Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.01.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 1998 13 Bæjarráð Akureyrar ^ Morgunblaðið/Kristján Oskað eftir stækkun Krossanesverksmiðju KROSSANES hf. hefur sótt um nýtt starfsleyfi fyrir fiskimjölsverk- smiðju sína en leyfið rann út um nýliðin áramót. Jafnframt því að sótt er um nýtt starfsleyfi fyrir verksmiðjuna til fjögurra ára er óskað eftir því að heimiluð verði aukning á afkasta- getu verksmiðjunnar úr 550 tonn- um á sólarhring í 750 tonn af hrá- efni á sólarhring. Hollustuvernd hafnar í drögum að nýju starfsleyfi óskum um aukin afköst verksmiðj- unnar og gerir í þeim ráð fyrir að starfsleyfið gildi til loka þess árs, þar sem reynsla verði að fást af nýjum mengunarvarnabúnaði í verksmiðjunni. Búnaðurinn var settur upp síðastliðið haust. Forsvarsmenn verksmiðjunnar hafa leitað eftir stuðningi bæjar- stjórnar við umsókn vegna stækk- unarinnar og á fundi bæjarráðs var tekið undir þau sjónarmið sem fram koma í umsögn heilbrigðis- nefndar um stækkunina þar sem mælt er með því að gefið verði út leyfi til að auka afkastagetu verk- smiðjunnar í tilraunaskyni á þessu ári. Höfðakirkjugarður yfír Þórunnarstræti KIRKJUGARÐAR Akureyrar hafa sent bæjaryfirvöldum á Akur- eyri bréf og fara í því þess á leit að við skipulag á svæðinu vestan Þór- unnarstrætis verði gert ráð fyrir þörf Höfðakirkjugarðs á stækkun til vesturs, yfir götuna. Bæjarráð fjallaði um erindið á fundi í vikunni og vísaði því til skipulagsdeildar og skipulagsnefndar til umfjöllun- ar. A fundi bæjarráðs var einnig tekin fyiár tillaga Sigurðar J. Sig- urðssonar þess efnis að menning- armálanefnd verði falið að leita eftir sölu á húsnæði bæjarins í Kaupvangsstræti 23, Deiglunni til starfsemi á sviði menningarmála. Óskaði bæjarráð eftir að menning- armálanefnd fjallaði um tillöguna. A fundi ráðsins á fimmtudag var lagður fram til kynningar samn- ingur sem bæjarstjóri hefur geft við Valgerði Þorsteinsdóttur í Reykjavík um kaup á bókasafni dr. Steingríms J. Þorsteinssonar, fyrrverandi prófessors. Þá var kynntur samningur sem bæjar- stjóri hefur gert við Jón Hjaltason sagnfræðing um ritun og útgáfu á þriðja bindi af sögu Akureyrar. Bæjarráð samþykkti líka á fundi sínum að kaupa fasteignina Strandgötu 17, en kaupverð hús- eignar ásamt eignarlóð og leigu- lóðaréttindum er 7.450.000. AKUREYRARBÆR Umsóknir um styrki frá nefndum á vegum Akureyrarbæjar. Á næstunni fer fram úthlutun eftirfarandi styrkja: Þrettándagleði í Deiglunni Björg og Fjórir fíörugir FJÓRIR fjörugir og Björg Þórhallsdóttir söngkona efna til þrettándagleði í Deiglunni í kvöld, laugardagskvöldið 10. janúar kl. 22. Fjóri fjörugir eru þeir Dan- íel Þorsteinsson á harmoníku, Bjöm Leifsson á klarínett, Jón Rafnsson á bassa og Karl Petersen á trommur. Þeir hafa allir leikið með Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands, m.a. á tónleikum um síðustu helgi en þar lék Daníel einleik á pí- anó með hljómsveitinni. Björg hefur getið sér gott orð fyrir klassískan söng, en bregður sér nú í hlutverk dægurlaga- söngkonu. Tónlistin verður úr ýmsum áttum, þekkt dans- og dægur- lög og suður-amerísk sveifla. Tillaga um systkina- afslatt a leikskólum BÆJARRÁÐ Akureyrar leggur til að frá næstu mán- aðamótum, 1. febrúar næst- komandi