Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 34
' 34 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Halla Einarsdótt- ir var fædd á Kársstöðum í Land- broti 2. febrúar 1903. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Einar Einarsson og Gyðríður Elías- dóttir, lengst af bændur á Fossi í Mýr- dal. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum við algeng störf þess tíma, en fluttist ung til Reykjavíkur. Halla var gift Þorleifi Sigur- brandssyni verkstjóra og bjuggu þau allan sinn búskap á Leifsgötu 14 í Reykjavik. Dætur Höllu eru tvær: 1) Svava Magnea, f. 24. ágúst 1929. Hún var gift Stefáni Látin er í hárri elli elskuleg tengdamóðir mín, Halla Einars- dóttir. Hún hafði upplifað meira en flestir núlifandi íslendingar á sinni löngu ævi. Hún hafði kynnst fá- tæktinni, framfórunum og öllum þeim stórstígu breytingum sem hafa orðið á högum fólks á þessari öld. Hún kunni vel að meta þær já- kvæðu breytingar sem orðið hafa á samfélaginu en var jafnframt mjög gagnrýnin á það að ekki væri verið að færa of mörgum allt of mikið án þess að þeim bæri það. Hún var fluggreind, hafði sér- staklega gott minni og fram á síð- asta dag rakti hún bemskuminn- ingar sínar fyrir bömum okkar í litríkri og sannfærandi frásögn sem lýsti þeim aðstæðum sem vom ríkjandi þegar hún sem bam var að vaxa úr grasi. Unga fólkinu fannst það ótrúlegt og torskilið þegar hún sagði frá því að þegar hún gekk til spurninga hjá prestin- um þá tók hún af sér sauðskinns- skóna og gekk berfætt yfir verstu melana til þess að spara skóna. Hún hafði fjöldann allan af spak- mælum á hraðbergi sem unga fólk- inu fannst torskilin í fyrstu, en lærði fljótt að skilja og tileinka sér. Samband hennar við alla sína af- komendur var einstakt enda var hún alla tíð óaðskiljanlegur hluti af fjölskyldum okkar. Hún fylgdist með gengi hvers og eins og fagnaði hverjum áfanga sem náðist, mundi alla afmælisdaga og annað sem skipti máli og var hrókur alls fagn- aðar í hvert skipti sem eitthvað var gert sér til gamans og auðgaði líf okkar með jákvæðu hugarfari, góðu fordæmi til eftirbreytni. Hún lét sér annt um fleiri en sína nánustu. Það vora ófáir sem fengu að gista á Leifsgötu 14 og jafnvel óviðkomandi sjúkt fólk tók hún inn á heimili sitt til lengri dvalar og rýmdi þá bara stofuna. Hún hafði sérstaka hæfileika til þess að laga sig að aðstæðunum eins og þær bar að höndum á '■ hverjum tíma, bæði í gleði og sorg. Það var t.d. ótrúlegt að fylgjast með henni þegar hún fór í nokkur skipti með okkur og börnunum í sólarlandaferðir á gamals aldri. Hún tók þátt í flestu sem fram fór en fór líka ein sinna ferða til þess að skoða næsta umhverfi og setj- ast niður á nálægum bar til þess að tala við fólk og njóta lífsins. Halla var sérstaklega vel máli farin og átti auðvelt með að tjá sig hvar sem var, hvort heldur var í fjölmenni eða í einkasamræðum. - Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir á þjóðmálum og þar þokaði henni enginn frá þeim málstað sem hún taldi réttan enda ekki í vandræð- um með að rökstyðja sitt mál. Trúarlíf hennar var hreint og svo eðlilegur hluti af hennar lífi alla tíð. Það hafði aldrei borið skugga á hennar barnatrú og full- vissa hennar um endurfundi og Magnússyni flug- stjdra, en hann lést af slysförum 18. mars 1963. Þau áttu þijú börn og eru barna- börnin sjö. Seinni maður Svövu er Ólaf- ur Metúsalemsson, fv. verkstjóri, og á hann flmm börn frá fyrra hjónabandi, mu bamaböm og þijú bamabarnaböm. 