnstreymi minnka veru- lega og hins vegar kunni gengið að lækka á ný eftir 15. janúar þegar gjalddagi endurhverfu verðbréfa- kaupanna sé liðinn. um heildarafkomu félagsins á ný- liðnu ári. Aflahæsta skip Hraðfrystihúss- ins á síðasta ári var Hólmaborgin sem sló Islandsmet hvað landað magn varðaði, að því er segir í frétt. Heildarafli Hólmaborgarinn- ar nam 61.500 tonnum af loðnu, síld og kolmunna á síðastliðnu ári og var heildaraflaverðmæti skipsins 384 milljónir króna. Hásetahlutur var rúmar 6 milljónir á árinu. Jón Kjartansson SU var annað aflahæsta skip Hraðfrystihússins með tæplega 40 þúsund tonna afla Sigurður bendir á að keppinautar Búrs séu nú með lausa samninga við sína helstu birgja. Búr hafi ekki sagt upp sínum samningum en tekið verði mið af þeim breytingum sem verða kunni á markaðnum hvað verðlagningu snertir í viðræðum við birgja. Áform um aukin umsvif Um afkomu fyrirtækisins segir hann að hagnaður hafi verið af starfseminni á síðasta ári. „Við er- um komnir á beina braut og ætlum okkur miklu meira í framtíðinni. Á bak við okkur standa aðilar sem hafa um þriðjungs markaðshlut- deild á matvörumarkaðnum. Við- skiptavinir lagersins í Reykjavík eru með 10-11 milljarða veltu og þegar aðilar að baki Samlandi á Akureyri eru taldir með er veltan meiri en hjá þeim fyrirtækjum sem standa á bak við Baug.“ Sigurður segir að framundan sé útvíkkun á starfseminni, bæði með fjölgun vörutegunda og viðskipta- vina. Til greina komi að Búr kaupi í framtíðinni ávexti, grænmeti og kjötmeti fyrir umbjóðendur sína til viðbótar við nýlenduvörur. VÖRUSALA í báðum verslunum Fríhaftiarinnar á Keflavíkurflug- velli var samtals 2.844 milijónir á árinu 1997 og jókst um tæplega 10% frá árinu á undan. Þar af nam sala í komuversluninni á neðri hæð flugstöðvarinnar um 1.231 milljón. Samtals nam sala á áfengi og tó- baki 834 milljónum, snyrtivörum 545 milljónum, tækjum 740 milljón- um, sælgæti 417 milljónum og ýmsum vörum 308 miHjónum. Hlutfallslega mest aukning varð í sölu fatnaðar og íþróttavara, leður- vara, leikfanga eða samtals 25%. Sala úra og skartgripa jókst um 22%, sala tækja jókst um 14% og um 8% 10% aukning varð á tóbaks-. sölu, en 6% á áfengisölu. Um nýliðin áramót varð sú breyting að Fríhöfnin hætti að selja ýmsar vörur á borð við fatn- og rúmlega 230 milljóna króna aflaverðmæti. Hásetahluturinn nam röskum 3 milljónum króna. Skipið hefur hins vegar verið í Pól- landi frá því í september í gagn- gerri breytingu og endurnýjun en gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í lok mars. Þá nam heildarafli Guðrúnar Þorkelsdóttur tæpum 23 þúsund tonnum og heildaraflaverðmæti 154 milljónum króna. Heildarafli Hólmatinds var 2 þúsund tonn og aflaverðmæti 132 milljónir og loks nam heildarafli Hólmaness röskum FLUGLEIÐIR hf. hafa samið við Toyota umboðið P. Samúelsson ehf. um kaup á 125 Toyota bif- reiðum fyrir Bflaleigu Flugleiða. Verðmæti samningsins er um 160 milljónir króna. Um er að ræða 83 bfla af gerðinni Toyota Corolla Lift- back, 40 Corolla Sedan og tvo Toyota Hilux Double Cab. Bfl- arnir verða afhentir á tímabilinu maí til júlí á þessu ári. Ný og endurbætt Toyota Corolla var kynnt síðastliðið sumar og var staðalbúnaður bflsins aukinn verulega, að sögn Bjöms Víglundssonar, markaðs- stjóra P. Samúelssonar. Aukin áhersla á snyrtivörur og tæki til að vega upp á móti sam- keppni að, úr, skartgripi og íþróttavörur. Jafnframt var afnuminn einkarétt- ur Fríhafnarinnar til að selja tæki og sælgæti því þessar vörur verða jafnframt á boðstólum hjá íslensk- um markaði. Fríhöfnin hefur því nú einungis einkasölu á áfengi, tó- baki og snyrtivörum. Guðmundur Vigfússon, skrif- stofustjóri Fríhafnarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að reynt yrði að vega eitthvað upp á móti 1.200 tonnum, mest af rækju og var heildaraflaverðmæti 84 milljón- ir króna. Magnús segir horfurnar hvað varðar verðlag sjávarafurða nokk- uð góðar fyrir þetta ár. Hins vegar nTd mikil óvissa vegna yfirvofandi sjómannaverkfalls. Þá séu alltaf nokkrir óvissuþættir í rekstrinum. Nú sé t.d. hitastig sjávar óvenju hátt og óvíst hvaða áhrif það muni hafa á afla en rækjuveiði hafi