Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGÚR 1Ó. JÁNÚAR 1998____________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný stöð bætist við Fjölvarpið NÝRRI sjónvarpsstöð, European Business News (EBN), var um áramótin bætt í hóp þeirra ellefu erlendu stöðva sem endurvarpað er í gegnum útsendingarkerfí Fjölvarps Islenska útvarpsfélags- ins hf. Að sögn Hreggviðs Jónssonar forstjóra Islenska útvarpsfélags- ins flytur EBN-stöðin viðskiptaf- réttir allan sólarhringinn. I lok janúar mun hún hins vegar sam- einast CNBC sjónvarpsstöðinni og er ætlunin að sú stöð verði á Fjölvarpinu til frambúðar, að sögn Hreggviðs. CNBC er systurstöð NBC Europe og fjallar um við- skipti og fjármál á markaði. Um ástæðu þess að nýrri stöð hafí verið bætt við Fjölvarpið segir Hreggviður að smátt og smátt sé verið að stækka Fjölvarpið og bæta við nýjum rásum. Hann segir að með tilkomu EBN, síðar CNBC séu komnar tvær viðskiptarásir á Fjölvarpið, en líklegt sé að Bloomberg Business News verði skipt út fyrir aðra síðar meir, þar sem CNBC þyki betri. Auk EBN býður Fjölvarpið upp á ellefu erlendar stöðvar; NBC Super Channel, Sky News, CNN, Discovery, TNT, Cartoon Network, MTV, VH-1, Eurosport, BBC Prime og Bloomberg Business News. Að sögn Hregg- viðs verður að minnsta kosti einni erlendri stöð bætt við þennan hóp á næstunni, en ekki liggi fyrir hvaða stöð það verður né hvenær af því verði. --------------- Rannsókn á meintum listaverkafölsunum miðar áfram Tveii' einstaklingar hafa MYNDIN var tekin í Höfða við styrkveitingu úr Minningarsjóði Gunn- ars Thoroddsen. Frá vinstri: Valgarð Briem, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, Benta Briem, Vala Thoroddsen og Sæbjörn Jónsson. Minningarsj óður Gunnars Thoroddsen styrkir Stórsveit Reykjavíkur STYRKVEITING úr Minningar- sjóði Gunnars Thoroddsen fór fram í þrettánda sinn laugar- daginn 3. janúar sl. Sjóðurinn var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985 þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgar- stjórans í Reykjavík sem ákveð- ur úthlutun úr honum að höfðu samráði við frú Völu Thorodd- sen. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til einstaklinga eða hópa sem starfa á sviði mannúðar- mála, heilbrigðismála eða menningarmála sem Gunnar Thoroddsen lét sérstaklega til sín taka sem borgarsljóri, segir í fréttatilkynningu. Að þessu sinni hlaut Stórsveit Reykjavík- ur styrkinn fyrir framlag sitt til tónlistarmála í Reykjavík. Frú Vala Thoroddsen afhenti styrk- inn sem að þessu sinni var að Ijárhæð 250.000 kr. við athöfn sem fram fór í Höfða. Stórsveit Reykjavíkur hélt sína fyrstu æfingu 17. febrúar 1992 og hefur stofnun hljóm- sveitarinnar verið miðuð við þann dag en fyrstu tónleikar hennar voru haldnir 9. maí það ár. Frumkvæðið að stofnuninni kom frá Sæbirni Jónssyni sem verið hefur aðalstjórnandi hljómsveitarinnar alla tíð síðan. Meðlimir sveitarinnar fá ekki greitt fyrir sína vinnu heldur hefur allt aflafé farið beint í rekstur. „Meðlimir Stórsveitar Reykjavíkur munu staðráðnir í að halda stórsveitarsveiflunni gangandi meðan stætt er en eldmóður áhugamennskunnar hefur nú haldið Stórsveit Reykjavíkur á floti í tæp sex ár sem er tvöfalt lengri tími en sambærileg hljómsveit hefur áður starfað hérlendis,“ segir í fréttatilkynningu. 31 bifreið fer til heilsugæslustöðva víða um landið HEILBRIGÐISRAÐUNEYTIÐ undirbýr nú kaup eða leigu á 31 bif- reið fyrir heilsugæslustöðvar víða um landið og gæti kostnaður orðið tæpar 70 milljónir. Þetta er meðal annars gert vegna óánægju lækna með að til þeirra væri gerð krafa um að þeir útveguðu bifreið, sem væri bundin fyrir neyðarútköll öll- um stundum, án þess að fá nema akstursgjald samkvæmt kílómetra- mælingu fyrir. „Þetta var hluti af samningnum við heilsugæslulækna á sínum tíma um að breyta fyrirkomulagi akst- urs,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu, í gær. „Áður höfðu verið persónulegir aksturssamningar við læknana, sem þeir voru margir mjög óánægðir með, sérstaklega þar sem veður, vindar og náttúruað- stæður geta leikið farartækin illa.