2) Bryndís Dóra f. 20. nóvember 1935. Hún er gift Jóni Þór Jó- hannssyni, fv. fram- kvæmdastjóra, og eiga þau flög- ur böm og sex bamaböm. titför Höllu fer fram frá Hall- grímskirkju á morgun, mánu- dag, og hefst athöfnin klukkan 13.30. annað líf fór ekki á milli mála. Hún beið öragg síns vitjunartíma í þeirri fullvissu sem trúin bauð henni og ekki er ég granlaus um að hún vissi að hverju stefndi síð- ustu dagana þótt enginn sæi ástæðu til þess að álíta að kallið væri svo skammt undan. Síðustu fimm árin átti Halla heimili sitt á Dalbraut 27 og naut þess einstaklega vel að búa þar innan um jafningja og marga sér- staka vini sem hún eignaðist þar. Þessum vinum hennar og svo öllu starfsfólki vil ég fyrir hennar hönd færa alúðarþakkir fyrir vináttuna og umhyggjuna sem hún varð þar aðnjótandi og mat svo mikils. A bak við búning þessara fátæk- legu kveðjuorða minna til mjög einstaks vinar, era duldar hugsan- ir og tilfinningar sem ekki er auð- velt að setja á blað, en hæst gnæfir minningin um góða og vammlausa manneskju sem gekk sinn lífsins æviveg hljóð en með mikilli reisn og vildi hverjum manni vel gera. Eg bið góðan guð að leiða og blessa Höllu mína í sinni hinstu för og veit að hann lýsir henni leiðina til endurfunda við þá sem henni vora kærastir. Hvíli hún í friði. Jón Þór Jóhannsson. Fallin er í valinn aldurhnigin heiðurskona. Mig langar í örfáum orðum að minnast vinkonu minnar Höllu Ein- arsdóttur, sem er látin. Mér finnst eins og hún hafi heitið „Halla mín“ því hún var kölluð það af öllum þeim sem henni kynntust. Minningamar hrannast upp. Eg veit að það væri ekki í anda hennar að skrifa einhverja lofgjörð, en ég ætla samt að rifja upp örfá brot, því af nógu er að taka. Þó aldursmunurinn hafi verið þó nokkur, hélst vinskapurinn frá því ég man eftir mér, eða í tæp sextíu ár. Við áttum báðar heima á Leifs- götunni, ég hjá foreldram mínum á nr. 12, en hún með sína fjölskyldu á nr. 14. Eiginmaður hennar hét Þor- leifur Sigurbrandsson, mikill öðling- ur. Hann lést árið 1971. Þau áttu tvær dætur, Svövu og Bryndísi Dóra, eða Binnu eins og hún er köll- uð. Við Binna urðum strax bestu vinkonur, enda á sama aldri og helst sú vinátta enn. Halla mín var ákaflega jákvæð kona, sá alltaf björtu hliðamar, hún var glaðsinna og átti stóran vina- hóp. - Ekkert kynslóðabil - og kæmi mér ekki á óvart að bama- bömin hennar hafi átt hana að trún- aðarvin. Með vináttu okkar Binnu mynd- aðist fljótt mikill vinskapur milli Höllu og foreldra minna og reynd- ist Halla mín okkur góður ná- granni. A þessum áram var oft komið saman og málin rædd - allt milli himins og jarðar. Þá var ein- hvem veginn alltaf tími til sam- vista, og vinskapurinn hélst áfram. Þegar ég svo missti móður mína árið 1966, var Halla mín strax komin til að aðstoða okkur og reyndist hún föður mínum stoð og stytta allt þar til hann lést árið 1984. Alltaf var Halla mín sú sama. Hún var svo sannarlega mikill vin- ur og velgjörðarmaður. Þegar við hjónin hófum húsbygg- ingu á tímum gengisbreytinga á ár- unum 1967-68, var Halla mín enn og aftur tilbúin að rétta hjálpar- hönd. Einhverju sinni kom hún ótil- kvödd, rétti okkur peninga og spurði hvort við gætum nú ekki bjargað einhverju áður en allt hækkaði, við gætum svo bara borg- að til baka þegar fjárhagurinn lag- aðist. Svona var Halla mín í öllum sínum verkum, alltaf boðin og búin. Vináttu hennar mun ég aldrei gleyma. Arin liðu, Halla mín var vel ern og fylgdist vel með, hún bar hag bama minna fyrir brjósti, sem og annarra og nú síðast bamabama minna. Eg vil að leiðarlokum þakka henni samfylgdina og votta dætram hennar, Svövu og Binnu, svo og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Halla mín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning þín. Dóra Hlíðberg. Elsku amma. Óbilandi áhugi þinn á mönnum og málefnum gerði það að verk- um að þú hafðir mikla ánægju af skoðanaskiptum og rökræðum. Frelsi einstaklingsins og „mennt er máttur" var lífsskoðun þín. Tækifæri til menntunar var það besta, sem þú gast óskað ungu fólki. Áhuginn á fólki, hvort sem um var að ræða fjölskylduna eða aðra samfylgdarmenn var einatt til staðar. Þú vissir hvað allir voru að gera og hvattir fólk óspart til dáða. Alltaf var jafngaman að heimsækja þig, enda fékkst þú margar heimsóknir, og varst ánægð þegar einhver kom og ræddi við þig um heima og