Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Mörgum hefur þótt sæta und- rum hve fjölskrúðugt ís- lenskt tónlistarlíf er. Sumum er- lendum gestum þykir það til dæm- is fjarstæðukennt að hér séu að meðaltali um það bil einir tónleik- ar á dag árið um kring. En þessi ánægjulega gróska í tónlistariífi landsmanna kemur ekki síður fram í miklum landvinningum ís- lenskra söngvara sem hlýtur að vera okkur stöðugt fagnaðarefni. Gott gengi þeirra Kristjáns Jó- hannssonar, Kristins Sigmunds- sonar og Sólrúnar Bragadóttur hefur væntanlega ekki farið fram hjá neinum en færri gera sér kannski grein fyrir því hve mikill fjöldi ungra íslenskra söngvara hefur verið að koma fram á sjónar- sviðið nú allra síðustu ár og hve margir þeirra hafa komist að við virtar erlendar óperur. Síðastliðinn mánudag fengu tónleikagestir í Listasafni Kópa- vogs að hlýða á einn þessara söngvara, Auði Gunnarsdóttur, sem hefur nýlokið framhaldsnámi í söng við tónlistarháskólann í Stuttgart með hæstu einkunn. Auður hefur komið fram sem ein- söngvari á fjölda ljóða- og óperu- tónleika, meðal annars með Wúrttembergísku Fílharmóníu- hljómsveitinni í Reutlingen og Fíl- Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. harmóníuhljómsveitinni í Stuttg- art en er nú á höttunum eftir föst- um samningi við óperuhús. Um söng Auðar á mánudagskvöldið sagði Jón Ásgeirsson, gagnrýn- andi Morgunblaðsins: „Eftir þessa tónleika verður ekki annað sagt en að Auður Gunnarsdóttir er frá- bær söngkona og hefur þegar afl- að sér mikillar og góðrar tækni, svo að þarna er von í listagóðri söngkonu." Eins og Auður eru hinir ungu íslensku söngvarar sennilega flestir í Þýskalandi enda eru möguleikarnir þar miklir í um áttatíu óperuhúsum. Síðustu ár hefur bæst í þennan íslenska söngvarahóp árlega og eins og fram kom í grein Þórarins Stef- ánssonar í Morgunblaðinu fyrir skömmu syngja þeir nær eingöngu veigamikil hlutverk. Of langt mál yrði að telja upp alla þessa söngv- ara i Þýskalandi, sem eru vel á annan tuginn, en kannski mætti nefna þær Magneu Tómasdóttur, Guðrúnu Ingimarsdóttur og Arn- dísi Höllu Ásgeirsdóttur sem allar eru enn í námi og hafa sýnt þar að þær muni eiga eftir að láta að sér kveða á óperusviðinu í náinni framtíð. íslenskir söngvarar hafa sömu- leiðis vakið athygli annarsstaðar í Evrópu, bæði í Suður- og Norður- Evrópu. Máski hefur þó enginn þeirra vakið jafn miklar vonir og væntingar og baritónsöngvarinn Finnur Bjarnason. Þrátt fyrir ung- an aldur og að vera enn við nám í Guildhallskólanum í London hef- ur Finnur vakið óskipta athygli söngfróðra hér heima og erlendis. Þó var það sennilega ekki fyrr en hin kunna söngkona Elly Ameling veitti honum sérstaka viðurkenn- ingu á söngnámskeiði sínu hér á landi í fyrravor sem hann fór að vekja almenna athygli. Ánnars eru landvinningar ís- lenskra söngvara ekki alveg ný saga. Islenskir söngvarar áttu góðu gengi að fagna á erlendri grund fyrr á öldinni og má með sanni segja að þeir hafi rutt braut- ina. Hér nægir að nefna nöfn Pét- urs Á. Jónssonar, sem starfaði við óperuhús í Kiel, Berlín og Bremen 1914 til 1929 við fádæma vinsæld- ir, Maríu Markan, sem starfaði meðai annars í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, Berlín, Lundún- um