verið minni nú en oft áður. „Við erum hins vegar bjartsýnir á árið í heild,“ segir Magnús. „Bflafloti bflaleigunnar verður því mun betur búinn en áður og hún býður nú einnig stærri bfla í þessum flokki. Toyota Hilux er einnig í nýrri og endurbættri út- gáfu og er betur búinn en bíla- leigan hefur boðið hingað til. Hafa keypt 900 bíla á undan- förnum árum Mjög gott og farsælt við- skiptasamband hefur myndast á milli P. Samúelssonar og Flug- leiða og hafa Toyota bflar reynst bflaleigunni afar vel. Flugleiðir hafa keypt tæplega 900 Toyota bfla á sfðastliðnum árum,“ segir Björn. samdrætti vegna fækkunar vöru- flokka með aukinni áherslu á snyrtivörur og tæki. Meira rými fengist undir þessa vöruflokka, en fyrirtækið hefði liðið fyrir pláss- leysi undanfarin ár. Nýjar verslanir Nokkrar nýjar verslanir verða settar upp í Flugstöðinni á þessu ári. Þegar hefur verið sett þar á fót gleraugnaverslun fyrir utan Frí- höfnina í brottfararsalnum. Þá mun Sævar Jónsson, eigandi Leon- ard, opna sérverslanir með úr, skartgripi og gjafavöru. Flugleiðir munu opna verslun með dömufatn- að og skófatnað og Ólafur H. Jóns- son íþróttavörubúð. íslenskur markaður hefur síðan fengið heim- ild til að selja sælgæti, rafmagns- vörur og herrafatnað. ESB gríp- ur inn í fjarskipta- deilu y Brussel. Reuters. STJÓRN Evrópusambandsins hefur blandað sér í deilu vegna fyrirætlana Deutsche Telekom um að krefja viðskiptavini sína um greiðslu, ef þeir hagnýta sér þjónustu annarra símafyr- irtækja á sama tíma og greinin er smám saman opnuð fyrir frjálsri samkeppni. Karel van Miert samkeppn- isstjóri sagði að undir venju- legum kringumstæðum væru slík gjöld óviðunandi og hann kvaðst hafa beðið þýzka símrisann um nánari upplýs- ingar um fyrirætlunina. Van Miert segist hins vegar reiðubúinn að samþykkja hvers konar „viðunandi lausn“ þýzkra fjarskiptafyrirtækja og nýrra og óháðra eftirlitsaðila í greininni í Þýzkalandi. Þýzk eftirlitsyfirvöld hafa boðað fund um gjöld þau sem Telekom hyggst krefjast af viðskiptavinum, sem vilja not- færa sér langlínuþjónustu keppinautanna. Fyrirhugað gjald nemur 90 mörkum, en við bætast 53 mörk ef viðskiptavinir vilja halda símnúmerum sínum. Dómsátt í máli Texas og tóbaksrisa? Dallas. Reuters. TEXASRÍKI og helztu tó- baksfyrirtæki Bandaríkjanna eru þess albúin að hefja mikil málaferli, en sérfræðingar telja að deiluaðilar fallist á dómsátt til að eiga ekki á hættu að bíða auðmýkjandi ósigur. Réttarhöldin fara fram í Texarkana og er talið að hér sé um að ræða víðtækasta skaða- bótamál í sögu Bandaríkjanna. Texas höfðar mál gegn tóbaks- fyrirtækjunum vegna kostnað- ar af opinberri aðstoð við veika reykingamenn. Ósigur mundi kosta stóru tóbaksfyrirtækin allt að 10 milljörðum dollara og gera að engu vonir þeirra um að Bandaríkjaþing sam- þykki nokkurs konar þjóðarátt í málinu. 368 milljarða dala greiðsla? Slík sátt yrði á þá leið að tó- baksiðnaðurinn kæmist hjá málaferlum í framtíðinni með þvi að samþykkja 368,5 millj- arða dollara eingreiðslu og takmarkanir á nikótínmagni, auglýsingum og sölu til barna. Sigur mundi flýta fyrir því að þjóðarsátt yrði samþykkt og vinna gegn því að fleiri ríki höfðuðu mál gegn iðnaðinum. Heimildarmenn segja að frammámenn í iðnaðinum íhugi lausn í Texas enda muni það koma í veg fyrir slæmt umtal meðan þingið fjalli um deiluna. Einn lögfræðinga tóbaksiðn- aðarins segir að undirbúnings- viðræður urn dómsátt hafi ekki leitt til ótvíræðrar niðurstöðu. Annar heimildarmaður kvaðst búast við samkomulagi, annaðhvort þegar kviðdómur yrði valinn (talið er að það muni taka eina viku) eða skömmu eftir að vitnaleiðslur hæfust. í fyrra náðu tóbaksfyrirtæki samkomulagi við ríkin Miss- issippi og Flórída með því að greiða 14,7 milljarða dollara alls og samþykkja takmarkan- ir á auglýsingum. /H j rrnrNL'' i ,/-,^/^1 , Búr ehf., innkaupafyrirtæki Nóatúns, Esso og kaupfélaganna, með 2 milljarða veltu Tvöfaldaði umsvifin á öðru starfs- ári sínu BÍLALEIGA Flugleiða hefur keypt 83 Toyota Corolla Liftback. Bílaleiga Flugleiða kaupir 125 Toyota bifreiðar Sala Frúiafhárinnar jókst um 10% á nýliðnu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.