geima. Þú hafðir skoðanir á öllu og varst hissa ef gesturinn hafði ekki eitt- hvað til málanna að leggja. „Hvað? Fylgistu ekkert með stelpa!" áttirðu til að segja, þegar ég var ekki með á nótunum. Þú varst hrókur alls fagnaðar og vildir alltaf vera með þegar eitt- hvað stóð til í fjölskyldunni. Fljót að þiggja boð, hvort sem var í veislur eða aðrar uppákomur. Orðatiltækin þín vora óþrjótandi. Þegar við ræddum um aldur og heilsu var eitt af því síðasta, sem þú sagðir við mig: „Maður gefur sér það bara ekki eftir,“ og áttir þá við að maður lifir lífinu lifandi og leggst ekki í kör fyrr en í fulla hnefana. Þrátt fyrir háan aldur fannst þér þú vera ung og aðeins síðustu miss- erin samþykktirðu að þetta væri orðinn nokkuð hár aldur og að skrokkurinn væri aðeins farinn að gefa sig. En hugsunin var alltaf kristal- skýr og fannst þér það hið versta mál að verða kannski ósjálfbjarga og að toppstykkið færi að gefa sig. Þannig fékkstu að fara eins og þú hefðir helst kosið. Þú kvaddir með sömu reisn og einkenndi allt þitt líf. Takk fyrir allt og allt, elsku amma. Hvíl í friði. Halla. Viska raanns er guða gjöf, göfugu hjarta borin, - fylgir honum fram að gröf, fyrnast aldrei sporin. (Steingrímur Davíðsson.) Elsku Halla er látin tæplega 95 ára. Þótt við vitum öll að ferð okk- ar hér hefur bæði upphaf og endi kemur endirinn okkur ávallt jafn mikið á óvart. Með sterkum persónuleika settir þú svip á líf þeirra sem þig þekktu, samskipti við þig gáfu bæði gleði og hlýju. Við ræddum oft um hinar margbreytilegu hlið- ar mannlífsins og þar hafðir þú þínar fastmótuðu skoðanir, enda fylgdist þú alltaf mjög vel með. Við minnumst margra góðra stunda sem við áttum saman með söknuði og gleði. Að lokum viljum við þakka þér fyrir alla þá góðvild og tryggð sem þú hefur sýnt okk- ur og okkar fjölskyldu í gegnum árin. Blessuð sé minning þín. Elsku Binna, Svava og fjölskyldur ykkar, sendum ykkur innilegustu samúð- arkveðjur. Bognar fjalla brákuð eik, búin falli verjan. ,jEllin hallar öllum leik.“ Á mig kallar feijan. (Steingrímur Davíðsson.) Olga og Ragnar. Halla Einarsdóttir, mín kæra vinkona, er dáin. Hún var vemdar- engill fjölskyldu minnar í 35 ár, allt frá því að við Kolli fengum leigt á Leifsgötunni hjá henni og Þorleifi manni hennar. Eg var þá barnshaf- andi að öðra bami okkar og við höfðum áhuga á að fá gott pláss fyrir fjölskylduna og vinnuna mína. Það var ekki auðvelt að stynja þessu upp en Halla tók þessu eins og sjálfsögðum hlut. Eg held að hún hafi séð í okkur fleiri böm til að breiða sig yfir. Það var indælt sambýlið á Leifsgötunni. Á morgn- ana kíkti hún upp í kaffi og hafði gjaman með sér nuddtæki til að nudda á mér axlimar til að laga vöðvabólguna. Þegar kom að því að ég eignaðist barnið var ekkert sjálfsagðara en að Halla keyrði mig. Það þurfti bara að taka bílinn úr bremsu sagði hún og láta hann renna fyrir homið og niður á Fæð- ingarheimili. Allir sem leigðu hjá þeim hjónum urðu eins og fjöl- skylda hennar. Hún var boðin og búin til að hjálpa ef hún vissi að hún gæti gert gott. Ég þekki enga sem kunni Pollýönnu-leikinn betur en hún. Þegar við Kolli fluttum út á Nes hélst sú vinátta sem hófst á Leifsgötunni. Halla á Leifsgötunni var bömum okkar sem þriðja amman og alltaf var beðið eftir heimsóknum hennar með óþreyju. Fjölskyldu Höllu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Höllu Ein- arsdóttur. Margrét Davíðsdóttir (Sísí). Hún Halla á Leifsgötunni er dá- in. Á laugardagsmorgnum biðum við sem litlar stelpur spenntar eftir að bíllinn hennar renndi í hlað, hún kom nefiiilega aldrei tómhent. Halla tók þátt í öllum merkisat- burðum með okkur enda litum við alltaf á hana sem hálfgerða ömmu þrátt fyrir að okkur fyndist hún aldrei eldast. Það era margar kær- ar minningar sem tengjast henni Höllu og betri og yndislegri mann- eskja var vandfundin. Halla fylgd- ist alltaf með okkur systram og þegar við misstum pabba