og New York þar sem hún var fastráðin við Metropolitanóperuna árin 1941 til 1944, Stefáns ís- landi, sem átti glæsilegan söngfer- il við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn og varð þar kon- unglegur hirðsöngvari 1949, og Einars Kristjánssonar, sem söng víða í Evrópu. Það er einnig gömul saga og ný að á hátíðarstundum minnast ráðamenn á að efla þurfi íslenska menningu því að hún sé skjöldur og krúna stoltrar og sjálfstæðrar þjóðar. Það hefur hins vegar viljað brenna við að einungis daufur ómur af þessum hátíðarorðum heyrðist í lögum þeirra sem fara með sameiginlegt fé landsmanna. Þessi daufi endurómur hefur til dæmis ekki nægt til að reisa þjóð- inni og þeim glæsilega flokki tón- listarmanna, sem hér að ofan var getið, tónlistarhús. Og þótt söng- líf sé með miklum blóma í íslensku óperunni verður ekki sagt að ómur þessara fallegu orða hafi verið hár þar. Þarf engum að blandast hug- ur um að það yrði mikill sómi að því að bæta hér úr skák og láta orðin standa á borði. L AND VINNIN GAR ÍSLENSKRA SÖNGVARA Svo er önnur • hlið þessa máls en sú sem ég hef áður minnzt á, þar- sem konur eru séðar í öðru og verra ljósi - og má það undarlegt heita að svo skuli vera í frásögnum af ástarskáldinu mikla í Fóstbræðra sögu. Bessi faðir Þormóðar Kolbrúnar- skálds sagði við son sinn eftir alium- fangsmikið kvennafar hans hér heima áðuren hann hélt á fund Ólafs digra, Óþarfa unnustur áttu, hlauzt af annarri örkuml þau, er þú verður aldrei heill maður, en nú er eigi minni von, að bæði augu spryngi úr höfði þér! Það var ekki undarlegt að svo færi fyrst skáldið orti Kolbrúnarvísur um Þorbjörgu Kolbrúnu en sneri þeim síðan vegna hugleysis til lofs við Þórdísi til heilla og sátta og ástar við sig einsog segir í sögunni. Það er augljóst, gömul hetju- og ástarsaga höfð í flimtingum. Kolbrúnarvísur eru með öllu glat- aðar en sumir telja að þær hafi verið frægt kvæði í fomöld, svosem ráða má af ummælum Landnámu og viðumefni Þormóðar. Þetta þarf þó ekki að vera og vísast að þetta margfræga ástarkvæði hafi aldrei verið ort. Ef svo hefði verið væru til úr því slitur en hvergi fínnst af því tangur né tetur og er það í hæsta máta heldur tortryggilegt. Af lýsingu Fóstbræðra sögu á Þór- dísi að dæma var engin ástæða til að yrkja henni ástarkvæði og ekki hefur Þorbjörg Kolbrún heidur verið sérlega eldfímt efni í svo ástríðufull- an óð sem ætla mætti. Báðar voru þær fjölkunnugar, hvor með sínum hætti en auk þess var gyðjan Kol- brún „eigi einkar væn“ sem merkir eigi sérlega fríð sýn- um, þótt kurteis væri að jafnaði, “útfætt, en eigi alllág". Ástir Þor- móðar hafa sem sagt verið jafn afkáralegar og margt annað sem lýst er með hæðni og hálfkæringi í texta þessarar grátbroslegu „hetjusögu". Enginn höfundur ást- arsögu sem hefði verið staðráðinn í því að láta lesendur sína taka eitt- hvert mark á frásögninni hefði lagt áherzlu á að Þorbjörg Kolbrún hefði verið jafn útskeif og hún var óþörf unnusta! Þegar Gibbon fjallar um • Germani í hinu mikla, sí- gilda riti sínu, segir hann m.a.: „Germanir sýndu konum sínum virðingu og traust, og höfðu þær með í ráðum í öllum mikilvægum málum og lifðu í þeirri sæiu trú að þær varðveittu í bijósti