Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 39
CHftAJaVPíOHO MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 39 AÐSENDAR GREINAR Afgangur á ríkissjóði bætir lífskjör heimilanna skattahækkanir í framtíöinni. % afVLF 55 ■ A ÁRUNUM 1996 og 1997 varð afkoma ríkissjóðs mun betri en ætlað hafði verið í fjár- lögum þessara ára. Árið 1991, þegar þriggja flokka ríkis- stjóm Steingríms Her- mannssonar fór frá völdum og ríksstjóm Davíðs Oddssonar tók við, var greiðsluhalli ríkissjóðs 15 milljarðar króna á verðlagi þessa árs. Árið 1998 er hins vegar gert ráð fyrir 3 milljarða króna af- gangi. Þessi 18 millj- arða króna umskipti á afkomu ríkissjóðs em mikilvægur árangur sem fylgja þarf eftir á næstu ámm. Afgangnr á fjárlögum og minni lánsfjár- BatnaíiwÍFafkoma ríkissjóðs á und- anfömum ámm á mikinn þátt aukn- Friðrik Sophusson um stöðugleika í efna- hagslífinu. Eftir lang- varandi hallarekstur hefur nú tekist að skila ríkissjóði með afgangi, en að því hefur mark- visst verið stefnt und- anfarin ár. Miðað við hefðbundnar upp- gjörsaðferðir (greiðslugmnn) stefnir í rúmlega 3 milljarða króna tekjuafgang á nýbyrjuðu ári og spáð er að rekstrarafkoman verði mun betri í fyrra en fjárlög gerðu ráð fyrir. Samkvæmt nýrri framsetningu íjárlaga er einnig gert ráð fyrir lítilsháttar afgangi þrátt fyrir lækkun á tekju- sköttum einstaklinga, en á undan- fömum áram hefur verið vemlegur halli á rekstramppgjöri ríkisreikn- ings. Það er til marks um þann árangur sem náðst hefur í ríkisfjár- málum að í einungis 2-3 löndum í Helgi Hálfdanarson Lítil orðsending til Baltasars Kormáks KÆRI Baltasar Kormákur. Haft hef ég spurnir af því, að á fjölmennu námskeiði um Hamlet hafir þú talið það til óþurftar, að í þýðingu minni á því leikriti vilji ég engu breyta. Þarna hefur þú ratað í undarleg- an misskilning, sem mig langar til að leiðrétta. Sannleikurinn er sá, að á Hamlet og leiksýningu þína hefur enginn, sem hlut á að máli, minnzt við mig einu orði síðan þjóðleikhússtjóri falaði þýðingu mína til flutnings á sínum tíma. I þeim góðu við- skiptum lét ég þess sérstaklega getið, að sviðshagræðingar, svo sem styttingar eða tilflutningur á leikatriðum, kæmu mér ekki við; en yrði um að ræða orða- breytingar á texta, óskaði ég að verða þar með í ráðum. Annað var það nú ekki; og hins sama hlyti sérhver þýðandi að óska. Þér mun kunnugt um álit mitt á vinnubrögðum Guðjóns Pedersens að leikritum Shake- speares. En þegar hann hringdi til mín og spurði hvort ég féllist á tvær tilteknar textabreytingar á Sem yður þóknast, féllst ég undir eins á þær báðar, enda þótt ég réði honum frá þeim, því ég taldi þær báðar til lýta. Þýðingartexti hlýtur alltaf að vera til endurskoðunar í því skyni að komast sem næst frum- texta höfundarins. Og í þeim efnum hef ég átt gott og mikils vert samstarf við marga leik- stjóra fyrr og síðar. Ég var Guðjóni þakklátur fyr- ir að hafa við mig þetta samr- áð. Og ekki hvarflar að mér að þú hafir hróflað við textanum á Hamlet uppá eigin spýtur, enda þótt þú hafir því miður látið það eftir þér að fremja á sjálfum innviðum verksins aðgerðir sem ég er ekki einn um að telja spjöll á merkilegu listaverki. Og svo ég fari ekki með dylgjur nefni ég sem dæmi leikslokin, þar sem þú lætur Hóras skjóta vin sinn Hamlet. Þú lætur hafa það eftir þér, að þeir sem hafi aðra skoðun en þú á slíkum „túlkunaraðferðum", þykist vera í símasambandi við höfundinn um verk hans. Þar ratast þér reyndar satt á munn; við emm í fullkomnu „síma“-sam- bandi við höfundinn þar sem er texti hans sjálfs orði til orðs. Inn- an þeirra marka, sem sá texti setur, á hver leikstjóri með sæmi- legt hugmyndaflug í kolli um að velja ótal framlegar túlkunarleið- ir, jafnvel þótt honum sé fyrir mestu að setja á sýninguna sín eigin glöggu fíngraför. En hvar sem farið er út fyrir þau mörk, er ekki lengur um að ræða túlk- un, heldur fölsun. Því hefur verið haldið fram, að svo auðug séu beztu verk Shakespeares, að þeim yrði seint misþyrmt svo, að ekki stæði eitt- hvað eftir, sem margur gæti látið sér vel líka, og það því fremur sem kynnin af