okkar í sumar var gott að spjalla við Höllu. Þrátt fyrir háan aldur hringdi hún alltaf reglulega til að heyra í okkur og síðasta stoppið við pakkadreif- ingu á aðfangadag var alltaf hjá Höllu til að óska henni gleðilegra jóla. Elsku Halla, við þökkum sam- fylgdina. Hvíl í friði. Svava og Rannveig Þorkelsdætur. Nú þegar hún amma er dáin verður okkur hugsað til þeirrar miklu visku og speki sem henni tókst að miðla á sinni löngu ævi til okkar ömmubarnanna. Þó að hún hafi ekki fengið nema lágmarks skólagöngu á sinni tíð, þá hafði hennar skarpi hugur meðtekið margt um dagana og hún var óþreytandi í að brýna fyrir okkur HALLA EINARSDÓTTIR þau lífsgildi sem hún hafði í háveg- um. Það má segja að hennar lífs- skoðun byggðist á því að ráðdeild- arsemi og hagsýni væra lykillinn að farsælu lífi. Hún hafði einnig mikinn og lifandi áhuga á því hvernig okkur gengi í lífsbarátt- unni og fylgdist til síðasta dags vel með hvað hver og einn var að gera. Spurði frétta af störfum okkar og hafði stundum áhyggjur af að „forrettningin“ eins og hún kallaði það bæri sig ekki sem skyldi. Hún fylgdist vel með öllum atburðum í lífi okkar og jafnvel nánustu vina og lét sig aldrei vanta á nokkurt mannamót ætti hún þess nokkurn kost. Messuhatturinn var alltaf með í fór á ferðalögum okkar í hjólhýsinu ef ske kynni að eitthvað óvænt kæmi upp á. Hún var vak- andi yfir öllum okkar ferðum er- lendis, bað fyrir okkur, en kunni því ávallt best þegar allir vora komnir heim aftur. Hún amma átti mjög gott með að koma fyrir sig orði og það var ekki sá atburður innan fjölskyld- unnar, ferming eða gifting að hún væri ekki búin að undirbúa að segja nokkur orð til þeira sem í hlut áttu. Þá brýndi hún fyrir okk- ur samheldni og nægjusemi. Orð- tækin hennar standa okkur ljóslif- andi fyrir sjónum. „Molar era líka brauð“. „Það er ekki eftir sem búið er“ og svo samlíkingin um að sam- búð hjóna væri líkt og að tveir aðil- ar prjónuðu peysu saman. Það væri ekki nóg að peysan væri áferðarfalleg á réttunni heldur þyrftu báðir að vinna vel saman til að hún yrði einnig hnökralaus á röngunni. Þannig fengum við börnin sérstakt tækifæri til að kynnast hugsunum og lífsgildum þeirrar kynslóðar sem séð hefur meiri breytingar en nokkur önnur kynslóð á Islandi. Frá því að koma úr fábrotinni sveitamenningu um aldamótin til þess að taka þátt í hátæknivæddu samfélagi nútím- ans. En þetta hróflaði ekki við þeirri skoðun ömmu að það væri mannlegt innræti sem skipti mestu rriáli en ekki umbúðirnar. Hún passaði alla tíð vel upp á sitt og þegar hún flutti af Leifsgötunni, þar sem hún og afi höfðu átt heim- ili um sextíu ára skeið, þá kom margt forvitnilegt úr skápunum sem haldið hafði verið til haga af mikilli samvisku og reglusemi að ekki sé minnst á allar gersemarnar af háaloftinu. Það er erfitt að trúa því að hún amma okkar sé dáin. Þessi bjargfasti klettur sem alltaf var hægt að treysta á og ræða við um alla skapaða hluti. A öllu hafði hún skoðun og hjálpaði okkur oft að sjá hlutina í öðru samhengi en áður. Minningin um ömmu á eftir að búa í huga okkar um ókomna tíð og varla á eftir að líða sá dagur að okkur verði ekki hugsað til mann- gæsku og visku hennar. Þó sorgin og söknuðurinn sé mikill, þökkum við almættinu fyrir að hún fékk að loka augunum, í síðasta sinn, í sín- um stól, innan um sína hluti á Dal- brautinni þar sem hún bjó síðustu fimm árin. Við viljum biðja góðan guð að geyma ömmu okkar og kveðjum hana með orðum sem lýsa vel því æðraleysi sem einkenndi hana allt hennar líf. „Harmið mig ekki með táram þótt ég látin sé. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín með upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Höf. ókunnur.) Þorleifur Þór, Stefanía Gyða, Bergrún Svava og Jóhann Þór. Elsku amma mín. Síminn hringdi hjá mér á hótel- herberginu í Los Ángeles. Agnes mín að láta mig vita að þú hefðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.