sér heilag- leika og vizku sem væri meira en mannleg. Nokkrar af þessum for- lagadísum stjórnuðu, í nafni guð- dómsins, grimmustu þjóðum Ger- maníu. Hinar konurnar, sem voru ekki dýrkaðar sem gyðjur, nutu virðingar sem fijálsir og jafnir fé- lagar stríðsmanna; við hjónavígsl- una var líf þeirra jafnvel tengt striti, hættum og sæmd. í herbúð- um barbaranna í innrásunum miklu voru herskarar kvenna, sem létu engan bilbug á sér finna mitt í vopnabrakinu, hinum ýmsu mynd- um eyðileggingar, og sæmdarlegu blóði sona sinn og eiginmanna. Germanskir hermenn, sem misstu móðinn, voru oftar en einu sinni reknir aftur gegn óvininum vegna göfugrar örvæntingar kvenna sem óttuðust dauðann miklu minna en ánauðina. Ef ósigur varð ekki umflúinn í orrustunni kunnu þær að bjarga sér og börnum sínum frá ódæðum sigurvegarans af eigin rammleik. Slíkar kvenhetjur kunna að kalla á aðdáun okkar; en þær voru örugglega hvorki elskulegar né opnar fyrir ást. Á meðan þær lögðu sig í framkróka við að líkja eftir hörðum dyggðum karlsins hljóta þær að hafa glatað þeirri geðfelldu mýkt sem er höfuðprýði yndisþokka konunnar.“ íslendinga sögur eru fyrst • og síðast skáldlegar um- búðir um líf manna til forna. Þær eru skrifaðar af kristnum mönnum á 13. öld, oft um heiðna menn um og eftir landnámsöld. Reynt er að flétta saman heiðinn germanskan arf og þá kaþólsku geymd sem menntaðir menn íslenzkir tileinkuðu sér uppúr kristni. Margt af þessu er glatað. Táknmál og goðsagnir ásatrúar hafa ekki þá merkingu sem áður var, myndhvörf hafa glat- að skírskotunum sínum og margt í goðsögnunum er án tengsla við upprunalega merkingu og sjálf- sagða fyrrá tímum. Þess vegna meðal annars eigum við í basli með dróttkvæðin. Þau eru viðstöðu- lausar skírskotanir í þessi heiðnu trúarbrögð og við vitum ekki merk- ingu margra orða nema með því að kynna okkur þau sérstaklega. Oftogeinatt er merkingin glötuð með öllu og við stöndum uppi án tengsla við íortíð sem er lifandi þáttur í þessum arfi okkar. Samt getum við notið kvæðanna. Þau eru á hljómmikilli íslenzku, músíkin hljómar enn fagurlega í eyrum okk- ar, hrynjandin og þessi máttugi sláttur sem er einatt svo nátengdur efninu. Þessi hjartsláttur íslenzkrar arf- leifðar. M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 17. janúar NÚ ORÐIÐ LEIKUR enginn vafi á því, að sameiginlegur gjaldmiðill Evrópu- sambandsríkja verður að veruleika um næstu áramót. Yfir- gnæfandi líkur eru á því, að einu ESB-ríkin, sem taki ekki þátt í hinum nýja gjaldmiðli, verði Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Grikkland. Endanleg ákvörðun hefur þó ekki verið tekin um þennan þátt málsins. Með sameiginlegum gjaldmiðli ESB-ríkja verður bylting í efna- hagsmálum þeirra og allar líkur á, að evró- inu fylgi nýr kraftur í viðskipta- og at- vinnulífí aðildarríkjanna. Jafnframt er fyr- irsjáanlegt, að hinn nýi gjaldmiðiii leiðir til ákveðinna vandamála fyrir þau Evrópu- ríki, sem standa utan við þetta samstarf og þá ekki sízt vegna þess, að samkeppnis- staða fyrirtækja í þeim löndum verður erfiðari en áður gagnvart fyrirtækjum inn- an evrósvæðisins. Hér á íslandi hefur verið víðtæk sam- staða um þá stefnu, að aðild að ESB kæmi ekki til greina að óbreyttri