höfundinum væm slakari. Og ekki vantar dæmi þess, að erlendum leikstjórum hafí haldizt uppi að ata verk Shakespeares með frekum útúr- snúningum og aulalegum strákapömm, sem sízt væm til eftirbreytni. Oft er svo kallað, að verið sé að gera verkin skiljanlegri nú- tímafólki. Hvílík móðgun við heil- brigða skynsemi áhorfenda! Um þessi verk hefur verið saminn aragrúi bóka sem um það fjalla, hve frábærlega þau hæfí hverri öld, svo að höfundur þeirra hefur verið kallaður samtímamaður hverrar kynslóðar. Árangur „end- urbótanna“ er einatt hjákátleg tímaskekkja. Kæri Baltasar Kormákur, þú ert ungur og frakkur, og ég veit að þú átt eftir að temja smekk þinn til hlýðni við þína góðu hátt- vísi og aga dirfsku þína svo um munar. í þeirri vissu óska ég þér allra heilla á braut leiklistarinnar. Með beztu kveðju. Jafnvægi í ríkisfjár- málum, segir Fríðrik Sophusson, er mikil- vægur áfangi á leið til að grynnka á skuldum ríkisins. Evrópu er afkoma hins opinbera betri en hér á landi samkvæmt áætl- unum fyrir árið 1997. Undanfarin ár hefur lánsijárþörf ríkissjóðs farið minnkandi samhliða batnandi afkomu ríkissjóðs. Árið 1998 verða þau kaflaskil að ríkis- sjóður mun ekki lengur þurfa að taka lán til að mæta skuldbindingum sínum heldur mun skuldastaðan þvert á móti batna um 5 milljarða króna. Mikilvæg skýring á þessum umskiptum er sú að nú er áformað að selja hlutabréf í eigu ríkisins í mun meira mæli en áður. Gert er ráð fyrir að heildarverðmæti sölu eigna geti numið tæplega 8 milljörð- um króna. Sú ijárhæð skilar sér í minni lánsfjárþörf ríkissjóðs og fer að mestu tii þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Grynnkað á skuldum og sparnaður efldur Gert er ráð fyrir að heildarskuld- ir ríkissjóðs muni lækka á árinu 1998, þriðja árið í röð, í 43% af Hcildarskuldir ríkissjóðs 30 ■lllllll 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 Fjárlög landsframleiðslu, en þær námu rúmlega 51% í árslok 1995. Þessi lækkun endurspeglast einnig í lækkun heildarskulda hins opinbera (ríkis og sveitarfélaga) úr 59% af landsframleiðslu í árslok 1995 í 51% 1998. Mikilvægt er að halda áfram á þessari braut á næstu árum til að búa í haginn fyrir komandi kyn- slóðir og koma í veg fyrir skatta- hækkanir í framtíðinni. Afar mikilvægt er að nýta and- virði sölu ríkiseigna til þess að grynnka á skuldum en ekki til þess að auka útgjöld. Með því er stuðlað að stöðugleika og auknum spamaði í þjóðfélaginu. Við ríkjandi aðstæð- ur í efnahagslífinu er brýnt að efla innlendan spamað. Þannig er haml- að gegn viðskiptahalla gagnvart útlöndum. Þær breytingar sem gerðar hafa verið á lífeyriskerfi landsmanna að undanförnu stuðla að auknum sparnaði í þjóðfélaginu. Ný lífeyrislög em því mikilvægt framlag til áframhaldandi stöðug- leika í efnahagslífinu um leið og þau treysta fjárhagslega stöðu líf- eyrisþega í framtíðinni. Frekari rekstrarafgangur ríkissjóðs er nauðsynlegur Jafnvægi í ríkisfjármálum er mikilvægur áfangi á leið til að grynnka á skuldum ríkisins. Nú, þegar því markmiði hefur verið náð, þarf að setja fram áætlun til nokkurra ára um hvemig skuldir ríkisins skuli greiddar niður. Það verður aðeins gert með því að treysta stöðu ríkis- sjóðs enn frekar með auknum rekstrarafgangi. Um þetta mikil- væga markmið þarf að nást víð- tæk sátt í þjóðfélaginu og brýnt er að sem flestir geri sér grein fyrir þeim ávinningi sem af þessu hlýst. Um leið og skuldimar lækka minnkar vaxtakostnaður ríkissjóðs, en hann er nú árlega nær sama fjárhæð og nemur heildarútgjöldum menntamála- ráðuneytisins. Afgangur á fjár- lögum bætir því lífskjör heimil- anna þegar til lengri tíma er litið. Höfundur er fjármálaráðherra. Barnadauðinn í írak og siðferðileg ábyrgð íslands ÞOKK sé framtaki Ástþórs Magnússonar og samtaka hans að ógleymdri elju Elíasar Davíðssonar, að við- skiptabann Sameinuðu þjóðanna á írak og af- leiðingar þess em lítil- lega á dagskrá um þessar mundir. Reyndar hefur undirritaður það óþægilega á tilfinning- unni að ástæðan sé ekki almennur áhugi ís- lenskra ráðamanna né fjölmiðla á málefninu eða samúð með deyj- andi börnum, heldur