“ Davíð sagði að eftir miklar við- ræður ráðuneytisins og forustu- manna heilsugæslulækna hefði nið- urstaðan orðið sú að eina leiðin til að tryggja að læknar gætu komist í vitjanir til sjúklinga og sinnt neyð- arútköllum væri að ríkið annað- hvort keypti eða leigði bifreiðar. Kostnaður áætlaður um 70 milljónir Að sögn Davíðs hefur nú verið gerð úttekt á því hvemig bílar henti á hverjum stað. Hins vegar hefm- ekki verið gengið frá því hvort bfl- arnir verða keyptir, leigðir eða gerður samningur um kaupleigu. Yfirleitt væri hér um að ræða litla einkabíla, utan hvað nokkuð væri um að þörf væri á jeppum á Aust- fjörðum. Verði ákveðið að kaupa bíl- ana er talið að kostnaður verði tæp- ar 70 milljónir króna. Hélt fyrirlestur um kvótakerfið í Washington HANNES Hólmsteinn Gissurarson hélt hádeg- isverðarerindi um skipulag fiskveiða hjá Cato Institute í Was- hingtonborg í desember síðastliðnum auk þess sem hann sat þar kvöld- verðarboð Heritage Foundation ásamt Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra Breta. Hannes sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að í erindinu hafi hann reifað efni nýrrar bókar sinnar sem sé að koma út hjá Institute of Economic Affairs í Lundúnum. Yfirskrift erindisins hafi verið „Nýmyndun eignarrétt- inda - Lærdómurinn frá íslandi" og þar hafi hann fyrst lýst þeim vanda sem við sé að glíma í fiskveið- um, þar sem ótakmarkaður aðgang- ur að takmarkaðri auðlind, hafi valdið sóun og ofnýtingu. Síðan hafi hann gert grein fyrir því hvernig fiskihagfræðin hafi greint þennan vanda og Islendingar leyst hann. Einnig hafi hann leitt rök að því að kvótakerfi eins og Islendingar og Hannes Hólmsteinn Gissurarson Nýsjálendingar hafi komið upp séu hag- kvæm. Þar sem afla- heimildii’ gangi kaup- um og sölum safnist þær að lokum í hendur þeirra sem best kunni að nýta þær og þar sem útgerðarmenn fari með nýtingarréttinn mynd- ist hvatning fyrir þá til þess að nýta þær skyn- samlega. Þannig sé frjálst framsal nauð- synlegt auk þess sem varanleiki og stöðug- leiki sé mikilvægur þannig að útgerðar- menn geti skipulagt veiðamar til langs tíma. Einnig kom fram í máli Hann- esar að ekki sé mikill ágreiningur á meðal fiskihagfræðinga um það hvert sé hið hagkvæma kerfi. Ágreiningurinn sé mun frekar um það hvernig því skuli komið á. Á meðal annarra gesta á fundin- um var Maurice McTigue, fyrrver- andi ráðherra í ríkisstjórn Nýja- Sjálands, sem sagði frá reynslu Nýsjálendinga og því hvemig þeir hurfu frá auðlindaskatti eftir að hafa komið honum á. réttarstöðu grunaðra manna Lögreglan leitar stol- inna bila LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir tveimur bílum sem stolið var nýlega. Biður hún þá sem gætu gef- ið upplýsingar um þá að hafa sam- band. Annars vegar er um að ræða R 26099, sem er Honda Civic árgerð 1986. Bíllinn er hvítur og var honum stolið frá Kringlunni 15. desember sl. Hins vegar HP 171, sem er Saab 900 árgerð 1986. Sá bfll er blár og var honum stolið frá Dúfnahólum 2, 2. eða 3. janúar sl. RANNSÓKN á meintri fölsun listaverka miðar áfram að sögn Arnars Jenssonar, yfirlögreglu- þjóns hjá efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra, og beinist gmnur að tveimur mönnum, sem hann vildi ekki segja hvar væm búsettir. „Tveir menn hafa verið með rétt- arstöðu sakbominga eða gmnaðra manna í þessari rannsókn," sagði Amar. „Þetta em tveir íslending- ar. En þetta þýðir aðeins það að þeir hafa þessa réttarstöðu. Þeir em ekki sakaðir um brot, enda liggur engin niðurstaða fyrir.“ Rannsaka 30 verk Amar sagði að samtals hefði verið kært vegna 25 málverka. „Það er lögmaður í Reykjavík, sem kærir öll þessi verk,“ sagði hann. „Þau era í eigu einstaklinga fyrir utan 11 verk, sem em í eigu Kjarvalsstaða. Síðan höfum við tekið til rannsóknar nokkur verk til viðbótar þannig að samtals er verið að skoða 30 listaverk.“ Hann sagði að nokkur tími liði uns niðurstaða fengist í rannsókn málsins. Hér á landi væri nú verið að rannsaka málverkin, sem talið væri að gætu verið fólsuð. Gera þyrfti flóknar tæknirannsóknir á nokkmm verkanna og ekki væri vitað hvað þeir myndu leiða í ljós. Ekki væri enn komin óyggjandi niðurstaða um neitt verkanna og óvíst hvort senda þyrfti einhver þeima utan til frekari rannsókna. í dreifibréfi, sem nefnist Lista- pósturinn, frá Listmunasölunni Fold er fjallað um þetta mál og sagt að mikilvægt sé að því ljúki sem fyrst. Þar er látið að því liggja að allt að tíu sinnum fleiri falsanir séu í umferð en nú sé verið að rannsaka og sagt að allt annað en róttækar aðgerðir séu hálfkák. Aðstoð frá Danmörku Arnar sagði að meðferð þessa máls væri með eðlilegum hætti hjá lögreglunni. Mál af þessu tagi væru ný hjá rannsóknarlögregl- unni og því yrði að fara varlega ætti að forðast mistök. Einnig hefði þurft að leita ráðgjafar í ná- grannalöndunum, meðal annars hjá efnahagsbrotadeild dönsku lög- reglunnar, og hjá sérfræðingum hérlendis. Danska lögreglan hefði hjálpað til við gagnasöfnun, upp- lýsingaöflun og yfirheyrslur. Myndimar hafa verið taldai’ vera eftir þekkta íslenska málara, sem nú eru látnir, þar á meðal Kjarval. Um er að ræða riss, olíu- málverk, pastelmyndir og vatns- litamyndir. Amar vildi ekki segja hvaða upphæðir væru í húfi þar sem ekki væri víst að myndimar væm falsaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.