sjávarút- vegsstefnu ESB. Morgunblaðið hefur hins vegar ítrekað varpað fram þeirri spurningu á undanförnum misserum, hvernig við getum til langframa staðið utan við evró- svæðið vegna viðskiptalegra hagsmuna okkar. Þegar Gerhard Schröder, einn af leiðtogum þýzkra jafnaðarmanna, var hér á ferð fyrir nokkru lýsti hann þeirri skoð- un, að í kjölfar myntbandalags hlyti að fylgja pólitískt bandalag. Og þá má spyija hvaða hagsmuni við íslendingar höfum af því eða hvort það væri okkur kannski í óhag að verða með þeim hætti þátttakend- ur í samskiptum þjóða á meginlandi Evr- ópu, sem lengi hafa verið flókin og erfið. Af þessu tilefni er ástæða til að vekja athygli á upplýsandi viðtali, sem birtist í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtu- dag við Þórð Magnússon, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Eimskipafélags ís- lands hf., sem varpar afar skýru ljósi á stöðu okkar gagnvart hinum sameiginlega gjaldmiðli ESB-ríkja. Viðtal þetta gefur gleggri mynd af þeim hagsmunum okkar Islendinga, sem um er að tefla, en áður hefur komið fram. Þórður Magnússon lýsir núverandi að- stöðu íslenzkra fyrirtækja með þessum orðum: „íslenzk fyrirtæki ná ekki að fjár- magna starfsemi sína í innlendum gjald- miðli í hagkerfínu vegna smæðar þess. Mörg þeirra, einkum stórfyrirtæki, grípa því til þess ráðs að ljármagna sig að veru- legu leyti í erlendum myntum. Þau verða því mjög háð gengissveiflum en þau reyna að vinna gegn því með virkri fjárstýringu með það að markmiði að vera óháð inn- byrðis gengisbreytingum erlendra mynta. Krónan er svo lítil mynteining, að tiltölu- lega litlar hreyfingar á gjaldeyrismarkaðn- um valda óeðlilega miklum sveiflum. Einn milljarður í nettóhreyfíngu á markaði get- ur breytt skráningu gengisins um 0,5% til eða frá. í júlí á síðasta ári styrktist geng- ið t.d. um 1,44%, í október veiktist það um 1,44% og í nóvember styrktist það á ný um 1,4%. Þótt þessar gengissveiflur séu ekki miklar í samanburði við marga aðra gjaldmiðla eru áhrif þeirra á rekstur ís- lenzkra fyrirtækja oft meiri en sem nemur afkomu af reglulegri starfsemi þeirra. Flest erlend fyrirtæki fjármagna sig hins vegar í sinni heimamynt og verða því ekki fyrir sambærilegum skakkaföllum vegna gengíssveiflna." Síðan lýsir Þórður Magnússon aðstöðu meðalstórra fyrirtækja og segir, að þau „... þurfa nú að fjármagna sigmeð innlend- um lánum, sem eru 4-6 prósentustig yfir meðalvöxtum af erlendum lánum. Þessi fyrirtæki eru oft að greiða 10-12% af innlendum skammtímalánum en um 1,5-2% yfir millibankavöxtum (libor) af erlendu lánsfé. Vaxtamunur er því 4-6 prósentustig. Þetta er óviðunandi og ég hygg að draga megi úr þessum vaxtamun miðað við ríkjandi forsendur... Þetta er sá skattur, sem við Islendingar greiðum fyrir að vera með sjálfstætt myntkerfi, sem er jafnframt hið minnsta í heimi. Allar lík- ur eru á að vaxtaálag vegna óvissu, svo- kallað óvissuálag krónunnar, muni vaxa eftir stofnun EMU og auka enn frekar á þennan mun.