Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 9 FRETTIR Doktor í hagnýtri efnisfræði álmelma • PÁLL Ólafsson varði doktorsrit- gerð í hagnýtri efnisfræði álmelma við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi KTH 7. nóvember sl. í doktorsverkefn- inu er lýst varmafræðilík- ani til að reikna út styrk og seygju álmelma út frá efnasam- setningu og hita- meðhöndlun og var útreiknaður styrkur borinn saman við mældan styrk. I dokt- orsverkefninu er í fyrsta skipti sýnt fram á að styrking álmelma er eingöngu háð magni og stærð herð- andi agna sem myndast við hita- meðhöndlun. Þróaður var gagnagrunnur til útreikninga á varmafræðilegu jafn- vægisástandi melmanna sem síðan var notaður með varmafræðiforriti til að reikna út magn herðandi agna sem fall af efnasamsetningu, hitastigi og hitameðhöndlunartíma. Með aðstoð fræða um víxlhrif veila og herðandi agna var styrkaukn- ingunni lýst sem falli af stærð og fjölda agnanna. Líkanið gerir því kleift að áætla styrk melmisins út frá hitastigi og efnasamsetningu, sem sparar tilraunavinnu við hönn- un nýrra efna eða bestun núver- andi framleiðsluferla. Líkanið er byggt á nýjum efnagreiningum á herðandi ögnum sem eru aðeins um nokkur þúsund atóm að stærð og hafa á síðustu tveimur árum verið efnagreindar með meiri ná- kvæmni en áður með tilkomu nýrr- ar tækni. Niðurstöður doktors- verkefnisins benda til þess að há- marks styrkur í áli með magnesí- um og kísil fáist ef hlutfall magnesíum og kísils er í kringum 1,1 í stað 2 eins og áður var talið. Þessar niðurstöður eru staðfesting á hinum nýju efnagreiningum agn- anna. Líkanið hefur verið notað til að áætla styrk áls eftir suðu að gefinni efnasamsetningu og til að finna heppilegustu efnasamsetn- ingu fylliefnis. Doktorsverkefnið var unnið í samvinnu við og að frumkvæði álfyrirtækisins Gránges Technology Centre í Svíþjóð. Aðal- leiðbeinendur voru Rolf Sand- ström, prófessor og Áke Karlsson prófessor, andmælandi var Öystein Grong prófessor (NTH Noregi), og dómnefnd var skipuð Bo Sundman prófessor (KTH), dr. Torsten Ericsson (LiTH) og dr. Bo Bengts- son (Granges). Andmælandi við licentiatvörnina var Göran Grim- vall prófessor (KTH). Páll Ólafsson fæddist 19. júní 1957 í Reykjavík, sonur hjónanna Ólafs Pálssonar verkfræðings og Önnu Sigríðar Bjömsdóttur píanó- kennara. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamra- hlíð 1978, stærðfræði og eðlsifræði við Háskóla íslands 1979-1982 og M.Sc. gráðu í eðlisverkfræði frá Tækniháskólanum í Lundi 1986. Vann á Raunvísindastofnun Há- skólans 1985-1986 við geislanema, var verkefnisstjóri á Iðntækni- stofnun íslands frá 1986-1991 við efnisfræði stáls, efnisprófanir og rafeindasmásjáraðstöðu og stunda- kennari í efnisfræði við HI. Undan- farin fimm ár hefur Páll verið fast- ráðinn á deild fyrir hagnýta efnis- fræði við Konunglega tækniháskól- ann í Stokkhólmi við kennslu í hag- nýtri efnisfræði og efnisvali og við rannsóknir. Hann lauk licentiat- prófi í hagnýtri efnisfræði frá KTH 1995. Páll er kvæntur Elínborgu Guðmundsdóttur augnlækni og eiga þau þrjú börn. _____ - ."’án i£s3£as*?*« HggSg ■ .sJV' ":■- ■ ■■ . nafnamöguleika 120 númera minni Þar af 50 með nafni og möguleika á tónmerki 23 skammvalsminni Hátalari íslenskar merkingar Valhnappur ~ Tímamælingi Stór skýr sÞ Tækið fé! 5 stjömur blaðsins stgr. $ ístel Síöumúla 37-108 Reykjavik S. 588-2800 - Fax 568-7447 Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Víkurklettur í vetrarsól VIÐ Vík í Mýrdal er Víkurklett- ur sem ekki tekur miklum breytingum þrátt fyrir breyti- legar árstíðir. Hann vakir yfir bænum og bað- ar sig í vetrarsólinni þegar færi gefst sem reyndar hefiir verið alloft í vetur. W /öooaoaa □ qq' OOODQOO aoo OOOOQQQaao JflNUHR Heiti TOLVUGRUNNUR RITVINNSLAN WORD 1 TÖFLUREIKNIRINN EXCEL2 WINDOWS 95 AUTOCADGRUNNUR 1 INTERNET GRUNNUR WINDOWS 95 TÖLVUGRUNNUR WINDOWS 95 TÖFLUREIKNIRINN EXCEL1 FORRITUN í HTML2 Dags. Frá Til Tímar 19-Jan-98 22-Jan-98 8:30 12:00 20 19-Jan-98 22-Jan-98 13:00 16:30 20 19-Jan-98 22-Jan-98 17:30 21:00 20 23-Jan-98 24-Jan-98 8:30 16:30 20 23-Jan-98 24-Jan-98 8:30 16:30 20 26-Jan-98 29-Jan-98 8:30 12:00 20 26-Jan-98 29-Jan-98 13:00 16:30 20 26-Jan-98 29-Jan-98 17:30 21:00 20 30-Jan-98 30-Jan-98 8:30 16:30 10 30-Jan-98 31-Jan-98 8:30 16:30 20 30-Jan-98 31-Jan-98 8:30 16:30 20 Skráning og upplýsingarí síma 568 5010 RAFIÐNAÐARSKÓLINN fExpress" námskeið eru í raudum lit. Þau eru fyrir þá sem hafa einhverja þekkingu á vidkomandi forriti og geta tileinkað sér nýjungar án mikillar verkefnavinnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.