hitt að jólaferð Friðar Steingrímur J. Sigfússon 2000 vakti athygli erlendis. Þá tóku íslandsmenn við sér eins og venjulega þegar einhver landinn gerist spámað- ur í útlandinu. Blaðafulltrúi bandaríska sendi- ráðsins í Reykjavík hefur nú blandað sér í málið með grein í Mbl. sl. laugar- dag (3. jan.). Útsýnið af hans banda- ríska sjónarhóli er einfalt; Saddam Hussein er þijótur, það er honum að kenna að bömin deyja í írak og þjóð- in líður. Af því leiðir að við emm með hreinan skjöld, börnin deyja að vísu en það er ekki okkur að kenna. Staðreyndir málsins em þær að viðskiptabannið er víðsfjarri því að ná tilgangi sínum, þ.e.a.s. að losa íraka og heimsbyggðina við ógnar- stjóm Saddams Husseins. Hann er þvert á móti traustari í sessi en fyrr, ef eitthvað er, með því að virkja heift almennings vegna þjáninga við- skiptabannsins í sína þágu. Hann og valdaklíka hans í flokki og her komast ágætlega af en hin eiginlegu fórnarlömb er almenningur í Irak og ekki síst börnin. Meira en ein milljón manna er fallin í valinn síðan flóabardaga lauk, þar af a.m.k. 600 þúsund böm. Nærri lætur að heil kynslóð írakskra barna hafl þurrkast út og þau sem eftir lifa eru upp til hópa vannærð þann ig að þau munu aldrei bíða þess bætur. Viðskiptabannið, alþj óðasamningar og siðferðileg ábyrgð Walter Douglas, blaðafulltrúi banda- ríska sendiráðsins minnir réttilega á að viðskiptabannið tengist Persaflóastríðinu og vopnahléssamningum í kjölfar þess á árinu 1991. Það er sömuleið- is rétt sem núverandi og fyrrverandi _ utan- ríkisráðherrar íslands hafa fært sér til málsbóta fyrir aðild íslands að banninu að ákvarðanir þar að lútandi em öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna samkvæmt lögmætri aðferðafræði (a.m.k. að nafninu til). Þar með hefur ísland sínum skyldum Það er léleg afsökun að horfa aðgerðalaust á börn deyja hundmðum þúsunda saman, segir Steingrímur J. Sigfús- son, með þá hæpnu fullyrðingu eina sér til afsökunar; ekki mér að kenna. að gegna gagnvart þeirri hlið máls- ins, en þar með er því líka lokið. Að minnsta kosti tvennt verður að skoða þegar þjóðréttarleg og sið- ferðileg staða og ábyrgð íslands sem sjálfstæðs ríkis er metin í ljósi þján- inga almennings í írak. Hið fyrra er að ísland er einnig aðili að alþjóðleg- um mannréttindasáttmálum eins og Genfarsáttmálanum og hefur vænt- anlega sín siðferðilegu og mannúð- legu grandvallarviðmið að líta til þeg- ar ákvörðun er tekin um þátttöku okkar í alþjóðaaðgerðum eða hvort slíkri þátttöku er haldið áfram. Rétt . er að hafa í huga í þessu sambandi að þátttaka íslands er ekki sjálfvirk afleiðing af ákvörðun Sameinuðu v þjóðanna, heldur er hún á gmndvelli innlendrar stjómvaldsaðgerðar, sbr. auglýsingu nr. 120 1992, sjáLögbirt- ingablaðið 29. júní 1994. Hið síðara er að ísland getur að sjálfsögðu hve- nær sem er tekið það upp á alþjóða- vettvangi og beitt sér fyrir því að málið verði tekið til endurskoðunar. Tillaga um endurskoðun viðskiptabanns Undirritaður hefur um nokkurra ára skeið reynt, m.a. með tillögu- flutningi á Álþingi, að opna augu íslenskra ráðamanna, alþingis- manna, fjölmiðla og þjóðarinnar á því að við bærum fulla siðferðilega ^ ábyrgð, fyrir okkar leyti, á afleiðing- um viðskiptabannsins á írak. Nú liggur fyrir Alþingi endurflutt í 3ja sinn hógvær tillaga mín og fleiri um að ísland beiti sér fyrir því að fram- kvæmd slíkra viðskiptalegra þving- unaraðgerða verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að afleiðingar brjóti aldrei í bága við viðurkennd mann- úðarsjónarmið eða mannréttinda- sáttmála sem við erum aðilar að. Sambærilega tillögu hef ég flutt í Norðurlandaráði og hefur hún þar hlotið tiltölulega jákvæða meðhöndl- un það sem af er. ^ Málið er vissulega flókið og hefur margar hliðar eins og alþjóðastjórn- mál gera jafnan. Hvað sem því líður er það léleg afsökun að horfa að- gerðalaust á börn deyja hundruðum þúsunda saman með þá hæpnu full- yrðingu eina sér til afsökunar; ekki mér að kenna. ---------------------------------- « Höfundur er alþingismaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.