“ Stór fyrirtæki á íslenzkan mælikvarða þurfa skv. þessu að haida uppi sérstakri starfsemi til þess að vinna gegn áhrifum gengissveiflna á skuldastöðu þeirra í er- lendri mynt en meðalstór og minni fyrir- tæki borga verulega hærri vexti af lánsfé en keppinautar þeirra í nálægum löndum. Heildaráhrifunum af þessari aðstöðu lýsir Þórður Magnússon með svofelldum hætti: „Það má færa ýmis rök fyrir því, að lág laun hérlendis megi m.a. rekja til hárra vaxta vegna sjálfstæðrar gengisskráning- ar krónunnar. Það er ekki viðunandi að mínu mati.“ Aukin sam- keppni I UMRÆÐUM UM EMU í Evrópulönd- um hefur komið skýrt fram, að gengið er út frá því sem vísu, að samkeppni muni aukast mjög í kjölfar sameiginlegs gjaldmiðils. Vöru- verð verður sýnilegt. Það blasir við öllum, ef augljós og áberandi verðmunur verður á algengum neyzluvörum á milli landa. Fyrirtæki í Frakklandi, sem selja sömu vöru og þýzk fyrirtæki en á hærra verði, reyna að laga sig að hinu lægra verði í næsta nágrenni. Slík verða áhrifín um allt evrósvæðið. Neytendur sætta sig ekki við augljósan verðmun og þau fyrirtæki, sem ekki geta keppt á þessum markaði, munu detta upp fyrir. Það má líka búast við, að í kjölfar evrós- ins fylgi mikil endurskipulagning í við- skipta- og athafnalífi Evrópu. Fyrirtæki munu sameinast með einum eða öðrum hætti til þess að bæta samkeppnisstöðu sína. Gera má ráð fyrir miklum uppskiptum á fyrirtækjamarkaðnum í Evrópu á næstu árum. Það á ekki sízt við um bankana, sem missa mikinn spón úr aski sínum, þegar þeir hætta að hagnast á því að skipta gjaldmiðlum fram og til baka. Þessi stað- reynd auk tæknivæðingar í bankakerfinu mun leiða til þess að starfsmönnum banka í Evrópu fækkar á næstu árum um tugi þúsunda. Þetta þýðir að þau fyrirtæki, sem ís- lenzku fyrirtækin eru að keppa við í Evr- ópu, verða mun samkeppnishæfari á næstu árum. Á sama tíma og líkur eru á því, að vaxtamunur minnki ekki og geti jafnvel aukizt vegna evrósins, fá fyrirtækin í Evr- ópu nýtt forskot á keppinauta sína vegna þeirra áhrifa hins sameiginlega gjaldmið- ils, sem hér hefur verið lýst. A undanförn- um árum hefur gífurleg áherzla verið lögð á að jafna samkeppnisstöðuna milli ís- lenzkra fyrirtækja og erlendra og það hef- ur ekki sízt gerzt vegna aðildar okkar að EES. Nú stöndum við frammi fyrir því, að dragast aftur úr á nýjan leik. Hvernig eigum við að bregðast við þess- ari stöðu? Þegar Þórður Magnússon var spurður, hvort einhliða tenging krónunnar við EMU kæmi til greina var svar hans þetta: „Ég held, að einhliða tenging krón- unnar við annan gjaldmiðil, t.d. evró, yrði ekki trúverðug við ríkjandi aðstæður. Það yrði gífurlega erfitt að veija hana í hinu fijálsa fjármagnsflæði, sem nú er ráð- andi. Reynsla Hong Kong-búa er lærdóms- rík að þessu leyti en þeir hafa tengt gjaldmiðil sinn, Hong Kong dollarann, ein- hliða við Bandaríkjadollara. Það getur reynzt þeim erfitt að halda í þessa teng- ingu og ráða þeir þó yfír digrum gjaldeyris- varasjóðum. Þá óttast Norðmenn um fram- tíð sinnar krónu þrátt fyrir mikla olíusjóði." En jafnframt segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips: „Afstaða íslend- inga til ESB hlýtur að takmarka valkost- ina í þessum efnum en íslendingar verða að vera óhræddir við að skoða alla kosti í gengismálum og það er brýn þörf að hraða þeirri vinnu, þannig að niðurstaða liggi fyrir árið 2000. Mér finnst eðlilegt, VIÐ REYKJAVÍKURHÖFN. Morgunblaðið/RAX að íslendingar leiti eftir einhvers konar samstarfi eða aðild að EMU en í mínum huga er það ekki valkostur að standa alger- lega utan við bandalagið eftir að það kemst til framkvæmda. Mér finnst að það ætti að láta á það reyna, hvort unnt sé að ná tvíhliða samningi við bandalagið um geng- ismál, þótt engin fordæmi séu fyrir slíku.