verði gefinn systk- inaafsláttur af dvalargjöldum í leikskólum og skólavistunum hjá Akureyrarbæ. Gengið er út frá þeirri við- miðun að gjald fyrir yngsta barn verði greitt að fullu, 25% afsláttur er gefinn vegna eldri systkina, hvort sem þau em í leikskóla eða skólavistun og vegna barna, þar sem einnig er gefinn annar afsláttur en vegna systkina reiknast systkinaafslátturinn af þeirri upphæð sem annars hefði átt að greiða. Til leigu (efríhæð) Á besta stað á Akureyri er til leigu 260 m2 í Kaupvangsstræti 4. Upplýsingar í símum 462 7466 - 892 7766 (Pétur) - 462 5400 (jón) fErt þú „skáld á bakvið tjöldin“ Sigurhæðir - Hús skáldsins Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri býður rithöfundum og/eða fræðimönnum á sviði hvers kyns orðlistar fullkomna skrifstofuaðstöðu til leigu á árinu 1998. Um er að ræða tvö herbergi með öllum nauðsynlegum búnaði — tölvu, prentara, síma, faxi, internettengingu, skanna, ljósritun, pappír o.s.frv. — og hefur afnotagjald verið ákveðið 6.000 krónur á mánuði fyrir hvort. Þau leigjast til 1—3ja mánaða í senn og gefst að öðru jöfnu möguleiki á framlengingu, sé hennar óskað í tíma. Athygli er vakin á því að hér er ekki um afnot að íbúð að ræða, heldur vinnuaðstöðu í umhverfi sem ætti að geta orðið til andlegrar hvatningar þeim er hafa hug á að fást við skriftir, en hefur til þessa e.t.v. vantað aðstöðu eða lítið næði gefist. Er því sérstaklega beint til heimamanna að hagnýta sér á þennan hátt hina nýju bókmenntamiðstöð sem reist er á gömlum grunni. Umsóknir, ásamt greinargerð um verkefnið og á hvaða tíma sá/sú kýs að njóta aðstöðunnar, sendist undirrituðum forstöðumanni fyrir 20. janúar. Hann gefur jafnframt allar upplýsingar í síma milli kl. 14 og 16 virka daga. Sigurhæðir - HÚS skáldsins - Evrarlandsvegi 3. 600 Akruevri. Erlingur Sigurðarson. forstöðumaður - viðtalstími þriðiud.-föstud. kl. 14-16. Sími: 462 6648 - fax 462 6649 Netfang: skaldis Styrkir Félagsmálaráðs til félaga sem vinna að félags- og mannúðarmálum sem snerta verksvið ráðsins. Styrkir íþrótta- og tómstundaráðs til félaga v/rekstrar, einnig námskeiða og sumarbúða fyrir börn. Styrkir Menningarmálanefndar til félaga á sviði lista og menningarmáia. Við styrkveitingar þessa árs verður m.a. horft til fyrirbyggjandi starfs vegna markmiðs bæjarstjórnar Akureyrar að útrýma notkun grunnskóiabarna á hvers kyns vímuefnum fyrir árið 2000. Uinsóknir á þar til eerðum evðuhlöðum skulu berast fyrtr 1. febrúar nk. til móttöku- og upplýsingafulltrúa að Glerárgötu 26, sími 460 1400. Eyðublöðin liggja frammi á skrifstofum Akureyrarbœjar 26 og Geislagötu 9. Sviðsstjórar Glerárgötu 26. í"' ) A 0 <•.<,// 1 c iÁ-ÁO'V' ) AJjálut\ámskeið ^ sem ctáut* vat* auglýsf í /;-Húsi skáldsikts" |i*estasf um Kálj-art mártuð v/flutrtirtgs á bókasafrti dt*. SteingHms 'Po»*steirtssorta>*. /SJámsUeiðið vet'ðut4 vikulega í tveimut* Kópwm; "14 vikut* alls. Sfjót*rtandi: éSflingut* Sigut*ðssort. ■Hóput* A mánudögum kl. 47.20 -48.40 ■fyr'st 2ó jartúat1. ■Hóput* B: A þt*iðjudögum Ul. 49.40 - 24.00 fyt*st 27. jartúat*. "Páti+ökugjalcl: 4.000 k^ÓKVU^. (Snn et* Kægt et* bæta nokkmm (oátftakendum í Kvot*n Kóp, Skmið ykkut1 kjá f-ot*s+öðumaumi, sem vei+it* allat* K\át\at*i upplýsm^at*, fyHt* 2d. jai4Úat*.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.