“ Hvað næst? ÞESSI SKÝRA greining Þórðar Magnússonar á stöðu íslands í ljósi þess, að evróið er að verða að veruleika, ætti að verða stjórnvöldum og viðskiptalífi hvatning til að leggja stóraukna vinnu í undirbúning stefnumörkunar af okkar hálfu í þessum mikilvægu málum. Eins og kunnugt er hefur Seðlabanki íslands gefíð út skýrslu um áhrif evrósins á ís- lenzk efnahagsmál og áfram er unnið á vettvangi bankans að því að skoða þessa stöðu. Þá er sérstakur starfshópur starf- andi á vegum forsætisráðuneytisins til þess að fjalla um áhrif evrósins á efna- hags- og atvinnulíf okkar. Vaxandi um- ræður hafa verið á vettvangi viðskiptalífs- ins um þessi mál. Alltént er ljóst, að við getum ekki lát- ið svo sem þessi þróun skipti okkur engu. í því viðtali, sem hér hefur verið vitnað til, hafa verið færð sterk rök fyrir því, að núverandi staða mynteiningar okkar valdi stórum fyrirtækjum erfiðleikum vegna skuldastöðu þeirra í erlendri mynt og meðalstórum og minni fyrirtækjum erfiðleikum vegna þess, að þau borga mun hærri vexti af innlendu lánsfé en keppinautar þeirra í öðrum löndum. Þetta hvort tveggja eigi ríkan þátt i því að laun eru lægri á íslandi en í nálægum löndum. Af þessu má sjá, að hér er um að ræða kjarnann í þeim viðfangsefnum, sem nú blasa við í efnahags- og atvinnumálum. Við höfum náð okkur á strik. Kreppan er að baki. Góðæri ríkir og hagur almennings batnar ár frá ári. Eftir sem áður er undan því kvartað, að arðsemi íslenzkra fyrir- tækja sé ekki nægilega góð og launþegar spyija aftur og aftur hvers vegna launatöl- ur á íslandi séu áberandi lægri en í nálæg- um löndum. Þótt sá samanburður sé alltaf varhugaverður m.a. vegna mismunandi skatta segir hann þó einhveija sögu. Þetta er hins vegar flókin staða eins og að var vikið í upphafi. Sjávarútvegs- stefna ESB er óviðunandi fyrir okkur og við mundum aldrei sætta okkur við þá samninga, sem norsk stjórnvöld féllust á í samningaviðræðum um aðild að ESB varðandi sjávarútveginn. Aðild að mynt- bandalaginu kemur ekki til greina án aðild- ar að ESB. Evróinu kunna líka að fylgja ókostir fyrir okkur, sem draga þarf fram í dagsljósið. Hver væri t.d. staða okkar í djúpum sveiflum við sjávarsíðuna eins og alltaf verða og við höfum leyst með þekktri aðferð, sem ekki væri kostur á með aðild að evróinu? Viðbrögð okkar gagnvart evrósvæðinu kalla á víðtækar umræður og ítarlega könnun á því hvernig hagsmunum okkar verður bezt borgið. Um þetta hljóta ríkis- stjórn og Alþingi að hafa alla forystu en hlutur viðskiptalífsins í þessum umræðum verður óhjákvæmilega einnig mikill. „Þessi skýra greining Þórðar Magnússonar á stöðu Islands í ljósi þess, að evró- ið er að verða að veruleika, ætti að verða stjórnvöld- um og viðskipta- lífi hvatning til að leggja stóraukna vinnu í undirbún- ing stefnumörk- unar af okkar hálfu í þessum mikilvægu mál- um.“ i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.